Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1971 19 NIXON OKURTEIS Kansas City: Dr. Edwin O. Reiischaiuer, sem var sendi- henra Bandaríkjanna í Japan á áirunum 1961—1966, gagn rýndi í dag Nixon forseta harðlega, fyrir að hafa ekki haft samráð við ríkisstjórn Japana, áður en hann ákvað för sína til Peking. Sagði Reischauer, að þetta væri í senn mjög ókurteiat og ákaf- lega klaufalegt og hefði mælzt illa fyrir í Japan. Reischauer er nú prófessor við Harvardhásfcóla í Banda- ríkj unum. JAPANSKIR ÞING- MENN í PEKING Peking — NTB. • FULLTRÚAR fjögurra stærstu stjómmálaflokka í Japan komu til Peking á laugardag til viðræðna við kínverska ráðamenn. Eru þetta allt þingmenn, 22 tals- ins, sem teljast til samtaka þingmanna er stofnuð voru sl. vor með það fyrir augum að vinna að því að aftur yrði komið á diplomatísku sam- bandi við Peking. Fyrir hópn- um fer fýrrverandi utanríkis- ráðherra Japans, Aiichira Rujiyama. Þingmennirnir verða við há- tíðahöld 1. október í tilefni þjóðhátíðardags Kínverja og þeir munu væntaniega ræða við Chou En lai forsætisráð- herra. Er litið svo á, að Chou Bn lai rnuni reyna að færa sér í niyt ósamkomulag Banda- ríkjamanna og Japana í við- skiptamálunum. PALME TIL AFRIKU Stokkhólmi: Olof Palme, for- sætisráðheira Svíþjóðar fór í( dag flugleiðis til Zambiu ogj Tanzaníu í opinbera heim- sókn. Með honium í förinni ' voru fimm fulltrúar sænsfcu( rlkisstjórnarinnar svo og rit-i höfundurinn Per Wástberg, . sem er þekktur fyrir andúð I sína á kynþáttamisréttis- ( stefnu. Sænskur forsætisráð- / herra hefur ekki fyrr heim-' sótt Zambiu, en Tage Erland- er í Tanzaníu fyrir þremur( árum. Palme dvelur þrjá daga í( hvoru landi. Meðan hann verð-J ur í Zambiu mun hann leggjal blómsveig við borgina Ndola, ( þar sem Dag Hammarskjöld, fyrrverandi framtkvæmdastjóri] S.þ. fórst i flugslysi fyrir' réttum tíu á-rum. RÁÐHERRAFUNDUR LEYSIR VANDANN Briissel, 21. sept. NTB. SÍÐUSTU vandamálin sem. við er að glíma þegar' aðild Breta að EBE er an nars ( vegar, verða væntanlega leyst ( á ráðherrafundi í Brússel þann! 9. nóvember n.k. Kom þetta; fram í yfirlýsingu frá Geoff- rey Rippon, aðalsamninga- ( manni Breta í viðræðum við) EBE, og sagði hann, að þar' væri að sjálfsögðu eintkum átt( við fiskiveiðimálin. Ráðherraráðið viðurkenndi i jafnframt á fundi sínum nauð-' synina á því að ákveðinn að-! lögunartími fengist varðandi ( f iskveiðimál í sambandi við, væntanlega aðild Bretlands,' DanmePkur, Noregs og frlands ( og fram kom að ráðherrarnir ( líta þar sérstaklega á sér-] stöðu Norðmianna. — Danmörk Framhald af bls. 1 sósíaliista í Sömu aðstöðu. Við endurtalningu bættu Vinstri sósí- alistar við sig svo mörgum at- kvæðum, að flokfcurinn náði því að fá fjóra fulltrúa á þingið. Baunsgaard, forsætisráðherra, telur etoki óhugsancLi, að við endurtalningu komi á daginn þau atkvæði sem KristUegi þjóð- arflokkurinn þarf til að koma 4 fulltrúum sínum á þing. Endur- talningu lýkur væntanlega á föstudag, og verði sú raunin munu Jafnaðarmenn misaa tvo fulltrúa og stjórnarflofckarnir tvo. Ekki er ljóst, hvaða afstöðu Kristilegi þjóðarflokkurinn tæki á þingi, og eykur það enn óviss- una um stjórnarmyndun í Dan- mörku. AUt bendir þó til þess að hvorki Vinstr iflokkuriinn né heldur fhaldssami þjóðarflokkur- inn óski eftir að