Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1969 Spassky hefur náð sál- rænu taki á Petrosjan ísl. skákmenn láta í Ijós álit sitt á heimsmeistarakeppninni : TÍU umferðir hafa nú verið tefldar í heimsmeistaraeinvígi þeirra Spasskys og Petrosjans og er staðan að því loknu 5Vz á móti 4Vz, Spassky með ein- um vimnimgi betur. Mbl. sneri sér til þriggja íslanzkra skák- manna í gær og spurði um álit þeirra á þessu einvígi, hvaða skák þeir teldu bezta af þeim sem leiknar hafa verið, og hverju þeir spáðu um úr- slitin. Friðrik Óiafsson varð fyrst fyrir svöruim og fórust orð á þessa leið m.a.: — Ég hef ekki myndað mér ákveðnar Skoð- anir enin, en mér finnst þetta skákeinvígi vera í daufara lagi. Að vísu hefur komið þarna ein skák, sem töggur var í, fimmta skákin, sem Spassky vann, það var ágæt skák. Að öðru leyti hafa þeir teflt nokkuð varlega og yfir- leitt gætt þess að taka ekki neina áhættu, sem þeir gætu ekki staðið fyrir. Af þessum sökum hefur orðið þarna tölu- vert af jafnteflum. Að öðru leyti virtist manni Spassky hafa náð taki á Petrosjan, sál rænu taki. Hann virtist hafa séð út hvernig hann ætti að haga taflmennsku sinni til að ná sem beztum árangri. Virð- ist mér þetta í því fólgið, að hann sækir ekki ýkja-milkið sjálfur, en reynir að halda skákunum í jafnvægi, þó þann ig, að hann verði fljótur að 'hagnýta sér, ef eitthvað kynni út af að bera. Ég byggi þetta fyrst og fremst á því, að Pet rosjan er ekki þekktur fyrir að vera sóknarskákmaður, en fremur harður varnarskák- maður og þegar Spassky gef- uir honium tækifæri til að sækja, þá er ég ekki viss um að það falli Petrosjan vel í geð og hann reyni að leiða skák Spasskys út á þær slóð- ir, þar sem hann helduir að andstæðingurinn kunni sízt við sig. Botvimnik hefur sagt, að Spassky hafi einstaka hæfi- leika að laga sig eftir tafli andstæðimgsins og þvinga hanm til að tefla stöður, sem Spassky eru í hag. í þessu Spassky er sálrænn þáttur, en Spassky 'hefur manna mesta þjálfun í Petrosjan að tefla á þessu sviði. — Hvor heldur þú að vinni einvígið? — Ég er nú frekar hlut- drægur og held með Spassky. Hann hafði komið ár sinni vel fyrir borð og var með tvo vimninga yfir, en hefur nú tapað öðrum. En endasprett- urinn verður vafalaust gíf- urlega harður. Guðmundur Sigurjónsson sagði: — í þessu einvígi get- ur allt gerzt, einkum eftir að Petrosjan vann tíundu skák- ina. En línurnar eru ekki enn farnar að skýrast nægilega og aðeinis eimn vinningur skilur á milli keppenda. Af skákun- um fanmst mér sú fimmta bezt, hinar hafa verið ósköp tilþrifalitlar. Ég bjóst við skemimtilegri og betri skák- um, en þetta getur lagzt, því að mikið er eftir enn. Ég treysti mér ekki til að spá um úrslitin, en ég vona að Spassky vinni, hann er svo Skemmtilegur Skákmaður. Fleira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu, enda hef ég ekki séð allar skákimar. Ingi R. Jóhannsson kvaðst ekki hafa séð allar s'kákim- ar, en hélt áfram: — En mér finmst mum lakar teflt en síð- ast og lakar en almennt hef- uir gerzt í heimsmeistara- keppni. Sérstaklega