Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1969 HEITA VATNIÐ MERKILEGAST o — segir Ake Hákanson, fiskirœktarmaðu r í Kollafirði 'SÆNSKUR sérfræðingur um fis'krækt, Áke Hákansson að nafni, hefur starfað í hálft annað ár sem sérfræðingur við Laxaeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Blaðamaður Mbl. hitti hann að máli nýlega og innti hann eftir því, sem markverðast er um fiskirækt- ina þar uppfrá. Sagði Hákansson, að skilyrði til fiskiræktar væru hagstæð í Kollafirði, en margt væri frá- bruigðið sænskum aðstæðum hér á landi. í Svíþjóð væru fiskiræktarstöðvar yfirleitt í tengslum við meira vatns- magn en í Kollafirði, þar siem 'vatnið kæmi beint úr jarð- lögunum og ekki þyrfti að óttast flóð. Það raskaði því öllum lærðum kenningum að koma hingað til lands í þessa atvinnugrein. Fyrst í stað þætti manni skilyrði hér dá- lítið undarleg, en það vendist fljótlega. — Þarf langan nám&undir- búning til að öðlast sérfræð- ingsréttindi í fiskirækt? — Þetta er um átta ára nám og í í náminu felst starf á ýmsum fiskiræktarstöðvum. Fer það eftir því hvort menn vilja sérhæfa sig í ræktun vatnafisks eða útsævarfisks. — Hvað finnst þér mark- verðast við fiskiræktarskil- yrðin í Kollafirði? — Það sem mér finnSt merkilegast við skilyrðin iþarna uppfrá er það, að hægt skuli vera að nota heitt vatn til upphitunar á vatninu í fiskiræktarkerunum. Heita •vatnið getur flýtt vexti lax- ins um heilt ár og það hefur ekki svo lítið að segja. Við venjuleg skilyrði í köldu vatni vex laxinn í fjóra mán- uði, en síðan stöðvast vöxt- urinn gersamlega og breytist fiskurinn ekki yfir veturinn. Með notkun heita vatnsins er hægt að komast hjá þessu stöðnunarskeiði í vexti lax- ins. — Hve margt laxa er í eldi í Kollafjarðars'töðinni? —í Laxeldisstöðinni í Kolla firði eru nú um 250 þúsund laxaseiði. Við hagstætt hita- stig, 14—16, vaxa seiðin ört, eða aukast um helming að þyngd á einum mánuði. Hag- kvæmast er að sleppa seið- Áke HákaiMSsen unum út í árnar í júní, þegar gróður er að lifna í vatninu. Við munum sleppa seiðunum i Kollafirði í ýmsar ár, —• Hve mdkið kemur aftur- af sieiðunum, sem sieppt er í árnar? — Það má gera ráð fyrir 10%, en stundum hefur meira komið aftur. Árið 105® feng- um við t. d. 19,5% til foaka af eeiðum, sem sleppt hafði verið í Svíþjóð. Hér er þetta allt á byrjunarstgi, en það verður fróðlegt að fylgjast með útkomunni hér þegar þar að kemur. Enda þótt Áke H&kansson fhafi ekki verið lengi hér á landi, talar hann íslenzku dá- vel. Þegar við höfum orð á þessu, segir hann, að það eigi sjálfs-agt rætur að rekja til Jamtlenzks uppruna. í Jamt- landi tala menn nefniiega enn mál, sem í sumum atrið- um minnir ekki svo lítið á íslenzku. T. d. segja fjósa- mennimir þegar þeir fara út til gegninga: „Fetr út í fjós að moka“. Þar segja menn „staur“ og þegar uppörvandi orðum er beint til náungans segja menn: „vortu feginn“. FÉLAGSLÍF Knattspyrnudeild Vals Æfingatafla í maí 5. flokkur Þriðjud. kl. 5.30—6.30 C og D. Þriðjud. kl. 6.30—7.30 A og B. Föstud. kl. 6.00—7.00 A og B. 4. flokkur Mánudaga kl. 6.30—7.30. Fimmtudaga kl. 6.30—7.30. 3. flokkur Þriðjudaga kl. 7.30—9.00. Föstudaga kl. 7.00—8.15. 2. flokkur Mánudagar kl. 9.00—10.30. Miðvikudagar kl. 6.30—8.00. Fimmtudaga kl. 7.30—8.30. M. og 1. flokkur Mánudaga kl. 7.30—9.00. Miðvikudaga kl. 8.15—9.30. Föstudaga kl. 8.15—9.30. Mætið vel og stundvíslega á æfingar. — Stjórnin. Allt á sama stað BIFREIÐASALA EGILS Notaðsr bifreiðir til sölu Hillman Station ’67, skipti á eldri bíl koma til greina. Gloria '67, sérstaklega fallegur. Skipti óskast á nýl. jeppa. Opel Record '68, 4ra dyra. Eins og úr kassanum. Skipti æskileg á ódýrari bíl. Vauxhall Viva '67, skipti óskast á góðum Bronco. Skoda Combi '66, skipti á ný- legum fólksb'rl óskast. Hi’llman IMP '66, nýuppgerð vél. Moskwitch '63, '65, '66. Citroen ID 19 '64. Fiat 1100 '66, '67. Comrner sendibílar '61, '63 og '66. Willys jeep '65, '66 með blæjum Willys jeep '62, '65 með May- ers-húsi. Willys jeep '46, '47, '55. Tuxedo jeep '67 með Mayers- húsi. Tuxedo jeep '67, 6 cyl. og overdrive með blæjum. Jeepster Commando '67. Willys station '59, 4ra cyl. Fiat 600 P '67, sendibíll. Rambler Classic '63, ’64. Opel Caravan '64. Valiant '67. Tökum í umboðssölu vel með farnar bifreiðir. Úti- og irwiisýningarsvæði. Látið biílinn standa hjá okkur meðan þér eruð í vinnun/ni. Egill Vilhjálmsson hf. Laugav. 116. Sími 22240. -Æl v áfítWn fr. UwBWP Breytið til og veljid SirWalter Raleigh. Hið gamla góða og rómaða reyktóbak frá Kentueky. Það er skynsamlegra að reykja pípu núna. Pípureykingamenn vita að skynsamlegast er að reykja Sir Walter Raleigh.heiinsfrægareyk- tóbakið frá Kentucky í Bandaríkjunum. Sir Walter Raleigh tóbakið fæst í 7 oz. Ipftþéttum dósum og í i£ oz. loftþéttum og handhægum pokum. Með því móti geymist það ferskt 44% lengur. Hvernig er Raleigh-reyktóbakið búið til ? Sir Walter Raleigh er.sérstök blanda af 100% úrvals Kentucky tóbaki, vandlega valið svo það gefi mildan og ljúffengah reyk. Tóbakið er grófskorið, malað en ekki úðað heldur Iagt i lög og bragðbætt; geymt síðan á sérstakan hátt,þangað til þáð hefuröðlast hinn rétta mjúka og milda keim. Hver er saga Raleigh-reyktóbaksins ? Frægðarferill Sir Walter Raleigh tóbaksins hófst árið 1884. Áríð 1927 hafði það náð útbreiðslu um alla Ameríku. Það er nú eitt vinsælasta ., reyktóbakið í Ameríku og er notað í pípur um víða veröld; frá Argentínu til Damherkur og frá Kongó til Hong Kong. Það er því ekki áð undra,að vandlátir reykingamenn veýi Sir Walter Raleigh. iJOZ.jPÁKKIKR. 38.^59/ 70Z. DÓS KR. I78.OO Sir Waller Raleigh, Reyktóbakið heimsfræga frá KentuckyyU.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.