Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ tJtgiefandi H.f. Árvafcui*, iReykjavíik. Fnamfcvæmdiaístj óri HaraJdur Svelnsson. •Ritstjórar Siguxður Bjarrtason frá Vigur. Matifih'ías Johannesslen. Eyjólfur Koútrráð Jónsson. Bitstj óm arfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttaatjóri Björn Jóíhannsson. Auglýsingiatstjöri Árni Garðar Kristinsson. Eitstjórn ag afgreiðsla Aðalstraetd 6. Sínai 10-109. Auiglýsdngar Aðalstræti é. Sími 22-4-80. Áisfcxiftargijald kr. 100.00 á miánuði innariLands. í lausasiöiu kr. 10.09 eintaklð. BREYTINGAR í BORGINNI ¥lin öra þróun í uppbygg- ingu Reykjavíkurborgar á undanförnum árum hefur að sjálfsögðu haft í för með sér margvíslegar breytingar. Unga fólkið hefur flutt í nýju hverfin í stórum stíl og þar með hefur barnafjöldinn færzt yfir í þau hverfi. Þessi þróun hefur m.a. leitt til þess, að Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa lagt mikla áherzlu á að koma upp í nýju hverfunum ýmsum þjónustustofnunum fyrir börn og unglinga. í nýju hverfunum hafa því verið byggðir nýir og full- komnir leikvellir, gæzluvell- ir fyrir yngri börnin og op- in leiksvæði fyrir hin eldri. Þá hefur einnig verið lögð áherzla á byggingu leikskóla og dagheimila í þessum hverfum og íþróttafélögun- um sköpuð aðstaða til þess að koma upp íþróttasvæðum. Jafnframt hafa nýir skólar risið í þessum hverfum, og auk hinna reglubundnu skólastarfa, sem þar fara fram, er einnig haldið uppi fjölbreyttu æskulýðsstarfi í skólunum. Þessar miklu breytingar hafa einnig gert það að verk um að í gömlu hverfunum er nú minna af börnum en áður, og nú er svo komið að óhjákvæmilegt hefur reynzt að hætta starfrækslu barna- skóla í Miðbæjarskólanum, elzta skóla borgarinnar, sem starfað hefur í rúmlega 70 ár. Jafnframt því sem Mið- bæjarskólinn er tekinn úr notkun sem barnaskóli hafa verið gerðar skipulagsbreyt- ingar í skólahverfum Laug- arness- og Laugalækjarskóla, sem koma til framkvæmda næsta haust. Þessar breyt- ingar leiða til þess að Gagn- fræðaskólinn við Vonar- stræti verður væntanlega tekinn úr notkun næsta haust og Gagnfræðaskólinn við Lindargötu innan tveggja ára. SHkar breytingar sem þess ar hafa eðlilega í för með sér margvíslega röskun á starfi þeirra kennara, sem í þess- um skólum hafa unnið. Það á ekki sízt við um Miðbæj- arskólann, en þar hafa nokkrir kennarar starfað í áratugi. Kennarar þeir, sem starfað hafa í þeim skólum, sem nú verða lagðir niður, munu að sjálfsögðu taka við störfum í' öðrum skólum borgarinnar. Hér er um að ræða óhjákvæmilega þróun, sem er rökrétt afleiðing af þeim breytingum, sem orðið hafa í uppbyggingu borgar- innar á undánförnum árum. Hitt er svo annað mál, að byggingar á borð við Mið- bæjarskólann standa fyrir sínu enn þann dag í dag, og auðvitað verður stefnt að því að nýta þessar byggingar sem bezt eftir sem áður. Jón- as B. Jónsson fræðslustjóri lét í ljós þá skoðun á blaðamannafundi fyrir nokkrum dögum, að Miðbæj- arskólinn væri mjög vel fall- inn til skólahalds. Vera má, að hægt verði að finna leiðir til þess að þessi sögufræga og virðulega bygging verði enn um skeið notuð í þágu reykvískrar æsku. ÁSGEIR ÁSGEIRS- SON 75 ÁRA Í sgeir Ásgeirsson, fyrrver- ** andi forseti íslands, er 75 ára í dag. Hann á að baki langan og merkan stjórn- málaferil og hefur m.a. gegnt þremur æðstu virðingarem- bættum landsins, störfum forsætisráðherra, forseta Sam einaðs Alþingis og loks em- bætti forseta íslands. Á farsælum starfsferli sem forseti íslands naut Ásgeir Ásgeirsson trausts og virð- íngar allra landsmanna. Hann gegndi embætti forseta með mikilli reisn og kom fram fyrir íslands hönd á er- lendum vettvangi á þann veg, að þjóðinni var mikill sómi að. Á þessum merkisdegi í lífi Ásgeirs Ásgeirssonar senda landsmenn allir hon- um hlýjar árnaðaróskir með þakklæti fyrir ómetanleg störf í þágu lands og þjóðar. NYTSAMIR