Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1969 21 Alþjóðlega gjaldeyriskreppan Aödragandi og ástæöur „Þingkosningarnar næsta haust hafa ráöið afstöðu stjónarinnar" sagði ÓLAFUR DAVÍÐSSON hagfrœðingur í símaviðtali við Morgunblaðið frá Kiel í gœr VESTUR-ÞÝZKA stjórnin tók þá ákvörðun sl. föstu- dagskvöld, eins og kunnugt er orðið, að hækka ekki gengi marksins. Að lokn- um fjögurra klst. fundi stjórnarinnar, sem Kiesing er kanzlari hafði boðað til, las Conrad Ahlers, tals- maður stjórnarinnar, upp stutta yfirlýsingu fyrir fréttamönnum, þar sem sagði, að þessi ákvörðun hefði verið tekin „eftir langar og málefnalegar viðræður‘,; og að hún væri lokaákvörðun og myndi gilda um „alla framtíð“. Ljóst er af því, hve lengi þessi fundur ríkisstjórnar- innar stóð yfir, en hann sat einnig dr. Blessing, yf- irbankastjóri vestur-þýzka Seðlabankans, að mikilt skoðanaágreiningur ríkir innan stjórnarinnar og stendur ágreiningurinn fyrst og fremst milli Strauss, fjármálaráðherra, sem er mjög andvígur geng ishækkun marksins, og dr. Schillers, efnahagsmála- ráðherra, sem hefur mælt eindregið með gengishæklc un, jafnvel einhliða, ef nauðsyn krefði. „Það eru þingkosningar næsta haust, sem skorið hafa algjörlega úr um af- stöðu stjórnarinnar til þessa máls. Ef þær hefðu ekki staðið fyrir dyrum, þá hefði gengi vestur-þýzka marksins verið hækkað“. Þannig komst Ólafur Dav- íðsson hagfræðingur, að orði í símtali við Morgun- blaðið í gær, en hann hef- ur nýlokið hagfræðiprófi frá háskólanum í Kiel og haft mjög gott tækifæri til þess að fylgjast með að- draganda og þróun þessara mála. Fylgir frásögn hans hér í lok þessarar greinar. Mestan hluta sólarhringsins fyrir fund stjómarinnar hafði Kiesinger kanzlari verið á stöðugum funduim með stjórn- mála- og efnahagsmálaleið- togum, en sú staðreynd, að það tók engu að síður svo langan tíma fyrir ráðlherrana að komast að saimkomulagi, sýnir hve áigreiningurinn var mikilii og að hann igetur ekki veri'ð úr sögunni. Þegar fyrir fiund stjórnar- innar var það vitað að lang- mestu leyti, hverjir voru með og hverjir á móti gengisbreyt ingu, jafnt innan ríkisstjórn- arinnar eg á meðal áhrifa- mestu stjórnimállamanna og efnalhagsimálasérifræðinga landsins, sem utan ríkisstjórn arinnar standa. >eir sem voru andvígir gengishœkkun voru þeir Kiesinger kanzlari, Strauss fjánmálaráðherra, Fritz Berg, forseti iðnrekenda sambands Vestur-Þýzkadands og talsmenn landbúna’ðarins. Þeir, sem fylgjandi voru geng ishækkun, voru Sohiller efna- hagsmálaráðherra og Blessing seðlabankastjóri, eins og greint er frá að framan, en auk þeirra fjölmargir aðrir áhriifamenn, einkum úr röðum jafnaðarmanna. Aðalröksem-d Stra-uss fjár- málaráðherra gegn genigis- hætokun er sú, að með henni væri aðeins ráðizt gegn ein- kennium vandræðanna en ekki orsökum þeirra, en þa-u fæikt'St í því, að hin ýmsu skapar alltaf mjög mikla erf- iðleika og það er aúðvrtað eðdilagra, að þau ríki, sem ekki geta haildið verðlaginu niðri hjá sér, verði að súpa seyðið af því ,en ekki þeir, sem betur tekst í því eíni. Hvernig samraeming eigi að nást, hefur a-ldrei verið skýrt af hálfu Strauss, sem sætt hefur gagmýni fyrir að vera óraunsær, en svo virðist vera, sem hann geri sér vomr um, að Vestur-Þýzkaland geti not- fært sér neitunina vi'ð því að hækka gengi marfcsins sam pólitískt verkfæri gagnvart öðruim löndum. Önnur aðal röksemdin gegn hæktoun marksins — og það er einkuim hún, seim Kiesing- er kanzlari heldur fram — er sú, að gengisihækkun myndi koma mjög ilia við bændur og freista þeirra til þess að greiða