starfa áfram í ríkisstjórn, sem hefði sivo naum- an meirihluta. Flokkarnir tveir, íhaldssami þjóðarflokkurinn og Vinstriflokk urinn hafa tvímælalaust beðið mest afhroð í kosningunum. Eft ir að fyrri talningu var lokið höfðu Jafnaðarmenn 70 þingsæti og höfðu bætt við sig 8 þing- mönnum. Róttæki vinstriflokkur inn —- flokkur forsætisráðherra — stóð í stað og náði sömu þing mannatölu eða 27. íhaldssami þjóðarflokkurinn fékk 31 fuU- trúa og missti 6. Sósíalíski þjóð- arflokkurinn fékk 17 kjörna, bætti við sig 6. Vinstriflokkur- inn fékk 30 fulltrúa og tapaði f jórum. Óljóst er hvort Kristilegi þjóðarflokkurinn fær 4 af þess- um fulltrúum. Af þingi hverfa nú Vinstri sósíalistar, sem fengu ekki nægi legt atkvæðamagn, eða 2% til að koma manni að og sömu sögu er að segja um Réttarsambandið og kommúnista. Fylgisaukning Sósíalíska þjóð- arflokksins er talin eiga rætur að rekja til afdráttarlausrar and stöðu flokksins við aðild Dan- merkur að Efnahagsbandalagi Evrópu. Vinstriflokkurinn hefur tapað miklu atkvæðamagni til Kristilega þjóðarflokksins, sér- staklega víða á Jótlandi. Kristi- legi þjóðarflokkurinn hefur gagn rýnt harðlega Vinstriflokkinn og íhaldssama þjóðarflokkinn fyrir að hafa lagt blessun yfir að klámmyndir væru óháðar eftir- liti og fyrir að lina á fóstureyð- ingarlögunum. Bæði Vinstriflokk urinn og Ihaldssami þjóðarflokk- urinn, hafa misst fylgi vegna þess að margir kjósendur voru vonsviknir með þá stefnu, sem stjórnin hefur fylgt i efnahags- málum. Þrátt fyrir loforð sem voru gef in fyrir kosningarnar 1968 um lægri skatta og umbætur í dönsk um efnahagsmálum hefur greiðsluhalli Danmerkur gagn- vart útlöndum aukizt gífurlega og skattabyrði hefur þyngzt á síðasta kjörtímabiLi. íhaldssami þjóðarflokkurinn missti meðal annars mikið fylgi, þar sem staða hans var hvað styrkust áður, þ.e. á Stór-Kaup- mannahafnarsvæðinu. Það var ljóst að kvöldi kjör- dags að ríkisstjórnin stóð mjög tæpt. f sjónvarpsviðtölum henda forsvarsmenn stjórnarflokkana á að Krag hafi ekki meirihluta, þótt hann hefði 87 þingmenn með sér. Krag svaraði með því að vísa til hugsanlegs stuðnings frá „Norður Atlantshafsfulltrúum." Fulltrúar ríkisstjórnarinnar við- urkenna það sjónarmið og búizt er við að Baunsgaard muni af- henda Friðriki konungi, lausnar- beiðni sína á föstudag. Kosningasérfræðingurinn Tage Kaarsted, prófessor, hefur látið hafa eftir sér að það sé varhuga vert að forsætisráðherrann á- kveði það, þar sem ekkert ör- uggt sé vitað um hvort Krag muni fá meirihluta. Enn hefur ekki verið kjörinn færeyskur jafnaðarmaður og um afstöðu grænlenzku þingmannanna verð- ur þá fyrst vitað er þeir koma til þingsetningar fyrsta þriðju- dag i október. Fyrstu nætur- frost FYRSTA næturfrost í Reykja vík, sem mældist á mælum Veðm-stofunniar var í fyrri- nótt. Þá sýndu mælarnir tæp lega eins stigs frost. Svipaða sögu var að segja frá Akur- eyri, en á hálendinu var víða kaldara, svo sem á Hveravöll um, þar komst frost niður í 6 stig, Þá voru 5 stig á Gríms stöðum og í Kvígindisdal voru 3 stig, sem var mesta frost á láglendi. I Reykjavík mældist á eln- um stað 10 stiga frost við grasrót. Var það á Sellandi, sem er gamall bær sunnan und ir Öskjuhlíð og oftast er kall aður Leynimýri. Búizt var við að frost yrði í nótt. Það er því vissara fyrir bíleigendur