Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPl'EMBER 1971
FLOGIÐ
UMHVERFIS
LANDIÐ
UNDIR LEIÐSOGN OMARS
RAGNARSSONAR, SEM GA
„LOGIÐ VIÐSTÖÐULAUST“
OFAR SKÝJUM
SÍÐASTL. föstud. var á vegum
Kaupstefnunnar í Reykjavík
og Flugfélags íslands farin
ferðin „umhverfis ísland á
einum deg-i“, sem var vinn-
ingur í gestahappdrætti Al-
þjóðlegu vörusýningarinnar
’71. Dregið var í happdrætt-
inu á degi hverjum og hlutu
tveir vinning hverju sinni.
Þessir vinningshafar ásamt
fréttamönnum og nokkru
starfsfólki vörusýningarinnar
fylltu 44 sæti Blikfaxa er far-
ið var frá Reykjavík árla
morguns. Að vísu vorum við
aðeins 43 til Akureyrar, þar
sem einn vinningshafi kom
um borð.
Leiðsögumaður í lofti var
þúsundþjalasmiðurinn kunni
Ómar Ragnarsson, en hann
er sjálfur þrautreyndur flug-
maður með tæpa 1000 flug-
tíma að baki og þekkir bók-
staflega hverja einustu þúfu
og hól á landinu. Ómar var
örlátur á að miðla samferða-
fólkinu af þekkinngu sinni,
sem hann kryddaði með góð-
um skammti af gríni. Fyrst
var flogið til IsaJjarðar og
þar sem við flugum ofar skýj-
um alla leið vestur í Djúp gat
Ómar eins og hann sjálfur
orðaði það „logið viðstöðu-
laust“.
Á Isafirði var lent eftir at-
hyglisvert aðflug, en þeir sem
flogið hafa til Isafjarðar og
lent inni á Skutulsfirði hafa
áreiðanlega litið fjallshliðina
hornauga. Flugmennirnir þeir
Karl Schiöth og Jón Péturs-
son vippuðu okkur léttilega
inn á völlinn, þar sem rútur
biðu eftir að flytja okkur
ínn í bæ í morgunverð a
Mánakaffi. Þar fengum við
kaffi, kornfleks, rúnstykki og
rúgbrauð, meðan Daníel Sig-
mundsson, rafveitustjóri,
sagði sögu bæjarins. Síðan
var byggðasafnið skoðað og
er ástæða til að benda þeim,
er leið sína leggja vestur að
skoða þetta merka safn. Eftir
hringferð um bæinn var hald-
ið út á flugvöll á ný, þar sem
Blikfaxi beið ferðbúinn. Öm-
ar gat áfram logið, því að
við vorum ofar skýjum þar
til komið var inn yfir Eyja-
fjörð, er létti til, en samfara
því var allmikil loftókyrrð,
sem Ómari tókst þó að
fá menn til að gleyma
með þvi að lýsa óðamála því
sem fyrir augu bar. Á Akur-
eyrarflugveiii lentum við
laust fyrir klukkan 12 og var
okkur boðið að skoða sútun-
arverksmiðju KEA, áður en
við sátum hádegisverðarboð
Bjarna Einarssonar bæjar-
stjóra og konu hans. Að há-
degisverði loknum var fata-
verksmiðjan Hekla skoðuð.
Ágætur leiðsögumaður á Ak-
ureyri var Þorvaldur Krist-
jónsson.
Við fórum í loftið um þrjú-
leytið og héldum áleiðis til
Egilsstaða um Mývatnssveit.
Er við höfðum flogið yfir hina
fögru og umdeildu Laxá, sem
liðast niður Laxárdal og Aðal-
dal, gerðist ókyrrð i lofti og
var þá flugið hækkað og
stefna tekin á Egilsstaði, en
Ómar lýsti umhverfi allt hvað
af tók. Við flugum yfir
Herðubreið, sem eins og Óm-
ar orðaði það gaf^ okkur
;
- . v
I Hallornisstaðaskógi.
