Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 16
16 MCIieUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR: 24. FEBRUAR 19m JlurguitMííiíiití Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. A TVINNUÖR YGGIÐ FYRIR ÖLLU ótt sitthvað hafi auðvitað farið úrskeiðis hjá okk- ur íslendingum á undanförn- um árum, þá hefur okkur þó tekizt að haga málum þannig, að hér hefur verið full at- vinna og allir getað unnið eins og þeir hafa haft vilja og þrek til. Atvinnuleysi hef- ur verið óþekkt fyrirbæri, og þeir, sem yngri eru, gera sér kannski ekki grein fyrir því, hve gífurlegt böl það er, þeg- ar menn fá ekki tækifæri til að hagnýta vinnuafl sitt. Nú í haust og vetur hefur nokkuð bryddað á atvinnu- leysi af alkunnum ástæðum, og á undangengnum mánuð- um hafa stjórnarvöld átt við að glíma mesta vanda, sem að íslenzku þjóðinni hefur steðjað síðan Viðreisnar- stjórnin tók við völdum. Þennan vanda hefur nú tekizt að leysa, þannig að starfsgrundvöllur er skapað- ur fyrir íslenzka atvinnuvegi og er nú verið að hefjast handa af fullum þrótti, þann- ig að ekki væri óhófleg bjart- sýni að ætla, að það erfið- leikaástand, sem við ístend- ingar höfum átt við að búa að undanförnu, væri hjá lið- ið innan fárra mánaða, ef ekki drægi nú bliku á loft. Innbyrðisvaldastreita í kommúnistaflokknum hefur valdið því, að nú er safnað liði til að efna til verkfalla, sem ætlað er að knýja fram verulegar kauphækkanir, þó að allir viti ,að hagsmunamál verkalýðsins nú er full at- vinna og öflugt athafnalíf, sem von bráðar getur skilað raunhæfum kauphækkunum, en ekki kauphækkanir strax, sem óhjákvæmilega mundu þýða verulegan samdrátt í atvinnulífinu og atvinnuleysi fyrir verkalýðinn- Hinum svokölluðu Alþýðu- bandalagsmönnum hefur af Moskvukommúnistum mjög verið legið á hálsi fyrir það, að þeir hafi verið of samn- ingafúsir á undangengnum árum og hugsað um það eitt að tryggja sem hagkvæmust kjör, en ekki hitt að efla bar- áttuvilja verkalýðsfélaganna og pólitíska starfsemi þeirra. Þrek Alþýðubandalags- mannanna er álíka lítið nú eins og í öllum hörðum átök- um við kommúnistana, og þeir hafa brugðið á það ráð að tilkynna Moskvumönnum, að ekki standi á þeim að leggja út í verkföll og nú skuli kommúnistar ráða ferð- inni. Þarna koma raunar líka til klókindi af hálfu Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar. Þeir vita sem er, að verkalýðurinn er mótfall- inn verkföllum nú, og þeir vita, að verst munu verkföll- in mælast fyrir í Dagsbrún, en Dagsbrún mun einmitt bera hita og þunga baráttunn ar, sem annað hvort hlyti að enda með því, að verkföllin færu út um þúfur eða með kauphækkunum, sem óhjá- kvæmilega þýddu samdrátt og atvinnuleysi, en hins veg- ar raunverulegar kauphækk- anir til þeirra, sem betur eru settir í þjóðfélaginu, fast- launamanna og þeirra, sem hæstar tekjur hafa. Þegar þannig væri komið, telja Alþýðubandalagsmenn- irnir, að þeirra staða í flokki sínum væri betri og þeir ættu auðveldara með að kljást við kommúnistana. Það er þetta ,sem raunveru lega er að gerast, og Morg- unblaðið telur það skyldu sína að greina launamönnum — og landsmönnum öllum — frá þessum skollaleik og þessari valdastreytu, þar sem noita á verkamenn og þá, sem verst eru settir í lífsbarátt- unni, sem peð á taflborði pólitískra spekulanta. Laun- þegar sjálfir verða að taka fram fyrir hendurnar á þess- um atvinnustjórnmálamönn- um, áður en það er um sein- an og hindra að iðja þeirra leiði yfir verkamenn böl at- vinnuleysis og erfiðleika, því að nú á íslenzka þjóðin að sameinast um eitt; fulla at- vinnu og stóraukna fram- leiðslu, sem von bráðar býð- ur ný og betri lífskjör en við nokkurn tíma höfum þekkt. FORÐAGÆZLU- LÖGIN T ræðu sinni við setningu Búnaðarþings vék Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, að lögunum um forðagæzlu og nauðsyn þess að þeim væri framfylgt. Hann sagði þá m.a. er hann ræddi um erfiðleika þá, sem að landbúnaðinum hafa steðj að vegna kalskemmda og annarra erfiðleika, sem vald- ið hafa því að töðufengur hef ur orðið minni en ella. Margt er skylt með Reykjavík og London FLESTIR minnast enn komu brezku blaðamannanna hing- að eftir sjóslysin á ísafjarðar djúpi fyrr í þessum mánuði, og þá ekki sízt komu blaða- manna Lundúnablaðsins „The Sun“, sem keypt hafði einka- rétt á frásögn eiginkonu Harry Eddoms. Þessir blaðamenn frá Sun gerðu fleira en segja sögu frú Eddoms þegar >heim kom, og hefur Mbl. meðal annars bor- izt opna úr blaði ’þeirra þar sem Angela Neustatter segir frá ýmsu, sem fyrir augu hennar bar í heimsókninni til íslands. Þar segir hún meðal annars, að ísland hafi mikið að bjóða þeim, sem óska