Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1971 1 a_________________ Unglingalandsleikur á sunnudaginn ^yyiorgunbladsins - kjarni liðsins úr Faxaflóaúrvali XK. sunnudag fer fram á Lattg- axdalsvellinum nnglingalands- leikur í knattspyrnn miUi Isiands ©g frlands (lýðveldisins). Leikur þessi er fyrri leikur landanna í forkeppni Evrópukeppni ungl inga, 18 ára og yngri, i knatk spyrnu, en aðalkeppnin fer fram í Barcelona á Spáni 11. til 22 maí 1972. I*etta er í annað sinn sem fsland tekur þátt í þessari Evr- ðpukeppni, en í fyrra var keppt við Skotland og Wales með góð- um árangTÍ. Það er unglinganefnd KSÍ sem hefur veg og vanda af undirbún- Sngi liðsins fyrir keppnina og hafa nefndarmenn, sem eru þeir Árni Ágústsson, Gunnar Péturs- son og Hreiðar Ársælsson, nú valið 25 manna hóp leikmanna til þess að taka þátt I landsleikjun- um. Eru nokkrir kunnir leik- menn úr 1. deildarliðunum í hópn ihd, eins og t.d. Árni Stefánsson, markvörður iBA-liðsins, og Gísli Torfason, sem vakið hefur á sér mikla athygli með leikjum sínum með Keflavíkurliðinu í snmar. Metþátttaka er í Evrópukeppni unglinga að þessu sinni og taka aDs 30 unglingaiandslið þátt í henni. Löndin eru: Austurríki Belgia Búlgaria Tékkóslóvakia Danmörk England Finnland Frakkland Austur-Þýzkala nd Vestur-Þýzkaland Grikkiand Bikar- keppni EINN ieikur fer fxam í bikar- keppni 1. flokks í dag. Leika þá ÍBK og Fram í Keflavík og hefst leikurinn kl. 20,30. Kl. 16.00 fer fram leikur í bikar- keppni 2. íiokks á Selfossi og mætast þar heimamenn og Breiðablik. Ki. 16,45 á sunnudag- inin fer svo íram leikur í bikar- keppni meistaraflokks á Mela- vellinum og leika þar Þróttur og Ánmann. Ungverjcdand ísland Lýðveldið Irland ItaJia Luxemborg MaJta Holland Noregur PóIIand Portúgal Rúmenia Skotland Svíþjóð Sviss Spánn Tyrkland Rússland Wales Júgóslavia Samkværnt reglugerð keppn- innar hafa eftirtalin lönd unnið sér rétt til að fara beint í aðal- keppnina: England, sigurvegar- inn frá í fyrra, Spánn, gestgjaf- inn 1972, eftirtalin lönd, sem urðu nr. 2 í þriggja landa riðlum undankeppninnar í fyrra: Hol- land, Skotland og Rúmenía svo og þau lönd, er töpuðu í tveggja landa riðlum undankeppninnar í fyrra: Frakkland, Italía, Malta, Noregur og Ungverjaland. Þau 20 lönd, sem eftir eru, verða þvi að heyja undankeppni um það, hver verði þau 6 lönd, sem vinna sig áfram til aðalkeppninn- ar, en í aðalkeppninni keppa ávallt 16 lönd um Ebbe Schwartz bikarinn. 1 þessari undankeppni er lönd- unum skipt niður i tveggja um- ferða keppni, þar sem íyrst keppa 16 lönd í 8 tveggja landa riðlum, og sigurvegaramir leika siðan við 4 lönd, sem dregin hafa verið út í jafnmarga riðla. Þann- 3g er Island ásamt Lýðveldinu Ir- landi í 6. riðli, og það landið sem sigrar eftir að keppt hefur verið heima og heiman, keppir síðan við Wales um það, hvor þjóðin íer í aðalkeppnina. Leikdagar Islands og Irlands hafa verið ákveðnir 26. septem- ber hér heima og fer leikurinn því fram nk. sunnudag kl. 14 á Laugardalsvellinum, en 20. októ- ber verður leikið í Dublin. Sem fyrr segir tók Island þátt í þessari keppni í fyrra og þá í fyrsta skipti. ísland var þá í riðli með Skotlandi og Wales, sem bæði tefla ávallt fram liðum skip- uðum skráðum atvinnumönnum. Islenzka liðið tapaði 1:3 hér heima fyrir Skotum, en gerði jafntefli við Wales, sem varð nr. 4 í aðalkeppninni. 