Morgunblaðið - 20.04.1969, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1969
Roðhús — HúaleitishverO
Tilboð óskast í vandað raðhús í Háaleitishverfi. lóð og bílskúr
frágengið. Tilboð er greini útborgunarmögulerka sendist Mbl.
fyrir 25. þ. m., merkt: „Háaleitishverfi — 2607".
íbúð til sölu
í gamla baenum, 100 ferm., 4 herb., í góðu standí, selst milli-
liðalaust Tilboð eða nöfn sendist Morgunblaðinu fyrir 25. þ.m.
merkt: „X 59 — 2569".
liiýtt verrhinarhúsnæði til leip
í nýju fullbyggðu íbúðarhverfi er til leigu glæsilegt verzlunar-
húsnæði fyrir eftirtáldar verzlanir m.a :
BMmabúð
Wefnaðarvörur
Isbúð.
Ýmsar aðrar verzfanir koma einníg tíl greina Lagerpláss með
aðkeyrslu er í kjaltara.
Nánarí upplýsingar í síma 16990 í dag og næstu daga.
Einbýlishús til sölu
Við Byggðarenda í Fossvogi höfum við til sölu stórt einbýlis-
hús. Mjög falleg fjallasýn er á þessum stað.
Húsið er nú fokhelt og selst þannig eða lengra komið.
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að. Skólavðrðustíg 30 og
í sima 16990 í dag og næstu daga.
Byggingarfélagið Steinverk hf.
Hugmyndasamkeppni
um skipulag miðbœjar í Kópavogi
Kópavogskaupstaður ~~og Skípulagsstjóm ríkisins efna til
hugrnyndasamkeppni um skipulag miðbæjar í Kópavogi.
Keppnisgögn fást afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar,
hr. Ólafi Jenssyní, fulltrúa hjá Byggíngaþjónustu A. 1, Lauga-
vegi 26. Reykjavík, kl. 13 — 18 á virkum dögum nema á
laugardögum kl. 10 — 12, gegn skilatryggingu og þátttöku-
gjaldi kr. 3.500.—.
Fyrirspurnafrestur rennur út 31. mai n.k.
DÓMNEFND.
Öðru hvoru virðist sem kyn-
legur málatilbúningur nokkurra
eldri þingmanna Framsóknar-
flokksins erti þolínmæði yngri
þingmanna hans. Jón Skaftason
sagði nýlega í þingræðu, að
„eldri deildin" i Framsóknar-
fLokknum gæfi sér ákveðnar fors
endur og fjallaði síðan um mál
út frá þeim, án þess að taka til-
lit til þeirra raka sem fram
kaemu gegn þeim. Þetta er að
sjálfsögðu staðreynd, en því mið
ur virðist sem sumir í yngri
deild flokksins temji sér einnig
slík vionubrögð. Að minnsta
kosti henti það Jónas Jónsson
varaþingmann Gísla Guðmunds-
sonar, er hann gerði fyrirspurn
til menntamálaráðherra um sjón
varpsmál fyrir skömmu. Þing-
maðurinn hafði greinilega búið
sig undir að svör rá'ðherra yrðu
á annan veg en varð. Var hann
með skrifaða ræðu, og þrátt fyr-
ir að hún fjallaði um málið út
frá þeirri forsendu, sem hann
hafði gefið sér, steig hann ó-
trauður í ræðustólinn og las hana
upp. Var það hjákátlegur mála-
tilbúnaður.