eft- ir friðsömum og frálbrugðn- um frídögum í afskekktri svei't. „Þjóðin er vingjarnleg, fiskafli góður, og hrikaleg strandlengjan sumsstaðar em hver sú fegursta í heimi“. Það er fylgst með tízkunni á íslandi, segir Angela. Stúlk- urnar á þessari litlu storma- eyju, fylgjast sannarlega með tímanum, og klæðnaður þeirra ætti jafnvel við . í London eða París og í þessari litlu borg (Reykjavík) um- kringdri fiskiþorpum. Alls- sitaðar rná sjá stuttpils og há stígvél, og þröngar buxur með víðum skálmum. Alveg eins og í London, gefuT einnig að líta einstöku „Maxi“pils. Angela Neustatter minnist á verzlunina Karnabæ, og ræðir við forstjóra hennar, Guðlaug Bergmann, sem í grein hennar heitir að vísu „Gutihlaulur". Segir hún að verzlunin sé svar Reykvík- inga við Carnaby Street í London, og að verzlunin sé full af varningi með þekktum vörumerkjum eins og „Twiggy“, „Mary Quant“ og „Jahn Craig“. Frúin telur, að um 80% fatnaðar í íslenzkum verzlunum sé innfluttur frá Bretlandi, og líkar henni það vel. Hinsvegar segir hún, að föt séu all-miklu dýrari en í Englandi, og tekur nokikur dæmi. Þannig kostar Twiggy- kjóll £ 7 í Bretlandi, en £ 11 í Reýkjavík. Jakkar, sem kosta £ 8 í verzlun Selfridg- es í London, kosta £ 16 í Reykjavík, o.s.frv. Þetta mun þó ekki hafa hindrað það að frúin gerði innkaup í Reykja- Angela segir, að þeir, sem heyri nafnið ísland, hugsi sér ósjálfrátt land áberandi kulda. Það sé ekki rétt hug- mynd, Þótt frost sé á íslandi um þetta leyti árs, sé kuldinn þægilegur og hressandi, og þegar sólin brýzt fram úr skýjum og varpar geislum sínum yfir fjöll og frosnar tjarnir, er eins og komið sé vor. Loftið er svo hreint og Frásögn Angelu Neustatter í „The Sun“. vík, því að sögn eigenda Karnabæjar keypti hún og félagi hennar tabvert af föt- um „made in England" á ís- lenzku verði og fluttu með sér heim. Eitthvað á Angela Neustatt er erfibt með að skrifa ís- lenzk nöfn. í grein sinni ræð- ir hún við tvítuga stúlku, sem heitir „Joanna Olafs*oiiottin“, og er það aðaiiega snyrtm.g Jóhönnu, sem vekur athygli blaðamannsins. Kveðst Jó- hanna fylgjast með enskum tímaritum, og læra af þeirn andlitssnyrtingu. hressandi, segir Angela, að fs lendingum nægir fjögurra tíma svefn á nóttu. Að lokum getur Angela nokkuð lífskjara á íslandi. Segir hún að flest sié dýrara á fslándi en í Englandi, en kaupgjald hinsvegar mun hærra. Um helgar safnast borgarbúar saman í sloíða- brekkum í nágrenninuv segir hún, og þar þeytast þeir urn brekkurnar langt fram á morgun. í þessum skiíðaferð- um 'hafa m.argir mieð sér nesti og er þá kjötsúpa talin ágæt- is nesti ,segir Angela Neu- státter. „Búnaðarfélag fslands og Stéttarsamband bænda ósk- uðu eftir því við ráðuneytið, að skipuð yrði nefnd til þess að gera tillögur um nauðsyn- legar" ráðstafanir til úrbóta. Nefndin skilaði samhljóða til lögum um stuðning við þá, sem talið var að þyrfti á að- stoð að halda og hefur verið farið eftir áliti nefndarinnar. Til eru lög um forðagæzlu, sem ætlast er til að farið sé eftir. í þeim lögum er ákveð- ið að forðagæzlumenn starfi í hverju sveitarfélagi, gefi upp fóðurbirgðir að haust- inu og aðvari viðkomandi bændur og sveitarstjórn, ef útlit er fyrir að ekki sé fóð- ur eða hús fyrir þann búpen- ing, sem settur er á vetur- Eftir þessum lögum hefur því miður ekki verið farið í öllum atriðum. Verður að vænta þess að sveitarstjóm- ir, sýslumenn og Búnaðar- félag íslands fylgist með framkvæmd þessara laga, svo nauðsynlegt sem það er. Verði lögin ekki framkvæmd, gæti viljað til óbætanlegt slys, ef óvenjulega harður vetur kemur ásamt vorharð- indum“. Hér er um að ræða tíma- bæra viðvörun af hálfu land- búnaðarráðherra, enda er óverjandi með öllu nú á tím- um velgengni að tefla á tæpt vað í þessu efni. VEIÐI OG VÍSINDI ¥ oks hefur verið ákveðið að takmarka veiði suður- landssíldar, en fiskifræðingar hafa bent á nauðsyn þess um nokkurt skeið. Við fslendingar höfum nú á að skipa alimörgum fiski- fræðingum, sem hafa góða menntun og reynslu. Fram til þessa hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til sjónarmiða þessara manna, heldur hafa menn látið stjórnast af til- finningum og gjarnan af því hvaða veiðar þeir hafa stund- að eða átt hagsmuni sína undir. Slík afstaða getur ekki gengið til frambúðar. Við verðum að taka tillit til sjón- armiða menntunar og reynslu fiskifræðinganna og haga veiðum okkar og veiðiaðferð- um eftir þeirra tillögum. Fordæming ákveðinna veið- arfæra er jafn fráleit eins og vísvitandi ofveiði ákveðinna stofna. I þessu efni verður skynsemi og vísindarann- sóknir að ráða og ekkert annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.