Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 22
MORGÚNBLÁÐIÐ, KÍMMTUPAGUR 23. SEPTEMRER 1971 22 Minning: Guðbjörg Jónsdóttir Fædd 23. september 1896. Dáin 16. september 1971. Elsku gó5a amma mín! Nú, þegar þú ert horfin sjónum okk- ar, langar mig til þess að minn- ast þín með nokkrum orðum. Við andlát ástvinar er söknuð- ur gjarnan ráðandi í bugum t Maðurinn minn, Kjartan Ólafsson, andaffitst í Heilsuvemdarstöð- irmi aiðfaranótt miðvikudags- in» 22. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörs Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og aíi, Tryggvi Þorfinnsson, skólastjóri, lézt í Landspítalanum 21. þ.m. Birgit Jóhanson, börn og tengdabörn. t Utför eiginmanns mins, Jóns Jónssonar. Öxi i Þingi, fer fram frá Þingeyrarkirkju föstudaginn 24. þ.m. kl. 5. Sigríður Björnsdóttir. okkar. Og svo er um mig nú, er ég sé á bak ömmu minni, einu ömmunni sem ég nokkurn tíma þekkti, þér sem varst mér alltaf svo góð og sem alla tið barst hag minn svo mjög fyrir brjósti; ég sakna þín. En þó verð ég einnig að gteðjast yf'ir þvl, að nú sfeuli þjáningum þínum vera lokið og að þú hefuir fengið Hvíld. Þú varst búin að vera sjúkling- ur mörg undanfarin ár og dvald ist á sjúkrahúsum öðru hverju, nú síðast í rúmt ár. En ég man þig líka hressa og káta. Ég man þegar við systurn- ar, þá litlar stelpur, vorum að heimsækja þig þar sem þú bjóst vestur á Melum. Það var alltaf eitthvað sérstakt að korna til þin, enda vorum váð þama tiðir gestir. Oft fengum við liika að gista hjiá þér og þótti oikkur mjög gaman þá. Ég veit að þess ar saunverustundir okkar glöddu þig mikið, því að allt vildirðu fyr ir okkur gera. Á bvöldin þegar við vorum háttaðar settist þú á rúmstokk- inn hjá okkur og prjónaðir. Þá töluðum viið samain, ellegar hlustuðum á útvarpið þi-tt Þú átt ir skrítið gamalt útvarp ekki ósvipað húsburst að sjá. Engin átti eins útvarp og þú og fór vel á því. Þér féll aldrei verk úr hendi, hafðir vanizt því frá bamæsku að vinna mikið og þér fannst annað alveg ófært. Þú prjónaðir rnikið, sokka og vettlinga og ann t Maðurinn minn, Halldór Ingimarsson, skipstjóri, Breiðagerði 2, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 24. sept- ember kl. 15. Helga Jóakimsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, HELGI SIGURÐSSON, verkfræðingur, Brekkugerði 20, Reykjavík, lézt í Borgarspítalanum 22. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundína Guttormsdóttir. t Erginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI KEMP KONRÁÐSSON, andaðist að heimili sínu, Vífilsgötu 21, þriðjudaginn 21. sept. Petra Aradóttir, Hörður Bjamason, Arnheiður Bjamadóttir, Magnús Guðjónsson, * Pétur Bjarni Magnússon. t Maðurinn minn. SIGURÐUR BJARNASON, múrari, Bamósstíg 39, andaðist 22. þessa mánaðar. Guðný Gisladóttir. t Otför móður okkar og tengdamóður, GUÐLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR, sem andaðist aðfaranótt 19. september, verður gerð frá Dóm kirkjunni föstudaginn 24. september kl. 1.30 e. h. Jóhanna Haraldsdóttir, Bjarni Bjamason, Anna Hjartardóttir, Magnús Bjarnason, Kristín Haraldsdóttir, Jón Bjamason. an fatnað og oftast gafstu þessa vimnu þína. Ófláar lykkjurnar prjónaðir þú á okkur barnabörn þtn og reyndar á flest börn sem þú kynntist. Þú varst mjög barngóð og fer þvl vel á því, að rrteð þér skuli vera lögð til hinztu hvridar tvö lítil böm, drengur og stúlka. Fyrir 9 árum fluttist þú til okkar og bjóst hjá okkur óslitið síðan, eða þar til þú fórst á sj'úkrahúsið í fyrra. 