Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 2
MORGU^LJVTMÐj i 'FIMMTUD AGUR WS SEPTEMBBR flQffl' >M 2 ^ Haust- mót á Austur- landi HAUSTMÓT Sjálfstæðisfélag- anna á Austurlandi verður hald- ið í Valaskjálf, Egilsstöðum, laug ardaginn 25. september og hefst með borðhaldi kl. 8 siðdegis. Til skemmtunar eru ræða, upp lestur og skemmtiefni. Hljómsveit frá Reykjavík leik ur fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist féiögunum. Kjördæmisráð. Kjartan Ólafsson * Kjartan Olafsson, brunavörður látinn KJARTAN Óiafsson, fyrrum brunavörður lézt í fyrrinótt 76 ára að aldri. Hann fæddist 6. marz 1895 á Húsafelli í Borgar- fiirði, sonur Ólafs Björns Hann- essonar Irá Heynesi og Jórunnar Jónsdóttur frá Breiðabólstað í Reykholtsdal. Kjartan Ólafsson var sikipaður varðmaður í Slökkvistöð Reykja- víkur 1922 og varð varðstjóri 1943. Hamn tók virkan bátt í fé- lagsstarfi ýmsu, m. a. fyrir stéttarfélag sitt. Eftir hann hafa komið út nokkrar ljóðabækur. Tryggvi Þorfinnsson Tryggvi Þorfinns- son, skólastjóri látinn TRYGGVI Þorfinnsson, skóla- stjóri Matsvelna- og veitinga- þjónaskólans í Reykjavík lézt í fyrradag á sjnkrahúsi í Reykja- vik 54ra ára að aldri. Að undan förnu hafði Tryggvi átt við van- heilsn að stríða. Tryggvi Þorfinnsson fæddist 1 Tryggvaskála við Ölfusárbrú hinn 2. ágúst 1917, sonur Þorfinns Jóns sonar, veitingamanns og síðari konu hans Steinunnar Guðna- dóttur. Tryggvi tók sveinspróf í matreiðslu í Kaupmannahöfn 1941 og starfaði þar og í Stokk- hólmi til 1945. Eftir að Tryggvi kom heim stundaði hann veitingasölu í Reykjavík og víðar, unz hann varð skólastjóri Matsvema- og veitingaþjónaskólans við stofnun hans 1955. 21. þing S.U.S. á Akureyri EINS og kunnugt er, verður sími 17103, nu þegar. 21. þing SUS sett á Akureyri Þingfulltrúar sunnaniands / föstudaginn 24. sept. kl. 13,30. eru minntir á hópferðina, sem ) Ungir sjálfstæðismenn, sem farin verður með flugvél frá J tilnefndir hafa verið fuiitrúar Flugfélagi íslands á föstu- 4 á þingið, og ekki hafa staðfest dagsmorgun kl. 10,00, og eru l þátttöku ennþá, eru beðnir þeir beðnir um að mæta á ) um að hafa samband við skrif Reykjavíkurflugvelli í síðasta J stofa SUS, Laufásvegi 46, lagi kl. 9,30. l Kommúnistar undirbúa mikla sókn Saigon, 22. sept. AP. HARÐIR bardagar hafa farið Helgi Sigurðsson Helgi Sigurðsson, fyrrum hitaveitu- stjóri látinn HELGI Sigurðsson, fyrrum hita- veitustjóri í Reykjavík er látinn 68 ára að aldri, en hann fædlist í Reykjavík 15. marz 1903 sonur Sigurðar Jónssonar, bókbindara og bóksala og siðari konu hans Gróu Jónsdóttur. Helgi Sigurðsson varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og lauk prófi í bygginga- verkfræði í Danmörku 1929. Helgi var verkfræðiingur hjá bæjarverkfræðingi Reykjavíkur á árunum 1929—’34, er hann varð deddarverkfræðingur hjá Vatns- og hitaveitu Reykjavíkur eins og fyrirtækið hét þá. Hitaveitustjóri var hann á árunum 1943 til 1962. Helgi Sigurðsson kenndi veitu- verkfræði um skeið við Háskóla