Morgunblaðið - 02.03.1968, Side 28

Morgunblaðið - 02.03.1968, Side 28
28 MORGrUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 1968 I M. Fagias: FIMMTA II KOmN ar, um það, hvort lögunum yrði beitt gegn henni, vegna þess að hún hafði farið úr vist sinni og sofið hjá karlmanni, einmitt þá nóttina, sem húsmóðir henn ar hafði verið skotin. Nafn og heimilisfang vinar yðar, sagði Nemetz. Hún hikaði andartak. — Hann er Halmyfólkinu alveg ó- viðkomandi. Þekkir það ekki einusinni. —Já, en hvað heitir hann? — Albert Rasko. Blikksmiður. Merleggötu 11. íbúð nr. 18. Nemetz skrifaði þetta hjá sér. Hún leit á hann með öfundar- svip. Það var sama, hve hreint mél í pokanum maður hafði — ef lögreglan var á höttunum eftir manni, gat það gert mann bæði gulan, grænan og rauðan. f endanum á ganginum voru tvær vængjahurðir, að þeim her bergjum sem vissu út að göt- unni. Eldhúsið og svefnherberg in voru líka út frá þessum gangi, en vissu út að húsagarð- inum. Þegar Nemetz gekk inn í stofu, sem var sýnilega dag- stofan, kom ískaldur vindgust ur beint í flasið á honum. í bardögunum á föstudaginn höfðu rússneskir stríðsvagnar Vesrið sprengdir upp þarna í götunni og loftþrýstingurinn af sprengingunni hafði mölvað flestar rúður í nágrenninu. Nemetz leit kring um sig í stofunni. Þarna var hátt undir loft og fá en góð húsgögn, forn leg, — austurrískt barok—skrif púlt, falleg dragkista, stór Loð víks xV—spegill I gylltri um- gerð. En þarna voru líka nokk- rir átjándu aldar stólar með skjannalegu nýtízku áklæði gluggatjöldin stungu í stúf við fölgrænt veggfóðrið, lampahlíf- arnar líktust mest höttum frá Viktoríutímanum, og mynd af grís, sem þó líktist meir hundi, úr postulíni og smá Eiffelturn úr bronsi stóðu á dragkist- unni, ásamt nokkrum gömlum Chelseabollum. Stórt persneskt teppi — Bokfliara — var á gólf- inu en var orðið skemmt af ó- hreinindum og sliti. — Þetta er dagstofan, sagði Lilla, svo sem til skýringar. Toth — og Zlock-fólkið fékk ekki að koma hér inn nema læknirinn væri ekki heima. Til vinstri voru dyr inn í skrifstöfu læknisins. Þar voru fá en hagnýt húsgögn, og allt andrúmsloftið þarna var líkast þvi, sem er í lækningastofu og engan veginn skrautlegt þar inni. Nemetz renndi augunum yfir herbergið, til þess að svip- ast eftir, hvort nokkurt ofbeld- isverk hefði verið framið þar, kvöldinu áður, en varð einskis vísari. Heldur ekki annarsstaðar í íbúðinni fann hann neitt, sem neinar upplýsingar gæti gefið. Hvorki í svefnherberginu hjá Halmy né Toth. í svefnherbergi Toths spurði hann Lillu: — Hver var hérna áður en Tothhjónin fluttu hing- að? — Það var systir læknisins. Áður en hún giftist og fluttist burt. íbúðin tilheyrði upphaf- lega henni gömlu frú Halmy, móður læknisins. — Og hvar er hún þá núna? — Hún er dáin fyrir alllöngu. Löngu áður en ég fór að vinna hérna, hjá lækninum. Hún hafði farið í útlegð í eitthvert þorp og þar dó hún. Það var sagt, að Tothjónin hefðu átt ein- hvern þátt í því. Þeim kom ekki saman við hana, var sagt. Hún var dálítið gamaldags — auðvalds— og afturhalds- sinnuð — en þau eldrauð. Og svo vildu þau búa hérna. Nemetz kinkaði kolli. Hann sá þetta allt Ijóslifandi fyrir sér. Fimm herbergja íbúð á þægilegum stað, með miðstöðv- aúhitun, hei'tu oig köldiu vatni og öllum nútímaþægindum. Móð ir læknisins gerð útlæg sem „pólítískt tortryggileg“, til þess að útvega nýju tengdabörnun- um íbúð. Læknirinn, sem ein- angraði sig og svaf að heiman til þess að smitast ekki af þessu lofti, sem hin önduðu að sér og frá sér. Sjálfan staðinn, sem var orðinn undirlagður þef af svita og ryki og óþvegnum skrokkum... og af beizkju og hatri. 14 Nemetz gekk inn i borðstof- una. Einnig bar báru húsgögn- in vott um smekk og memiingu, en harmoníkubeddi í horninu, skítug handklæði og náttföt héngu á nöglum, sem reknir höfðu verið í vegginn. Hér og þar voru bókalausar bókahill- ur, en fullar af skítugum skóm, leikföngum og kössum — allt þetta bar vitni því, sem verið hafði og breytingunni, sem á var orðin. Zl'ocflisfólkið á allt þetta drasl, sagði Lilla, svo sem til skýr- ingar. — I seinni tíð eru þau farin að koma með krakkana með sér. Eins og maður hafi veitingahúsið l ASKUR BÝÐUE YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að táka HEIM GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA Gleðjið frúna — fjölskjlduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofujðar. Efþér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leigubíl