Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, GAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1972 í gær varð livalreki á fjömm Eyrbekking-a, er 20 metra langurhvalur renndi sér í fjöruna og strandaði þar. Gaf hann þar upp hérlendis um þessar mundir til þess að biia sig undir starfið. Ljósm. Jón Bjarni Stefánsson. Skák- skeiðar KOMNAR eru á markað sitfur- skeiðar tid minja um hetrrus- meistaraeinvígið i skák. F.r þar um fimm mismunandí gerðir að ræða og sést ein þeirra á mynd- inni hér að ofan. Framleidd eru 100 stykki aif hverri gerð og eru skeiðarnar til sölu í Laugardals- höMinni á veguim Skák-sambandK ins, og einnig í Haifnarstræti 1 í verzlun Islenzks heimilisiðnað- ar og I Aðalstræti 12. Skeiðarn- ar teiknaði HaMdór Ólafsson. Drjúggildis afli hjá Manga Krumm EFTIR að trillan hjá Manga Krumm hafði verið á floti í nokkra daga bundin strekkt við bryggjuna þannig að hún náði að þéttast, sigldi Mangi á haf út og lagði lúðulínu. Hann fékk hvorki 5 pundara né 27 pundara eins og aðrir sendiherrar, heldur fékk hann 200 punda lúðu og tvær frek- ar en eina. Már á Pipp hefur einnig verið á skaki með góð- um árangri og sama er að segja um flesta trillukarlana. Það hefur verið drjúggildis afli. Senn leggst nú allt at- vinnulíf niður i Eyjum því þjóðhátiðin er fyrstu helgina í ágúst. Hjalli á Vegamótum var að laga stýrið á Fleyg um dag- inn, en ekki gekk það slysa- laust því stýrið tók mun bet- ur í bakborða, svo vonlífið var að halda stefnunni, því hlaup var í stýrisskrattanum. Hjalli benti þá á að þótt goft væri að eiga eitthvað í bak- höndinni þá benti hátterni stýrisómyndarinnar heldur mikið á ráfula rikisstjórn. Það var þó hægt að laga stýr- ið. Lundakallarnir hafa það gott, en heldur vex fiðringur- inn vegna þjóðhátíðarinnar i Herjólfsdal. — á.J. TVEIR Islendingar, Haukur Guðlaugsson organisti á Akra- nesi og Guðmundur H. Guðjóns- son organisti í Vestmannaeyjum héidu orgeltónleika i Róm fyrir skpmmu. Konsertinn fór fram í Evang- Luith Cristuskirche í Róm, sem er gömul kirkja mjög stór. Hauk ur og Guðmundur eru báðir í framhaldsnámi hjá Fernando Germani, einum frægasta orgel- kennara í heimi, en til skamms tíma var hann aðalorganisti páf ans. Þeir Guðmundur og Hauk- Peningakassa stolið frá FÍ LITLUM peningakassa var stolið úr vöruafgreiðsluskála Fluigfé- lags íslands á Reykjavikurfliuig- velli í fyrrinótt, en lítið var £Lf peningum í honum. Ekki er að sjá að neinu öðru hafi verið stol ið. bjargað nieð lyfjum. Flestir baendur eru nýbiinir að rýja féð að miklu leyti, annars hefur viðrað illa til þess nndanfarið. Júnímánuður var mjög kald- ur og spruttu tún þá mjög illa, en nú síðustu 2 vikurnar hef- ur mikið sprottið og er nú við- ast hvar komið gott gras og á grasgefnum túnum er grasið farið að fúna. Fáeinir bændur eru byrjaðir að slá, en ekkert hefur verið hirt af heyi, enda enigir þurrkar komið. Horfir því þunglega hjá bændum, ef tið breytist ekki mjög fljótiega. Undanfarið hefur Eufli á hand- færi verið mjög tregur hjá þeiim trillum, sem róið hafa frá Hellnum og Stapa. Annars var afli á handfæri sæmilegur i vor, en gæftir hafa verið slæmar. Fréttaritari. Orgeltónleikar Islendinga í Róm Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) ■’ ■■■ ■■■,,. ■ * - . Myndin er tekin af Maj Britt Imnander, t.v. forstjóra Norræna hússins og Elsu Mhx Sigurðsson bókaverði, setn hefur gegnt starfi forstjóra um sinn, en Maj Britt tekur við starfi í haust. Er hún hérlendis uni þessar mundir tii Jtess að húa sig undir starfið. ur eru fyrstu íslendingarnir, sem halda orgeltónleika í Róm. Mikið fjölmenni var á tónleikunum og góður rómur gerður að leik þeirra félaga, en orgeltónleikar í Róm eru alltaf fjölsóttir. Þeir félagar léku m.a. verk eftir Bach, Georg Böhm, Pál ísölfs- son, Magnús Jóhannsson og G. Boallmann. 