íslands og um tíma átti hanm sætti I stjóm Verkfræðingafélags íslands. Eftirlifandi kona Helga er Guðmundína Guttormsdóttir. fram í Suður-Víetnam undan- farna daga, m.a. hafa skæruliðar kommúnista gert næturárásir á tvær stórar herstöðvar Suður- Víetnama. Fangar sem hafa ver ið handteknir I þessum árásum, segja að þetta sé byrjunin á stór felldum árásum á herstöðvar og önnur mannvirki. Herstjórn S-Víetnams segir að sveitir skæruliða og hermanna frá N-Víetnam streymi yfir landa mærin frá Kambódíu, þar sem þeir hafa verið að undanförnu, til hvíldar og endurþjálfunar. Þá berast einnig fréttir af á- tökum i Kambódíu, í grennd við höfuðborgina Pnom Penh. Komm únistar virðast beita þar svipuð- um aðferðum, nema hvað þeir hafa ráðizt á þorp, og fellt fjölda óbreyttra borgara. Aðfararnótt mánudags gerðu þeir leifturárás á eina helztu olíubirgðastöð lands ins og sprengdu mikinn hluta hennar í loft upp. í þeirri árás eyðilögðust um % þeirra olíu- birgða sem til voru í landinu til nota fyrir óbreytta borgara. Jörg Demus með Sinfóníunni AUSTlRRfSKI píanóleikarinn Jörgr Demus verður einleikari með Sinfóníuhljómsvelt fslands á fyrstu tónleikum hennar 7. oktöber. Hann er fæddur 1928 og stundaði nám við tónlistar- háskólann í Vínarborg, en kenn- arar hans þar voru Waiter Kerschbaumer, Karl Walter, Joseph Krips og Johan Nepa- muk David. Framhaldsnám í píanóleik stundaði Demus hjá heimsfræg um píanóleikurum og kennur- um: Edwin Fischer, Walter Gieseking, Wilhelm Kempff, Arturo Benedetti-Michelangeli og Yves Nat. Demus lék í fyrsta sinn opinberlega á tónleikum Tónlistarvinaféiagsins í Vín 14 ára gamall. Siðar hlaut hann heiðursverðlaun þeirrar stofn- unar. Síðan 1948 hefur Jörg Demus haldið tónleika í flestum lönd- um Evrópu, í Afríku, Suður- Ameríku, Japan, Bandarikjun- um og víðar. Hann hefur leikið með hljómsveitum undir stjórn heimsfrægra hljómsveitarstjóra, svo sem Karajans, Rodzinskys, Cluytens, Jorda, Samwallisch, Argenta o. fl. Busoni-verðlaun- in hlaut Demus árið 1956 og Harriet Cohen-verðlaunin 1958. Demus er mjög dáður píanó- leikari og hefur hlotið afburða góða dóma fyrir píanóleik sinn alls staðar þar sem hann hefur leikið. Pianóieikarinn frægi Wil- helm Kempff, telur Demus I fremstu röð yngri evrópskra pianóleikara. Á tónleikunum 7. október leik- ur Demus píanókonsert nr. 21 í C-dúr K. 467 eftir Mozart. Norsk prinsessa fædd Osló, 22. sept. NTB. SONJA krónprinsessa Noregs ól dóttur kl. 17.07 í dag. Fæð- ingin gekk að óskum og sagði í opinberri tilkynningu, að móður og barni heilsaðist prýðilega. Barnig vóg rúmlega 3500 grömm og var 50 senti- metrar að lengd. Á morgun, fimmtudag verður fæðingu litlu prinsessunnar fagnað i með þvi að fánar blakta við hún á öllum opinberum bygg- ingum og kl. 12 á hádegi verð ur hleypt af 21 fallbyssuskoti frá Akerhuskastala, bamung- anum til heiðurs. Fundur verð ur hjá Ólafi konungi fyrir há degi, þar sem hann skýrir rík isstjórninni frá fjölguninni og hvaða nöfnum bamið verður skýrt. Mikil