Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1908 Sýníng Jóhanns Briem í Menntaskólanum Sólarlag 1966 Þegar Jóhann Briem sýndi í Bogasalnum árið 1963, kvartaði ég yfir því hér í blaðinu, að nokkuð þröngt væri í þeirri sýn ingu fyrir eins fyrirferðarmik- inn listamann og hann. Ég spáði því þá, að sýning mundi hafa verkað miklu sterkari og kostir hennar verið aulgjósari ef Jó- hann Briem hefði haft aðgang að meiri og stærri sal. Nú er þessi dagur upp runninn, þar sem Jóhanni Briem hefur verið boðið að halda yfirlitssýningu á verkum sínum á vegum Lista- félags Menntaskólans, og það félag hefur á að skipa bezta sýn ingarsal, sem nú er finnanlegur í höfuðborginni,.Ég held, að spá- dómur minn hafi þar með komið fram, því að ég fæ ekki betur séð en að þessi sýning bókstaf- lega marki tímamót í ferli Jó- hanns Briem, þ.e.a.s., nú gefst fyrst tækifæri til að gera sér Ijóst, hve einstakur og merki- legur listamaður hann raunveru lega er. Þessi sýning spannar rúm þrjá tíu ár af list Jóhanns, og þar getur að líta 44 olíumálverk, sem eru ágætlega valin og sýna styrk leika og frumleika Jóhanns Bri- em með ágætum. Ég hef raun- verulega sagt allt það sem ég vildi sagt hafa um list Jóhanns Briem, hér áður í blaðinu, en listdómar fara sjálfsagt eins fljótt úr kolli lesenda nú til dags og svo mörg önnur skrif í dagblöð. Það er því ekki að á- stæðulausu, að ég endurtek hér hve einkennandi það er fyrir list Jóhanns Briem, hve mikla áherzlu hann leggur í sjálfan kraft litarins og hvernig hann lætur smáatriði lönd og leið, um leið og hann skapar sterk áhrif með einföldum viðfangsefn um. En einmitt þarna kemur fram, að hann hefur alltaf unn- ið að því einu að gera verk sín sterk og forðast prjál og senti- mentala myndlist. Jóhann Bri- em er hámenntaður í listgrein sinni og skilur hana á þann veg, sem er einkennandi fyrir þá eina, sem hafa hæfileika á mynd listarsviði. Hann lýkur námi sínu og heldur síðan hægt og hægt áfram í þá átt, sem þroski hans og þekking býður, þar til hann hefur fundið, hvað honum er kærast og eðlilegast að gera, síðan stækkar hann jafnt og þétt sem málari, þar til hann eins og nær því hámarki, sem er að finna í nýjustu málverk- um hans. Eitt bezta dæmið um þetta er málverkið „Sólarlag“, sem er án nokkurs efa eitt af beztu verkum Jóhanns Briem. Þar kviknar svo ástríðufull glóð, að sjaldgæft er í myndlist og sýnir hve mikill listmálari hann er. Meðal íslenzkra listamanna hef ur Jóhann Briem álíka sérstöðu og Snorri heitinn Arinbjarnar. Hlutdeild þeirra beggja í lista- sögu íslands hefur ekki verið krufin til mergjar, en það er vonandi ekki langt undan. Ég nefni þetta hér vegna þess, að það er ýmislegt líkt með þess- um tveim listamönnum, sem ég held, að hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Eins og sjá má af þessum lín- um, er ég stórhrifinn af þessari yfirlitssýningu Jóhanns Briem, og einu sinni enn ætla ég að stinga því að lesendum, hvað yfirlitssýningar eru merkilegar og nauðsynlegar. Það er því lík- ast, að listamenn fái ekki notið sín til fulls, fyrr en yfirlitssýning ar köma til skjalanna. Enda er list alltaf dæmd eftir því til lengdar, hvernig hið raunverulega