19. júlí 1972. TlHARFARIÐ var mjög hag- stætt í vor og gróður kom snemnia. Maímánuður var mjög hiýr. Sauðburður gekk víðast hvar vel, en eitthvað bar á kvill- um i iingiömbum og þá heizt máttieysi á einstöku bæjum og drapst eitthvað af lömbum af þessum sökum, en mörgnm var V atnagangur á Kjalvegi BILSTJÓRI, sem kom Kjalveg í fyrradag hrinigdi í akkur í gær og benti á að ástæða væri til þess að aðvara bílstjóra, sem æti uðu Kjalveg. Sagði hann mikið vatn í ánum á Kili vegna riigninganna að undanförnu og mældi hann dýpið í Svartá, en það var 60 sm og í Sandá rétt of an við Gullfoss var dýpið 70 sm. Sagði hann ófært þar um nema á jeppum, en hins vegar kvað hamn Kjalveg sjálfan mjöig góð- an. Eru þeir að fá‘ann? LAXÁ f KJÓS Jón Erlendsson, veiðivörður við Laxá, sagði í gær, að nú væru komnir um 1000 laxar á land úr ánni. Veiði hefði verið góð undanfama daga, og kom izt í allt að 60 laxa á dag á 10 stenigur, sem leyfð er veiði á í ánni. Meðalþungi sagði hann að væri nú óvenju góður, usn 18 pund og fiskmagnið væri gríðarlega mikið, einkum i neðanverðri ánni. Sagði Jón, að nú væru ein- göngu erlendir veiðimenn við ána, og vaeri því mest veitt á flugu. Létu þeir mjög vel af veiðinni, og væru reyndar surnir hverjir í þriðja skiptið við veiðar í ánni, og allir töl- uðu þeir um að koma aftur næsta sumar. Stærstu laxarnir, sem feng izt hafa úr ánni í sumar, hafa vegið 17 pund, en jafnframt sagði Jón, að nokkuð margir 16 punda hefðu verið dreginir. Þá sagði Jón, að veiði í Mieð alfellsvatni hefði verið mjög góð í sumar. Um síðustu helgi hefðu t.d. fengizt 12 laxar úr vatninu, en jafnframt væri mikið veitt af siiungi. Væri hann nú mun vænni en verið hefði, og taldi Jón það eiga rætur sinar að rekja til þeirra aðgerða, sem bæudur við vatnið gripu til í vor er þeir veiddu þúsundir siiunga í net til þess að gera láfsafkomu þeirra sem eftir væru betri. LAXÁ í LEIRÁRSVEIT 540 laxar eru nú kommir á land af neðra svæðinu í Laxá, að sögn Sigurðar Sigurðsson ar, Stóra-Lambhaga. Neðra svæðið nær frá ósi upp að Eyr arfossi, og er leyfð veiði á fjórar stengur á því svæði, en eina ofan við Eyrarfoss. Sagði Sigurður, að þetta væri nokkru meiri veiði en á sama tíma í fyrra, e>n þá hefðu verið komnir um 500 laxar á land. Jafnframt sagði hann, að laxinn væri nú með vænna móti, og væri meðal- þungi ekki minni en 8—9 pund. Stærsti laxinn, sem komið hefur á land í sumar úr Laxá vó 18 pund, og var hann veiddur á flugu. VATNSDALSÁ Guðmundur Jónsson, Ási, sagði, að mjög góð veiði hefði verið í ánni upp á síðkastið, en hún hefði verið dræm fram an af suimri. Veiðitíminn í Vatnsdalsá byrjaði þann 25. júni, og taldi Guðmundiur, að nú væru komnir á land eitt- hvað á fjórða hundrað laxar úr ánni. Gat hann þess að lax inn væri einkar vænn, varla nokkur lax undir 10 pundum. „Núna fyrir skömmu var hér við veiðar Bnig'lendingrur að nafni Hartin Watt,“ sagði Guðmundur, „og dró hann 18 laxa á land á þeim eiria degi, sem hann var við veiðarnar. Sá stærsti vó 23 pund. Þetta mun vera metafli hér í sumar, bæði hvað þyngd og fjölda snertir.“ Loks sagði Guðmundur, að mikið hefði veiðzt af silungi í sumar, og væru veiðileyfi til þeirra veiða nú orðin mjög eftirsótt. STÓRA LAXÁ Veiði hefur verið mjög dræm í Stóru Laxá það sem af er surnri, og eru nú komnir 13 laxar á land á Laxárdals- svæðinu. Steinþór Sæmunds- son, i veiðihúsinu í Laxárdal, sagði að laxar þessir væru alilt frá 5 punda upp í 19 pund, en meðalþungi um 10 pund. Sagði hann að þeir væru allir veiddir á maðk að tveimur undanskildum. Steinþór sagðist þó vona að veiðin glæddist nú um helg- ina, þar sem stórstreymt hefðá verið í gær, og þá von til að eitthvað gengi upp í ána. f Hóladal fengum við þær uppiýsingar, að um 25 laxar væru komnir á land af 1, og 2. svæðinu, Væru þetta frek- ar vænir fiskar, m.a. einp yfir 20 pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.