Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐ0D, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1971 Útgafandi hf, Án/akur, Reykj'avík. Framkvaamdaatjóri Hsraldur Svainaaon. Ritatjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konr&S Jónsaon. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritetjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundason. Fréttastjóri Björn Jóhannsso«. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrssti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstrasti 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 190,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 12,00 kr. sintakið. ÁNÆGJULEG VIÐURKENNING öíkisstjórnin hefur nú fyrir sitt leyti veitt Lands- virkjun leyfi til að halda áfram undirbúningi að 150 MW stórvirkjun í Sigöldu og er þá næsta skrefið að semja um gerð útboðsgagna. Er gert ráð fyrir, að útboð geti farið fram snemma á naesta ári og að framkvæmdir hefjist næsta vor. Með því að fallast á ákvörðun stjómar Lands- virkjunar um stórvirkjun í Sigöldu, hefur ríkisstjómin viðurkennt að stórvirkjunar- stefna Viðreisnarstjómarinn- ar var rétt og núverandi iðn- aðarráðherra hefur fallið frá fyrri skoðunum um smávirkj- anir á Suðurlandi. Þegar frumvarp fyrrverandi ríkis- stjórnar um virkjun í Sigöldu og Hrauneyjafossum var til umræðu á Alþingi sl. vetur, flutti núverandi iðnaðarráð- herra breytingartillögu við það, þar sem hann gerði ráð fyrir þeim möguleika að fremur yrði lagt út í 22 MW smávirkjun í Brúará. Hann hefur nú í verki játað, að sú stefna var röng og er þessi * stefnubreyting ráðherrans frá fyrri skoðunum hans ánægju- efni. Stórvirkjunarleiðin hefur í reynd staðfest gildi sitt. Reynslan af Búrfellsvirkjun og samningunum við álverið tekur af öll tvímæli um það. Ef ekki hefði tekizt að selja orku frá Búrfellsvirkjun til álversins hefði Búrfell verið virkjað í smærri áföngum, 35 MW í einu, eins og Ingólf- ur Jónsson, fyrrum orkumála ráðherra benti á í Morgun- blaðinu fyrir nokkru. Þá - hefði orkuverð til almennings þarfa orðið allt að helmingi hærra en það er nú. Þeg- air full nýting er komin á Búrfellsvirkjun verður með- alkostnaðarverð í aurum á selda kwst. 20,1 eyrir en án sölu til álversins hefði það numið 52,5 aurum við full- nýtingu. Tekjur af orkusölu- samningnum við Búrfell standa undir meginhlutanum af erlendum kostnaði við Búrfellsvirkjun og tekjur af orkusölu og framleiðslugjaldi nægja til þess að endurgreiða lán virkjunarinnar, er nema 3/4 af kostnaði, á 25 árum. Á sl. ári námu heildargreiðslur álverksmiðjunnar til inn- lendra aðila 549 milljónum krória og á næsta ári munu þær nema um 900 milljónum króna. Álverið greiðir kostn- að við hafnargerðina í Straumsvík og tekjur At- vinnujöfnunarsjóðs af fram- leiðslugjaldinu renna til at- vinnuuppbyggingar í hinum dreifðu byggðum landsins. Af þessu má marka að end- urteknar fullyrðingar núver- andi iðnaðarráðherra um að álsamningurinn sé okkur ó- hagkvæmur, eru fjarstæða. Forsenda stórvirkjunar er, að nægilegur markaður finn- ist fyrir orkuna. Ljóst er að orkuþörf okkar íslendinga að óbreyttum aðstæðum með eðlilegri aukningu tryggir ekki slíkan markað. í því sambandi hafa komið fram hugmyndir um húsahitun og hefur um nokkurt skeið far- ið fram athugun á því að auka húsahitun með raf- magni. Sjálfsagt er að kanna þá möguleika ofan í kjölinn og nýta þau tækifæri, sem þar eru fyrir hendi. En raf- magn til húsahitunar getur ekki keppt við jarðvarmann og fyrirsjáanlegt er, að í mesta þéttbýlinu verður haldið áfram að byggja upp hitaveitukerfið. Ef ekki tekst að finna nýj- an markað fyrir orkuna frá Sigöldu benda allar líkur til, að Landsvirkjun neyðist til að byggja virkjunina í áföng- um en það þýðir hærra raf- orkuverð til almennings í landinu. í Ijósi þessarar stað- reyndar sagði Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, m. a. í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag: „Af þesisum sökum verður að leggja áherzlu á að áfram verði haldið við- ræðum þeim, sem hafnar voru af fyrrverandi ríkis- stjóm og haldið hefur verið áfram í sumar við ýmsa þá aðila erlendis, sem áhuga hafa sýnt á raforkukaupum til iðnrekstrar hér á landi.