1 Skotlandi tapaði liðið 4:1 fyrir Skotlandi, eftir að leikstaðan hafði verið 0:0 í hálfleik. 1 Wales tapaði Island 6:1, eftir að staðan hafði verið 3:1 í hálfleik. 1 ár teflir Island mjög ungu og eftirtektarverðu liði fram í þessa keppni, en aðalkjami þess eru leikmenn úr hinu nafntog- aða Faxaflóaúrvali, sem gerði garðinn frægan í Skotlandi I júli sl. með þvi að vinna alþjóðlega keppni unglinga (16 ára og yngri) sem háð var í Dunoon. Flestir þessara leikmanna, sem Framh. á bls. 14 Shellbikarinn í flugi Hans Knudsen efstur SHELLBIKARKEPPNIN í flugi fór fram 11. og 12. septemtoer siðastliðinn. Keppni þessi, sem jafnframt er Islandsmeistaramót í vélflugi, hófst á Sandskeiði laugardaginn 11. sept. kl. 2 eftir hádegi. Þátttakendur voru samtals 12, þar af kepptu tveir sem gestir og flaug einn flugmaður hverri flugvél. Á laugardeginum voru lagðar leiðsöguþrautir fyrir keppendur. Áttu þeir að fylgja nákvæmlega flugáætlun sem þeir gerðu eftir gefnum uppiýsingum. Sér til hjáipar höfðu þeir kort og áttavita. Á leiðinni voru ákveðin kennileiti, sem þeir áttu Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær völdu blaðamenn Morg unblaðsins, Jón Alfreðsson, frá Akranesi „Leikmann íslands- mótsins" í knattspyrnu. Jón gat ekki komið þvi við að mæta er verðlaunin voru afhent i fyrradag, en þessa mynd tók H. Ban af Jóni i gær, er hann t ók við verðlaunagripnum. að finna, staðsetja og lýsa. Leiðin sem flogin var lá írá Saindsikeiði austur fyrir Selfoss, þaðan að Þingvöllum, sóðan vest- ur fyrir Leirá í Leirársveit, og loks til baka á Sandskeið. Á sunnudeginum fór fram lendingakeppni á Reykjavikur- flugvelli, að viðstöddum mörgum áhorfendum. Lendingamar voru al'ls þrjér: Nauðlending — nauðlending með aðstoð hreyfils — marklend ing án aðstoðar hreyfils. Úrslit keppninnar urðu þau, að efstur varð Hans Knudsen, flug- kennari hjá Flugstöðinni hf., en hann keppti sem gestur. Af Is- lendingum varð efstur Jón E. B. Guðmundsson, flugvirki hjá Flugfélagi íslands, en hann er jafnframt einkaflugmaður. Næst ir komu Þórhailur Magnússon, fliuigkennari hjá Helga Jónssyni, Þorgeir Magnússon, einikaflug- maður og Ómar Þ. Ragnarsson, sem allir þekkja. Fyrirhugað er að haida Stoell- bikarkeppnina árlega framvegis, Framh. á bls. 14 Viðar Símonarson — hinn skotharði handknattleiksmaður, er áð ur lék með Haukum, spilar sinn fyrsta opinbera leik með FM 1 kvöld. FH og leika í Valur kvöld — uiidirbúningur undir Evrópubikarkeppnina í fullum gangi, sagði Einar Mathiesen VIÐ ernm staðráðnir i því að kom ast a.m.k, í aðra umferð Evrópu bikarkeppninnar, sagði