dags- verk hvers og eins hefur verið. Það virðist vera orðinn fastur þáttur í menningarlífi Reykja- víkur, að menntaskólanemendur haldi slíkar sýningar á hverjum vetri, og er það sannarlega gleði efni. Jafnvel má með sanni segja að þeir séu að slá út stofnanir eins og Listasafn fslands, en ætla mætti, að þetta væri ein- mitt verkefni slíkrar stofnunar. Það er því enginn smá heiður, sem þessir krakkar í Mennta- skólanum eru að kræla sér í, og um leið sýna þeir, að það var þess vert að láta þau hafa nýtt húsnæði til afnota. Hrædd- ur er ég um, að Háskóli íslands fái ekki staðizt snúning mennta- skólanemenda í þessu efni. Ekki veit ég til, að þar hafi verið gert nokkuð í þessa átt, en auð- vitað ætti þessi starfsemi að halda áfram, ekki aðeins á skóla árunum, heldur þar til yfir lýk- ur, ef svo mætti að orði kveða. Girðing 1966 TANNLÆKNAR - HÚSNÆÐI Til leigu eru 3 herbergi og snyrtiherbergi á jarðhœð í nýju húsi, á horni Crenimels og Reynimels. Möguleiki á 4. herbergi, sem biðstofu. Upplýsingar í síma 3 57 62 Að þessari sýningu Jóhanns Briem er mikill fengur, og ég vona, að sem flestir notfæri sér þetta tækifæri til að gera sér grein fyrir list Jóhanns Briem. Þar er engin andleg kreppa eða uppbótavæl. Þar er á ferð stór- merkilegur listamaður, sem er einn þeirra, sem stendur undir menningu þessarar ágætu þjóð- ar. Ég vona sannarlega, að það verði fullt hús næstu daga á --------------------------- Sjötug: þessari sýningu. Þar er marge að sjá, sem safnað hefur verið saman frá fjölda einkaheimila, þar sem annars er ekki aðgang- ur fyrir alla. Að lokum langar mig til að vekja athygli á því, hvel vel sýningunni er fyrir kom ið, og er það til sæmdar fyrir þá, sem þar eiga hlut að máli. Sama er að segja um ágæta sýn- ingarskrá. Valtýr Pétursson. INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR INGIBJÖRG Júhannsdóttir er fædd að Bjarnastaðagerði í Unadal, Skagafjarðarsýslu þann 24. febr. 1898. Foreldrar hennar voru Anna Ólafsdúttir og Jó- hann Símonarson bóndi í Bjarna staðagerði. Voru þau hjón mestu sómamanneskjur, er ekki vildu vamm sitt vita. Hef ég oft heyrt Ing'fojörgu minnast þess, hve móðir hennar hafi innrætt böm- um sínum heiðarleik í hvívetna. Anna var mikil trúkona, treysti Guði og varð að trú sinni. Syst- kinin í Bjarnastaðagerði urðu 11, fimm dóu í bernsku, en sex komust til fullorðinsár. Tvö eru nú dáin, Ólafur og Guðbjörg fyrrum húsfreyja á Hafragili í Skagafirði. Þau sem lifa auk afmælisbarnsins eru Lilja hús- freyja að Á í Unadal, Gunnar fyrrv. alþm. í Rvík og Bjarni sem um árabil hefur verið sjúkl- in>gur í Héraðshælinu á Blöndu- ósi. Nærri má geta, að oft hefur húsfreyjan í Bjarnastaðagerði þur.ft að leita huggunar í bæn- um isínum til Guðs að missa 5 smábörn og svo mann sinn frá 6 ungum börnum er engin smá- vegis þraut. Henni hefur ekki verið fisjað saman fátæku kon- unni í afdalabænum skagfirzka að komast heil á húfi frá þeim harmleik. Þannig urðu einnig börn hennar sem upp komust allt dugmikið fólk. Fundum Okkar Ingibjargar bar fyrst saman fyrir tæpum 45 ár- um. Ég hafði flutzt að Þingeyr um þá um vorið. Var Hallfríður mágkona mín þar fyrir ráðs- kona hjá bróður