Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1972
A
Eyjapeyjar í Islandssiglingu:
Skrifað innan við opinn
iglug'ga á Strandveginum, 17da
júlí og fleiri daga.
Pú, þá er þetta loksins búið
og hringnum lokað. Við getum
raðað okkur upp i beina röð og
sungið fullum hálsi Mandala,
Mandala, eins og Trúbrot gerði
fyrir okkur í Miðgarði eina
kvöldstund um dagimn. Það var
um hádegisbilið í dag, sem okk
ar Mandölu var lokið, og Imba
Johnsen sendi okkur búnt af
rauðum rósum niðrá Bæjar-
bryggju. Mikið var Gaui
feginn að komast heim. Hann
hefur reyndar verið með hast-
arlega heimþrá allar götur frá
því, að við fórum frá bryggju
forðum daga. Og Anna tók á
móti honum, auðvitað.
Seinéist þegar frá var horfið
vorum við að vandræðast yfir
mótor á Stykkishólmi. í miðju
þessu volli sendi Merkúri-um-
boðið okkur einn sex hesta mót
or, og við tókum pokana um
borð fullir vonar. Það stóðu
nokkrir á bryggjunni, þegar
við losuðum. Einn var þar, sem
vildi endilega, að við skiluðum
kveðju á Skaga, en við tókum
heldur dræmt í það, svo að
hann steypti sér í sjóinn og
sagðist skyidi verða á undan
okkur. Vætan draup úr klæð-
um hans, þegar Torfi þreif
hann uppi bátinn. Tuðran
renndi að, og hjálpfúsar hend
ur kipptu sundgarpinum i land.
Menn töluðu um, að láta lögg-
una aka honum heim, en þar
hefur hann sjálfsagt sofið úr
sér berserksganginn, þótt auð-
séð væri, að hann hafði látið
eitthvað annað en syeppi oní
siig. Ég vona, að bjartur dagur
hafi risið úr rekkju með hon-
um næsta dag, og ekki þarf
hann að kvarta undan vatns-
leysi.
Það var renniblíða og þangið
dansaði magadans í sjávarmál-
inu með seiðandi undirleik
ljúfrar öldu, sem þó grjótið
með sínum salta þvottapoka,
en enga átti hún bjútísápuna.
Þetta gekk hægt. Lánsmót-
orinn var algjör rjómaþeytari,
og skriðurinn á Látraprinsin-
um var í minnsta lagi, þó var
ekkert drasl um borð nema
Gaui og Óli. Hnúturlnn á drátt
arhönkinni var leystur, mótor
inn á Litla Doj rembdist og þeyt
arinn á hlnum bátnum líka, en
lítil var ferðin. V:ð vorum
lengi til Grundarfjarðar.
Þeir hjá Veðursto'fumni
spáðu lelðinlega, suðaustan
skít, svo að við tókum svefn-
pokana og fengum pokapláss
við vægu verði í ófuKgerðu hót
eli staðarins.
Slkerandi hávaðinn i vekj-
araklukkunni glumdi um her-
bergið. Kiukkan var fimm, og
mávar sátu í fjörunni niðrund-
an glugiganum, en Óli hjó máva
í rúminu, snaraðist svo fram-
úr og í landið.
Nú skyldi gera trix eða til-
raun. Við tókum bömdin til.
Látraprinsinn var tekinm á loft
og bundinn framan á Litla Doj
siðan gefið i. Hraðiinn varð
samt ekki meiri en að draga
hann, svo að við sigldum ekki
langt með bátama bundna í
kross. Dráttartaugin var því
tekin til og dregið til Ólafsvik-
ur. Veðrið var hráslagalegt, og
þokuflókar á f jöllum.
Það var líf á bryggjunni,
þegar við komum til Ólafsvík
ur. Trillukarlar í gulum stökk-
um, sem höfðu blóðga bletti og
klepra að framan, stóðu og
bogruðu með gogg i höndum.
