Morgunblaðið - 10.05.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.05.1968, Qupperneq 21
OTOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 21 „Gegnum ^ dökkvann glæta gægist“ Hugtök eins og kristni, kirkja og guð, hafa nú á síðari árum misst mjög gildi sitt, í hugum æskufólks. Hinn svo- kallaði nútímaunglingur sæk- ir ekki lengur guðshús, með það fyrir augum að sækja það an andlegan styrk eður til að vera í nærveru þess helgi- dóms, er veitir lífi hans til- gang og aukna fegurð. Hann sækir þangað af skyldudækni vi'ð fornar hetfðir, hann sækir þangað því fjölskyldan held- ur þeim sið að ganga í kirkju um jól og páska. Nútímaungl- ingur sér kirkjuna ekki leng ur þeim augum, sem foreldrar hans gerðu, svo maður tali nú ekki um afa og ömmu. Hann trúir ekki lengur því, sem þau trúðu. Hann telur sig ekki lengur hluta þess þjóðfélags, sem trúði orðum Biblíunnar. Hann telur sig ekki lengur hafa þörf fyrir krdstindóm. Kirkjur hafa risið upp víðs vegar. Stórar kirkjur og giæst ar, byggðar ef eldri kynslóð- inni til handa þeirri yngri. Kirkjusókn æskunnar hefur aftur á móti ekki aukizt að sama skapi. Hún fer jafnvel þverrandi. I>ó skal það tekið fram, a’ð hér er ekki átt við barnaguðþjónustur. Við ræð- um um unglinga, sem teknir eru all verulega að nálgast tvítugsaldurinn, þá unglinga, sem teknir eru að íhuga vanda mál tilverunnar og viða að sér skoðunum, sem oft verða und- irstaða að lífsviðmóti þeirra, þá er árin færast yfir. Það eru þessir unglingar, sem eru að fjarlægjast kirkjuna og það eru einmi'tt þeir, sem kirkjan getur ekki misst. n hvers vegna ríkir þetta á stand? Vfð hugs- um meir, nú, en við gerðum áður fyrr. Hverri ungri manneskju er afgerandi árás. Kirkjan hefur ávallt verið íhaldssöm, ef tii vill vegna þesss, aC henni ber svo. Þetta skapar oft algjöra mótstöðu gegn kirkjunni. Hver nýtur þess að heyra söm-u orðin aftur og aftur, jafnvel þótt þau séu góð og gegn? Er þetta ekki stö’ðnun? Það er einnig auðvelt að full- yrða, að ræður presta séu yfir leitt ekki upp á marga fiska. sem meira er, þetta getur gert trúleysingja úr hvaða manni. Hvert virtist höfuðmál kirkj- unnar á síðasta ári? Aðalum- ræðuefni prestastefnunnar var endurskoðun helgisiðabókar. Hugsjónirnar rísa hátt. Er það ekki? Það hefði mátt gera út um þetta mál með örfáum setningum, höfðum eftir Theunissen erkibisskupi, þótf þau væru sögð vfð allt annað tækifæri og um allt annað efni. „Hún skal vera einföld og blátt áfram og höfða til fórnar og friðar og samhugar allra kristinna manna“. Og síðast en ekki sízt. Við höf- um ekki þarfnast kirkjunnar. Okkur hefur liðið vel án henn ar og hvers vegna skildi efcki svo verða um ókomna fram- tíð? En, hvert er þá hlu'tverk kirkjunnar gagnvart æsku- manni? Hún á fyrst og fremst að laða til sín þá ungu, með því að boða þeim þa’ð, sem þeir geta trúað á, vilji hún Æskan og kirkjan kennt að hugssa og láta eigin skynsemi taka sæti dómara, þá er vandamál ber að hönd- um. Þetta er hættulegur and- Stæðingur margra af kenning- um Bibliunar og þegiar á þetta bætast skoðanir og kenningar vísindamanna og vísindanna sjálfra, skapasst hér eiginleg ur glundurroði, því barnatrú- in á ávallt nokkur ítök, og það er líklegast þarna, hvar hún Verður fyrir sinni fyrstu Sumir eru svo yfir máta leið inlegir að'á þá er engan veg inn hlustandi og flestir jafn- framt svo háfleygir að ekki er aðgengilegt að skilja þá. Prestar boða heilbrigt og frómt líferni. Á sama tíma veit hálfur söfnuðurinn að fyrsti maður til að ganga á bak þessara or’ða, verður fyr- irlesarinn sjálfur og þetta er ekki beint til þess ofið að auka