Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 3
31 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1971 Mannkynið kann að þakka íslendingum 3iemzka rikisistjórnin hafi sið- ast [ftert út fi sikve i ð i 3 ögsagu ‘1 — segir í lesendaforéfi í „Tfoe Scotsman u MORGUNBLAÐINC haía hor izt nokkrar úrkiippur úr brezk um blöðum, þar sem rætt er wm landhelg'ismálið. Þar á meðal eru iiokkur lesenda- bréf, þar sem fram kemur stuðuingur við máistuð íslend inga. Til dæmia birtir „The Tim es“ í London bréf írá Nichol 0K nokkrum Palmer, eem skrif asr frá Lyngby í Danmörku. Hann segir: „Herra — Ef við eigum, eins og þér leggið tii, að bregðast með skilningi við brotum Bandaríkjamanna á hinu almenna tolla- og við- sk i ptasam komula gi (GATT- samningnum) — ráðstöfun, sem þeir gera til varnar greiðsiujöfnuðS sínum — hvers vegna eigum við þá ekki að sýna íslendingum ámóta kwt eisi, þegar þeir tiikynna okk- ur með árs fyrirvara, að þeir ætli að breyta ákvæðum fisk veiðisamkomulagsins frá 1961, — vegna þess, að 80% út- flutnings íslendinga er, eins og þér réttilega bentuð á, fiskur og fiskafurðir. Yðair einlægu-r *( í blaðinu „The Scotchman" birtust 2. sept. sl. tvö lesenda bréf um landhelgismálið. Ann að er skrifað af David Steven son, sem eegir í upphafi, að mannkynið kunni að hafa ástæðu til að þakka íslending um þær ráðstafanir að vemda fiskimiðin við ísiand og hjálpa þannig til að viðhalda fyrir mannkynið fæðulindum hafs inis. Hann bendir á örlög hvala stofnanna vegna þess, að þjóðwnar, sem stunduðu hval veiðar, gátu ekki komið sér saman um það, hvernlg bæri að vemda þá, sem hefði þó verið öiium fyrir beztu. Hann bendir á, að íslend ingar hafi boðizt til að ræða við þá aðila, sem hagsmuna eiga að gæta í þessu máli, en þeir megi ekki við því að taia bara og tala þangað til þorsk- urinn íer sömu leið og hvalur inn. „BETUR VÆRI, AÐ . . . Þá segir Stevenson, að leitt sé ti'l þess að vita, að Skotax sem hafi strandlínu, fiskveiði áhuga og ábyrgðar að gæta í þessum efnum, eins og íslend ingar, Færeyingar og Norð- menn, skuli ekki hafa nein tök á að beita áhrifum sínum á alþjóðavettvangi til farsæl legrar lausnar þessa méls. Hann visae til fyrirhugaðr- ar aðildar Bretlands að Efna hagsbandEilagi Evrópu, sem væntanlega muni hafa í för með sér, að Bretar verði fyrr eða síðar að gangast inn á gagnkvæm fiskveiðiréttindi í landheigi aðildarríkjanna. — Hann bendir á, að skozkiir fiskimenn séu huggaðir með því, að skozkir úthaístogarar fái að veiða innan landhelgi Noregs, Færeyja og Græn- lands en segir, að Norðmenn hafi gert það ljóst, að þeir muni ekki ganga í EBE, án þess að fá tryggða tólf mílna fiskveiðilögsögu fyrir eig eina. Ennfremu.r hafi damska stjórn in tilkynnt, að samningar um aðild Dana að EBE geti ekki tekið til aðiidar Færeyja — Færeyingjar muni sjálfir taka ákvarðanir í þeim efnum. Tel- ur hann ólíklegt, að Færeying ar gangi til samninga nema þeir geti haidið sínum tólf mílna mörkum óskertum. Og þó Grænlendingaa- hafi minnl stjóm í eigin málum en Fær- eyingar kveðst Steveneon þeirrar skoðunar, að