Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. MAI 1908
~r==*0IUkJL£fGAM
Rauðarárstig 31
Sími 22-0-22
iMAGNÚSAR
Iskipholti21 SIMAR 21190
eftirlokun simi 40381
\-£?»SÍM11-44-44
mfíimifí
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokua 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjaid
Simi 14970
Eftir Iokun 14970 eða 81748
Sigrurður Jónsson.
BILALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir Iokun 34936 og 36217.
BILALEIGAN
AKBRAUT
NÝIR VW 1300
SENDUM
SÍMI 82347
Skolphreinsan
Losa um stífluð niðurfalls
rör. Niðursetningu á brunn-
um. — Smáviðgerðir. Vanir
menn. Sótthreinsum að
verki loknu. — Sími 23146.
FELAGSLÍF
FerÖafélag
íslands
fer þrjár ferðir á sunnudiag.
Gönguferð á ICeili, göngutferð
á Helgafell og nágrenni, og
ferð á Skarðsheiði. Lagt af
stað í allar ferðirnar kl. 9.30
frá AjustuirvelM. Farmiðar
seldir við bífeuna.
- /.o.c.r.
Þingstúka Reykjavkur
Fraimihaldsaðalfundur í
Templarahöllinini Eiríksgötiu
lauigardaginn 11. þ. m. W. 14.
Þingtemplar.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
Vonandi verður gripið í taum-
ana áður.
ir Gefum Biafra-
mönnum skreið!
„Focus“ skrifar
.Heiðraði Velvakandi!
Oft er talað um nauðsyn þess
að við íslendingar eignumst
viðskipti í hinum „nýfrjálsu
ríkjum“0 þ.e. til dæmis í Afr-
íku. í þeirri heimsálfu hefur
okkur tekizt að koma upp ein-
um almennilegum markaði. Þar
á ég við skreiðarsölu til Biafra
manna í austurhluta hinnar fyrr
verandi (og kannski áfram-
haldandi) Nígeríu. Þeir keyptu
skreiðina af okkur og átu.
Nú virðist svo komið málum,
að þeir vilji kaupa skreiðina
af okkur áfram upp á stundar-
krít, en menn hér þori ekki
að lána eða geti ekki senf hana
Staðfest er, að þeir séu hinir
einu, sem vilji kaupa, envegna
þjóðarmorðs Nígeríumanna á
Biaframönnum, treystist menn
hér ekki til þess að selja hana.
Frekar skal hún ónýtast í hjöll
um hér á landi.
Staðfest er í frétum, að
hungur sé farið að gera alvar-
lega vart við sig í Biafra, þar
sem okkar einu traustu við-
skiptavinir í alLri Afríku. Biafra
menn (íbóar), búa. Verði þeim
útrýmt vegna kynþáttahaturs
svertingja gagnvart svertingj-
um af annarri þjóð, missum við
okkar eina örugga markað.
Við skulum ekki fara að
blanda okkur í kynþáttapóli-
tík þeirra svörtu þarna suður
í Afríku, en samkvæmt skýrsl-
um Sameinuðu þjóðanna er inn
byrðis kynþáttahatur milli
svertingja þar suður frá miklu
magnaðara en nokkurt annað
kynþáttahatur Við skulum held
ur reyna að hugsa um það, að
þarna deyja á degi hverjum
himdruð barna úr næringar-
skorti vegna aðflutningsbanns
stjórnarinnar í Lagos.
Sú var tíðin, að við áttum
bágt og lítið að borða. Eng-
lendingar björguðu okkur frá
hungurdauða í Napóleonsstyrj-
öldunum, og ekki má gleymast
hlutur Hollendinga, þótt þeir
seldu, en Bretar gæfu. Mér er
sagt, að hingað hafi komið
merrn frá Bjafra, biðjandi um
skreið og viljandi borga fyrir
hana. Þeim var synjað. íslend-
ingur hefur farið suður eftir,
en komst ekki alla leið, vegna
Lagos-stjórnarinnar.
Því skyldum við íslendingar
ekki, minnugir fortíðar okkar,
fylla eitt af okkar ónotuðu
skipum, mekrkja það Rauða
krossinum í bak og fyrir og
ofan á, og senda það til Bjafra
manna fullt af gjafaskreið? Að
mannúðinn ógleymdri, þá eru
þetta einu viðskiptavinir okkar
sem að kveður í allri Afriku.
