Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1971 Kennarastaða Laus er stundakennarastaða við Kópavogs- skóla. Kennsla: Teikning og leikfimi drengja. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 40475. Fræðslustjóri. Tilboð óskast í Volvo station, árgerð 1962, í núverandi ástandi eftir veltu. Til sýnis á verkstæði Bræðranna Ormsson, fimmtudag og föstu- dag klukkan 1—5. Saab 99 mjög glæsilegur Saab 99, árgerð 1970, til sölu og sýnis í dag. Saab-umboðið Sveinn Bjömsson & Co., Skeifan 11, sími 81530. Atvinna Viljum ráða nokkra menn til starfa nú þegar. AFURÐASALA SÍS, Kirkjusandi. Afgreiðslustarf Viljum ráða karlmann og stúlku til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í síma 84860. Ljösmæðraiélog Reykjavíkur heldur fund að Hótel Borg í kvöld, fimmtudagínn 23. september, klukkan 8.30. Áriðandi að félagskonur mæti. F. h. stjórnarinnar, Helga M. Níelsdóttir, Ijósmóðir. Viljum ráða nú þegar einn vanan mann í kælitæki og einn vanan mann í plötusmiði og einn aðstoðarmann. Frostverk sl. Reykjavíkurvegi 25, Hafnarfirði. Upplýsingar ekki veittar i sima. Laust starf Starf yfirlögregluþjóns Rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík er laus til umsóknar. Starfið veitist frá 1. nóvember næstkomandi. Umsóknir sendist til Sakadóms Reykjavikur að Borgartúni 7, fyrir 8. október næstkomandi. Reykjavík, 21. september 1971. Yfirsakadómari. Carðyrkjumaður getur fengið vinnu nú þegar eða seinna við garðyrkjustöðina Neðra-Ás í Hveragerði. Húsnæði er fyrír hendi. Upplýsingar gefur Reynir Pálsson, garðyrkjustjóri, í sima 99-4185. Elli- og hjúkrunarheimilið GRUND. Óskum oð kuupa bandsög H eimsóknartími 18 tommu eða stærri. NORÐURVERK HF., sími 21822, Akureyri. fyrir hjúkrunar- og endurhæfingardeild Borgarspitalans í Heilsu- verndarstöðinni við Barnósstíg verður framvegis frá klukkan 15—16 og 19—19.30 alla daga. Reykjavik, 22. 9. 1971 Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. HafnarfjÖrður Viljum ráða menn til aðstoðar í verksmiðju og til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í skrifstofunni. Timburverzlunin DVERGUR HF. Byggingafélag verkamanna, Reykjavík Til sölu þriggja herbergja íbúð í 10. byggingarflokki við Stigahlíð. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að ibúð þessari, sendi umsóknir sínar til skrifstofu félagsins að Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 28. september næstkomandi. Félagsstjómin. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Afgreiðslustúlka óskast nú þegar í kjörbúð í Austurbænum. Umsóknareyðublöð í skrifstofu Kaupmanna- samtakanna, Marargötu 2. — Eflum Framhald af bls. 12. dag fjölmennasta hreyfing barna i landinu og barnablað Stórstúk- unnar, Æskan, nýtur ótrúlegra vinsælda, enda ritstýrt af sérlega hæfum manni, Grimi Engilberts. Þessa starfsemi Unglingaregl- unnar og Stórstúkunnar þarf að styðja betur en verið hefur. Séra Ragnar Fjalar Lárusson sagði nýlega í sjónvarpsþætti, að bind- indisfræðsla í skólunum væri í algeru lágmarki. Það er lauk- rétt. Þá miklu herferð, sem hafin hefur verið gegn tóbaki í fjöl- miðlum, þarf að taka upp gegn áfengi. Er ekki einkennilegt að ekki einn einasti íslenzkur rit- höfundur telur sér samboðið að glíma við áfengisvandamálið — mesta vandamál mannkyns svo notuð séu orð Alberts Schweitz- ers? Bæði Einar H. Kvaran og Jón Trausti töldu það vissulega ekki fyrir neðan sína virðingu. Niðurstaða þessara hugleiðinga er: 1. Að gæzluvistarsjóði verði tryggðar meiri tekjur, t.d. 2—3% af áfengissölunni. 2. Áfengis- varnaráði og Stórstúkunni verði veitt mun meira fé en verið hef- ur (í dag fær Stórstúkan einung- is 650 þús. kr. til sinna starfa). 3. Skipulögð bindindisfræðsla I skólum verði tekin upp undir eftirliti og umsjá sérstaks náms- stjóra. Flest allir viðurkenna nú orð- ið þörf mikils áróðurs gegn si- vaxandi áfengis- og eiturlyfja- neyzlu landsmanna. Því hlýtur það að vera eðlileg krafa að lög- gjafarsamkunda Islendinga taki málið til alvarlegrar umræðu og veiti á þvi viðunandi lausn. Hilmar Jónsson, stórgæzlumaður Unglingareglunnar. — Smrkovský Framhald af bls. 16. við afleit skilyrði segir Smrkovsky og ekki bætir úr skák, að stöðugt er fylgzt með þeim og reynt að fá þá til að hverfa frá fyrri sann- færimgu sinni. Josef Sonrkovsky segir að pólitískar skoðanir hains nú séu þær hinar sömu og þær voru 1968, en „byggðair á traustari grunni og skýrari en þær voru þá.“ Smrkovsky lýsir þeim mönnum, sem nú fara með völdin í Prag, sem harðisoðnum og kaldrifjuðum flokksþýj'uim, en segir þó að hamn óttist ekki beimlDímis að horfið muni algerfega aftur til Stalíns'tímans. Smrkovsky minmir á að undanfarin tvö ár hatfi hamn sætt stöðugum árásum fjöl- miðla í Tékkóslóvakíu og hann segist hafa orðið að lesa það í Rude Pravo, málgagni kommúnistaflokksins, að búið væri að reka hann úr flokkn- um. Sjálfur kveðst hann aldr- ei hafa fengið í hendur skritf- lega né mumnlega yfirlýsingu um það. Eins og í upphafi segir birtist þetta viðtal í ítöisku blaði, sem hallast mjög að kommúnistum, en telur sig þó óháð. Ritstjóri blaðsims er Davide Lájolo, sem er þing- maður kommúnista. Lájoio skriifar í klausu, sem er birt við hliðina á viðtalinu, að hann sé reiðubúimn að birta einnig viðtöl við þá menn, sem nú ráða lögurn og lofum í landinu. Hjartans þakkir færi ég öll- um þeim mörgu vinum mín- um og ættingjum, sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á áttatíu ára afmæli mínu 20. september með gjöfum, blóm- um og skeytum. Sérstaklega þakka ég fóstur- dóttur minni, tengdasyni, barnabörnum og barnabarna- bömum. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Sturludóttir, Hafnargötu 101, Bolungarvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.