Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1972 SAI BAI N | í frjálsu ríki eftir VS. Naipaul llktist 5>ó nokkuð Indíána-dansi í kúrekamynd en fólkið söng á sanskrít lofsöngva um okkar guði. Ég fylltist fögnuði. En hann var skammvinnur. Ef til vill var það vegna þess að dansaramir höfðu á sér útlit kynblendinga, eða vegna þess hve framburður þeirra á sanskrít var annarleg- ur. Nú fannst mér þetta fólk vera mér framandi, þótt það hefði ef til vill einhvern tíma ve-rið mér likt. Ef til vill hafði það verið flutt hingað nauðung- arflutningi, eins og segir í ein- hverri sögu, og sett innan um hubshi-ana, og glatað og gleymt uppruna sínum fyrir löngu. Eins og flökku-fólkið okkar. Ég missti allan áhuga á dansinum, ég fór að hugsa um þetta og ég íylltist vanþóknun á dönsurun- um, alveg eins og þegar við stöndum andspænis einhverju, sem á að vera okkur skylt, en reynist ekki vera það, reynist vera spillt, eins og vanskapað- ur maður eða holdsveikur, sem sýnist heill úr f jarlægð. Ég flýtti mér burt. Skammt frá sá ég kaffisölu, þar sem mér sýndist berfættum vera bornar veitingar. Ég fór inn, fékk kaffi og góða köku og keypti mér vindlinga. Eldspýtur fylgdu vindl'ingunum ókeypis. Allt gekk vel — en þá fóru þeir ber- fættu að gefa mér auga og einn skeggjaður kom og þefaði af mér og brosti og sagði eitthvað á hrognamáli sem ég skildi ekki. Og svo komu fleiri berfættling- ar og þefuðu af mér. Þeir voru #ekki óvinsamlegir en mér féll ekki hegðun þeirra. Mér stóð heldur ekki á sama, þegar ég sá að tveir eða þrír þeirra veittu mér eftirför, þegar ég fór út. Þeir voru ekki óvinsamlegir, en ég vildi ekki eiga neitt á hættu. Kvikmyndahús varð á vegi mínum. Ég fór þar inn. Ég vildi hvort eð var gjaman sjá kvik- mynd. Ég var vanur að fara í kvikmyndahús einu sinni eða tvisvar í viku í Bombay. Það gekk líka vel. Myndin var byrjuð. Hún var ensk og mér veittist dálítið erfitt að skilja, hvað fram fór. En þarna í myrkrinu fór ég fyrst að hug- leiða, hversu mikl'um peningum ég hafði eytt. Mér hafði fund- iZt verðlagið sanngjamt, álika og í Bombay. Þrjár fyrir að- göngumiðann, ein og hálf á kaffihúsinu með þjónustugjaldi. En ég hafði hugsað í rúpíum og borgað í dölum. Ég hafði eytt rúmlega niu daga kaupi á tæpum klukkutíma. Ég gat ekki einbeitt mér leng- ur að kvikmyndinni. Ég gekk út og lagði af stað í áttina að fjöl- býlishúsinu. Nú voru fleiri hubshi-ar á ferli og ég sá að gangstéttin var blaut þar sem þeir hópuðust saman og þar lágu hættuleg glerbrot. Mér var ómögulegt að fara að matselda, þegar í ibúðina kom. Og ég gat heldur ekki hugsað mér að horfa á útsýnið. Ég breiddi úr sængur- fötunum mínum í skápnum, lagðist út af og beið húsbónda míns í myrkrinu, Þegar hann kom, sagði ég: „Sahib, ég vil fara heim.“ „Santosh, ég er búinn að borga fimm þúsund rúpíur fyrir farið þltt hingað. Ef ég ætti að senda þig heim, yrðir þú að vinna kauplaust fyrir mig í sex eða sjö ár til að endurgreiða, mér.“ Ég fór að gráta. „Veslings Santosh minn. Eitt- hvað hefur komið fyrir þig. Segðu mér, hvað kom fyrir þig.“ „Sahib, ég er búinn að eyða meira en helmingnum af fyrir- framborguninni. Ég fór út og fór svo í kvikmyndahús." Augun í honum urðu lítil og skser undir gleraugunum. Hann beit inhan í efri vörina og renndi framtönnunum í neðri góm eftir yfirvaraskegginu og hann sagði: „Þama sérðu. Þama sérðu. Ég sagði þér að hér væri allt dýrt.