Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 32
INNIHURÐIR i landsins mesta úrvali SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1969 „Eins og að koma í aðra veröld" Spjallað við Jóhann í Hornbjargsvita nýkominn úr reykvíkskri vorveðráttu „Hér rikir ennþá sannkall- aður heimskautavetur, og ég þarf ekki nema að fara um 20 metra frá vitanum til að komast í hafísinn", sagði Jó- hann Pétursson, vitavörður á Hornbjargi, þegar við símuð- um til hans í gær. Og hann hélt áfram: „Og svo vill ein- mitt til, að ég er nýkominn úr vorveðrinu í Reykjavík, og það getur enginn ókunnugur ímvndað sér viðbrigðin að koma aftur hingað á norður- slóðir. Þetta er eins og að koma í aðra veröld, — já, í Hondteknir vegnn öldungis óskyldan heim“. Jóthann kvartaði þó ,e(klki. „Þrátit fyrir kuldann er hér dásamiega falllegt veður í dag“, saigði hann, „sólskin og skyggni frábært. En það er gaman að geta borið veðrátt- una hér saman við þá, sem þið fyrir siunnan búið við. Ég ræddi við 2-300 manns mieð- an ég var fyrir sunnan um hafísinn og hið alvarlega ástand, sem hann gæti skap- að. Mér til ásegjanlegrar furðu komst ég að því, að að- Framhald á bls. 31 *• • • V *. <m. Þannig var umhorfs í Vest- mannaeyjum í gærmorgun, þegar fyrstu menn fóru til starfa. Snjór huldi jörð, og var svo fram til kl. 10, að það tók að leysa og sáðari hluta dags var jörð orðin auð. En Vestmannaeyingum þótti þetta mikil tíðindi, því að elztu menn muna þar ekki eftir snjó komu eftir að komið er fram í maí. Því var búið að setja niður í kálgarða fyrir allt að hálfum mánuði, og einnig voru blóm víða að springa út í húsagörðum, en þar sem snjóinn leysti svo skjótt, von- ast menn eftir að ekki muni hafa hlotizt tjón af. (Ljósm.: Mbl. Sigungeir) sprengju- múlsins mu NOKKRIR menn hafa veri3 handteknir, grun- aðir um að vera við-1 riðnir sprengjumálið í herstöð | varnarliðsins í Hvalfirði. Mál þetta hefur verið til! rannsóknar hjá fógetaembætt' inu í Kópavogi, og fékk Morg- \ unblaðið staðfestignu á þvi( hjá Ásmundi Guðmunds-, syni, rannsóknarlögreglu-' manni, að menn hefðu verið * handteknir vegna máls þessa, ( en að öðru leyti vildi hannl ekkert um málið segja, nema , að rannsókn og yfirheyrslum ] yrði haldið áfram. Norölenzku hrossunum lýst sem úrhraki í sænskum blööum nú á leið til Svþjóðar ekki einkennandi íslenzkur bústjóri borinn fyrir fullyrðingunni, en hann kveðst ekki hafa talað við sœnsk blöð — Cunnar Bjarnason til Svíþjóðar til að leiðrétta misskilninginn Að undanförnu hafa verið flutt út mörg hross til útlanda, ekki sízt til Svíþjóðar nú nýlega. Sænskir verzlunarmenn komu hingað og keyptu um 400 hross á Norðurlandi og hyggjast flytja út 2 þúsund íslenzk hross fyrir 1. október n.k. Það eru skipt- Utanríkisrtíðherra Kanada heimsækir íslond í FRÉTTATILKYNNINGU frá Utanríkisráðuneytinu, sem Morg unblaðinu barst í gær, segir að Ihinn 18. júní n. k. sé utanríkis- ráðlherra Kanada, Michael Sharp væntanlegur í opinbera heim- sókn til fslands. Mun hann dvelj ast hér fram að kvöldi hins 19., en þá heldur 'hann yfir til hinna Norðurlandanna fjögurra í apin- bera heimsókn. ar skoðanir um þennan útflutn- ing, hvort og hvernig hross skuli seld úr landi. Svíarnir greiddu 13—14 þúsund kr. að meðaltali til bænda fyrir hvert hross, en það þýðir að hross ið komið um borð í skip kostar 16—17 þúsund krónuir. Samkvæmt úrklippu úr sænska blaðinu