Morgunblaðið - 03.04.1968, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 196«
Hvaða úrbóta er þörf í skdlamáíum?!
Frá ráðstefnu SU5 í Hafnarfirði
LAUGARDAGINN 2 marz
sj. var haldin ráSstefna í
Hafnarfirði á vegum Sam-
bands ungra Sjálfstæðis-
manna og Stefnis F.U.S. í
Hafnarfirði, þar sem tekið var
til uraræðu viðfangsefnið:
„Hvaða úrbóta er þörf í skóla
málum?“ Ráðstefna þessi var
sú fyrsta af allmörgum slík-
um sem SUS hyggst halda
víða um land á næstu mánuð-
um um þetta viðfangsefni.
Frummælendur í Hafnarfirði
voru Matthías Jóhannesson
ritstjóri, Þorgeir Ibsen, skóla-
stjóri og Árni Grétar Finns-
son, hrl., formaður fræðsln-
ráðs Hafnarfjarðar. Birgir ísl.
Gunnasson, form. S.U.S. setti
ráðstefnnna með ávarpi, en
fundarstjóri var Kristján
Loftsson, formaður Stefnis,
F.U.S. Ráðstefnan var vel sótt
og urðu miklar umræður,
þar sem skiptust á skoðunum
skólamenn, leikmenn og nem-
endur.
Birgir tsl. Gunnarsson, hrl.
formaður S.U.S. setti ráð-
stetfnuna. Hann minnti á það,
að Samband ungra Sjáltfstæð-
ismanna hefði látið skólamál-
in allmikið til sín taka und-
anfarin ár. Upphaf þess mætti
m.a. rekja til þess, að Bjarni
Benediktsson, formaður SjáLf-
stæðisflokksins, hefði árið
1964 ritað samtökunum brétf
með ósk um að ungir menn
innan flokksins skipuðu nefnd
ir til rannsóknar á tilteknum
afmörkuðum viðfagsefnum
í því skyni að móta stefnu
flokksins í þeim. Þetta hefði
verið upphafið að stofnun
Rannsóknar og upplýsinga-
stofnun ungra Sjáltfstæðis-
mianna (RUSUS) og að áibend
ingu forsætisráðherra hefði
fyrsta viðfangsefnið verið.
„Menntun íslenzkrar æsku“.
Á tveimur síðustu SUS-
þing’um hefðu skýrslur RUS-
US verið til umræðu, m.a. á
síðasta þingi rannsóknir
RUSUS um menntunarþarfir
íslenzkrar atvinnuvega, en
það væri nýmæli. hér á landi
að nálgast viðfangsefnið frá
því stjórnarmiði, þ.e. að
kanna fyrst hverskonar
menntunar íslenzkt þjóðfélag
þartfnast mest. Skýrslur þær
og gögn, sem RUSUS hafði
útbúið voru til dreifingaT á
fundinum.
Matthías Johannessen, rit-
stjóri gerði í upphaíi ræðu
sinnar landsprófið að umtals-
efni og taldi, að leggja bæri
það próf niður. Það væri skað
legur hemill á fram'halds-
menntun ungs fólks. íslend-
ingar útskrifuðu nú færri stúd
enta hlutfallslega en marga.
aðrar þjóðir. Hér yrðu 10%
hvers nemendaárgangs stúd-
entar en sambærileg tala
væri 30% í Svíiþjóð. Þá gagn-
rýndi Mattíhías próffyrirkomu
lagið í skólunum. Próffargan-
ið væri allt otf mikið og ö)l
starfsemi skólanna miðaðist
um of við það.
Minnti ræðuimaður í því
sambandi á ályktanir mennia
málaráðherra Evrópulanda
um að handleiðsla kennara
leysti prófin atf hólmi í skól-
unum.
Matthías gerði kennslu-
skortinn að umtalsefni og
taldi eflingu kennaramennt-
unar aðkallandi viðfangsetm.