“ Ég skildi, að ég var fangi. Ég gerði mér það ljóst og ég sætti mig við það. Ég l'aarði að dvelj- ast um kyrrt i ibúðinni og ég var jafnvel rólegur. Húsbóndi minn var smekkmað ur og íbúðin fékk brátt á sig sama svip og sést á myndum í tímaritum. Hann safnaði að sér bókum, indverskum málverkum, indverskum dúkum, höggmynd- um og brons-styttum af guðun- um okkar. Ég gætti þess að láta mér ekki vel líka. Þetta var auð- vitað mjög fallegt, sérstaklega vegna útsýnisins. En útsýnið var útlent og íbúðin jafnaðist aldrei á við gömlu, látlausu herbergin okkar í Bombay með körfustól- unum. Mér fannst þessi íbúð ekki koma mér neitt við. Ég gerði skyldu mina, þegar gestir komu til snæðings. Þegar tímabært var, bauð ég góða nótt, lokaði eldhúsdyrunum á bak við tjöldin og þóttist yfir- gefa ibúðina. Svo lagðist ég hljóðlega út af í skápnum min- um og fékk mér að reykja. Mér var frjálst að fara út. Ég hafði sérinngang. Bn ég kærði mig ekki um að fara út úr íbúð- inni. Mér var það meira að segja á móti skapi að fara niður i þvottaherbergið í kjallaranum. Einu sinni eða tvisvar í viku fór ég í matvælaverzlunina við götuna okkar. Ég þurfti alltaf að ganga fram hjá hubshi-um í hópum og hubshi-börnum. Ég reyndi að horfa ekki á þetta fólk, en það var erfitt. Það sat á gangstéttinni á húströppunum og undir runnunum við litlu rauðu múrsteinshúsin sín, sem sum voru með hlerum fyrir öll- um gluggum. Þetta fólk virtist sækjast eftir útiveru og það tók sér fátt fyrir hendur. Sumir voru jafnvel drukknir fyrir há- degi. Inn á milli hubshi-hús- anna voru önnur hús alveg eins gömul,- en í þeim logaði gasljós > anddyrinu nótt sem dag. Það voru hús Ameríkana. Þá sá ég sjaldan. Þeir voru ekki mikið á götunum. Með gasljósunum var sú saga sögð, að húsin væru falleg og ný að innan, enda þótt þau virtust gömul utan frá. Mér fannst ljósin líka vera viðvörun til hubshi-anna að halda sér í hæfilegri fjarlægð. Fyrir utan matvöruverzlun- ina stóð alltaf lögregluþjónn með byssu. Inni í verzluninni voru hubshi-verðir með kylfur og á bak við afgreiðsluhilluna við peningakassann stóðu hubshi betlarar í tötrum. Þama voru í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. lika hubshi-drengir litlir en pattaralegir, sem biðu eftir þvi að fá að halda á vamingnum fyrir fólk. Alveg eins og ég hafði beðið eftir að fá að halda á farangri indversku ferðamann anna í f jöllunum heima. Ferðir minar utanhúss voru ekki aðrar en í matvöruverzlun- ina og ég var alltaf feginn að komast aftur upp í íbúðina. Þr voru verk min fljótunnin. Ég horfði oft á sjónvarpið og mér fór fram í enskunni. Og mér fór að þykja gaman að sumum aug- lýsingunum. Eiginlega kynntist ég Ameríkönum í þessum aug- lýsingaþáttum, því sjald'an sá ég þá í raun og veru og þekkti þá aðeins af gasljósunum þeirra. Þarna sem ég var staddur uppi í ibúðinni með útsýni yfir hvít hvolfþök, tuma og græna garða, gekk ég inn á heimili Amerik- ana og fylgdist með því, hvern- i'g þeir gerðu hreint á þessum heimilum sínum. Ég sá þá þvo gólf og þvo leirtau. Ég sá þá kaupa föt og hreinsa föt, kaupa velvakandi 0 Hvers eiga börnin að gjalda? Þannig spyr H.Á., sem skrif- ar eftirfarandi bréf: „Ég er ein af þeim ólánsömu konum, sem eru að missa menn sina til Bakkusar. Það er erfitt að berjast við Bakkus, en erfið ara er að berjast við skilnings- eða getuleysi okkar heilbrigði í þjóðfélaginu gagnvart þessu vandamáli. Hvað get ég gert? Á ég að segja ykkur það. Ég verð að bíða þar til maðurinn minn, sem ég og bömin elska ennþá, er orðinn það illa farinn bæði andlega og líkamlega, að hann verður og vill sjálfur leita sér aðstoðar. Og hvað tekur þá við? Eru til sjúkrarúm? Jú, ég