Oft hefur verið um það rætt
að fyrirspurnartími Alþingis sé
úr skorðum genginn. Hefur
þetta rækilega sannast á þessu
þíngi. Nú er algengast að allur
fundartími Sameinaðs Alþingis
fari í að ræða eina til tvær fyr-
írspurnir, en þingsályktunartil-
lögur eru á dagskrá viku eftir
viku, átn þess að koma til um-
ræðu. Nú hafa líka tveir þing-
menn ALþýðubandalagsins, Magn
ús Kjartansson og Geir Gunn-
arsson tekið upp þau vinnu-
brögð að flytja fyrirspumir um
sömu mál og þingsályktuartil-
lögurnar, sem liggja óafgreidd-
ar, fjalla um. Samkvæmt þing-
sköpum kemur svo fyrirspurnin
fyrr til umræðu. Þetta er aug-
ljóst dæmi um það, hve umrædd-
ir þingmenn eru gjörsamlega mál
efna- og hugmyndasnauðir. Þeir
krækja í hugmyndir frá öðrum
og setja síðan sjónarspil á svið,
þegar fyrirspum þeirra kemur
til umræðu. Þykjast fullir á-
huga — tala fjálglega. og lofa
síðan sjálfa sig hástöfum í blaði
þvi, er annar þeirra ritstýrir.
Á miðvikudaginn fjölmenntu
iðnnemar á þingpalla og reyndi.
Magnús Kjartansson þá heldur
betur að lyfta sér á kreik. Hef-
ur hann vafalaust talið aðstöðu
sína góða, þar sem margt mun
áfátt í iðnfræðslunni og iðnnem-
ar sem aðrir hafa fengið að kenna
á minnkaðri atvinnu og at-
vinnuleysi því, sem verið hefur.
Ekki var þó á málf lutniingi Magn
úsar hægt að greina, að hann
hefði mikið álit á iðnnemum, þar
sem hann taldi þá engan veginn
menn til að koma sínum málum
á framfæri. Enda fór það svo,
að Magnús Iék af sér í þeirri
pólitísku refskák, sem hann hóf
í máli þessu, og ég hygg, að
menntamálaráðherra verði vin-
sælli eftir en áður í hópi iðn-
nema. Lýsti hann yfir að engin
ráð þyrfti að sækja til Magn-
úsar , heldur fremur og ein-
göngu til iðninemana sjálf ra. Þór
arinn Þórarinnson, sem er meist
ari í því að koma litlu máli í
mörg orð, tók ennfremur þátt í
þessum uœræSum, en virtist lit-
inn hljómgrunn fá.
Degi síðar en þessar umræð-
ur fóru fram, opinberaði Magn-
ús hug sinn til íslenzkra atvinnu
rekenda. Valdi hann þeim hin
rekenÆL Valdi hann þeim hin
verztu orð — krafðist þess að
þeir fengju hvergi fyrirgreiðstu
til reksturs síns og tatldi, að
flytja bæri fruimvarp og taka
fyrirtæki þeirra leigunámi. Það
er vitanlega þyrnir í augum
þeirra, sem fá hugmyndafræði
frá Moskvulínunni að nokk-
ur atvinnurekandi skuli vera
til nema ríkið. Híns vegar hafa
þeir oftast haft vit á því að
leyna þessu hjartans máli sínu,
enda slíkt ekki vinsælt í lýð-
ræðisríki. En þegar mönnum
verðu,r mikið niðri fyrir, verður
þeim stundum á að segja hug
sino, — ekki þó allan í þessu
tilfelli, þvi að eignarnám er vafa
laust það, sem Magnúsi er hug-
stæðara.
Harður og mikill slagur várð
um áfenga bjórinm, ems og jafn
an þegar það mál hefur borið
á góma í sölum Alþingis. Var
tillaga Péturs Sigurðssonair og
fleiri felld með 18 atkvæðum
gegn 17 að viðhöfðu naf nakallL
Fjórir þingmenn voru fjarstadd
ir atkvæðagreiðsluna og hefðu
atkvæði þeirra getað ráðið úr-
slitum í málinu. Ekki verður
sagt að þessi niðurstaða beri
vitni um víðsýni og frjálslyndi
alþingismanna. Lagt var til að
þjóðaratkvæðagreiðsla færi
fram um málið, eins og gert hef-
ur verið áður um veigamiklar
breytingar á áfengislöggjöfinni.