Hann gagnrýndi íhalds-
semi skólamanna sjálfra og
taldi að þar væri sterkjrt
andstaðan gegn breytingum
til úrbóta, þótt á því væru
margar góðar undantekning-
ar.
Matthías taldi nauðsyn á
að fjölga menntaskólum cg
mætti e.t.v. gera það með
því að breyta gagnfræðaskól-
um í menntaskóla, þannig að
nemendur gætu komizt i
gegnum gagnfræðaskóla og í
stúdentspróf eins þröskulda-
lítið og unnt væri. íaldi
hann mjög athugandi t.d. að
gera Flensborgarskólann að
menntaskóla, þannig að Hafn
firðingar hefðu sinn eigin
menntaskóla.
Tilgangur alls skólastarfs
væri að efla raunhæfa þekk-
ingu nemenda, en sú ítroðsltu
stefna, sem hér ríkti væri
skaðleg nemendum og þjóðtfé-
laginu í heild.
Þorgeir Ibsen, skólastjóri,
ræddr þætti s-kólastarfsins,
sem betur mættu fara.
Hann taldi kennarastaifið
svo ábyrgðarmikið starf, að
það væri gagnrýnisefni að
í dag gerðust menn kenn-
arar án þess að vera orðnir
myndugir. Hann taldi það öf-
ugþróun að stúdentadeild
væri framhaldsdeild í kenn-
araskólanum. Frekar væri að
kennarar ættu að menntast
eftir stúdentspróf, áður en
þeir hætfu kennslu sem aðal-
starf.
Hann taldi líkamsrækt í
skól-um vanrækta. Skólalóð-
irnar væru í mörgum tilfell-
Matthías Johannessen, ritstj., Þorgeir Ibsen skólastj., Birgir fsl.
Gunnarsson form. SUS og Kristján Loftsson form. Stefnis.
Ámi G. Finnsson, hdl.
um of litlar og sköpuðu ekki
skólunum æskilega mögu-
leika til þess starfs, sem þar
ætti að vinna. Kennslubæk-
urnar hefðu til skamms tíma
verið óaðgengilegar. Það hefði
fyrst orðið með á'hrifum
þeirra Kristjáns J. Gunnars-
sonar og Jónasar Gislasonar
að frjálslyndi hefði komið inn
í gerð kennslubóka.
Þorgeir gerði því næst að
umtalsefni nauðsyn þess að
breyta kennslufyrirkomu'ag-
inu á þann veg, að skólatími
barnanna á degi hverjum
yrði samfelldur. Hann sagði
að gengnar hefðu verið kröfu
göngur til að krefjast styttri
og samfelldari vinnutíma
fyrir fullorðið fólk. Hverjir
hefðu gengíð kröfugöngur til
að krefjast samfelldrar
kennslu fyrir börnin. Þau
væru látin þeytast allan dag-
inn fram og til baka milli
heimilis og skóla í hverskon-
ar aukatíma. Skólamenn
hefðu tilhneigingu til að
kenna húsnæðisleysi um
þetta vandræðaástand. Það
væri þó ekki nema hálfur
sannleikur. Ástæðan væri sú,
að við samningu stundaskrár
væri kennarinn orðinn núm-
er eitt í skólunum, en nem-
adinn númer tvö.
Það væri kennarinn, sem
þyrfti að hafa samfellda
stundatöflu o'g því væri otft
fyrir komið þannig, að það
kæmi skaðlega niður á nem-
endum.
Þorgeir kvað nauðsyn á
því að hætta að miða kennslu
startfið við stundafjölda, t.d.
36 stundir á viku. Kennarinn
ætti að hafa sinn ákveðna
vinnutíma á dag og ætti að
d'veljast í skólanum þann
tíma, ýmist við kennslu, til
aðstoðar nemendum, við und-
irfeúning kennslustunda eða
til að vinna að þeim verkefn-
um sem þeir ynnu nú að
heima. Erindis'bréf kennara
væri mein.gallað að þessu
leyti og væri hemill á eðli-
legt sikólastarf. Þessu þyrfti
að breyta til að gera skóla-
starf nemendanna samfelld-
ara.