hefur Pet rosjan teflt illa miðað við það sem maður átti von á. Bezta skákin af þeim sem ég hef séð myndi ég telja að væri fyrsta skákin. — Ég var búinn að spá Petrosjan sigri, en mér virð- ist Spassky líklegri núna. Bæði hefur hann vinninig yfir og eims er hann frískari í tafl inu en Petrosjan. Petrosjan teflir undir venjulegum stydk leika í þessari keppni, en Spassky teflir heldur ekki eims vel og hann er vamur. Keflavík — SuÖurnes Ritstjóri óskast að vikulegu fréttablaði. Upplýsingar í síma 1760. 4ra herb. sérhœð Til leigu sérhæð með öllum húsgögnum, uppþvottavél, sjálfvirk þvottavél, öll búsáhöld geta fylgt, geymsla í kjallara, stór vel ræktuð lóð. Upplýsingar í slma 12711 til kl. 11 og eftir kl. 8 á kvöldin. Vanar saumastúlkur geta fengið vinnu I verksmiðju vorri. Upplýsingar ekki gefnar í slma. VINNUFATAGERÐ ISLANDS H.F. Þverholti 17. Mœour Komið á Framnésveg 2, þar fáið þér allt á barnið I sveitina. Strigaskó Gúmmístígvél Gúmmískó Inniskó Fótboltaskó Barnaskó o. m. f I. Gallabuxur frá kr. 152.00 Gallabuxur, nælon og terylene Flauelsbuxur Peysur I miklu úrvali Sokkar I öllum stærðum og gerðum Skyrtur Skóverzlun Péturs Andréssonar Framnesvegi 2. Verzlunin Dalur Framnesvegi 2. Lokcað ó dag kl. 1—3 vegna jarðarfarar. Verzlunin Snót, Vesturgötu 17. Undir hrúðurkörlunum glcði á rauðan kopar — Byssurnar, sem Stígandi veiddi fyrir mynni Skagafjarðar komnar í hendur sendiráðsins BREZKA sendiráðið fékk í gær sendar frá Ólalfsvík vél- byssurnar, sem Stígandi ÓF fékk í vörpuna fyrir réttri viku. Áhöfn Stíganda sleppti í djúpið aftur vænghluta, en losaði byssurnar fyrst. Að sögn Karls Sigurbergssonar skipstjóra á Stíganda fannst þeim skipverjum vængbrotið órvenju vel útlítandi, þegar tekið er tillit til þess að það hefur verið á hafsbotni síðan í stríðinu. Brian Holt hjá brezka sendi ráðinu sýndi blaðamanni Mbl. í gær vélbyssurnar tvær. Með ‘byssunum var skotfæra kassi og 25 skot og þeigar allþykkt hrúður hafði verið hreinsað af tækjunum mað vasahníf kom í ljós fagurlitaður kopar- inn, rétt eins og skotin hefðu verið að koma úr verksmiðj- unum. Brian Holt sagðist myndu senda byssurnar utan í júní- mánuði með brezkum her- Brian Holt með byssurnar, s kotfærakassann og skotin í sendi ráðinu í gær. — Ljósm.: ÓI. K. M. Brian Holt með skotin. skipum, sem þá myndu koma Ihingað. Hann kvaðst álíta að byssurnar væru úr Hurri- cane, Spitfire eða Fairey Battle, en allar þessar flug- vélar hefðu haft þessa teg- und af byssum. Ekki er vitað hvað hefur grandað þessari flugvél og unnt verður ef til vill að finna út, hvar og hvenær hennar hefur verið saknað, þegar málið hefur verið rann sakað í London. Þar er skrá yfir allar flugvélar, sem týnzt hafa. Það vakti athygli í gær að hjarir ýmsar á byssunum voru vel ihreyfanlegar, svo sem þær væru nýsmurðar. Þó voru þær þaktar þykku lagi steinefna, sem báru því vitni að þær hefðu legið lengi í sjó. Karl Siigurbergsson, ski,p~ stjóri sagði í viðtali við Mlbl. að vængurinn hefði verið í Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.