“ Það er einnig í samræmi við stefnu Viðreisnarstjómar- innar í virkjunar- og stóriðju málum, að núverandi ráð- herrar hafa látið í það skína, að þeir geti.fallizt á orkusölu til erlendra aðila með þátt- töku íslendinga í nýjum at- vinnurekstri innanlands. Þeg ar samningamir voru gerðir við álverið þótti ekki rétt, að íslendingar tækju sjálfir á sig áhættu í þeim efnum, þar sem það var fyrsta skrefið í uppbyggingu stóriðju en nú horfir öðru vísi við. Þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið síðustu daga í virkjun- armálunum eru hinar mikil- vægustu. Þýðingarmest er, að áfram verður haldið á braut stórvirkjana og núver- andi stjórnarflokkar þar með fallizt á stefnu Viðreisnar- stjómarinnar í þeim efnum. Ákvörðunin um Sigölduvirkj- „Fiskstautar o g grunsemdir46 BREZKA blaðiff The Guardi- an birti fyrir skömmu grein um fiksveiffitakmörkin, eftir Campbell Page, undir fyrir- sögninni: „Fishing Fingers and Suspicion“, sem þýða mætti „Fiskstautar og grun- semdir“. Greinin fer hér á eft- ir í heild I lauslegri þýðingu: ÞEGAR tvær þjóðir fara að tala urn, að lífshagsmunir þeirra séu í veði, er þeim venjulega alvara í huga. Bæði fslendingar og Bretar hafa látið slík orð falla í umræðunum um fyrirætlun fs- lendimga að færa út fiiskveiðitak- mönkin úr tólf mílum í fim.mtíu, ekki síðar en í september 1972, svo að þau nái yfir hin auðugu fiskimið á landgrunninu. Nú er ekki svo, að íslendingar séu vondir menn, sem vilja lama úthafsfisikveiðiflota Bretlands eða svipta fiskstautum af diskurn brezlkra skólabarna. Þeir eru örgeðja þjóðernissinn- ar eins og óhjákvæmilegt er í landi tvö hundruð þúsund manna og takm.arkaðra náttúruauðlinda. Utanríkisráðherra þeirra, Einar Ágústsson, sem nú útskýrir fyrir- ætlanir þeirra fyrix ríkisstjórnum Bretlands og Þýzkalands, er ró- legur og skýr maður, sem ber mjög fyrir brjósti „lífsbaráttu“ lítillar þjóðar. Hann var bankastjóri Sam- vinnubanka íslands, áður en hann tók sæti í hinni nýju vinstri sinnuðu samisteypustjórn í sum- ar, en það er auðveldara að muna, að hann fæddist rétt hjá einum af hinum frægu sögustöð- um Njálssögu og rekur nú bú- skap í nágrenni Þingvalla, sem er annar kunnur staður frá tím- um fornsagna. Einar Ágústsson er með öðrum orðum maður, sem á sér djúpar rætur og ekki er auðvelt að hræða. Þetta mál íslands á sér langa sögu. Á 17. öld, segja þeir, voru fiskveiðitakmörkin 32 sjómílur, á 18. öld voru þau 24 sjómílur og 16 sjómílur á 19. öld. Árið 1901 gerðu Danir, sem þá stjórnuðu utanríkismálum íslands, sam- komulag við Bretland, þar sem tiltekin voru þriggja sjómílna fiskveiðitakmörk. Við það stóð til ársins 1951, þegar íslenzka ríkis- stjórnin sleit því og hóf „þorska- stríðið“, sem lauk árið 1961 með samkomulagi við Bretland, þar sem 12 rnílna takmörk voru til- tekin. Fiskur nemur 80% af útflutn- ingi fslands og 20% af þjóðar- framleiðslunni. íslenzika ríkis- stjórnin lýsir því svo, að án fiski- miðanna við landið, hefði ísland verið óbyggilegt. ísland hvílir á palli eða land- grunni og fylgja útlínur þess út- línum hafsins. Á þessum grunn- sævissvæðum eru ákjósanlegustu skilyrði fsrrir fiskiklak og eldi og byggist lífsviðurværi þjóðarinnar á varðveizlu þeirra og nýtingu. íslendingum er í mun að friða fiskstofnana vegna þess að stærð og afköst erlendra fiskiskipa, sem búin eru rafeindatækj um til að finna fisktorfur, fara sífellt vaxandi. Rússar hafa til dæmis fjárfest geysilega í úthafsflota sínum og stunda veiðar á land- grunninu, eins og Austur-Þjóð- verjar og Japanir. Brezku úthafstogararnir fá