Fiskar flugu í málið, og bros-
mildir kallamir tóku i nefið á
milli, en skýin héldu ekki vatmi
og vættu steininn í götumni.
Fuglar héldu sig nærri trillun-.
um og fiskinum, eins og þeir
gera alltaf, ef þeim finnst fiski
legt. Stundum kom fyriir, að
einn eða tveir fuglar eltu bát-
ana okkar i von um smá lifirar-
ögn eða slorbita, em aumingja
fuglarnir hafa ekki vitað, að
við vorum bara nokkrar fiski-
fælur i nóp að skrumskælast
einhverja vitleysu útí loftið.
Okkur langaði i einhverja
hressingu og gengum þvi til
matstofu. Þar héngu myndir,
sem vöktu eða mögnuðu heim-
þrá i brjóstum Okkar. Það
kom í ljós, að kokkurinn og eig
andinm var gamall Vestmanna
eyingur, sonur Jóhannesar Pól.
Gengilbeinan skenkti okkur
kaffi úr kaffimaskínunni, og
við supum á.
Helblár mökkur bóistraðist
út úr púströrinu á flutnimga-
bílnum, þegar bílstjórinn ga£ i.
Innan luktra dyra bílsins sat
Látraprinsinn innan um allra
hamda vaming og fór landleið
til Reykjavíkur, og við höfðum
ekki siglt langt haf á Litla Doj,
þegar þeytarinn fór sömu leið.
Við sendum hann frá Rifi via
Hellissandur til föðurhúsanna.
Þröngt mega sáttir sitja og
súpa. Tíu fætur ófust saman
í undariegan hnút, þaranig, að
hvað var hvurs var erfitt að
sjá.
Litli Doj hjó öiduna og
slampaðist framhjá Sandinum
í krakkaldanum, sem var þó
heldur í bakið. Skammt frá
Sandi stendur radíómastrið
beint uppí ioftið og er nær
guði en nokkur anmar á Is-
lamdi fyrir utan náttúrulega
biskupinn. Þarna hafa Indíán-
Á hlaðinu á Bessastöðum með Forseta tslands, herra Kristjáni Eldjárn. Frá
Kiddi, Mari, Kristján og Óli Kristinn.
vinstri, Gaui,
Rennt
í rastirnar
og Reykjavík,
Bláf jöllin og
Bessastaðafjöru
og
hringsiglingu
lokið við
Heimaklett
ar sprangað með málningar,-
pensii í hemdi og klínt á mastr-
ið, enda vanir að fást við liti
eftir aiia stríðsmálningu fyrri
alda.
Beygt til suðurs og veðrið
beint á móti. „Iss, þetta er nú
meira sýstemið þessi Breiða-
fjörður; ekkert nema flóð og
fjara, sker og eyjar,“ sagði
Gaui um leið og við ventum.
Þegar annar mótorinn bilaði reyndu þeir að hiaða öðrum bátnum á hinn, eins og myndin sýnir
en það gekk ekki lengi.
Dökkir hamrar nessins voru
með fætur sína í hvítunni, sem
skeflurnar þeyttu uppeftir
þeim. Aldam, sem hljöp til
lands vaf dökkgræn þar til
hún kom í mark, þar sem hún
umturnaðist í glimu sinini við
klettinn, sem stóð rótfastur og
varðist öllum brögðum. „Hrmg
laga sprengj'umar falla.“
Og vindurinn blés seltu-
bragði uppd mamm. Mari pírði
augun og reyndi að verjast
köldum suddanum, sem leitaði
í amdlitið. Dropar hénigu í hár
kambinum, sem gekk í slufsum
niðrá ennið, en lambhúshettan
var orðin gagnblaut. Við hinir
gátum snúið okkur undan, því
að við þurftum ekkert útkíkk
að hafa.
Skýin sigldu hraðfoyr yfir
okkur og voru leið á svipinn.