Ég trúi ekki öðru en skreið-
arsamlagið og ríkisstjórnin fall
ist á þessa tillögu. Ætti bara
að hugsa um peningana, má
nærri geta, að þar syðra ættum
við góða kúnna, verði þeir
ekki allir sveltir inni, áður en
lýkur.
* „Sellan“ í M. A.
„Móðir“ skrifar
Kæri Velvaksuidi!
Hér á heimilinu þótti frétt-
in um dreifingu áróðurssnepils
kommúnista á Akureyri innan
í Morgunblaðinu bæði hlægileg
og aumkunarverð. Hins vegar
eigum við barn í Menntaskól-
anum á Akureyri, og ókkur
líkar ekki, að kommúnistar
skuli geta haldið þar starfandi-
áróðursseliu óátalið.
Látum vera, að þessi Jón
menntaskólakennari skuli vilja
spara sér útgjöld við dreifingu
(sjálfsagt hefur hann fengið fé
til dreifingar, en viljað nota
það í einkaþarfir eða flokks
þágu: látum það nú vera), en
hitt viljum við ekki þola, að
slíkur kennari (og annar með
honum, að manni skilst) skuli
fá að umgangast unglingana utan
skólatíma og eitra hugi þeirra
með lygaáróðri og ófstæki í
þágu ofbeldishreyfingar, sem í
okkar foreldranna augum er
verri en allur nazismi og fas-
ismi.
Unglingar eru móttækilegur
fyrir ofsafengnum áróðri. Þetta
þykjumst við foreldrarnir bæði
þekkja frá gamalli tíð. Svo
gengur þetta yfir, eins og hver
annar barnasjúkdómur, og
sumir meira að segja skammast
sín fyrir æskupólitík sína ævi-
langt. Þetta gildir bæði um
fyrrverandi kommúnista og naz
ista, þó aðallega kommúnista,
af því að Stalín tókst þó að
útrýma fleirum en Hitler sál-
uga, og lærisveinar hans feta
dyggilega í fóspor hans.
Hins vegar var það svo hér
áður, að Sigurður Skólameist-
ari bannaði harðri hendi alla
pólitíska starfsemi innan skól-
ans. Þetta gat kostað brott-
rekstur hjá nemendum, að ekki
sé talað um kennara. En hvað
er nú? Vegna æsku nemenda
ættu þeir að fá tíma til að
læra að hugsa, menntast og
jafna sig en kennarar eiga
enga afsökun skilið. Þeirverða
að fara. Am.k. sendum við ekki
næsta barn okkar í Mennta-
skólann á Akureyri, verði þess
ir kennarar að „rnennta" hugi
barnanna i aukatímum á kvöld
in. Við ráðfærðum okkur við
aðra foreldra, sem eiga nem-
anda í M.A. áður en við skrif-
uðum þetta bréf. Þeir eru okk
ur sammála: þeir ætla heldur
ekki að senda næsta barn sitt
í M.A., meðan þessir útsendar-
ar starfa þar.
í von um skjóta birtingu,
if Eyðslufé unglinga
„Kæri Velvakandi!
Örfá orð til Guðlaugs Berg-
manns: Það má vera, að mér
hafi orðið á í messunni, hvað
þýðingu þessara orða á merk-
inu viðkemur, og að þetta eigi
við einhverja enska mynt, en
ef betur er að gáð, getur þetta
ekki verið lúmsk auglýsing?
Því að bein þýðing á setning-
unni er: „Ég gef mig að £ s.d.
addict). Ég verð að
viðurkenna, að ég er efcki
vel að mér í énski'i mynt, en
má ég spyrja Guðlaug, hve
mikið hann borgar í gjaldeyri
og tollum fyrir svona ófagnað,
og þá um leið, hvað myndi vera
rétt verð á þessum hlutum mið
að við það? Er ekki haft eitt-
hvert eftirlit með því, hvað
flutt er inn í landið, því að
þetta er ekki eini óþarfinn,
sem seldur er fyrir of-fjár, og
ég veit að þar er ekki G.B.
einn að verki. Ekki skil ég,
hvað Guðlaugur á við með því,
er hann talar um skrílslæti
unglinga, því að ég minntist
aldrei á það, þvert á móti, þau
ungmenni, sem ég þekki og
umgengst, en þau eru ekki fá,
eru allt fyrirmyndarfólk. Svo
ætla ég ekki að hafa þessi orð
lengri að sinni, vil aðeins þakka
Velvakanda einu sinni enn, hve
fljótt hann svarar kvabbi mínu
Björg ívarsdóttir,
Fjölnisvegi 9“.
ic Er Landsprófið
vitlaust?