Danir verði ófúsir að loka augum fyrir hagsmunum Grænlend- inga i þessu máli. Hanin lýkur bréfi siínu með þvi að segja, að Skotar eiigi ekki að dæma aðra sem reyna að vemda hagstnumi siina — og mannkynsins, þeg- ar til lengdar lætur. Þeim beri frernur að fcuga, hvort þeir ættu ekki að taka sjálfir á sig þá átoyrgð að vemda auðOindimar í hafinu um- hvenfis strendur Skotlands. Segir hann að lokum: „Betur væri að fimm milljónir Steota hefðu vit á að hugsa sjálfir um siín mál eins og 200.000 íslendinigar og 37.000 Fæiey- inigar ..." í sama blaði skrifar maður að nafni David Purves og sliær að nokkru á sömu strengi. Hann segir, að hlaðið hafi lýst röksemdum ísienzku rikissitjórnarinnar fyrir út- færslu landhelginnar en vísað henni á bug án þess að byggja þá frávisun á nokkr- um rökum. Hann bendir á, að þjóðarhagsmumr fari oft sam- an við verndunarsjónarmið og frá vemdumarsjónarmiði haii íslenzka ríkisstjórnin meira til síns máls en sú brezka. Purves segir, að þegar is- sfima, haifi stefina hennar að liokrum réttítetzt af því, að 'afliir fylgdiu fórdæmi hennar. í Þá hafi sýnt sig, að aQlt / þvaðrið og rifrildið um varð- t iskip og frelsi á hafiniu hati 1 verið vitieysa eintber. Hann ' segir að lokum, að igerist það samaa aftiur - -— og nú sé al- menn hreytfing í þá átit, að 50 mGiitna mörkin verði viður- kennd — fái skozkir fiski- menn tækdfæri til að grípa til ráðstatfana varðandi snn eiigin fjiskimið. „ÞEIR CTHELLA ENGUM TÁRUM.. “ Þá er að geta greinar, sem birtist fyrir nokfcnu í The Times eftir John Griffiths. Hann segir í upphafi, að nýj- ustiu attourðir í iangvinnri deilu Breta og Isteidinga um tfiskveiðitakmörkán við Island sýni, að sjórinn sé ekki alitaf veristi óvinur fiskimannsins. Það sé bægt að þyria upp. pöhtá.sku moMviðri á aliþjóða- vettvangi varðandi það, hver eigi að veiða hvar. Heimsófcn íslenzíka utanríkisráðherrans á dögumum hatfi veráð brezk- um fisfcimöhnum vísbending um, að tfyrir staíni væri þung- ur sjór. Siðan skýrir Griffitha frá fcröflum Islendinga og tildrög- um þess, að þær eru nú fram settar. Hann refcur áhrif út- færslu tafcmarkanna á brezka tfiskimenn og segir, að þótt láf brezka togarasjómannsins sé vissulega erfitt, beri hann lika amiikið úr býtum miðað við laun á Skotlandi og Norðaust- ur-Engiandi. Togaraskipstjóri, sem vedði á ísiandsmiðum, muni hafa 5000—6000 sterl- inigspunda árstekjiur. Og hvert eiga brezkir sjó- menn að fara, lokist fiskimið- in við ísland? spyr Griffiths og vdsar tdl orða framkvæmda- stjóra Hullsamtaka yfirmanna Framh. á bls. 14 STAKSTEIIVAR „Trúnaðarbrot“! Mikið f jaðrafok upphófst I stjórnarráðimi í fyrradag vegnta fréttar i Morgunblaðinu sl. þriðjudag nm áætlaðan kostnað og fyrirkonnilag hinnar fyrirhng- uðu virkjunar í Sigöldu. Allax ráðagerðir Magnúsar Kjarta.ns- sonar, iðnaðarráðherra, mn »ð slá sig til riddara út á væntam- legar virkjunarframkvæmdiir höfðu farið út vun þúfur. I stað þess að efna til blaðamannafund- ar eins og ráðherrann hafði hugs- að sér, greip hann til þess ráðs að nota þá f jölmiðla, sem honum virðast tiltækir. I gær