held að það séu fáein rúm til fyrir þennan sjúkdóm, en hvað eru margir um þau ? Nógu margir til að minn maður er settur á biðlista. Og hvað ger- ist á meðan? Hann hressist við í bili og finnst hann ekki þurfa á þessu að halda lengur — hann er hættur. — Svona geng ur vítahringurinn áfram. Og bömin, hvernig eru þau? Ótt- inn lamar þau smátt og smátt andlega, hræðslan um pabba sinn, hvar er hann? Hvenær kemur hann? Hvemig kemur hann? Af hverju drekkur hann? Er ekki hægt að hjálpa honum? Á ég að segja þeim, að það sé ekkl hægt af þvi að hann vilji það ekki sjálfur? Skilja börn og unglingar blekk inguna, sem ræður yfir þess- Hraðbátur Til sölu 17 feta yfirbyggður hraðbétur á góðum vagni 70 ha Mercury vél. Til sýnis að HÁTRÖÐ 7, Kópavogi. Sími 40736. Laugardalsvöllur ÍSLANDSMÓTIÐ I. DEILD. Víkingur - ÍBV leika í dag kl. 4 á Laugardalsvelli. Síðast vann Í.B.V., hvað skeður nú? Víkingur. um mönnum, sem hafa orðið ofdrykkjunni að bráð? Hvemig þjóðfélagsþegnar verða böm sem alin eru upp við ofdrýkkju móður eða föð- ur? Dæmin sem ég þekki til eru ekki upplífgandi. En hvað gerist ef móðir eða faðir fá berkla eða annan bráðsmitandi sjúkdóm? Eru þau spurð, hvort þau vilji forða börnunum sín- um frá bráðri hættu? Nei, þau eru umyrðalaust tekin úr um- ferð, og tekin til meðferðar, og allir þeir, sem grunur leikur á að geti hafa tekið smit, teknir til athugunar. 0 Iivar eru mannréttindi . . .? Hvað haldið þið að ofdrykkju maður smiti mikið út frá sér? Hugsið málið vandlega. Það eru bömin, sem líða mest, svo kem ur maki, foreldrar, tengdafor- eldrar, nánir vinir, kunningjar, vinnustaður og ótal margir að- ilar, sem smitast af einum manni. Hvenær kemur sá dag- ur, að kona, sem á ofdrykkju- mann þarf ekki að flytjast bú- férlum milli landshluta eða af Iandi brott til að forða sér og börnunum frá ævilöngu and- legu örkumli af völdum eins of drýkkjumanns? Það er ekki nóg að segja skilið við mann- inn og flytjast í aðra götu. Hann finnur hana fljótt, því hvert á hann að fara, þegar hann er fullur? Ég vona að það verði sem fyrst að lögum verði breytt þannig að ofdrýkkjumenn fái ekki að skemma svona út frá sér eins og þeir gera í dag, og þeir verði teknir skilyrðislaust til meðferðar áður en það er of seint. Einhver hugsar kannski um mannréttindi þessara manna, en hvar eru mannrétt- indi barnanna og mín mann- réttindi? Ég skrifa þetta með breyttu letri því ég get ekki svarað þessu sjálf, og enginn, sem ég heí spurt, og hef ég leitað viða að svari. Dæmin sanna sig sjálf og það er eng- in hætta að maður verði tekinn úr umferð vegna ofdrykkju, sem ekki þarf á því að halda. Eru kannski einhverjir, sem þessum málum ráða, hræddir? H.Á. P.S. óska eftir að nafn mitt verði ekki birt vegna fjölskyldu miinnar því enn er þetta feimn ismál á sumum heimilum — oig því þarf líka að breyta. Er skömm að því að láta taka úr sér botnlangann ? H.Á“. 0 Nöfn og hcimilisföng erlendra blaða Velvakanda hafa nú á skömm um tima borizt bréf þar sem óskað er eftir nöfnum og heim- ilisföngum á blöðum í ýmsum löndum. Bréfriturum skal bent á að snúa sér til sendiráða eða ræðismanna þessara landa hér- lendis. Þar er haldbeztar upp- lýsingar að fá. Skrá yfir sendi ráð og ræðismenn er í Handbók utanrikisráðuneytiisins. BEINT FRÁ PARÉS Opnum í dng nýjo sérverzlnn í kvenfntnnði nð Vestnrgötu 17 Leggjum aðaláherzlu á sértízkuvörur beint frá París. Munum ávallt kappkosta að hafa allt sem hugur hinnar vandlátu girnist. VERZLUNIN SNÓT, Vesturgötu 17 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.