1 þessi ár hélzt þú heimilinu hlýju og nota- Iegu, fyitr okkur systumar á daginn, þvl mamma þurftí að vinna úti. Þú vaktir okkur I vinn una eða skólann, gaflst okkur morgunmat og dreiflst okkur af stað. Þú beiðst okkar heima seinna um daginn tilbúin að leysa hvem vanda. Þú varst mjög lagin við sauma og þess háttar og hjálpaðir okkur með handavinnuverkefnin í skólan- um. Þér fannst við ekfei nærri nógu vandvirkar. Við vildum hespa öllu af með hraði, en þú vildir hafa hvert spor á sínum stað. Enda flór oft svo að þú raktir upp eftir okkur og varst ekki ánægð flyrr en allt var kom ið í lag. Oft sátuim við saman tvær, þú og ég, og töluðum saman um líf ið og tilveruna yflirleltt. Þú trúð ir á Guð og almætti hans, og ef eitthvað bjátaði á leitaðir þú til hans. Og þú vildir að ég gerði slíkt hið sama. Þú kynntist mörgu flólki um ævina og varst fljót til að eign- ast vini. Vinum þinum varstu trú og trygg og sást aldrei nema gott eltt í fari þeirra, en ef þér fannst einhver gera eitthvað á hluta þinn, gleymdir þú þvi held ur ekki fyrsta kastið. Þú sagðir mér frá bernsku þinni og upp- vexti, frá flöður þínum sem þér þótti mjög vænt um en sem þú þó þekktir lítið; frá móður þinni sem alltaf var þin hlif og þinn skjöldur, en sem þú misstir svo skyndilega. Þú sagðir mér frá húsbændum þinum og móður þinnar. Þau höfðu verið þér góð, en ströng. Þú varst látin vinna mikið og þekktir engan leikaraskap. Þú sagðir mér frá kynnum ykkar afa, heimild ykkar, börn- t Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vinsemd vegna and- láts og útfarar konu minnar og móður okkar, Árnýjar Huldu Júlíusdóttur, Nökkvavogl 9, Reykjavík. Sæmundur Kr. Jónsson, Kifttjana Sæmundsdóttir, María Sæmundsdóttir. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall systur okk- ar, Systir Marie Klothilde. St. Jósefssystur, Landakotl. uim ykkar litlum, leikjum þeirra og bernskubrekum. Þú varst þeim góð móðir, fórnflús og blíð. Þú trúðir fastlega á framhald þessa iffls og ég vona að trú þin hafli verið á rökum reist. Ef svo er veit ég að þú hefur fundið ástvini þína á uridan þér gengna, floreldra þína, systikin þin og dótt ur þína, hana Önnu frænku, sem þú misstir fyrir mörgum árum og þú saknaðir svo mjög. Þú Itfðir það að verða lang- amima fjögurra lít'illa telpna. Þessar litlu stúlkur voru yndi þitt og eftirlæti og aldrei varstiu ánægðari en þegar litlar hendur struku þér um vangann, eða litið höfuð hjúfraði sig að brjósti þinu. En nú sjá þær ekki langömmu oftar. Við sem eftir lifum hefðum svo gjarnan viljað eiga efttr að njóta samvista við þig miklu lengur, en erum þó þakklát fyr- ir hvemig þú fékkst að sofna inn í eilífðina án vitundar um að nú væri jarðvist þinni lokið. En við sáum hvert stefndi. Að lokum, elsku amma, þakka ég þér állt sem þú varst mér og fjölskyldu minni alla tíð. Ég þakka þér fyr ir umihyggju þína í okkar garð, ástúð og hjartagæzku, og mun minnast þin ævinlega og þakka flyrir að hafa átt ömmu sem þig. Amima hét íullu nafni Guð- björg Jónsdóttir. Hún var flædd að Víðidalsá i Strandasýslu 23. sept. 1896 og var því tæpra 75 ára er hún lézt. Hún var ein af fjórum börnum Sigríðar Bene- cliktsdóttur frá Gestsstaðaseli Strandasýslu og Jóns Einarsson ar frá Hlíð í Kollafirði. Alsystk in hennar voru Matthildur, Steflán og Bentina, en auk þeirra átti hún þrjá hálflbræður, Einar, Guðmund og Ólaf. Áttu þau sama föður. Sigríður og Jón giftust ekki og stofnuðu aldrei heimili svo það kom a-f sjálfu sér að börn- unum var koim'ið fiyrir hjá öðr- um, nema ömmu sem ólst upp hjá móður sinni. Þær mæðgur áttu heimili sitt að Eyjum í Strandasýslu. Þar vann Sigríður langamma öll algeng sve'itastörf eins og tíðkaðist hjá vinnukonum í þá daga og eins mun amma ekki hafa verið margra ára þegar hún flór að taka til hendinni. Þeg ar amma var 16 ára fluttust þær mæðgur ti’l Hergilseyjar á Breiða firði en þar bjó þá Matthildur systir ömmu ásamt manni sin- um Hafliða Snæbjörnasyni og settust þær að hjá þeirn. 1 Her- gilsey kynntist arnma mannsefni sínu, Árna J. Einarssyni, og gengu þau i hjónaband 3. nóv. 1917. Þau byrjuðu búskap sinn að Holti, Barðaströnd, en fluttust þaðan aftur til Hergilseyjar og stuinduðu síðan búskap þar og í Sauðeyjuan. En árið 1930 tók fjölskyldan sig upp á ný og fluttist til Flateyjar á Breiðafirði. Þá var þar blómleg byggð og næg vinna og starfaði afi þar mest sem smiður og vélamaður. 