„óþyrmilegt spark í rassinn",
sem sendi okkur inn til hár-
finnar lendingar á Egilsstöð-
um.
Þaðan var haldið í Hall-
ormsstaðaskóg til að skoða
haustliti og nutum við þar
leiðsagnar Sigurðar Blöndals,
skógarvarðar, sem fræddi
okkur um margt sikemmtilegt
og forvitnilegt í sambandi við
skóginn og ræktuni-na þar.
Síðdegiskaffi var drukkið í
Atlavík, en þar var eiins og
kunnugt er á síldarárunum
gert ýmislegt annað en að
drekka kaffi. Eftir kaffið var
farin hringferð um Löginn og
kvöldverður snæddur í Vala-
skjálfi, þvi að veðurguðirnir
höfðu gert oklkur þann grikík
að loka flugvellinum í Höfn
í Hornaíirði, þar sem ferðinni
átti að ljúka með veizlu í
hinu nýja og glæsilega hóteli
staðarins. Undir borðhaldi
skemmti Ómar Ragnairsson
með vísum um íerðina, sera
hann sauð saman meðan hinir
borðuðu. Einnig fjallaði hann
um stjórnmálaástandið í land-
inu á sinn sérstaka hátt og
munu ýmsir hafa kennt maga-
verkja af hlátri er loks var
staðið upp frá borðum.
Flugfetðin til Reykjavíkur
gekk eins og í sögu þrátt
fyrir allmikinn mótvind, en
flugmenniirnir sáu um að far-
þegar fyndu ekki að vélin
haggaðist meðan flugfreyj-
urnar okkar þær Ólöf Jóns-
dóttir og Áslaug Pálsdóttir
báru fraim kveðjuskái. í
Reykjavík lentum við um
miðnætti eftir mjög fróðlega
og skemmtilega ferð.
Morgiinkaffi í Mánakaffi mrðan Daníel Sigmundsson segir
sögu ís afjarðar.
Fataverksmiðjan Hekla skoðuð,
Hilmar Jónsson;
Eflum bindindisstarfsemina
NÚ að undanförnu hafa í blöð-
um, útvarpi og sjónvarpi farið
fram nokkrar umræður um hið
alvarlega ás and í áfengismálum
þjóðarinnar. Hafa komið fram
ákveðnar tillögur, nú síðast frá
frú Sigurlaugu Bjarnadóttur
borgarfulltrúa um að gæzluvist
arsjóður fái 2—3% af áfengis-
sölunni til ráðstöfunar. Á síðasta
Alþingi flu.tu Einar Ágústsson
og Þórarinn Þórarinsson tiilögu,
sem hneig mjög í sömu átt.
Sem kunnugt er þjónar ga'zlu-
vistarsjóður því hlutverki að
aðstoða þá, sem verst hafa orð-
ið úti í herferð Bakkusar.
Þessi tillaga Einars og Þórar-
ins var send Stórstúku íslands
til umsagnar í vetur. Var sú um-
sögn að sjálfsögðu á þann veg,
að Stórstúkan fagnaði öllum til-
lögum, sem miðuðu að því að
efla áfengisvarnir í landinu. Hins
vegar þykir mér rétt að benda
á aðra þörf ekki síður brýna en
hún er, að allt bindindisstarf í
landinu á í vök að verjast vegna
fjárskorts. Á sl. ári hækkaði Al-
þingi styrk til flestra æskulýðs-
sambanda landsins nema Stór-
stúkunnar. Má þó fullyrða að
bindindismenn hafa á undanförn-
um árum unnið merkilegt starf
til að stemma stigu við áfengis-
neyzlunni. Eru mér efst í huga
bindindismótin um verzlunar-
mannahelgina, sem fyrst voru
haldin að Húsafelli og síðar í
Galtalæk. Þessi mót templara
urðu til þess, að önnur samtök,
svo sem ungmennafélög, hafa
farið inn á sömu braut. Hefur
árangurinn orðið sá, að allt
skemmtanahald um verzlunar-
mannahelgin hefur gerbreytzt til
hins betra. Unglingareglan er og í
Franiliald á bls. 20.