NPD, flokki nýnazista, atkvæði sitt í þingkosningum þeiim, sem fram eiga að fara í haust. Hefur verið reiknað út, að fyrir hverja 1% geng- TíIK TIMES BUSINESS NKNVS ^Trauss,:r8-Í0% ‘l)'W revaluation oniy in n package deal WrtONY IWMAti, RwVípa CottwrvnHttn . ttii rtmh nt n>> ivwxþ aW •'ðt u "tW' fkv VWiT olW l'WÍWeiiyi InwOpvfllij fhuy AlróttVN ftu' Cw»l> flttJMkr Mrntttl**, ftthv >«tdúj> Í4 a Vrrrjduyír*' i*w<tttdou ojwtfttg. V tfo* : A«o<ratlou hfm'J* ttt HoW ár VoM V Wtt r»þ 004 ttf C'ttJttfrW oí Útv •m-. i'-í , iv 'vi-,«i tfoxivM' tt.tt »-'vrr> r,,-.Vu-49W' irtt'. " ■ ♦'•'ft'*>• .>c.'V*.vír.V'- -Att» >y> 'V rt'-'- tv tt.T\ttrt 04 ifovo «0K\'h'o, í,-Adh*þr.\.\V -Vtt' ;v, «">r. Vkoyotttt: i/t \T*My.y tt»v ttóV Jtor rtt'ttitt' oAv oVrrVtt»'.\tt» iV"".-r„.-rtV.>r Tr,•'•.•.'■%■.■,. fö'A, *Wi «0 JfoV'ttVíO V'V.'it tt* >.' ,o'>- vr iVr. "h"»- ÓV' Attovf "Ttt- »1 OrttV w-.tv Av ' 'ttr. liov -rv.tvttt 4' r,"tti\,'o\ -tt\ 4j oyrrt oo" 'Vf y. n.'H yttrottvr> *vti ttf Uiof*' 'l'ó- fVtt.iótt- VvoV.vttttA" A-.\' ofotto P--\*A r,' "f V- v. Jo" "V"v.y vtUov j.Vttww ttWrtu oi fvrvWfr fir A'V»4> "Avtt ■•- »'•>• ••»• '•■ V*?.< •»•-'•.' fr.vvv "V ttttfí '.f'WÍU* liiwn tenns fnr ehange in patit' 'r.V f.'v ■ ■ •.,■.■■,■ •.TttJfttr.A^ro-Ttti'v.rtfr.'f'ttft M"-1-"". ttttT'tt t\-f. ■.',*-■.';■..ttttV. >1 ■ ,*.tt Það voru ekki hvað sízt ummæli, sem Frans Josef Strauss, fjármálaráðherra Vestur-Þýzkalands, lét hafa eftir sér eftir afsögn de Gaulles Frakklandsforseta varðandi hugsanlega geng ishækkun vestur-þýzka marksins, er urðu til þess að kynda undir aiþjóða peningakreppu na. Strauss reyndist hins vegar, þegar til kom algjöriega andvígur gengishækkun. ríki létu viðgangast, að mis- miunandi verðhólgiuvöxtur fengi að þrífast hvert hjá sér. MEGINORSÖKIN: STÖÐUGT VERÐLAG Vestur-Þjióðverjar hafa hald ið við stö'ðuigra verðlagi hjá sér en nokkur önnur þjóð og af þessari ástæðu komast þeir ekki hjá því, að lagt er að þeirn ailltaí öðnu hverju að hækka gengi gjaldmiðiís síns. Þannig hlýtur þessu að halda áfram, nema Vestur- Þjóðverjar leyfi meiri verð- bólgu sín á meðal eða að önnur lönd haldi verðbólg- unni betur nfðri heima fyrir og verðui- að telja hið siðara eðlilegra, því að varla er unnt að kreifjast þess af Þjóöverj- um, að þeir hleypi af stað verðbólgu, einungis tii] þess að hjálpa öðrum. Verðbólga ishæk'kun marksins verði að greiða bændum 200 millj. marka í uppbætur. Andstæðingar gengisibækk- unar hafa einnig haldið fram mörgum öðruirn rökum. T.d. muni rekstrargrundvelli verða kippt undan ýmsum tegund- um úfaflutningsiðnaðar og refcstrargrundvöllur annarra verða veikur. Þeir berida á, að á sl. á”i hafi fjármagnsút- flutningur og aðr»r greiðslur frá Vestur-Þýzkailandi verið meiri en greiðsluafgangur við úfalönd. Þannig hatfi endanlega farið meira fé út úr landinu en inn í það á árinu. Af þess- ari ástæðu halda þeir því fram, að það sé blekking að gera háan greiðsluafgang að kjarna málsins. Þeir ha’lda því einnig fram, að eignir Vesfcur- Þjóðverja erlendis myndu lækka að verðmæti og full- Karl Schiller efnahagsmálaráðherra. Óttast verðbólgu. — Vill ein- dregið, að gengi marksins verði hækkað. yrða, að spákaiupmenn — sem eigi meginsök á núverandi fjármálakreppu — muni hagn’ ast á sLíku. Þrátt fyrir allt þetta er tal- ið, að atfstaða Strauss fjár- málaráðlheirra byggist fvrst og fremst á pólitískum ástæðum, söfcum þess að hann óttist, áð gengisihagikfcun yrði álitin stjórnmálaósigur fyrir sig og muni skaða iðnað og landbún að. Andstætt gjaldeyriskrepp- unni, sam upp kom í nóivem- ber sl. með mikillLi