álit prestastéttarinnar og kirkjunnar í heild. Og það ekki glatast. Því hvað verður um kirkjuna, þegar við verð- um öll hætt að trúa á hana? Og hvað verður þá um okkur' sjálf? Kirkjan getur boðað okkur ást, því við trúum öll á hana. Kirkjan getur boðað okkur kærleik og hún getur boðað okkur frið. Hún getur boðað okkur frið með því aíf stuðla að sameiningu allra kristinna manna. Hún getur tekið í hönd hverjum og ein- um, sama hvaða trúflokki' hann tilheyrir og leitt hann inn í þjóðfélag, hvar ekki er deilt um einstakar trúarkenn ingar og hluti, sem engu gilda. Inn í þjóðfélag, hvar kærleik- ur og sannleiksást ráða ríkj- um. Þannig þjóðfélag þarf ekki nauðsynlega a'ð vera inn- an veggja kirkjunnar en við þurfum þá að ganga gegn um hana til að komast þangað. Hún gæti orðið hlið til þess jarðneska hknnarikis, sem okkur dreymir öU, innst inni. En til að þetta geti orðið, þarf að verða stefnubreyting. Kirkjan þarf fyrst og fremst a’ð ná til æskunnar. Það er ekki nóg að hafa síra Árelíus Níelsson. Við þurfum fleirL Kirkjunar þjónar ættu að hugsa í alvöru um tilgang sinn. Það gildir nefninlega einu, hveming prestur er klæddur. Það gildir einnig jafnmiklu, hverning messu- formið er. En það gildir afar miklu, hvað þið segið, hvernig þið segið það og yfirleitt, hvemig þið eruð. Farið a’ð boða, hvað ykkur bera að boða og gerið það þannig að allir skilji. Gerið ykkur ljóst að það er ekki útlit kirkjunn- ar, sem skiptir máli, heldur það, sem inni er. Gerið ykkur ljóst að vi'ð þörfnumst ykkar öll. Við bíðum. Það er undir ykkur sjálfum komið, hvort við finmunst einhverssstaðar á miðri leið. Og ef svo tekst til, þarf ekkert okkar að kvíða framtíðinni. Ríkur er voldugur — getur hann ekki gert hvað hann vill? ' Sæll er valdalaus vegna þeirra verð ur hann ekki verri hann ekki verri maður. „Hjarta" mannsins er hé- gómlegt og valdafíkn herð- ir marga fingurgóma. Menn keppast og ssvíkjast og stelast og komast — til valda. En valdið spillir einföldu hjairta — það herðir mann- inn vel og hann verður grjót gagnvart öðrum — venjulegur voldugur lokar viðkvæmnina úti. Þeir voldugu nota sér til ábata lagakrókavaldið, hnefa- valdið og stundum hervaldið. pn þá skortir það valddð, er sigrar — hlýtur ávallt að sigra — vald andans. Þá skort ir anda. Voldugur er gjarna „stór-karl“ gagnvart sánum sléttu meðbræðrum og undir- tyllum. En vér merkjum þræls lundina, er sá sami stórbokk- inn er „hundur" þegar hans jafningjar eða meiri menn eiga tal við hann. Minnumst þess ungt fólk —■ áð láta ekki braskara spæna oss út og suð ur — hvort þeir kallast geist- legum eða veraldlegum titlum . vér erum öll séir eitt og hvert einvaldar anda þess, er oss er úthlutað — til að lifa lífinu. Hjónabandið Þjóðfélagsfrumeindimar maður og kona, sem mynda þjóðfélagssameind þá, er nefn ist hjónaband — eru af mörg- um gerðum — á hinum ýmsu sporbrautum alheimsins. Ys og þys og æðibunugangur veldur hreyfingu eindanna. Þannig er það - doldið - kraftaverk, ef hinar réttu eind ir lenda saman í hjónabandi. Hamingja hjónabandsins er ekki aðeins komin undir heppni — heldur einnig und- ir eðli og eiginleikum eind- anna — hjartagæsku og göfgi. Þér ungu menn leitið áð göfgi og sálarþreki — en ekki þunnum skrau'tkerum. Annars er hætta á, að fyrir ykkar „félagi" fari — eins og fór fyrir fyrirtækinu, sem bar glæsilegan arð fyrsta árið, nokkuð minni næsta árið og þriðja árið fór það á hausinn. Hamingjusamt hjónaband getur ekki orðið nema með einingu tveggja sálna. Nú er það þannig á henni æðiöld, að sumir gifta sig í flýti og setjast svo niður til áð hugsa um sína framkvæmd. Aðrir hugsa