Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1909 13 Skritpúlt Dóru Þórtiallsdóttur. Mynd af Laufási fyrir ofan það. honum hefði likað við Hákon Nor- egskonung, hann svaraði: „Hann var einstakur séntilmaður, gáfað- ur maður og góður humoristi. Hann mundi vel eftir því, þegar hann kom ungur kadett á dönsku herskipi til Akureyrar, og spurði um margt eldra fólk þar i bæn- um." Asgeir Ásgeirsson bendir á myndina og segir: „Þama er kona Úlafs. þáverandi ríkisarfa. Hún lézt um það leyti sem við áttum að koma í heimsókn, svo að við vorum viðstödd jarðarförina í staðinn. Hinni opinberu heimsókn var því frestað um tvö ár. Og þá heimsóttum við Ólaf, sem þá var orðinn konungur Norðmanna." Enn virðum við fyrir okkur mál- verk, það er Þingvallamynd eftir Kjarval. Asgeir Asgeirsson keypti hana 1930. „Þá var Kjarval ný- byrjaður að má!a hraun og grjót. Þetta er mjög raunsæ mynd, eins og þú sérð, enginn mosi eins og í yngri hraunmyndum. En þó má eygja vinnubrögð Kjarvals, eins og þau siðar urðu, þarna i neðra horninu hægra megin. Myndin er mjög falleg, þótt hún sé gráleit. Kjarval hugsar oft litið um sól- skin. Hann þarf ekki á því að halda i list sinni. Þar er „sólskin" fyrir." I skrifstofu Asgeirs Ásgeirsson- ar er mikill fjöldi bóka. Hann sýn- ir mér nokkrar þeirra, þar á meðal Bréf Juniusar. sem Sir Alec Douglas Home, fyrrum forsætis- ráöherra Breta, gaf honum. I bók þessari. sem skrifuð er á 18. öld, eru einhverjar mestu pólitísku skammir, sem um getur. Samt er hún talin klassiskt verk og er þá miðað við stil meir en efni. Þó ótrúlegt sé, þá hefur aldrei kom- izt upp um höfundinn. Við fáum okkur sæti i bóka- herberginu. Og nú er bezt að draga sig í hlé og leyfa Ásgeiri As- geirssyni að láta hugann hvarfla um Iff sitt og störf: „Ég var viðloðandi á Mýrunum, þar til ég var 21. árs. en þá tók ég guðfræðipróf frá Háskólanum. Ég var mest i Knarrarnesi, þó einnig i Straumfirði og á Alfta- nesi. Þetta voru allt höfuðból og mikið eyjagagnið, því að margar eyjar liggja undir þessar jarðir. Atvinnuhættir voru þarna mjög fjölbreyttir og skemmtilegir fyrir ungling, fuglatekja, selveiði. Þá bjuggu í Knarrarnesi Asgeir Bjarnason og kona hans, Ragn- heiður Helgadóttir frá Vogi. Knarrarnes var eitt af höfuðból- unum þarna við ströndina. og þau Asgeir og Ragnheiður hinir ágæt- ust húsbændur. og börnin efnileg. Störfin þar áttu mjög vel við mig, heyskapur i eyjum og flutningar á sjó, selaferðir og fleira. Asgeir var mikill veiðimaður og hagleiks- maður. Þeirra heimili var bæði mannmargt og fyrirmynd um marga hluti. Húslestrar voru lesnir á hverjum sunnudegi, þegar ekki var farið til kirkju að Alftanesi. En kirkjusókn var erfið um Eyji- sund og Straumfjarðarröst. Þetta átti að sjálfsögðu þátt í að móta ungan dreng. I Knarrar- nesi las ég síðar undir guðfræði- próf. Ég truflaðist dálítið af að vitja um grásleppunet o. fl„ sem ekki var hægt að stilla sig um. Ég fékk lága einkunn í einni grein. Það var vegna þess að ég hafði ekki komizt yfir námsbókina alla vegna grásleppuveiðanna. Ég kynntist vel Egils sögu á þessum árum, og kunni að mestu það sem við kom landnámi Skalla- grims, áður en ég var læs. ör- nefnin eru mörg hin sömu og frá upphafi landnáms. Ég er mjög þakklátur öllu þessu ágætis fólki, sem ég kynntist og dvaldist hjá enda eru Mýrarnar i mínum huga ein af þeim sveitum, sem bezt hafa verið skipaðar mönnum, þeirra sem ég þekki til. Tvö sumur var ég