að aðgæta frostmark vökvans á kælikerfi bíla þeirra — ell egar geta menn átt á hættu að vatnskassarnir springi. — Myndina tók Sveinn Þor- móðsson í gær af Esjunni, sem þá var orðin grá í miðjar hlíð ar. - MAO Framhald af bis. 1 sagði að það væri einfaldlega vegna þess að leiðtogarnir hefðu komið sér saman um að breyta út af fyrri venjum. I stað hersýninga verður stiginn dans í lystigörðum og haldnar glæsilegar íþrótta sýningar og keppnir hvers konar. Fréttastofnanir um allan heim hsifa velt vöngum yfir þvi síð- asta sólarhring, hvemig stæði á því að undirbúningi fyrir her- sýninguna hafi skyndilega verið hætt, innanlandsflug hefur legið niðri í Kína og ókleift hefur reynzt að ná sambandi við Chou En-lai, forsætisráðherra. Sér- fræðingar staðhæfa að enda þótt fregnir um veikindi Mao kunni að vera úr lausu lofti gripnar bendi margt til þess að einhvers konar pólitisk kreppa sé að skella á í Kína. FERÐ DR. DUDLEY’S LÖNGU ÁKVEÐIN Eitt af því sem hefur orðið til að gefa veikindafréttinni byr undir báða vængi, var að hinn frægi bandariski hjartasérfræð- ingur dr. Paul Dudley er stadd- ur í Kína. f dag var gefin út orð- sending frá skrifstofu dr. Dud- ley’s í Boston, þar sem sagði að ferð dr. Dudleys og fleiri banda- rískra sérfræðinga til Kina hefði verið ákveðin um miðjan ágúst- mánuð. Ekki hafi verið ráð fyrir því gert að hann hitti Mao for- mann, er ferð hans var undir- búin. — Brezhnev Framh. af bis. I BLÖÐ LÖGÐU ÁHERZLU Á SJÁLFSTÆÐI JÚGÓSLAVÍU Öll helztu blöð landsins víkja að heimsókn Brezhnevs í forystu greinum í dag og fagna komu hans. Ekkert þeirra lætur hjá líða að minna á að Júgóslavia sé sjálfstætt og óháð ríki, sem sætti sig aldrei við að Sovétrikin eða nokkurt annað land, hlutist til um innanríkismál Júgóslavíu. 1 forystugreinunum kemur það fram að það er talið mjög nauð sýnlegt, að samskiptin við Sovét- ríkin einkennist af vinsemd, en þau verði einnig að einkennast af virðingu fyrir meginreglum sjálfstæðs ríkis. HLÝJAR MÓTTÖKUR Brezhnev og Tito óku í opnum bíl frá flugvellinum. Skólabörn- um hafði verið gefið frí i tilefni dagsins og var allmikill mann- fjöldi við þær götur, sem bílalest in ók um. AP fréttastofan segir að börnin hafi yfirleitt ekki bor- ið fána og hrifning viðstaddra ekki virzt jafn mikil og þegar Nixon forseti Bandaríkjanna kom í opinbera heimsókn til Júgóslavíu í fyrra. Mengunin ekki eins alvarleg og haldið var FYRIR skömmu kom upp meng- un í vatnsbóli Hvergerðinga. Hefur rannsókn farið fram á sýnum vatnsbólsins. Sigurður Pétursson gerlafræðingur sagði i viðtali við Mbl. í gær að sem betur fer hefði mengunin ekki reynzt eins alvarleg og virtist í fyrstu. Þó mun vatnið ekki ai- veg í lagi, — sagði Sigurður, en það er ekki verra en gerist viða um land, þar sem ekki fæst vatn úr borholum. PLASTEINANGRUN GLERULL BYGGINGARVÖRUR KÓPAVOGI Simi: 40990 Nemar og aðstoðarmenn i prmonaoi Óskum eftir að ráða nema og aðstoðar- menn í járniðnaði. Vélaverkst. Sig Sveinbjörnsson hf., Arnarvogi. Garðahreppi. Bifreiðastjóri Staða bifreiðarstjóra við Kleppsspítalann er laus til umsóknar. Alger reglusemi áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5, fyrir 30 sept- ember næstkomandi. Reykjavík, 21. sept. 1971 Skrifstofa ríkisspítalanna. — Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.