Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1971 17 Útgáfubækurnar haustid 1971: Fjöldi nýrra bóka á markaðinn í haust Bókaútg:áfiirnar eru nú í óða önn aö undirbúa útgáfubækur sínar fyrir bókamarkaðinn mikla, sem er orðinm fastur fylgi fiskur jólaliátíðarinnar. Morgr- unbiaðið hefur að venju snúið sér til forsvarsmanna bókaút- gáfufyrirtækjanna og: leitað frétta af helztu bókum, sem væntanleg:ar eru nú á haustmán uðunum. SKUGGSJÁ HJá Skugigisjá kennir ýmissa grasa á þeissu útgáifluéri, að sögn Olivers Steins, íorstjéra, en hér á ef ir gerir hann grein fyrir helztu útgáfulbðkum: „Aftur í aldir III, sögur og sagnir úr ýmsutm áttum, skráð- ar af Oscari Clausen. Þetta þriðja bindi þessa sagnaflolkiks, er eins og hin fyrri bindin, safn sagna Víðs vegar að af landinu og á það sameiginlegt rnieð þeim fyrri, að vera fjöl- breytt að efni og skermmitilega skrifað. Hér er sagt frá sérstæð uim og sérkenniiegum mönnuim, ýimsum þeirra landskuinnum. Langur þáttur er um Sandtholts- ifeðga og noíkkra aifkoimend- ur þeirra, þáttur er um Innrétt- ingar Skúla flógeta, sagt er frá hrakningum Gríimiseyjarprests, morði bóndans í Árbæ við Raykjaviik, svo nokkrir þættir séu nefndir. Bókin iim Sigvalda Kaldalóns, skráð af Gunnari M. Magnúss er þriðjia bökim í bókaflakknum Man ég þann mann, en áður eru komnar Bókin um séra Friðrik og Bókin um Pétur Ottesen. Bók in um Sigvalda Kaldalóns skipt- ist í tvo aðalihlU'ta, hin flyrri er saga læknisins og tónskáldsins en hinn siðari er viðtöl við ýmsa vini hans, sem muna ve\ þeSta Ijúfa og áistsæla tónskéld, sem æ mun lifa meðan islenzk l'jóð og lög eru sungin. Fjöldi miynda úr lífi Kaldalóns prýða þesisa bók, sem verður óvenju smekkleg í frágangi öllum svo sem hinar fyrri bælkur í þessum bókaflloklki voru. Uátrabjarg eftir Magnús Gestsson flyrrum skólastjóra og fræð'.'mann er saga þessa mesta bjargs á landi oklkar og jafn- Oscar Clansen • framt veistustu byggðar I Bvrópu. Hér er sagt fré bjarg- sigi og bjargnytjum frá fyrsíu tíð, fuglatekju og eggj'atekju, og lýst er útbúnaði og aðstöðu við þesisa flæðuöflun seim og geymslu og varðveizlu þessara afurða. Sagt er frá slysflöruim og björgun úr bjarginu, raktar þífóðsðgur og sagnir tengdar Látrabjargi. Kafli er um tófu, hrafn og bjarndýr við bjargið, en einnig þau áttu þangað björg að sælkja. Sögur eru af fræg- ustu og fræknustu sigmönnum í Látrabjargi, — en veigamieisti kaflinn i þessari fróðlegu bók er hin ítarlega frásögn af björg- unarafrekinu mikla við Látra- bjarg, sem svo hefur verið nefnt og sögufrægt er orðið og fest hefur verið á kvikmyind. Þarna eru söguimenn þeir hinir sömu, sem þetta mikla afrek unnu, svo hér fer ekkert milli mála í frá- sögn þessa mikla afreks. Þessir flátæku og illa útbúnu bændur og afreksmenn verða ógleyman- legir þar sem þeir í svartasta skammdeginu hætta lífi og lim- um við björgun Skipishafnarinn- ar af brezka togaranum Dhoon, og segja má að þetta afrek þeirra hafi vakið alheimsathygli. Látrabjarg er einnig hiin ágætasta leiðsöguibók ferða- manna, sem leið sína leggja á bjargið og skioða hina hrikalegu flegurð þess. Skipstjórar og skip er nokk- uts konar skipistjóra- og skipa- tal skráð af Jóni Eirikssyni fyrr urn skipstjóra. Hér er sögð Gunnar M. Magnúss saga allra islenzkra verzlunar- og varðskipa og stutt æviágrip skipsljóra þessara skipa. Mynd er af öllum skipstjórunum og einnig af flestölluim skipunum. Þá er i bókinni yfirlit í réttri tíimaröð yfir það, hvenær og hvernig skipin urðu íslenzk kaupskip og varðskip og hvers vegna þau eru það eklki leng- ur. Skrá er um eigendur og út- gerðarflélög skipanna. Raktar eru siglingar Islendinga i fo.rn- öld og á miðöldum, sagt er frá fræðslu og