„Miðaldra“ skrifar:
„Kæri Velvakandi:
f landafræðipmfspurningu nr.
9 í landsprófinu margfræga er
talað um Finnska flóa.
Þetta heiti hef ég aldrei
heyrt áður. Hér skyldi þó aldrei
-vera átt við Kirjálabotna eða
Kirjálabotn, sem hingað til hef
ur svo heitið á íslenzku?Verð-
ur kannske næst talað um „Botn
íska flða“ fyrir Helsingjabotna,
“Austursjóinn" fyrir Eystra-
salt og „Vesturhafið“ fyrir Norð
ursjó, eins og sagt er, að sum-
Ir kennarar geri?
Nei, ég held að vissir kenn-
arar rugli börnin nógu mikið
(sbr. lærisveina kínversku Pek-
ing-stjórnarinnar, sem kenna
unglingimum á Akureyri bæði
kommúnisma og pretti), þótt
þeir komist ekki upp með að
finna upp ný nöfn á stöðum
sem eiga sér rammíslenzk heiti
fyrir.
Hér þarf í tæka tíð að kveða
niður alla óþjóðlega starfsemi,
sem beinist gegn menningar-
arfi okkar, hvort sem sú starf-
semi er á sviði mennta eða
stjórnmála. Brenglun staðaheit
er lítið dæmi, en hitt er kannske
verra, þegar úfcbreiðsla á róm-
antískum fasisma, eins og dýrk
un á sjálfsviðurkenndum fjölda
morðingjum, svo sem Che Gue-
vara og Debray, nær inn í
undirbúningsskóla tilvonandi
menntastéttar landsins, hvort
sem það er é Akuireyri eða í
Reykjavík.
Ég veit ekki betur en póli-
tísk starfsemi sé bönnuð af
hálfu kennara í menntaskólum
landsins. Þeirri reglu verður
að fylgja fast eftir, áður en
við foreldrarnir treystum skól-
unum fyrir börnum okkar á
viðkvæmu þroskaskeiði, þeg-
ar þau eru móttækileg og við-
kvæm fyrir utanaðkomandi á-
hrifum.
Birtu þetta bréf, Velvakandi
góður, og vonandi kemur það
að gagni, áður en við stofnum
foreldrafélag gegn t.d. M.A.
Miðaidra".
— Velvakandi heldur nú, að
skólameistara sé treystandi til
þess að gerav arúðarráðstafan-
ir, áður en til harkalegra að-
gerða er gripið, en gott væri
að fá nafn hins kennarans upp
gefið opinberlega. Svona menn
ætti helzt ekki að ráða að skól-
um, eftir að þeir hafa níðst á
því, sem þeim var fyrir trúað
að þessu sinni.
Islenzk-skozka félagið
(Icelandic Scottish society) heldur sumarfagnað í
Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 11. maí
kl. 9 e.h.
Skemmtiatriði. — Dans.
Aðalfundur kl .8:30. — Skotlandsvinir fjölmennið.
íslenzkur iðnuður ■ Þórsþiljur
Þórsþiljur 20, 25 og 30 x 255 cm.
verð frá kr. 330 pr. ferm.
Panaþilplötur 122 x 305 cm.
verð frá kr. 285 pr. ferm.
Lacomite þilplötur 122 x 275 cm.
verð frá kr. 212 pr. ferm.
ÞÓRSFELL H/F.
Hátúni 4 A. — Sími 17533.
Sölumenn
Nokkrir ungir menn óskast til sölustarfa úti á
landi og í Reykjavik nú í sumar. Landinu er skipt
niður í sölusvæði og þurfa viðkomandi helzt að
hafa bíl til umráða.
Hér er um að ræða sérstakt tækifæri fyrir unga
og áhugasama menn, en einnig kemur til greina að
ráða kvenfólk til þessara starfa.
í boði eru skjótfengnar tekjur fyrir áhugasama
menn.
Tilboð skulu hafa borizt afgreiðslu Morgunblaðsins
fyrir 11. þ.m. með upplýsingum um aldur, fyrri
störf merkt: „Maí — 8672“.