Hann tók undir það snjón-
armdð að kennslustéttin væri
íbaldssöm og taldi Shaldssemi
vera meiri meðal háskóla-
manna í kennarastétt en ann-
arra.
Þorgeir talfdi mjög skorta á
um samvinnu kennara innan
sumra skóla um það, hversu
rnikið þeir legðu á nemendur
í heimavinnu frá degi til dags.
Hann lauk máli sínu með
því að segja það nauðsynleg
einkunnarorð hverjum skóla,
sem Heims'kringla segir um
Erling Skjálgsson:
„Öil-um kom hann til nokk-
urs þroska“.
Árni Grétar Finnsson hrl.
forma'ður fræðsluráðs Hafnar
fjarðar ræddi í upphatfi þarfir
atvinnuvegarins fyrir mennt-
un. íslenzkir skólamenn hefðu
ekki rannsakað það sem
skyldi hvernig atvinnulífið og
skólinn gætu tengzt sem
sterkustum böndum. Það
hefði fyrst verið með starfi
Rannsókna- og upplýsinga-
stotfnunar ungra Sjáltfstæðis-
manna, að reynt hefði verið
að kanna fræðilega mennt-
unar- og mannaflaþörf at-
vinnul'ífsins.
Árni Grétar gerði því næst
núverandi s'kólakerfi að um-
talsefni. Hann taldi lands-
prófið flöskuháls í skólakerf-
inu. Gagnfræðaskólarnir, sem
áður heíðu verið undirstaða
almennrar menntunar, hefðu
nú misst fótfestu og gegndu
tiltölulega litlu hlutverki. Eft-
ir að skólaskyldu lyki, kæmi
ringulreið á nemendur, marg-
ir hættu námi og gæfu sér
ekki tækifæri síðar til að
hetfja nám að nýju.
Ræðumaður vék því næst
að þeim úrbótum, sem hann
taldi rétt að gera á skóla-
kerfinu. Hann taldi, að allt
skyldunám ætti að fara fram
í sama skóla. Tvískipting í
barnaskóla og gagnfræða-
skóla væri hættuleg. Skóla-
skyldualdurinn ætti að fara
niður í 6 ár, en 14 ára aldurs-
markið væri heppilegt til að
skilja á milli frjáls náms og
skyldunáms.
Fella ætti landspróf niður,
en einkunnir úr gagnfræða-
skóla væru látnar gilda um
inngöngu í menntaskóla.
Lengja ætti gagntfræðaskóla
um einn til tvo vetur og
prótf úr þeim ættu að veita
rétt til setu í ákveðn-
um 'bekkjum menntas'kóla,
kennaraskó'la verzlunarskóla
o.s.frv. Með þessu ætti þró-
. unin að geta orðið slík, að
gaigntfræða'skólarnir tækju við
hlutverki menntaskólanna.
Gagnfræðaskóla verknáms
ætti al'gjörlega að skilja frá
bóknámsdeildum skólanna og
ættu próf úr þeim að veita
samsvarandi rétt til inngöngu
í ákveðna bekki iðns'kóla, vél-
skóla, sjómannaskóla o.s.frv.
Það væri mikilvægt, að á
því yrði breyting að nemandi
þyrfti að ákveða um ferm-
ingu, hvort hann ætlaði í
landspróf. Þetta ákvörðunar-
tímabil ætti að fara fram án
þess að nemandinn missti
tíma.
Með þessum breytingum á
skólakerfinu taldi Árni Gré'-
ar, að skólanámið yrði sam-
fell'dara, að nemendur ættu
fleiri kosta völ, að nemenciu '
þyrtftu ekki að ákveða sig
eins fljótt og að líkur væru
á, að fleiri lentu á réttri
hil'lu. Hann hefði trú á því.
Framhald á bls. 20