menntun skipstjórn- armanna frá uipphafi og rakin er saga Síýrimannaskólans i Reykjavík. Þá er í bókinni skrý um islenzka skipstjóra á 19. öld og kaupskipastólinn á sama tima. Minniugrar ríkisstjóraritara eftir Pétur Eggerz sendiherra, eina manninn sem gegnt hefur emlbætti rikisstjórarit- ara á Islandi, er florvitnileg bðk. Með útgáfu bókarinnar er reynt að varðveita og bjarga frá glöt- un þeim hugblæ, sem hér rikti á árunuim 1940—1945 og þá sérstaklega I sambandi við rik- isstjóraembæitið og síðar forseta embættið. Þegar utanþingsstjórnin koim til sögunnar, flékk rikis- stjóri öbeint meira vald í hend- ur en þjóðhöÆðingja Islandis er ætlað að hafla. Á milli Sveins Björnssonar og Vilhjéims Þórs utanrílkisráðlh'erra skapaðist ná- in vinát ta, sem I senn gerði þessa mæbu menn voldugri og valdameiri, án þess að þeir í raun æsktu þess. Rílkisráðsfund ir voru á stundum all söguleg- ir og er frásögnin af þætti Ein- ars Arnórssonar og hinu sér- stæða skopskyni hans og háði all söguleg. Þá er sagt firá komu brezka hersins og Howard Smith sendiherra Breta og hvernig Hermann Jónasson þá- verandi florsætisráðherra tók við trúnaðarbréfi hans og henti þvi í áttina til utanrikis- ráðlherra Islands. Sagt er firá þvi þegar Sveinn Björnsson hóf ferðalög um land ið eftir að hann var kjörinn for- seti, en eftir að hervernd Banda ríkjamanna hófst varð hann að hætta þeim ferðum um sinn til að þiggja boð Roosevelts for- seta og Bandarífejiaistjörnar. Sagt er frá vesturflör forsetans og viðbrögðum framámanna 1. grein Óskar Aðalsteinn Vestur-lslendinga er þeir hittu florse a Islands vestra. — 76 myndir frá ferðum Sveins Björnssonar og stjórnarferli hans prýða bókina. Segja þær margar hverjar á sinn þögla h:á::t meiri sö.gu en langt leismél gæti gert. Dísir dranma minna heitir ný skáldsaga eftir Óskar Aðalstein. Hún fljallar um æskuifólk I sjávarplássi, sem gæti verið einhvers staðar á Vestfjörð- um, segir frá umibrotum unglingsáranna, breytingu þessa unga fólks úr táningum i full- orðið og þrookað fólk. Ást- in skipar hér öndvegi og er hinn rauði þráðuir í allri atburðaráis sögunnar. Dnlrænir áfangar eftir Ólaf Tryggvason, hinn landsfcunna huglælkni og rithöcflund. Ólafur kemur viða við í þessari bók sinni, sem fjallar um fegurð fram líiflsins og mikilvægi ástúðar og velvilja í skiptum manna, ávinn inginn af lýtalausri líflsbreytni og ekki hvað sízt um gildi bæn- arinnar flyrir manninn og um- hverli hans. Dulrænir áfangar er flög- ur bók, sem allir er áJhuga hafa á dulrænum efnum munu fagna, bók, sem Vís er til að bæta mannlifið ef breytni manna er samlkvæmt þeim kenn- ingum, sem höfundiurinn teiur vænlegastar til árangurs í þeim efnum. Istendinga sögrur með nútinia sfcafsetningn, VI. og VII. bindi, koma út á þessu ári. Er þá að- eins eitt sagnabindi óikomið i þessari vinsælu og handlhægu útgáfu, Atriðisorðaskrá og nafnaskrá verður svo i lokahindinu, hinu 9. í röðinni, en siðustu tvö bindin koma út á næsta ári. íslendinga sögur með nútirna staflsetningu er flyrsta og eina heildarútgéfan sem gefin hefur verið út af sögunum á því méli sem við í dag lesum og skrifum. Er því engum lengur nein hindr un í að kunna skil á þessum bókmenntaarfi okkar, enda eru vinsældir þessarar héildarút- gáfu sívaxandi. Enn um sinn munu nýir kaupendur geta gerzt áskrifendur að þessari heildar- útgáfu með þeim kostakjörum, sem boðin voru þegar fyrstu handritin komu heim flrá Dan- mörku, en það áskriftarverð er 25% lægra en búðarverð bók- anna. Óþekkti hermaðurinn eftir finnska sndllinginn Váinö Linna kemur út á þessu hauisti i þýð- ingu Jóhannesar Helga. Óþekkti Nina Björk Árnadóttir .hermaaurinn er öndvegis rit og bófcimenntalegt stórvirki, heirns- þekkt