Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968
M. R. grasfræ
blandað og óblandað
l\l. R. grasfræblanda 99V44
Alhliða blanda, sáðmagn 20—25 kg. á
hektara. Þessi grasfræblanda og einnig
„H“-blanda M.R. hefur við tilraunir gefið
mest uppskerumagn af íslenzkum gras-
fræblöndun, og staðfestir það reynsla
bænda.
ML R. grasfræblanda 99H44
hentar vel þar sem þörf er á þolmiklu grasi
og gefur einnig mikla uppskeru. — Sáð-
magn 25—30 kg. á hektara.
M. R. grasfræblanda 99S44
í þessari blöndu eru fljótvaxnar en að
nokkru skammærar tegundir. Sáðmagn
um 30 kg. á hektara.
Óblandað fræ
Engmo vallafoxgras
Túnvingull, danskur
Skammært rýgresi, DASAS
Vallarsveifgras, DASAS, fylking
Háliðagras, Oregon
Fóðurkál: Silona, mergkál, raps
Sáðhafrar, fóðurrófur.
Girðingarefni:
Tungirðinganet 5 og 6 strengja með hin-
um þekktu traustu hnútabinding-
um. Einnig ódýrari girðinganet.
Lóðagirðinganet 2” og 3” möskvar.
Plasthúðuð net
Gaddavír
Girðingarstólpar, tré og járn
Girðingarlykk j ur.
PANTID 1 TÍMA
MUÓLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Laugavegi 164 — Sími 11125 — Símn.: Mjólk.
OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM
KVIKMYNDIR
BÆJARBÍÓ
ELVIRA MADIGAN
eftir Bo Widberg.
Það er skaði, að þrjár mynd-
ir, sem eiga mjög margt sam-
eiginlegt, skuli vera sýndar á
sama tíma, og dregur án efa úr
aðsókn á þær allar. Á ég þar
við „Stúlkan með regnhlífarnar",
í Austurbæjarbíó, „Maður og
kona“ í Laugarsbíó, og þessa.
Ekki má taka orð mín svo, að
þær séu eins, líkar að sögu-
þræði, eða stælingar hver á ann
arri.
Það sem þær eiga sameigin-
legt er að þær eru allar fall-
egar rómantískar ástarsögur,
sem allar eru meðhöndlaðar á
sérlega nærfærinn og smekkleg-
an hátt, án þess að vera að öðru
leiti sérlega líkar. Þetta er fyrsta
aldan af rómantískum myndum,
sem hingað kemur, en það fær-
ist nú mjög í vöxt að vera róm-
antískur, sem ekki hefur verið
í tízku undanfarið.
Mynd þessi segir sögu, sem
minnir mjög á söguna um Rómeo
og Júlíu, og byggir á sannsögu-
legum atburðum frá síðari hluta
nítjándu aldar. Sixten Sparre
greifi verður ástfanginn af loft-
fimleikastúlku að nafni Elvira
Madigan. Yfirgefur greifinn
konu og börn og strýkur með
stúlkunni. Þau lifa og leika sér
í náttúrunni, fjarri mönnum þeg-
ar hægt er og eru alsæl- Greif-
inn er þó flóttamaður, þar sem
hann stakk af úr herþjónustu.
„Giftur maður stingur af með
ungri stúlku". Þetta tema lofar
ekki góðu, og gefur því litla
hugmynd um myndina. Þetta
fólk vinnur hug manns oghjarta
sem gott fólk, sem fundið hef-
ur hamingju og reynir að halda
í hana, án þess að eiga nokkra
samleið með þjóðfélaginu. Þau
verða peningalaus og erfiðleik-
ar kreppa að þeim úr öllum átt-
um, en þau halda virðingu sinni
og samúð. Loks sjá þau enga
leið aðra en að binda endi á líf
sitt, frekar en láta ástina visna
í erfiðleikum og vandræðum.
Elvira er leikin af sautján ára
gamalli sænskri skólastúlku, Pia
Dagermark að nafni. Sá Bo Wid-
erberg mynd af henni í blaði
og leitaði hana uppi til að leika
þetta hlutverk. Gerir hún því
ótrúlega góð skil, í senn með
reisn og sakleysi, að ótrúlegt
verður að teljast hjá byrjanda.
Hlaut hún verðlaun sem bezta
leikkona ársins á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes fyrir leik sinn.
Sixten Sparre leikur Tommy
Berggren, leikari við Dramaten
í Stokkhólmi. Fer hann svo vel
með hlutverk sitt, að undrum
sætir, og tekst að gera Sparre
að geðþekkum manni, þrátt fyrir
ábyrgðarlausa fortíð.
Bo Widerberg er innan við
fertugt og gerSi slna fyrstu
kvikmynd fyrir sjö árum. Áður
var hann kvikmyndagagn-
rýnandi í Stokkhólmi og er einn
af þeim fáu mönnum, sem hafa
hæfileika og getu til að hætta
að gagnrýna og fara að gera
sjálfur. Gagnrýndi hann mjög
sænska kvikmyndagerð, enda fer
hann allt aðrar leiðir í þess-
ari mynd, en aðrir Svíar gera.
Það er ómögulegt annað en að
hlakka til að sjá næstu myndir
hans og mæla með að sjá þessa.
Smábátaeijrendur athu«;ið!
Tveir vanir menn vilja taka á leigu eða kaupa
bát í stærðarflokkunum 8 til 20 tonn, til hand-
færaveiða í sumar. Ef um leigu er að ræða, þá
yrði annaðhvort um vissa mánaðarleigu eða % af
afla. Tilboð óskast send Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt:
„Skak — 8597“ eða í síma 22938 i kvöld og næstu
kvöld.
Notið DISCUS
ÞAKJÁRN.
Höfum fyrir-
liggjandi allar
lengdir frá 6 til
12 fet.
Verðið aðeins
kr. 17.30 með
söluskatti.
M3ÓLKURFÉLAG REYK3AVÍKUR
Auglýsing
Vátryggingarskrifstofa SigfúsarSighvatssonar h.f. verður lokuð
alla laugardaga frá 1. maí — 1. október.
Nauðsynleg afgreiðsla fyrir viðskiptavini á laugardögum er í
síma 32661.
Félag Suðurnesjamanna
LOKADAGSFAGNAÐUR
verður haldinn í Tjarnarbúð á lokadaginn (laugard.) 11. maí kl. 8.30 e.h.
Miðar seldir frá kl. 8 e.h.
D a g s k r ó :
1. Lokadagsins minnzt, sr. Jón Thorarensen.
2. Söngur, Keflavíkurkvartettinn.
3. Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason.
4. D a n s .
Suðurnesjamenn fjölmennið og takið með ykkur gesti.
STJÓBNIN.