Einar Th. Mathiesen, formaður handknatt ieiksdeildar FH, þegar Mbl. ræddi við hann i gær, og spurðist frétta af undirhúningi FH-inga fyrir keppnina. Sem knnnugt er dróst FH á móti frönsku meisturunum US-IVRY, sama liði og sló Fram út úr Evrópukeppninni í fyrstu umferð í fyrra. Einar sagði, að æfingasókn hjá FH-ingum hefði verið mjög góð að undanförnu, og að liðið hefði leikið nokkra æfingaleiki. í kvöld leikur svo liðið sinn fyrsta opin bera leik á þessu hausti og mætir þá Valsmönnum, en eins og ugg laust alla rekur minni til, háðu þessi tvö lið geysiharða og skemmtilega baráttu í íslands- mótinu í fyrra. Leikur þessi fer f.ram í íþróttahúsinu í Hafnar- firði og hefst kl. 20,15. Er leikur inn jafnframt hugsaður sem fjár öflun fyrir FH, og verður eitt verð á aðgöngumiðum, kr. 100,00. Einar sagði, að fyrir nokkru hefðu verið valdir 22 leikmenn úr FH, með sérstöku tilliti til Evrópubikarkeppninnar, og úr þessum hópi hafa verið valdir 12 Kastmót IR S.L. þriðjudag fór íram á Mela- vellinum, annað kastmót ÍR á þessu hausti og var þá keppt í kringlukasti og sleggjukasti. Urðu úrslit þessi: SLEGGJUKAST metr. Erlendur Valdimarsson, ÍR 53,44 Bjöm Jóhannesson, UMFK 37,96 Elías Sveinsson, ÍR 31,60 Marteinn Guðjónsson, ÍR 30,19 Óskar Jakobsson kastaði sveina- sleggju 44,78 metra. KRINGLUKAST metr. Erlendur Valdimarsson, ÍR 51,90 Þorsteinn Alfreðss., UMSK 44,24 Guðm. Jóhannesson, HSH 42,00 Grétar Guðmundsson, KR 40,28 Valbjöm Þorláksson, Á 40,00 Elias Sveinsson, ÍR 39,24 Bjöm Jóhanfiesson, UMFK 37,38 Stefán Hallgrímsson, UÍA 34,90 Ósfcar Jakobsson, ÍR kastaði sveinakringlu 54,80 metra, og Sigurður Kristján 46,80 metra. í kvöld íer svo fram þriðja kappmótið, og verður þá keppt i kringlukasti og sleggjukasti. Aukagrein verður 3000 metra hlaup kvenna. til leiksins við Val í kvöld. Þeir eru: Hjalti Einarsson Birgir Finnbogason Birgir Bjömsson, fyririiði Geir Hallsteinsson Þórarinn -Ragnarsson Viðar Símonarson Ólafur Einarsson Gunnar Einarsson Gils Stefánsson Auðunn Óskarsson Öm Sigurðsson Kristján Stefánsson Lið Vals í leiknum í kvöld. verður þannig skipað: Ólafur Benediktsson Jón B. Ólafsson Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði Ólafur H. Jónsson Stefán Gunnarsson Ágúst Ögmundsson Jón H. Karlsson Gunnar Ólafsson Bergur Guðnason Gísli Blöndal Björgvin Guðmundsson Torfi Ásgeirsson Búast má við því að marga Framh. á Ms. 14 Valbjörn á 14,7 sek. VALBJÖRN Þorláksson, Á, hijép 110 metra grindahlaup á 14,7 sek„ á innanfélagsmóti Ármanns f gær. Er það aðeins sekúndubrotl lakari tími en íslandsmet Péturs Rögnvaldssonar er í greLninnl. Annar í hlaupinu varð Stefán Hallgrímsson, UÍA, sem hljép & 15,4 sek. Einnig var keppt í 1500 metra hlaupi og í því sigraði Vidar Toried, Á, sem hljóp á 4:41,2 mín., en Guðjén Höskisiðs- son, ÍBÍ, varð annar á 4:42,3 mín. Ármann efnir til annars innan- félagsmóts í dag og hefst það á Melavellinum kl. 16,30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.