eftirvænting var ríkj andi um gervaHan Noreg í dag, en Sonja prinsessa var flutt á Ríkisspítalann í Osló i morgun. Voru þá kvaddir á vettvang tólf færustu kven- sjúkdóma- og fæðingalæknar landsins, sjúkrahúsið var blómum skreytt í hólf og gólf og áður hafði verið lögð síð- asta hönd á að útbúa þau tvo herbergi á sjúkrahúsinu, sem prinsessan og barn hennar munu hafa til umráða. Haraldur ríkisarfi var hjá eiginkonu sinni er barnið fæddist. Nokkur vonbrigði gerðu vart við sig hjá aimenn ingi, er barnið var telpa, enda hafa konur ekki rétt til rikis- erfða i Noregi. Almennur kjósenda- fundur í Hnífsdal 4JÁLFSTÆÐISMENN á Isafirði og Eyrarhrepiá gangast fyrir al- mennum kjósenðafundi í félags- heimilinu í Hnifsdal í kvöld kl. 20.36. Efstu menn á framboðs- lista Sjálfstæðismanna flytja ræður, en að þeim lokniim munu beir svara fyrirspurnnm fnndar- manna. Kjósendur á ísafirði og ■ Eyrarhreppi, eru hvattir til að næta, þar sem þetta verður eini 'undiirinn, sem haldinn verður í Uxakjöt og öl í GÆRMORGUN hringdi til Morgunblaðsins maður nokk- ur, sem hafði áf því áhyggjur, að Múnchenbúar væru farnir að leggja meira upp úr uxa kjötsáti en öldrykkju. Þótti honum heldur nánasarlega á- ætlaður ölskammturinn, að- eins fimm milljónir lítra öls miðað við að gert væri ráð fyr ir að snæddir skyldu 3,5 millj ónir uxa, eins og getið var i frétt i Mbl. í gær af október- hátíðinni. Blaðamenn Mbl. voru mann inum að sjálfsögðu innilega sammála og könnuðu máiið. Kom þá í Ijós, að misritazt hafði uxafjöldinn. Átti sam- kvæmt heimildinni að standa þrjátíu og fimm uxar — en ekki þrjár og háif milljón. — Hins vegar þykir þeim Morg unblaðsmönnum, sem sólgnir eru í uxakjöt þessi tala heldur Jág og halda þvi fram, að 35 þúsund uxar væri sennilegri tala. Verðum við að vona, að frekari fréttir berist af hátíð inni og geri út um mál þetta. Hnífsdal vegna þess, að vinstrl flokkarnir fclldu tiHögu Sjátfstæð ismanna um að halda þar sam- eiginlegan framboðsfimd. — Fréttaritari. Úrslitin í Noregi' ISLÖ 22. september — NTB. Cndanlegar niðurstðður í bæja- og sveitastjórnarkosn-. ingunum í Noregi um helgina lágu enn ekki fyrir í gær- kvöldi. Þó er ljóst að Mið- flokkurinn fékk nú sem svar- ar 11,6% og hefur aukið fylgi sitt um rösk 2%. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fékk um 4,8% og hefur hann tapað lít- iílega, eða um 0,4% sé miðað við síðustu bæja- og sveita- stjórnarkosningar. Aftur á móti hefur fyigi hans aukizt verulega ef miðað er við síðustu þingkosningar. Kornm- únistar fengu 1,3%, Kristilegi þjóðarflokkiirinn um 8,7% og jók han.n fylgi sitt um þvi sem næst 1,5%. Verkamanrbaflokk- urinn beið mestan ósigur, eina og Mbl. sagði frá í gær, eða um 1,9%, fékk nú tæplega 42% en hafði áður 44%. Vinstriflokkuriinn fékk 8,5% og tapaði 1,3% og Hægri flokk urinn fékk 17,8% og er það tap som svarar 1,5%. ! i Allar þessar tölur geta breytzt lítillega, en þó munu úrslitin ljós í meginatriðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.