stríðssaga, sem greinir frá lífi og dauða eins herfylkis i stríði Finna og Rússa í heims- styrjöldinni síðari. Bókin vakti hatramimar deilúr i Finnlandi á sínum tiima, svo sem títt er um miklar bókmenntir og Linna varð annar í röðinni þeirra manna sem hlotið ha.fa bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Hann lýsir þjóð sinni í striði með mjög sannfær- andi hætti, ríflega krydduðum harðihnj'óskulegri kíimni sem sver sig í ætt við þá íslenzku á skcimimtitegan hátt. Það er' gríimulaust andlit stríðlsins, sem Linna sýnir okkur, séð með augum óbreytts hermanns og túlkað með beinskeyttu og oft meinflyndnu orðfæri hans. En framar öllu sýnir bókin okkuæ stærð mannsins gagnvart hinni mestu ógn allrar mannlegr- ar reynslu: dauðanum. Bf hægt er að kynnast þjöð af einni bók, þá er Óþeklkti hermaðurinn slík bók. Helför herbátsins MTB 345 eftir norska blaðlamarminn Kjell Sörhus segiir hraktfallasögu áhafnar eins hinna litlu torpedó- báta, sem Norðlmenn notuðu inn an skerjia við Noregsstrendur í baráttu sinni við nasista i heims styrjöldinni síðari. Þetta er hrikaleg og átakanleg lýs- ing á brjálæði stríðlsms og sýn- ir ókkur umbúðélaust ófreskju- andlit nasismans. Bókin er þýdd alf Hensteini Pálssyrti. Pétur Eggerz Blóni ástarinnar eftir Theresu Charles heitir nýjasta ástarsag- an eftir þessa vinsæl'U skéld- konu, sem hér á landi nýtur meiri vinsælda en nokkur ann- ar skemimtisagnahötfundur, sem skrifar uim ástir og spennandi ævintýr. Andrés Kristjánsson ritstjöni hefur þýtt þessa bók eims og fyrri bækur Theresu Charles." LEIFTUR Margar bækur feoma út hjá bókaútgáfunni Leifl.ri að venju, og hér getur Gunnar Einarsson, f'orstjóri, nokikurra þeirra helztu, sem væntanlegar eru á þessu hausti: tír byggðum Borgarf jarðar, 1. bindi, endiuirprentað, noktkuð aukið og flylgir því naflnaskrá, sém ékki var í fyrri útgéflu. — Or byggðum Borgarfjarðatr hetf- ur verið alveg ófáanieg bók í mörg ár. Þórður Kristlei'fsson sá uim útgátfu bókarinnar. Vestur-Skaffcfellingar, annað bindi. Með þessu bindi er háifn- að hið miikla ættfræðirit Bjöms Magnússonair pnöf'essor.s, þar sem birtar eru heimildir um alla þá, konur og karla, sem taldir eru til Vestur-Skaftfellinga frá árinu 1703—1966. Á tveimur jafnfljótum, minn- ingaþæ tir Ólafs Jónssonar búnaðarráðunauts og rithöfund ar á Afcureyri. Þetta er fyrri hluti æviminninga ÓlaÆs, 427 blaðsiður auk mynda. Síðard hluti verksins kemur út á næsta ári. Passíusálmarnir, ný óg falleg útgáfla, prentuð með sióru og greinilegu letri. Margir hafa kvartað yfir því, að þótt letr- ið á útgáfunni, sem verið hetf- uir í bókaverzlunum, undanfarið sé greinilegt, þá sé það full- smátt fyrir þá, sem famir eru að daprast sýn. — Þessi útgátfé á ftð bæta úr því. Sjálfsævisaga Matthíasar Helgasonar bónda á Kaldrana- nesi í Strandasýslu, 1878—1966. Sonur Matthiasar, Þorsteinn sér um útgáfuna og býr bókina til prentunar. I bókinni er tölu- vért aí myndum. Ilimneskt er að lifa IV. bindi sjálflsævisögu Sigurbjarnar Þorkelssonar í Vísi. — Eins og í fyrri bindum lýsir Sigurbjörn hér af sinni miklu og alkumnu frásagnargleði viðtourðum og mönnum, sem hann hefur kynnzt og starfað með á langni og við- burðarikri ævi. Grímsey — byggð við norður- skaut, eiftir séra Pétur Sigur- gelrsson vigslutoiskup. 1 formála bókarinnar segir höfiundur með- al annars: Bók þessi er unnún eftir 15 ára starflsfenil sem þjón- andi prestur þessarar nyrztu fs- lands byggðar. Ég skrifa bók- ina bæði sem kennimaður og áhugamaður uim líif og sögu eyj- arinnar, eins og til þess að gefa þeim mörgu noifckra úrlausn, sem segja við nrig: „Ég vildi, að ég gæti komizt með þér Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.