Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1909
Samtal við Ásgeir Ásgeirsson, fyrrum forseta 75 ára í dag
Asfleir Asgeirsson
í skrifstofu sirwii.
■
(Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon tók myndirnar)
BflDDOR
ÖRN
Á AUSTUR-
LOFTI
VIÐ staðnæmdumst fyrir framan
litla vatnslitamynd af Kóranesi og
virtum hana fyrir okkur. Þar er
Asgeir Asgeirsson, fyrrum forseti
Islands, fæddur fyrir 75 árum. Af
því tilefni er ég kominn í heim-
sókn á heimili hans að Aragötu.
Hann segir mér frá Kóranesi:
„Þar var þá verzlunarstaður, sá
sami sem hafði verið lengi í
Straumfirði. Faðir minn, Asgeir
Eyþórsson Felixsonar, pósts og
útgerðarmanns, var þar verzlunar-
stjóri. Á milli Kóraness og
Höllubjargs fellur Straumfjarðar-
röstin, straumhörð og hættuleg.
Hennar gætir alla leið út á móts
við Þormóðssker. Þama áttum við
heima sitt hvoru megin við röst-
ina þar til ég var 7 ára gamall, en
þá fluttist ég með foreldrum mín-
um til Reykjavíkur. I fjörunni og
þessum þröngu fjörðum, eyjum
og flæðiskerjum var mikill og
góður leikvöllur fyrir okkur böm-
in. Umhverfið hafði sterk áhrif á
mann til frambúðar. Við lærðum
margt og meðal annars að vaða
upp í háls, svo að það tók ekki
langan tíma að læra að synda,
þegar kom til Reykjavíkur."
Við norðurvegginn stendur há
og voldug dragkista. einn bezti
gripurinn úr búi Jóns Sigurðsson-
ar. „Tryggvi gamli Gunnarsson
gaf okkur Dóru þessa dragkistu,"
sagði Ásgeir Ásgeirsson. Og
þegar ég bað hann að segja mér
dálítið nánar af kynnum þeirra
Tryggva, bætti hann við: „Þegar
innbú Jóns Sigurðssonar var
boðið upp, keypti Tryggvi mikið
af húsmunum Jóns og frú Ingi-
bjargar, gaf ríkinu margt, en hélt
m. a. þessari dragkistu eftir. Þeg-
ar hún er borin saman við aðra
muni þeirra hjóna í Þjóðminja-
safninu, er augljóst að hún er kjör-
gripur."
Tryggvi Gunnarsson tók i fóst-
ur móður Dóru Þórhallsdóttur,
Valgerði Jónsdóttur, þegar faðir
hennar drukknaði. Þá var hún
barn að aldri. „Hann var alltaf
kallaður afi í Laufási." sagði As-
geir Ásgeirsson." Síðustu árin var
hann lasburða, en bar sig þó vel
og fylgdi fötum fram á síðasta
dag. Ég spilaði oft við hann kotru
sem hann hafði gaman af. Ekki
þótti honum verra að vinna."
I stofunni er ennfremur vatns-
litamynd úr Hornafirði eftir Ás-
grím Jónsson. og er hún einn af
dýrgripum islenzkrar listsögu. Ás-
geir Asgeirsson er í engum vafa
um að Ásgrímur Jónsson sé einn
af fremstu vatnslitamálurum þess-
arar aldar.
Á stofugólfinu eru teppi hnýtt
af frú Dóru Þórhallsdóttur. Við
vegginn andspænis mynd Ásgríms
stendur dálítið púlt. „Þetta er skrif
borð Dóru," sagði Ásgeir Ásgeirs-
son. Á veggnum fyrir ofan það er
vatnslitamynd frá Laufási eftir
Höskuld Björnsson, þar sem sjást
bæjarhúsin og rauður tum kirkj-
unnar, sem Tryggvi Gunnarsson
smiðaði. „Hann kemur alls staðar
við sögu," sagði Ásgeir Ásgeirs-
son.
„Enginn af okkar beztu málur-
um hefur komið í mitt gamla kjör-
dæmi," bætti Asgeir Asgeirsson
við, „en Guðmundur frá Miðdal
kom eitt sinn með mér og gerði
þessa mynd af Rafnseyri" — og
hann bendir á norðurvegginn.
„Þetta er lítil vatnslitamynd. rétt
gerð og snotur. „Ég hef hana hér
með veggskildinum af Jóni Sig-
urðssyni, sem Guðmundur gerði
einnig 1944, vel gerð mynd og
sterkleg."
Meðan við virtum fyrir okkur
fleiri muni og myndir sagði As-
geir Asgeirsson mér frá því, að
hann væri kominn af séra Ásgeiri
Jónssyni á Stað I Steingrimsfirði.
Dóttir Asgeirs var gift Ásgrími
Hellnapresti, sem er langalang-
afi Ásgeirs Ásgeirssonar. Nafnið
er alla leið þaðan. Sonur séra As-
geirs á Stað, Snæbjöm, dr. jur.,
fluttist til Danmerkur og varð borg
arstjóri í Randers, og sonarsonur,
Asgeir, til Noregs og kölluðu
báðir sig Staðfell.
Þegar við erum komnir inn í
borðstofuna og virðum fyrir okk-
ur stóra mynd af Hákoni Noregs-
konunqi, þar sem hann gengur
upp Honnörbrygga í Úsló að
heimsstyrjöldinni lokinni, með Ól-
af son sinn og krónprinsessuna á
hælum sér, en Tordenskjöld rís-
andi úr mannhafinu, minnist Ás-
geir Asgeirsson þess, að Asgeir
Stadfell hafi verið kvæntur sonar-
dóttur gömlu sjóhetjunnar.
Þegar Ásgeir Asgeirsson kom
í opinbera heimsókn til Danmerkur
1954 fékk hann adjudant Friðriks
konungs sér til aðstoðar, meðan á
heimsókninni stóð. Hann hét As-
geir Adolf. „Ég spurði hvað faðir
hans hefði heitið. Hann svaraði:
„Ásgeir lika." Ég sagði: „Þá erum
við alnafnar," og bætti við af
rælni. Þú ert kannski kominn af
séra Asgeiri á Stað í Steingrims-
firði?" Hann sagði. „Ég skal at-
huga málið, systir mín á ættar-
töluna." Og það stóð heima.
Hann var kominn af séra Ásgeiri.
Ég spurði hver hefði látið gera
ættartöluna. Hann sagði að
það hefði verið grosserer
Adolf. afi hans. sem hafði m. a.
verið formaður í danska stórkaup-
mannafélaginu. Ég spurði hann
hversvegna Adolf afi hans hefði
haft áhuga á að láta gera slíka ætt-
artölu. Hann sagði, „það var til
þess að geta rakið ætt sína sam-
an við dönsku konungsfjölskyld-
una. Slíkt getum við ekki í Dan-
mörku nema með þvi að ná í ein-
hvern Islending — þá kemst
maður alla leið aftur til fornkon-
unganna!"
Ég hitti oft menn í Danmörku
sem voru stoltir af því að eiga
Islending í ættinni, og kunnu vel
að meta það. Þeim þykir sumum
ekki ónýtt að komast í samband
við höfðingjaættir, það þykir hval-
reki."
Myndin af Hákoni konungi er
eftir prófessor Axel Revold. Hún
er gjöf til Asgeirs Ásgeirssonar
frá Islendingum, sem búsettir
voru I Noregi, er hann kom
þangað. Nú spurði ég, hvemig