austur í Vik í Mýrdal hjá föðursystur minni og Gunnari Ólafssyni, manni hennar, síðar alþing:smanni. Þaðan á ég einnig margar góðar og skýrar endurminningar. Við strákarnir rif- umst um það, hver væri sterk- astur af Vikurbúum. Þrír komu tii greina, en ég stóð mjög fast með Boga. bróður Gunnars, sem þá var verzlunarmaður þar, en siðar menntaskólakennari, eins og þú veizt. Ég var mjög myrkfælinn á þeim árum, enda fengum við rækilegar upplýsingar um hvem draug i hverjum skúta og hverju skipi, og mörg hljóð heyrðust í gamla Brydes-húsinu, þegar mað- ur var lagztur út af á kvöldin. En þegar Bogi kom upp, háttaði og lagði sig fyrir framan mig var öllu borgið og ég sofnaði eins og steinn. Það var örugg vemd í því að vera rekkiunautur Boga. Mikil fuglatekja var austur þar, aðallega fýll, og strákar lærðu snemma að spranga þar i klett- unum. Sjósókn var þar erfið og mannskaðar ekki ótíðir, en for- menn hinar mestu sjóhetjur, eins og Einar gamli Hjaltason, fað- ir Haralds hins sterka úr Kerlinga- dal, sem glímdi við Sigurjón, sæll- ar minningar. Þá er og skylt að minnast þess, að ég var þrjú sumur kaupamaður í Möðrudal á Fjöllum hjá Stefáni Einarssyni, miklum bónda og fjár- eiganda, þótt ég væri mest bund- inn við Mýrarnar fram yfir tvítugs- aldur. Á Fjöllin var nokkuð lang- sótt, og var ég fyrsta vorið fjórtán daga að komast norður um land, til Vopnafjarðar. Ýmist var lent á Vopnafirði, Seyðisfirði, Reyðar- firði eða Akureyri. og svo þaðan til Möðrudals landveg. Þessi við- kynning við land og fólk er mér minnisstæð. Og vistin góð í Möðrudal, frjálst í fjallasal og fjalladrottningin Herðubreið blasti við í vestrinu. Ég tel Stefán bónda meðal minna mörgu velgerðar- manna. Þá var ég og tvö ár í Vest- mannaeyjum að prófi loknu, einnig hjá Jóhönnu og Gunnari Ólafssyni, við sundkennslu, heyskap og fiskþurrkun. Móðir mín, Jensína Björg Matthíasdóttir frá Holti hér í Reykjavík var fædd í Vestmannaeyjum og hafði frætt mig um ýmislegt þaðan, svo ég var ekki allsendis ókunnugur. Þar var ég, þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út og minnist þess, að fréttin barst okkur, þegar við vor- um að taka saman á stakstæði. Gömlu konurnar urðu óttaslegnar og bjuggust nú við því að Tyrk- inn mundi koma aftur. Einhverja þeirta hafði dreymt rauðan öm á austurloftinu. Ég reyndi að hugga þær af mínum lærdómi, og skýrði þeim frá að ræningjaríkin í Bar- baríinu hefðu verið gersigruð af fransk-amerískum flota fyrir tæp- um hundrað árum. En á slíkum skólalærdómi tók enginn mark. i Vestmannaeyjum kynntist ég einnig mörgu ágætis fólki, æsku- vinum móður minnar, afburða sjósóknurum og fyglingum." „En hvernig stóð á því að þú fórst í prestaskólann?" „Þar sem ég hafði dvaiizt, var ég alinn upp við guðsótta og góða siði, þó ekki væri allt byggt á hálútherskum rétttrúnaði, sem þá var reyndar farinn að ganga sér til húðar. Trúmál voru einnig óþrjótandi umræðuefni okkar skólabræðranna. Ég hafði einnig verið í sveit öll mín sumur fram yfir tvitugsaldur, og leizt ekki illa á að verða prestur á góðri jörð, með nægum mannafla. En þetta um prestssetrin átti eftir að breyt- ast mjög fyrir áhrif hinnar fyrri heimsstyrjaldar." „En kom þá aldrei tii að þú sæktir um brauð?" „Jú, ekki örgrannt um það. Ég þekkti nokkra Mývetninga, og þá aðallega Þórólf í Baldursheimi, og hafði dregizt á það við hann, að ég sækti um Skútustaði vorið sem ég lauk prófi." „En á hverju strandaði?" ..Minn