Virtust þingmenm, sem greiddu
atkvæði á móti henni, treysta
betur eigin dómgnoind, en dóm-
greind þjóðarinmar. Er því varla
von til þess, að bruggun áfengs
öls verði leyfð í bráðina, og við
hið sama verði hér látið sitja í
íslenzkri vínmenningu. Sam-
kvæmt röksemdafærslu bjóramd
stæðinga virðist gera minma til
að selja eldsterkt brennivín út
um allar trissur en að selja öl,
sem hefur tiltölulega lítið áfeng
isimiihald. Erlendir ferðamenn,
sem koma hingað, eiga
erfitt með með að nema þessa
speki. Ef til viU eru þeir Pétur
Gautur í Dofrahöilum? Annars
voru gerðar nokkrar bneytinigar
í frjálsræðiaátt á áfesvgisiöggjöf
inoi og m.a. komið inin í hania
ákvæðum um, að veitingahús á
þeim stöðum, sem efcki hafa
áfengisútsölu, geti veitt áfengi,
að uppfylltum skilyrðum og leyf
um.
Meiri hluti allsherjamefndar
efri-deildar hefur lagt fram
frumvarp um loðdýrarækt — enn
eitt minkafrumvarp. Hafa ekki
áður komið fram á þingi jafn ít-
arlegar tillögur og fastmótaðar
um þetta mál sem eru í þessu
frumvarpi, og er ástæða ti,l að
ætla að meiri hluti sé fyrir
því innan þirvgsins. Nauðsynlegt
er að afreiða þetta frumvarp
fyrir þinglok. Nógu lengi höfum
við tapað stórfé á því að Ieyfa
ekki þennan atvinnuveg hér-
lendis. Sveinn Guðmundsson
benti á það í framsöguræðu
sirvni með fruimvarpinu, að ef fs-
lemdingar sætu við sama borð
og hinar Norðurlandaþjóðirniar
í framleiðslu minkaskinna mundi
gjaldeyristekjur af atvinimi-
greininni nema 3 milljörðum
króna. Þetta mark er órafjar-
lægt, en vísf er að aðstæður
okkar til þessarar framleiðslu
er á mjög mörgum sviðum hag-
stæðara en hjá hinum löndun-
um.
Jndversk undraveröld‘
NÝJAR VÖRUR ! ! !
I.angar yður til að eignast fáséðan blut?
í Jasmin er alltaf eitthvað fágaett að finna.
Úrvalið er mikið af fallegum og sérkennílegum munum til
taekifærisgjafa. Austurlenzkir skrautmunir handunnir úr marg-
vislegum efnivið.
Einnig margar tegundir af reykelsum.
JASMIN Snorrabraut 22.
SKAGFIRÐINGAFÉLAGH)
í REYKJAVÍK heklur sumarfagnað miðvikudaginn 23. april
(síðasta vetrardag) í Þjóðleikhúskjallaranum.
Kynnt verða sönglög eftir Pétur Sigurðsson, tónskáld, í til-
efni 70 ára afmæiis hans.
Flytjendur verða eirisöngvaramir Snæbjörg Snæbjamar,
Þórumt Ófafsdóttir, Friðbjðm G. Jónsson og HaH-
dór Vilhelmsson.
Undtrleikari verður Ólafur Vignir Albertsson.
Skemmtunín hefst stundvíslega kl. 9.
TÖKUM OKKAR SÆLUVIKU ÚT A EINU KVÖLDI.
SKEMMTINEFNDIN.
Gisting d einkaheimilum
Flugfélag íslands mun í sumar hafa milli-
göngu um útvegun herbergja á einkaheimil-
um fyrir erlenda ferðamenn.
Æskilegt er að herbergin séu miðsvæðis í
Reykjavík, og morgunverður sé fáanlegur á
sama stað. ;
Þeir sem áhuga hafa á að leigja slík her-
bergi, hafi samband við farskrárdeid Flug-
félagsins í síma 16970.
/r/affdsur
ÍV FI^---------- fC£IAAT04#ll
Steinar J. Lúðvíkssoa.