SAK- LEYSINGJAR T viðtali sem brezka blaðið * „The Times“ átti við Halldór Laxness fyrir nokkr- um dögum segir Nóbelsskáld- ið m.a.: „Á dögum Hitlers var ég nytsamur sakleysingi, sem eðlilegt var.... “ ÍLsA UTAN ÚR HEIMI Lögreg'lan slæst við „mótmælendur“. Slegizt út af kvikmynd DANIR hafa fyrir löngn skip- að sér í fremsfcu röð „mötmæl enda“ í heiminum, og er nú orðið anzi erfitf að gcra þeim til hæfis. Eins og í öðrum löndum er þarna mest Um að ræða róttæka stúdenta og aðrar vinstrí klíkur se«n virð- ast hafa það eitt að mark- miði að slkapa seim mesta sundrung og óánægju. Síðasta afrek þessaira kappa var að gera allt vitlaust við kvikmyndhiús í Kaupimanna- höfn, setn sýndi kvikimynd um stflíðið í Vietnaim með John Wayne í aðailhlutverki. Flóttamaðurinn Richard Kimble leikur þar einnig stórt hlutverk. Gagnrýnend- ur sejgðu að myndin væri af- spyrnu léleg og vair þar við látið sitja lengi framan af. En svo datt einhrverjum snjöllum náuinga í hug að sjálfsagt væri að mótmæla þessuim kapitalistisika þvættingi, sem væri að básúna stefnu Banda ríkjianna í Vietnam, sem þeir auðvitað væru á móti. Og það var eins og við manninn mælt, komimúnistar f jölmenntu við kvikmynda- liúsið næsta dag, og hófu þar óeirðir. Lögreglan var kvödd á vetfcvang, og eftir mitkla pústra og hrindingar var hópnum tvístrað og sex stung ið í steininn. Kvöldið eftir mættu komim únistaj- aftur en þá hafði gam anið spurzt út svo að þar votiu fleirj fyrir, m. a. ölfca- sinnaðir hægriimenn, „mótor- hjólabandittar“ sem kaUa sig Villtu englana, og svo voru þar lika nokkrir aðdáenduir John Wayne, sem vildu lumhra á kommúnistum fyrir þá óvirðingu sem honum væri sýnd. Svo kom lögreglan og þá rauk allt í háaloft á nýjan leik, með enn meiri pústrum og hrindingum, oig enn fleiri sem gistu steininn. Kvik- myndalhússtjórinn er hinn reiðaisti og kveðst muniu sýna myndina fram í rauðan dauð- ann. Hann ætti eklki að láta „vitlau.sa ofstækismenn“ þvinga sig tii neins. Æskulýismót í Bayreuth MARGUR aif eldirj kynslóðinni mundi kalla það iðjuleysi, þegar ungt fólk eyðir deginum í s>am- Halldór Laxness hefur raunar gert upp sína reikn- inga við kommúnista í bók- um sínum á síðustu árum og segja má, að með þessum um- mælum reki hann endahnút- inn á það uppgjör. En á íslandi eru enn til menn, sem eru nytsamir sak- leysingjar. Sumir þeirra vita það en hafa ekki kjark til þess að viðurkenna það. Aðr- ir eru ekki enn komnir á það stig, að þeir geri sér sjálfir grein fyrir því. ræðum við jafnaldra sína frá ýmsum löndum, en fyrir flesda eru slíkar umræður þó nauðsyn- legar til þess að ná þeim félags- lega og andlega þroska, sem þarf til meiriháttar afreka á list- rænum sviðum. Tækifæri til s’líks þroska stendur ungu fólkj á aldrinum 18 til 25 ára til boða, þar sem er þátttaka í hinu árlega æsku- lýðsmóti, sem haldið er í sam- Ibandj við hljómlistahátíð Riic- hand Wagners í Bayreuth í Vestur-Þýzkalandi. FyTir gjald, sem nemur aðeins 105 DM og innifelur hádegisverð og sivefn- pltáss, er hægt að taka þátt í ríkuilegu prógrammi á tímabil- inu frá 8. til 3*0. ágúst. Þar eru sérnám.skeið fyrir hljóðfæraleik- ara og söngvara, þar sem æfð ’verða verk eftir Vivaldi, Pergo- lesi, Mozart, Bruckner, Strauss og Bart-ok. Auk þess náms-keið í nútím-a leiklistaskáldritun fyr- ir verðandi leikara, rithöfunida og áhugafólk og svo stýninig á myndlist þátttakenida. Vissum hópum þátttakenda er gefinn kostur á að taka þátt í opinberum tónleikum, söng- leika- og leiksýningum, sem löðrum þátttakendum gefst kost- ur á að sækja, svo og að sækja fyrir lágt verð sýningar á öllum þeim verkum Richard Wagners, sem uppfærð eru í F-estspielhaujs í Bayreuth þetta ár. Umsóknar- eyðulblöð og dagskrá eru fáan- leg hjá Jugendfestspiele, Fes.t- spielhaus, Bayreuth, V- Þýzka- landi. Dr. IlUlgi Br. Sæimíi«!■*><»n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.