milli 40% og 60% af afla sínum á landgrunninu. Austen Lang, leiðtogi brezka togarasambands- ims, segir: „Það þarf ekki annað en líta á skýrslur til þess að skilja hversu mikilvægt svæðið er fyr- ir okkur. Ef takmörkin væru færð út í 50 mílur væri lífsaf- komu þúsunda manna í Bretlandi — og ekki aðeins í útgerðarbæj- unum — stefnt í hættu. Togaraeigendur standa við hlið brezku stjámarinnar þegar hún staðhæfir, að núgildaindi samkomulagi sé ekíki hægt að rifta einhliða og sérhverri deilu megi vísa til Alþj óðadómstólsins. Einnig megi treysta ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um nýtingu hafsbotnsins, sem halda á árið 1973, til þess að fjalla um hvers kyns mál er varða alþjóðlega löggjöf um hafið. Það næsta, sem Uklegt er, að íslendingar komizt málamiðlun, eins og stendur, er að fá sam- þykkt fyrir því, að erlend fiski- skip fari út fyrir nýju mörkin í áföngum. En brezkir fiskimewn segja, að þeir eigi ekki önnur viðunandi fiskimið um að velja. Hvers vegna ekki koma á alþjóð legri ráðstefnu um friðun á landgrunnssvæðinu og ákveðna aflakvóta? Til þessa hefur brezka stjóm- in brugðizt ákveðið — og Sovét- stjórnin opinsikátt — við fyrir- ætlunum íslenzku ríkisstjórnar- innar. Eftir heimsókn Einars Ágústs- sonar verður íslenzka ríkisstjórn- in að ihuga styrkleika þess þrýstings, sem kemur frá öðrum þjóðum, meðal annars viðbrögð Efnahagsbandalagsins og ákveða hvort markviss stefnumið og sex strandgæzluskip duga til að setja ný mörk og halda þeim. Stjórnin í Prag nýtur aðeins stuðnings 10% þjóðarinnar — — segir Josef Smrkovsky í viðtali við ítalskt kommúnistablað I BANDARÍSKA stórblaðinu The New York Times var al- veg nýverið sagt frá viðtali við Josef Smrkovsky, fyrr- verandi forseta tékkneska þjóðþingsins. Viðtalið við Smrkovsiky hafði birzt í kommúnistísku málgagni, Gi- omi-vie Nuuve, sem er gefið út í Milanó. 1 viðtalinu segir Smrkovs'ky að núverandi valdhafar í Tékkóslóvakíu njóti aðeins stuðnings um 10% þjóðarinn- ar. Smrkovsky, sem er sjúk- ur og undir stöðugu eftirliti lögreglu, segir að hann líti á hersetu í Tékkóslóvak- íu sem eitt grundvaillarvanda- málið innan álþjóðakommún- istahreyfinigarinnar. — Þjóð mín mun aldrei viðurkenna það sem staðreynd, að landið er i reynd hernuimið, þjóð mín mun aldrei beygja sig íyrir þessari staðreynd, þó svo að hún sé daglega neydd til að lyfita hendinni og greiða at- kvæði með því að sendar séu samþykktir og þakkarkvök þar sem l'átin er í Ijós fögnuður með „hima bróður- legu hjálp“ er haft eftir Smrkovsky. Josef Smrkovsky segir að hver sá sem vogi sér að reyna að hafa einhver samskipti við sig, setji sig í mikla hættu og hann segir að fyrrverandi ráð- gjafar sínir ýmsir séu annað hvort umdir eftirliti eða í fangetsi. Smrkovs'ky segir að fyrrverandi saimstarfsmenn hans, sem áttu hvað drýgstan þátt í að reyna að koma á umbótum í þiðunni í tékkn- esku stjómmálaitifi árið 1968, séu flestir í alvarlegum vanda staddir. Margir þeirra séu há- menntaðir menn, sem megi nú þakka fjrrir að vinna sem óbreyttir verkamenm, flestir í byggimigarvimniu. Og mega reyndar þafeka fyriir að hafa femgið vinnu. Fyrrverandi prófesisorar starfa sem kynd- Josef Smrkovsky arar eða lagermienn, fyrrver- andi sendiherrair eru dyra- verðir, lækniar eru burðairkarl- ar og fyrrverandi blaðamenn vinna við leigubilaak.stur. Margir þessara manna búa Framh. á bls. 39 un felur það einnig í sér, að stefnt er að virkjun Hraun- eyjafossa í beinu framhaldi en forsenda þess er að sjálf- sögðu að unnt verði að finna stóra orkukaupendur. Einn- ig í þeim efnum hefur því núveramdi rBdsstjórn horfið frá fyrri skoðunum og fallizt á sitefnu Viðreisnarstjómar- innar. Þessi sitefnubreyting núverandi ráðherra frá fyrri afstöðu þeirra er ánægjuleg — að því tilskildu að sjálf- sogðu að framkvæmdir verði í fullu samræmi við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.