En seigur var sá gamli, og
við börðum áfram. Timinn
drattaðist áfram og báturinn
líka. Nokkrum ljósárum síðar
birtist lygn sandvík. „Lendum
hérna og hlaupum aðeins um,“
stakk einhver uppá. Ókei.
Remnt að. Þarinn var farinn
að kitla skrúfuna. Drepið á. Ég
fór fram i blautuir eins og kjöl-
dreginn. — Nei, var ekki þama
glóaldinlitt slysavarnaskýli.
Þetta kailar maður heppni.
Ég fór á undan i skýlið og
dró af mér bleytuina. Hinir
gengu frá bátnum.
Þetta hét í Dritvík. Og þarna
voru þunr föt hamda blautum
mönnum. Ég fór í einn slíkan
alfatnað og varð eins og nýút-
sprunginn blömahippi það
vantaði bara grasið og pípuna.
Gaui fór i taistöðina og lét
Reykjavíkur-radíó vita af okk
ur, því að við vorum settir inmí
tilkynningaskylduna eftir
Hornvíkur-vesenið.
Það brast i kolunum, og vina
legt snarkið í kabyssunni gerði
okkur syfjaða. — Dýrlegir
draumar, sem enigimn skilur og
emginn man. En veröldin birt-
ist aftur með grámygtu og mör
ur hvunndagsins.
Nokkrir bitar af súkkulaði-
birgðum Mara hurfu oní okkur,
en það var einasti kosburinn,
sem við höföum með okkur fyr
ir utan bensín, náttúrulega.
Auðvitað hefðum við getað tek
ið af birgðum skýlisins, en
gerðum það samt ekki. Það var
ljótt að sjá, hvernig eimhverj-
ir ,,góóhjartaðir“ menn höfðu
spillt matarpökkum og ruglað
til í skápnum.
Það sat alltaf einn við kab-
ysisuna og tíntji öðru hverju
kol í logann. Dampurinn steig
uppaf sjóblaútum gallanum, en
hvítleitur saltblettur sat eftir.
Meðan við dvöldum í drauma
heimi lægði nokkuð, og hann
sneri sér úr suðaustan í suð-
vestan. Hvítan í ölduföldunum
var að mestu horfin, og fjöllin
voru léttari á brún. Það var
því ekkert annað að gera en
að fara í gallann og skila
hippaklæðunum. Klukkan var
rúmlega níu, þegar mótorinn
hóf upp raust sína að nýju.
Blá fjöll sáust einhvers stað-
ar þarna hinum megin við fió-
ann. Þau áttu líklega heima á
Mýrunum, en eitt fannst okk-
ur endilega vera Akrafjall.
Sbefnan var tekim á það.
Að baki otokar lyftist Snæ-
fellsjötoull hátt upp í loftið, en
við sigum ýmist upp eða niður
á nöturlegum öldunum, sem
ultu áfram á flótta sínum und-
án kaldanum. Þetta var dólferð
á bátnum, en samt var næst-
um keyrt i botni. Þumgi okkar
og bensínsins var svo mikill, að
hann náði sér ekki upp á neina
ferð. Það voru leiðindi i sjóinn
með bleytu, sem gekk yfir okk-
ur alla. Droparnir komu marg-
ir saman og leituðu inmá okkur.
Einn og einn smaug innfyrir
hálsmálið og renndi köldum
fingrum sínum niðrá nafla.
Maður varð rassblaubur, því
að buxurnar höfðu riflnað í
Dritvikurlendingunni. Húm-
ornum var haldið uppi með
söng. öll lög, sem við kurnium
voru tínd til, meiraðsegja lög
eims og „Ef væri ég sönigvári,“
sem maður Lærði hjá Oddgeiri
í söng á barnaskólaárunum.
Konsertinn stóð í fjóra tíma, en
þá gáfust söngvararnir upp og
hurfu inní sjálfa sig og sögðu
fátt. Þá fyrst fann maðúr bleyt
una og hrollinn ná tökum á
sér.
Bláu fjöi'lin hurfu inni d'imm-