birtust við hann viðtöl bæði í Tímanuni og Þjóðviljanum og er hið fymr- nefnda enn ein staðfesting á þvi, að Tíminn er að verða eitt helzta málgagn þessa ráðherra. Hinir rikisreknu fjölmiðlar, óit- varp og sjónvarp birtu einnig viðtöi við ráðherrann í tilefni af þvi, að hann hatfði veitt leyfi til þeirra vir k j unarf ramk væmda, sem Landsvirkjunarstjórn hafðl tekið ákvörðun um. Hins yegaíi birtust engin viðtöl vlð forráða- nienn Landsvirkjunar! Er það mál út af fyrir sig, seni vatfa- laust verður teldð til frekari meðferðar, hvernig ráðlierramír hafa misnotað útvarp og sjöíl- varp frá því að þeir tóku við völd um. Er það vafalaust í saMH ræmi við yfirlýstan boðskap Þjóðviljans þess efnis, að Ó't- varp og sjónvarp hafi sérstökvt hlutverki að gegna við að boða stefnu ríkisstjórnarinnar. Við- brögð ráðherrans í viðtali við Þjóðviijann, væru býsna kát- leg, þegar hann sakaði elm- hverja ónafngreinda aðila hjá Landsvirkjun um „trvinaðar- brot“ (!!) vegna fréttar Morg- unblaðsins í fyrradag. , Ummæli utan- ríkisrádherra I viðtali við Þjóðviljann sagði Magnús Kjartansson: „Það sem fram kemur i Morgunblaðinu i dag um virkjanirnar átti að vera trúnaðarmál stjórnar Lands- virkjunar, en það er augljóst, að einhver aðili þar hefur brotið þann trúnað, sem ætlazt er til að hann virti. í því sambandi má gera ráð fyrir, að forustumeníi Landsvirkjunar geri viðeigandi ráðstafanir." Þessi hótun ráð- herrans skal iátin liggja á miBli hluta. En fullyrðing hans um „trúnaðarbrot“ er argasti þvætt- ingur. Eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá hafði stjórn Landsvirkjunar fyrirhug- að að efna til blaðaniannafnndar sl. langardagsmorgun til þess að skýra frá ákvörðun stjórnarinn- a-r um Sigölduvirkjun. Iðnaðar- ráðherra mæltist hins vegar til þess, að það yrði ekki gert vegna þess, að hann sjálfur vildi skýra frá þessari ákvörðun Landsvirkjunarstjórnar, þótt at- beini hans sé sá einn að veita leyfi til virkjunarinnar! Við þenn an boðskap ráðherrans vildu ein stakir stjórnarmenn Landsvirkj- unar ekki nna og áskildu sér allan rétt til að veita upplýsingar um þessar franikvæmdir, ef eftir þeim væri leitað. Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, sem sætl á i stjórn Landsvirkjunar, tók það sérstaklega fram, að hamn teldi það sjálfsagt, enda er hér ekki um nein ríkisleyndarmál að ræða. Með þessum skilningl lauk fundi í stjórn Landsvirkj- nnar sl. laiigardagsniorgiin og fullyrðingar ráðherrans ium „trúnaðarbrot“ eru því upp- spuni frá rótuni — tU komin viyna þess, að primadonnustolt hans hefur verið sært. — Verður nú eftir því tekið, hvern- ig ráðherrann hyggst fylgja fra.ni hótunnm sínnni um „við- eigandi ráðstafanir“ — og hvort þær ná einnig til samstarfs- manns hans i rikisstjórninni, Einars Ágústssonar!! NÝ SENDINC „APÓTEKARACLÖS" í MÖRCUM GERÐUM OC UTUM ÁLNAVÖRUDEILD: FJÖLBREYTT ÚRVAL EFNA SEM HVERCI FÁST ANNARS STAÐAR ÖLLUM HÆÐUM TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD. Ármúla 1 A. Sími 84800 og 81680. Vörumarkaðurinn hi. OPIÐ A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.