Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 25
!T- i;-í T, i: 1 ‘ ! '1 - : /*. !*!-,!!- )>-rO M MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1971 25 f€lk í fréttum VIÐ LEIKLISTARNÁM í ÓÐINSVÉUM Þessi mynd birtist fyrir skömmu í dönsiku blaði, en stúlkan er íslenzk og heitir Sig- ríður Kristín Bjarnadóttir 23 ára gömul. Sigríður er í Óðins- véum á Fjóni við leiklistarnám og er fullyrt í viðtali þvi sem við hana er í blaðinu, að hún kunni ekki dönsku! Sigríður segir, að hún hafi leitað til Danmerkur þar sem leiklistarskóli Þjóðleikhúsains hefur ekki tekið nemendur und- anfarin 2 ár, en hún hafi alla tíð verið ákveðin í að leggja stund á leiklist. Stutt er síðan hún byrjaði við leikhúsið í Óðinsvéum, og að sögn hennar var það eina leik- húsið í Danmörku sem féllst á að taka hana sem nemanda. Segir hún, að starfið við leik- húsið sé miklum erfiðleikum bundið, einkum vegna skorts hennar á kunnáttu i málinu, en hins vegar séu samstarfsmenn hennar og vinir allir af vilja gerðir til að hjálpa henni. „Ég verð hins vegar að gera það upp við mig á næstunni hvort ég ætla að snúa mér í alvöru að dönsku leikhúslífi, því þá verð ég að leggja mig í líma við að læra málið til fullnustu á sem skemmstum tima. En valið er erfitt, því alltaf er ég þó hrifn- ust af íslandi, og mér finnst ís- lenzka málið mun fallegra en það danska, — og ég er hrædd um, að ef ég legg of mikla áherzlu á dönskuna, hafi það áhrif á framburð minn á ís- lenzku.“ „Þjóðlagasöngvarinn“ Johnny Cash var fyrir nokkru í hljóm- leikaferð í Danmörku. 1 Kaup- mannahöfn hélt hann hljóm- leika í KB-höllinni og voru á- heyrendur um 3.800 talsins, en færri komust að en vildu. Voru fagnaðarlæti mikil þegar hann söng lagið „A boy named Sue“, en allt ætlaði um koll að keyra þegar hann söng „San Quent in“, en það lag er um fangelsið fræga, og hefu.r lengi verið nokk urs konar vörumerki hana. Loks segir Sigriður, að hún stefni ekki að þvi að verða önn- ur Anna Borg, en að þvi sé hún oft spurð. ☆ ☆ — Ég fer alörei í kirkju, sagði auðkýfingurinn með yf- irlæti við prestinn sem sat við hliðina á honum í áætkmarbíln um. — Langar þig ekki til að vita hvers vegna? — Það gæti svo sem verið nógu gaman, svaraði prestur- inn. — Það eru svo margir hræsn arar saman komnir þar, isagði sá ríki. — Uss, blessaður minn, sagði prestur, — látið það ekkert aftra yður, það er álltaf plláss fyrir einn í viðbót. — Pétur, hvað er átt við með því, þegar sagt er, að syndir feðrarena komi niður á böroun- um? — Það þýðir, að ég verð að sitja eftir fyrir þæir villur sem pabbi gerir í heimaidæmin min. minn að verða gamaH, stundi Sigjga. — í gamla daga leit harm allbaf fyrst á þjónustustúlkuirn ar, en nú lítur hann beint á matseðilinn. T — Æ, já. Nú er maðurinn — Ástin mín, ég er kominn til að spyrja þig, hvort þú vilj ir giftast mér. — Æ, ég sem hélt að þú vær- ir kominn til að bjóða mér í bíó. HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWilliams Morgunverður kl. 5.30. Frænka þín er ekki biigarðseiganði. Troy. hún rekur fangelsi. Ég hélt kannski að Itandy myndi mildast með árunum, Dan, {>að lítur út fyrir að svo hafi ekki orðið. (2. mynd) Fg )>ori að veðja að gamia konan getur enn setið hest betur en nokkur maður i vestrinu. (3. mynd) Sprauturnar virðast ekki hjálpa yður, frú Randolph. Ég held að ég ætti að hringja S lækni. Þii gerir ekkert slíkt, unga kona. Og mcðan frændi minn er í heimsókn, þá geymirðu þetta drasl þar sem það sést ekkt. AÐ ÁKÆRA NIXON Stríðið i Víetnam er ekki eina baráttumál þingmannsins Paul McCloskeys, en þó það mál sem hefur hvatt hann til þess að gefa kost á sér í forsetakosn- ingunum á móti Nixon. Hans slagorð er: „Við verðum að losna úr þessu ósiðlega stríði“. Mynd þessi er tekin á götu- horni í Woödside, Kalifornlu, en vitnisburður þingmannsins sjálfs úr Kóreustríðinu gerir aðstöðu hans nokkuð sérstaka meðal annarra „friðardúfna" þannig, að á hann er hlustað, jafnvel þegar hann talar um að ákæra Nixon. IESIÐ orannl DnCLECfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.