sig vel um — og gifta sig síðan. Báðar aðferð- irnar eru líklega jafn góðar — ef þér hittið á þá réttu. Sagt er, að giftir menn iðrist stund um, en ógiítir alltaf — en því er oft bætt við að betra sé að vera vel hengdur — en illa giftur. Svo mörg eru þau orð. Okur Eitt það fyrirbrigði, er vér Islendingar höfum innbirt, samfara auknum þjóðaraúði og bættum lífskjörum einstakl inga, er sýndarmennska á háu stigi ásamt virðingarleysi fyr- ir þeim eiginleikum, er þóttu prýða hvern mætan mann, áður fyrr. Við höfum á þessum síðari árum komið okkur upp væn- um hópi svokallaðra okrara, sem stunda einkum og sér í lagi þá viðurkenndu fjáröflun araðferð að stela frá sér veiga minni mönnum. Þessir stór- bokkar byggja alla jafna stór hýsi á erlendan mælikvarða, fyrir sig og sitt, svona til að sýna útlendingum að sjókarl- inn á íslandi er vel liðtækur í félagsskap alþjó’ðlegrar iðju og auðnuleysingja. Þessi mann tegund stundar vitaskuld skattsvik, meðan litlu bömin biðja bænirnar sínar á kvöld- in og auðvitað safna þessir dáðadrengir sem mestu af líkamsfitu, svona til að standa stöðugri í eilífum veltugangi jarðneskrar skítmennsku. Þessi manntegund er okkur vita gagnslaus og raunar væri æskilegt að við gætum losað okkur við hana sem fyrst. En á því eru það mörg og aug- sýnileg vankvæði, áð hrein- gerningin verður að bíða betri tíma. En á meðan ættum við þó að sópa óhreinindunum undir mottuna. Viðlíka óhreinindi er að finna innan æskufólks og það eru raunar sprotarnir, er síðar koma til með að mynda áður nefndan hóp fúatrjáa. Þar er átt við þann hóp pilta og stúlkna, sem hafa virðingar- leyssfð efst á sinni stefnuskrá. Fólk, sem gerir miskunnar- laust grín að þeim hiutum, sem öðrum eru heilagir. Stund ar þjófnaði, barsmíðar og skemmdarverk með álíka ánægju og það hrækir á þá menn og þau málefni, er hafa verið burðarstoð ísslenzkrar velsæmni, til þessa. Það er fólk, sem finnur sína lífsnautn í að drekka frá sér vit og rænu, æða um munngleitt, hrópandi eigin ágæti og getu, þótt sömu einstafclingar hnígi saman líkt og sprungnir hjól- barðar, þá er tekur að birta til í þessum svokölluðu skynj unarvitum þess. Vi’ð fslendingar erum fá- mennir. Við höfum ekki efni á því að í röðum okkar standii eitraðar verur, spúandi frá sér viðbjóði og skemmdium. Burt með þannig maurlanda. Gerum hrein't í okkar vistaver \un með einfaldri sinnufars- breytingu. Stöndum vörð um réttlætis og sómatilfinningu. Stöndum vörð um okkar fóst- urland og framtíð þess. Stönd um vörð um vorn eigin mann- dóm. ornaucýcu Hornaugað hefur nú ákveð- ið, í samráði við höfunda sína, að birta lista yfir þær kvik- myndir og þá kvikmyndaleik ara, sem því þótti bera af, í sýningum íslenzkra kvik- myndahúsa, árið 1967. Kvikmyndir. 1. Alfi. (Háskólabíó) 2. Winginia Wolf. Autuirbæj arbíó). 3. Shenandoha. Hafnarbíó) 4. The Oscar. Háskólabíó) 5. Næturleikir. (Stjörnubíó 6. Blóm lífs og dauða. Bæjarbíó Leikarar. 1. Micel Caine. (Alfi) 2. Elizabeth Burton. (W. Woolf) 3. Stephen Boyd. (The Oscar) 4. Sandy Dennis. (W. Woolf) 5. James Stewart. (Senandoa) 6. Richard Burton. (W. Woolf) Fyrsta kvikmyndin, sem hafði söguþráð, hét, The Great Train Robfbery (Lestarránið mikla). Framleiðandi var Edwin S. Port- er en hann lézt 30. apríl, árið 1941, 71 árs að aldri. Pyrsti kvikmyndaleikarinn hét Fred Ott og var gamanleikarj að atvinnu. Hann var í þessu fyrsta hlutverki látinn hnerra og þótti takast vel. Því hefur verið sagt að Fred Ott hafi verið fyrsti maðurinn til að hnerra sig inn í mannkynssöguna. Laikstjóri „hnerrans", hét Dickson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.