með réttina heim tiljðar. A S KU R matreiðir fyriryður alla daga vikunnar Suðurlamhhraut H sími 38550 □IMCPð ekki annað þarfara að gera en líta eftir þessum rollingum þeirra! Nemetz ætlaði áfram inn í búrið, en þar var þá læst. — Þarna megið þér ekki koma inn, sagði Lilla glottandi. — Nema þér viljið mölva hurð- ina. Þarna geymir frúin allar svartamarkaðsvörurnar sínar. — Svartamarkaðsvörur? hváði Nemetz og sperrti eyrun. — Hún hafði sín sambönd. Vissi, hvernig hægt var að ná í þessa amerísku gjafaböggla, sem eru sendir ættingjum hér í landinu. Kaffi, te, niðursoðin svínslæri, túnfisk, kalíforniskar ferskjur sígarettur, nælon hreinsikrem, andlitsfarða. Hún hafði lyklana sína á lyklahring og ég þori að veðja, að hann er enn í töskunni hennar. Nemetz mundi eftir sinneps- litu töskunni á handlegg frú Halmy. Hann hafði hvorki séð þá tösku né frakkann hennar þarna í íbúðinni. f skáp héngu meiri og fínni föt en læknis- kona hefur ráð á, að öllum jafnaði. Og fimm loðkápur. — Frúin yðar hlýtur að hafa haft gaman af fötum, sagði Nem ;tz. — Já, hvort hún hafði það, sagði Lilla og hló. Og, hvernig ’hún snyrti sig! Handsnyrting, hárlagning og andlitssnyrting. Tvo eftirmiddaga á viku í fegrunarstofu. Jafnvel því hafði hún efni á. En að ég fengi tvö egg til morgunverðar — nei því hafði hún ekki efni á. Það var móðgun og hæðni í málhreimnum. Nemetz leit lengi á hana, rannsakandi augnaráði. — Hvar hafið þér annars frétt, að frú Halmy hafi verið skotin? — Hún sagði mér það hún frú Moller, konan dyravarðar- ins. Það var það fyrsta, sem ég frétti, þegar ég kom heim í morgun. Ef satt skal segja, þá kom ég nú bara til að hirða dótið mi'tt. Ég var ákveðin að fara heim til Soroksar, sama hvernig allt veltist. En svo heyrði ég, hvað gerzt hafði og ásetti mér að vera kyrr. Ein- hver verður að hugsa um lækn inn. — Hversvegna haldið þér ekki, að Rússarnir hafi drepið hana? Lilla ypti öxlum. — Ég veit svei mér ekki. Tothfólkið á fjölmarga óvini. — En ekki Halmy læknir? — Nei, ekki hann. Hann gæti aldrei gert flugu mein. Er út af fyrir sig, og skiptir sér ekki af öðrum. „Góðan daginn“. „Gott kvöld“. „Gleðileg jól“ — annað segir hann ekki við ná- grannana. Hefur heldur aldrei sagt neitt teljandi við mig. Bið- ur sjaldan um nokkurn hlut. Og jafnvel þá: „ef yður væri sama“, „viljið þér gera svo vel“, „þakka yður fyrir“. Þessutan vill hann bara vera í friði. — En hann og konan hans. Rifust þau oft? — Ég get ekki kallað það að rífast. Ég á við, að lækn- irinn hafði aldrei hátt. í seinni tíð fékk frúin oft köstin sín. Á mánudaginn var, var hún svo Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. í dag sfcaltu búast þínu bezta skarti og fara út að skemmta þér með góðum vinum Reyndu að gleyma starfi þínu eina stund. Nautið 21. apríi — 21. maí. Alls konar misskilningur getur sprottið upp í dag ef þú gætir ekki stillingar og velur orð þín af skynsemi og gætni. Farðu út að skemmta þér í kvöld. Sinntu ástvinum þínum og sýndu þeim umburðarlyndi, þó að þeim verði á. Ferðalög ákjósanleg fyrri hluta dags. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Gættu að því að eyða ekki peningum í eintóma vitleysu og gerðu búreikninga. Afþakfckaðu boð og hvers konar mannamót nema sérstaklega standi á. Vogin 24. september — 23. oktober. Þú ert órólegur á taugum og ættir að vitja læknis og fara að ráðum hans. Það er nauðsynlegt að þú sért kaldur og rólegur hvað sem hann segir. Drekinn 24. oktober — 22. november. Ef þú gætir þín ekki í starfinu getur þér orðið á alvarlegt glappaskot. Heimilislífið batnar, óvæntur gestur í kvöld. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21 desember. Þú hefur mikið aðdráttarafl á hitt kynið og það leiðir þig ósjaldan á villigötur. Gættu að þér. Og mundu að hóf er bezt í hverjum hlut. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Ef veður leyfir skaltu vera úti við í dag og njóta fegurðar náttúrunnar. Hugsaðu — en taktu ekki ákvarðanir. Vatnsberinn 21. janúar — 19 febrúar. Skoðanir þínar eru enn of erfiðar og flóknar til að venju- legt fólk geti áttað sig á þeim. Forðastu rökræður. Vertu þolin- móður. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Ekki skaltu vinna of mikið í dag, þú ættir að leita til læknis og fá vítamíntöflur. Kvöldið skaltu nota til undirbúnings morg- undeginum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.