Arbetet, sem Morgun- blaðinu hefur borizt, er íslenzk- um hrossum, sem seld hafa verið til Svíþjóðar, lýst sem úrkasti. Hefur blaðið eftir Einari Gisla- syni, bústjóra á Hesti í Borgar firði, að þessi norðlenzku hross, sem eru séu léleg og fyrir íslemzka hestinn. Sömu sögu hefur mátt sjá í fleiri sænskium blöðum. Blaðið sér til Gunnars Bjarna sonar, ráðunautar, sem fylgzt hef ur með þessum hrossaútflutningi. Spurði Morgunblaðið Gunnar um ál'it hans á þessum skrifum sænskra blaða. Gunnar sagði: — Mér er kunnugt um þetta leiðindamál, því Berl Gutenberg, sem er annarr kaupandi íslenzku hrossanna, hringdi til mín upp á Hvanneyri sl. föstudag og sagði mér, að verið væri að eyðileggja möguleika hans til að selja hest Framhald á bls. 31 SATTATILBOÐ FRA BAÐ- UM DEILUAÐILUNUM BÁÐIR aðilar í vinnudeilunni hafa nú lagt fram sáttatilboð. Nú um helgina lagði 16 manna nefnd ASÍ fram tilboð, þar sem gert er ráð fyrir að allt kaup Stórkostlegur eldneytissparnað\ ur í togaranum Narfa — brennir nú jarðolíu r stað gasolíu og sparar um 1,5 milljón kr. á ári — Ferskvatnsvél í Narfa, sem eimar vatn úr sjó sparar um 70 þús. kr. á ári 1 TOGARANUM Narfa hefur verið gerð tilraun undanifarna 4 mánuði með að nota svart- olíu fyrir aðalvélar skipsins í stað gasoliu, sem um langt árabil hefur verið notuð í íslenzkum fisiki- skipum. Svartolía er mun ódýrari en gasolía, og var hún var reynd á vélar skipsins í samráði við sérfræðinga frá vélaverksmiðjumfm, seim vél- in er frá. Hefur tllraunin tek- Frambald á bls. 31 Guðmundur JóhamnissO'n vélstjári. upp að kr. 18 þúsund á mánuði í grunn hækki um 1480 krón- ur og samsvarandi á viku- og timakaup. I gærkvöldi hækkuðu vinnuveitendur svo fyrra tilboð sitt um 100 krónur, þ.e. í kr. 900 í grunn á laun upp í allt að kr. 16 þúsund á mánuði. Tilboð beggja deiluaðila fara hér á eftir: ★ Tilboð Vinnuveitenda Tilboð Vinnuveitenda, sem lagt var fram í gærkvöldi, er sem hér segir: A. Á mánaðarkaup kr. 10.000 í grun'nlaun eða lægra sam- kvæmt hugimynduan sáttanefnd- ar komi kr. 900.00 hækkun en prósenthækkun fyrir neðan lægri mörk. B. Að á mánaðarkaup frá 10.000.00 í girunnlaun til 16.000.00 kr. komi sama hækkun í krónu- tölu kr. 900.00. C. Mánaðarkaup, sem er krón ur 16.000.00 til 17.000.00, hækki um kr. 450.00. D. Mánaðarkaup kr. 17.000.00 og hærri í grunnlaun hækki um kr. 200.00 á mámiuði. E. Á eftirvinnukaup kamd sama knóniutala á klukkuetund og dagvinnu, en nætur- og helgi dagakaup haldist óbreytt í króniu tölu. F. Lífeyrissjóðum verði kom- ið á í áföngum (fjórum stigum) frá 1. jan. 1970. Fyri-rtækjasjóð- ir haldi áfram og taki inn nýj- ar réttindastéttir, alimenmir fé- laga- eða svæðasjóðir myndað- ir fyrir aðra en sjóðfélaga í fyr- irtækjasjóðiuim. Stjórnir sjóðanna verði Skipaður þremur frá vinnu veitendum og tveimur frá sjóð- félögum. Um menn sem uirðu sjö tugir 1968 eða eru eldri og misst hafa atvinmu vegna aldurs verði settar sérreglur um réttindi um- fram aðra. AtJh. með menn á aldr inum 67-70 ára. G. Vísitölugreiðslur verði tekn ar upp miðað við vísitöluhundr- að 1. öktóber n.k. (Svipað fyrir- komulag eins og samkvæmt marz-samkomulaginu). Verð- hækkanir, sem verða vegna samnings þessa hafi ekki áhrif til hækfcunar á kaupgreiðsluvísi tölunnL Nokkur fleiri atriði eru sett fram í tilboðum, og að uppmælimgataxtar, bónue- Frambald á Hs. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.