tilvonandi, ágæti tengda- faðir neitaði mér um vígslu." „Nú?" „Hann sagði sem rétt var, að svo ungur maður hefði aldrei fyrr verið vígður í sögu íslenzkrar kirkju, og éa skal fúslega viður- kenna að hann hafði lög að mæla — að prestur sem á að sálusorga ungt fólk og gamalt þurfi að hafa meiri lífsreynslu en 21. árs gam- all unglingur." „Varstu trúaður?" „Ekki á gamaldags visu, ef þú átt við trúfræðina. En ég haf#i mikinn áhuga á guðfræðilegum og heimspekilegum efnum. Og taldi mig í trúarefnum í góðu samræmi við þá nýju guðfræði. sem ríkjandi var í Háskólanum hjá mínum góðu kennurum, Haraldi Níelssyni, Jóni Helgasyni og Sigurði Sívertsen." „Ég spyr vegna þess, að ég minnist þess að í kosningabarátt- unni, begar þú varst kjörinn for- seti fslands. var það m. a. notað gegn þór, að þú hefðir skrifað guð- lausar greinar á þinum fyrstu kandidatsárum". „Jú, það mun hafa átt rót sína að rekja til greinaflokks, sem ég skrifaði í Tímann 1925 um Kverið og islenzku kirkjuna. Þessar greinar voru ritaðar af gefnu til- efni, og veit ég ekki til að neinir hafi hneykslazt á þeim fyrr eða siðar, nema svokallaðir ströngustu bókstafstrúarmenn." „Má ég spyrja, hvemig líkaði biskupnum, tengdaföður þínum, deilur innan kirkjunnar?" „Hann var friðsarnur og gáfaður maður og honum féllu allar há- værar deilur illa Ég minnist þess að hann saaði m. a. að biblían væri svo fjölskrúðug bók, að þar ætti að vera nóg haglendi fyrir alla." „En hvað tók þá við, fyrst þú fórst ekki i prestskap?" „Haustið eftir próf gerðist ég biskupsritari i eitt ár. I þvi starfi kynntist ég bæði mönnum og málefnum prestastéttarinnar. Að ári loknu réðst ég til utanfarar til framhaldsnáms, og fór fyrst í Hafnarháskóla, svo sem Islending- ar voru vanir, en fannst þá, að ég væri kominn nokkuð langt aftur I tímann í guðfræðilegum efnum, frá því sem verið hafði hjá mínum ágætu kennurum í Háskóla Islands. Um miðjan vetur fluttist ég svo frá Höfn og fór á lýðháskóla í Ryslinqe á Fjóni. Þar voru þá margir ágætismenn hinnar grund- vígsku lýðháskólahreyfingar, og bar sú dvöl fyllilega tilætlaðan ár- angur. En ég hafði þá áður undir- búið dvöl siðari hluta vetrar við háskólann í Uppsölum, þar þótti mér gott að vera í félagsskap „Ungkirkjulegra" stúdenta. Þar eignaðist ég trygga vini, og hef haft samband við suma þeirra fram á þennan dag, eins og Man- fred Björquist, sem siðar stofn- aði Uppsalastifelsen, en þar hafa margir islendingar dvalizt. Hann varð seinna biskup í Stokkhólmi, og hefur tvisvar komið til Is- lands. i annað skiptið í heimsókn til min og hitt skiptið á Skálholts- hátíðina. Hann er enn á lifi. En mest þótti mér þó til koma að kynnast Natanael Söderblom, erkibiskupi Svía, einhverjum mesta kirkjuhöfðingia á Norðurlöndum í seinni tíð. Til hans var ég boðinn og velkominn eitt kvöld i viku hverri til kvöldverðar með hans stóru fjölskyldu. Eftir máltið var sunginn sálmur og bömin lásu ritningarkafla, hvert á sinu tungu- máli. Síðan voru almennar um- ræður, þvi að á heimilinu var jafn- an gestkvæmt á þessum kvöldum. Um sumarið kom ég heim og við Dóra giftumst þá um haustið, 1917. Þá og siðan get ég tekið undir með seytjándualdar bóndan- um, sem sagði: „Min var engin eignin utan konan sjálf." M. Á MORCUN: Um stjórnmálaafskipti Ásgeirs Ásgeirssonar ÞURRKUÐ FURA ÞURRKAÐ TEAK TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF. 9 /19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.