sínum. — Bað ég hana blesisaða að fara ekki strax þó ég væri komin, hún yrði að setja mig inn í embættið, því ekki var því að neita að mér hraus hugur við að taka við öllu því sem beið mín þar. Hvernig átti ég, viðvaningurinn að stjórna stóru búi, ég sem aldrei hafði skammtað svo mikið sem einum, hvað þá milli 20 og 30 manns, sem þá voru á Þing- eyrum, auk fimm manna fjöl- skyldu í Selinu og svo til aldrei gestalaus nótt það sumar. Mér varð því að orði við Hallfríði áður en við skildum „Hvað á ég að skammta öllu þessu fólki“. O, þú hefur velling og slátur og svo laxinn meðan hann end- ist. Baunir og kjöt getur þú haft einu sinni í viku. Og svo sendi ég þér stúlku í haust, sem hjálpar ykkur til að fylla slát- urtunnurnar á ný“, þetta var Hallfríði blessaðri líkt, stutt og laggott.Mér óx kjarkur og sum- arið leið án stórfelldra mistaka, með góðra kvena hjálp. í sláttarlokin kom svo send- ingin að norðan, en það var Ingi- björg Jóhannsdóttir. Það leyndi sér ekki að vel hafði Hallfríði tekist, óhætt var að treysta nýju stúlkunni til hvers sem vera skyldi og augljóst var að þar var til mannsins að moka sem hún fór, hvort heldur var við inni- eða útistörf, enda var hún vön öllum sveitastörfum frá barn- æsku. Ekki var gert ráð fyrir í fyrstu að Ingibjörg yrði á Þing- eyrum nema haustið og veturinn en í nær 18 ár var hún þar hjá okkur til heimilis, og vann búinu af slíkri trú og dyggð að betur var ékki á kosið. Óft tók hún að sér húsfreyjustörfin, ef ég þurfti að hvarfla frá og lét hún sér þá eins annt um heimilið eins og það væri hennar eigið. ÖU þau ár er við vorum sam- tiða á Þingeyrum féll aldrei styggðaryrði á milli okkar, gekk Ingibjörg ótrauð að dagsverki sínu dag hvern, án þess að láta nokkurn rugla sig í ríminu, því Ingibjöng er óvenju heilsteypt kona. Sumarið 1941 giftist Ingibjörg Jósef Jósefssyni, er verið hafði henni samtíða á Þingeyrum. — Bjuggu þau á ýmsum bæjum í Sveinsstaðahreppi, síðast á Más- stöðum, en þar bjuggu þau í 12 ár. Það er heillandi fagurt á Más- stöðum, en eftir þvi sem nú er krafist, er jörðin þægindasnauð. Erfitt var að annast þar bú, ekki sízt þegar veikindi sóttu á hús- bóndann var Ingibjörg þá hin styrka stoð, sem aldrei brást. Síð- astliðið sumar missti Ingibjörg mann sinn. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en bróðurdótt- ir Ingibjargar, Anna Bjarnadótt- úr ólst upp hjá þeim og reyndust þau henni sem beztu foreldrar. Fluttist Ingibjörg til Reykjavík- ur í haust til fósturdóttur sinn- ar og marnns hennar, Gísla Magn ússonar að Efri-Grund. Veit ég að þau hjón hafa full- an huga á að gjalda henni sem bezt fósturlaunin. Á sjötugsafmælinu langar mig til að þakka þér, Ingibjörg mín fyrir mig og mitt fólk. Þakka öll traustu handtökin þín, vináttu þína og tryggð um leið og við öll óskum þér hjartanlega til hamingju. Enskunámskeid i Englandi Enskunámskeið á vegum Scanbrit í sumar verða ein- ungis 6 og 4 vikur vegna gjaldeyrissparnaðar. Flogið verður méð þotu F. í. báðar leiðir undir umsjá leið- sögumanns. Mjög hagstætt verð. Allar upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvist- haga 3, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.