skyndingu á tveimur sólaríhringum, hefiur ástandið stöðugt verið að versna nú, síðan de Gaulle sagði aif sér forsetaembætti í Frakklandi og hafa óheppiileg ummæli Strauss um hugsan- lega gengishækkun m.a. orð- ið til þess að kynda undir þessa kreppu. JAFNAÐARMENN MEÐ GENGISHÆKKUN Þeir, sem fylgjandi eru gengishækkun, byggja skoðun sína fyrst og fremst á því, að það sé eina leiðin til þess að stöðva spákaupmennskiu og hindra verðbólgu í Vestur- Þýzkalandi. Krafturinn í efna- hagslífinu er svo mikili, að það nálgast, að það sé eins og vél, sem er að otfhitna. Sér- hver merki um verðbólgu myndu einkum verða til þess að skaða jatfnaðarmenn fyrir þingkosningarnar, en þeir binda möguleika sína þar eink um við góða framimistöðu Sohillers efnahagsmálaráð- herra. Þetta er ein ástæðan fyrir því að flýta ölliuim aðgerðum, en önnur er sú, að gengis- hækkun rétt fyrir sumarfrí myndi gefa fólki toost á ódýr- ara sumarleyfi erlendis en áð- ur og laggja sitt af mórkum til þess að sætta fóilto við efx- irfylgjandi óþægindi, sem ann ars gætu verið talin þving- uð upp á Þjóðverja af tillits- lausum nágrönnum þeirra. Schiller og flestir stuðnings manna hans eru þeirrar skoð- unar, að flestar greinar iðn- áðarins í landinu séu nú það öfluigar, að þær geti mætt gengishækikiun á sæmilegan hátt. Erfiðleikarnir nú myndu vissuilaga verða minni en þeir Kurt George Kiesinger kanzlari. — A meðan ég er kanzlari, verður engin gengishækkun. hefðu orðið í nóvemher sl. Þá eru þeir ennfremur þeirrar stooðunar, að unnt verði að bæta bænduim það tjón sem þeir kunna að verða fyrir og að hverju sem líður, þá yrði unnt áð taka upp til endur- skoðunar verðlagskerfi land- búnaðarvara innan Efnahags- bandalagsins. Með tilliti till kjósenda virð- ist Stíhiller álíta það hættu- legra að kynda undir verð- bólgu en að þrengt yrði að einhverju leyti að sumum greinum iðnaðarins. Verka- lýðssambönd landsins hafa einnig orði'ð að gera það upp við sig, hvert þau eigi held- ur að keppa að því að efna- hagsþenslan haldi áfram eða að því að koma í veg fyrir verðbólgu með tillheyrandi gagnaðgarðum. Yfirleitt virð- ist sem þau standi að baki Stíhiller, en þau hafa að svo komnu .ekki gefið nemar op- inberar yfirlýsingar ERLEND GAGNRÝNI A'ðgerðir vestur-þýzku stjórnarinnar hafa sætt veru- legri gagmýni erlendis frá og telja má víst, að ákvörðunin um að hækka etoki gengi mariksins hafi í för með sér, að ekki náist jafnvægi, hvað snertir gjaldeyrisviðskipti og aiþjóðleg peningamá/l yfirleitt, því að flestir fjármálaisérfræð ingar virðast á einu máli um eitt: Gengi vestur-þýzka marksins er of hátt. Án þess að gengi marksins verði lækkað, er lítil von til þess, að jafnvægi náist á peninga- markaði almennt í hinum frjálsa hiiuta heims. Þannig hafa Frakkar ekki hikáð við að bera fram mót- mæli gagnvart aðgerðum Vest ur-Þjóðverja og lýst yfir óá- nægju 'únni, en opinber mót- mæli þeirra hafa einnig orðið til þess að ýta undir kvik- sögur um það, að Strauss sé að niokkru leyti að notfæra sér það ástand, sem skapazt hefur við afsögn de Gaulles til þess að koma á pólitísku forystuvaldi Vestur-Þýzka- lands eftir að hatfá í svo mörg ár orðið áð faliast á vilja Frakka í bókstaflega öllum málum. Þessi síðasta kreppa í al- þjóðlagum peningamálum er einungis fraimihald atf þeim grundvallar ásteytingi, sem hófst í nóvamber sl. milli Vestur-Þýzkailands og þeirra landa, sem við greiðsluihalla við útlönd búa og byggist fyrst og fremst á samkeppn- isaðstöðu efnahagslifs Vestur- Þýzkalanás vegna “ þess. að Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.