1 Flatey keyptu þau sér lítið íbúðarhús og er það heimili afa enn í dag. Þau eignuðust fjögur börn, Bergþóru, Önnu, Sigurjón og Hafliða, sem öll lifa nema Anna er lézt árið 1959. Leiðir þeirra afa og ömmu skildu og bjö hún hér sunnan- lands síðustu 20 árin. Fyrstu árin hér bjó hún ein og vann þá fyrir sér með saumum og öðru sem til fléll, en flutti síð an til Bergþóru dóttur Sinnar og átti heimili hjá henni síðan. Sig- urjón sonur hennar, kvæntur Svanhvíti Bjarnadóttur, býr á Patreksfirði og dvaldi hún oft hjá þeim á sumrin meðan heils- an leyfði. En núna um nokkurra ára skeið hrakaði heilsu hennar stöðugt, þar til svo var komið, að hún flór í fyrrasumar á Borg arspítalann og síðan á Sólvang i Hafnarfirði þar sem henni var hjúkrað með stakri prýði. Viku fyrir andlátið versnaði henni mjög. Fljótlega missti hún meðvitund og með hverjum deginum sam leið virtist hún falla í dýpri dvala, þar til öllu var lofcið 16. sept. s.l. Þá vantaði hana viku til að ná 75 ára aldri og er hún þvi jarðlsett á afmælis daginn sinn. Niðjar hennar eru 14 að tölu, þrjú börn, 7 barnabörn og fjög- ur barnabarnaböm. Með ömmu er gengin góð kona, sómi sinnar tíðar. Guð blessi minningu hennar og leiði hana um ókunna stigu. Freyja Kolbrún Þorvaldsdóttir. Einar Þorgeirsson EINAR frændi er dáinn. Hann lézt að heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 11. september og íer útför hans fram I dag frá Fossvogskapellu. Enda þótt heilsu Einars hafi hrakað mjög síðustu árin, kom andlát hans okkur ástvinunum á óvart. Hann var mjög dulur maður og kvartaði aldrei, svo vinir hans gerðu sér ekki grein fyrir hve helsjúkur hann var. Einar fæddist hér í Reykjavík 6. marz 1917 og var því á 55. aldursári, er hann lézt. Foreldr- ar hans voru hjónin Þorgeir Guðjónsson, verkamaður, og Jó- dís Ámundadóttir, bæði af Fjals- ætt. Starfaði hann lengst af við iðnað, þar til fyrir 10 árum að heilsa hans leyfði það ekki. Á yngri árum stundaði Einar mikið íþróttir og ferðalög og var alla tíð mikill náttúrunnandi, en t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför rtióður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Rósu Jóhannesdóttur frá ísafirði. Guðný Jóakimsdóttir, Guðrún Jóakimsdóttir, Jóhannes Jóakimsson, Þorsteinn Jóakimsson, tengdabörn, bamabörn og barnabarnabörn. vegna sjúkdóms þess, er dró hann til dauða, varð hann síðari árin einnig að neita sér um þann munað að ferðast um. Heyrðist aldrei æðruorð frá honum og sætti hann sig við örlög sín. Las hann mjög mikið og var einkar fróður um marga hluti, fróðarl en margur langskólamaðurinn, en hann var alveg sjálfmenntað- ur. Einar bjó alla ævi í Reykjavik og lengst af við Öldug. 25 A, en það hús byggðu foreldrar hans fyrir 38 árum og bjó hann þar til dauðadags. Eftir lát föður síns bjó hann með móður sinni i 8 ár, eða þar til hún lézt 1962, og síð- an í sambýli við fjölskyldu syst- ur sinnar Guðmundu og þakka þau af hjarta fyrir að hafa feng- ið að hafa hann hjá sér. Einar var sérstaklega barngóður og hændust öll börn að honum, sérstaklega böm systra hans, sem voru um tíma 14 talsins I húsi afa og ömmu. Systumar þrjár bjuggu allar eftir gifting- una í húsinu og þótt tvær þeirra flyttust burt, þegar fjölskyldur þeirra stækkuðu, bjó sú þriðja áfram í húsinu með fjölskyldu sinni og nutu böm þeirra í ríkum mæli elsku hans og umhyggju. Einar var þannig maður, að menn mátu hann því meir, sem þeir kynntust honum betur. Drenglund hans og heiðarleiki brugðust aldrei. Fáa giftu getur meiri en að kynnast slíkum mönnum, njóta trygglyndis þeirra, góðvilja og vinarþels. Það hefur mannbætandi áhrif á alla, sem kynnast þeim. Við söknum hans mjög, en um leið erum við þakklát fyrir þann tíma, sem við fengum að hafa hann og stolt af að vera skyld honum. Frænka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.