Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1972
Útgafendí M Án/aifcui', Reyfcijavífc
Fnom'kva&mdastjóri Har&ldur Sveinsaon.
■Rhstíóirar M.attihlas Johannessen,
Ey/ólífur Konréð Jónsson
Aöstoöarritstjóri Styrmir Gurvnarsaon.
RHstjórrvarfutHrúi Þiorbtjörn Guðrrvundsaon
Fróttastjóri Björn Jöhartfvaaon
Aualýsingastjiðri Ámi Garðar Krlatlrwson
Ritstjórn og aígreiðsla Aðalstrœti 6, sfn»l 1Ó-100.
AugiJýwingaf Aðatetræti 6, sfmf 22-4-60
Áskriftargjafd 225,00 kr á 'mánuði irvnanlands
I fausasöíu 15,00 Ikr eintakið
■r|agblaðið Tíminn, málgagn
^ Ólafs Jóhannessonar, for-
sætisráðherra, birti í gær for-
ystugrein að gefnu tilefni
eins og segir í blaðinu, þar
sem lögð er áherzla á, að
óréttmætt sé að kenna ein-
um stjórnarflokknum öðrum
fremur um skattafargið, sem
ríkisstjórnin hefur lagt á elli-
og örorkulífeyrisþega. Blaðið
bendir á, að stjórnarflokkarn-
ir hafi allir staðið að þessum
skattaálögum og beri því
jafna ábyrgð á þeim.
Tilefni þessarar forystu-
greinar er grein um skatta-
álögurnar á elli- og örorku-
ltfeyrisþegana, sem birtist í
Þjóðviljanum sl. fimmtudag.
Grein þessa birti Þjóðviljinn
undir fyrirsögninni: „Er Ey-
steinskan ennþá lifandi í
Framsóknarflokknum?11 Þar
er miklu lofti ausið á Magnús
Kjartanssön, heilbrigðisráð-
herra, og honum færðar
margfaldar þakkir fyrir þá
hækkun á bótum almanna-
trygginga, sem ákveðin var
með lögum í tíð viðreisnar-
stjórnarinnar.
Halldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, er hins vegar
sakaður um skattaálögurnar
á elli- og örorkulífeyrisþeg-
ana. Lögð er áherzla á að
fræða þurfi unga fólkið í
landinu um eðli og innræti
Framsóknarflokksins, og full-
yrt er, að hann sé helzti
íhaldsflokkur á Islandi.
Ráðherrar Framsóknar-
flokksins hafa fram til þessa
þolað yfirgang ráðherra Al-
þýðubandalagsins og látið þá
niðurlægja sig hvað eftir
annað. Þessi vinnubrögð hafa
þó greinilega valdið vaxandi
gremju innan Framsóknar-
flokksins að undanförnu. Al-
þýðubandalagið eignar sér
hinar jákvæðu hliðar á störf-
um stjórnarinnar. Framsókn-
arflokknum er síðan kennt
um allt það, sem úrskeiðis
hefur gengið. Samstarf komm
únista við lýðræðisflokka
byggist ávallt á slíkum óheil-
indum; vinnubrögð þessi
koma því fáum á óvart.
Forystugrein Tímans í gær
er fyrsta tilraun framsókn-
armanna til þess að spyrna
við fótum. f raun er þessi at-
burður þó opinberun á einni
mestu niðurlægingu, sem
Framsóknarflokkurinn hefur
orðið að þola í stjórnarsam-
starfinu við Alþýðubandalag-
ið. Þess munu fá dæmi, að
málgagn forsætisráðherrans
verði að gefnu tilefni, vegna
árása í öðru stuðningsblaði
ríkisstjórnarinnar, að ítreka,
að skattaálögurnar séu á
ábyrgð allra stjórnarflokk-
anna.
Þrír ráðherrar komu í út-
varpið fyrir skömmu og lýstu
yfir því, að samstarfið í ríkis-
stjórninni væri með ágætum
og þar hefði aldrei hlaupið
snurða á þráðinn. Vel má
vera, að ráðherrarnir þrátti
ekki á rikisstjórnarfundum.
Ef það er rétt, sýnir það á
hinn bóginn, að ráðherrar
Framsóknarflokksins hafa
ekki einurð til þess að koma
ffætta er nú á, að togara-
flotinn stöðvist og hrað-
frystihúsin verði að hætta
framleiðslu á karfaflökum til
frystingar. Þessi framleiðslu-
starfsemi hefur verið rekin
með halla að undanförnu,
sem augljóslega mun hafa
mikla erfiðleika í för með
sér.
Sameiginlegur fundur karfa
framleiðenda innan Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna og
Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga lýsti yfir því sl.
fimmtudag, að ekki væri
unnt að halda þessari fram-
leiðslu áfram við óbreyttar
aðstæður. Þessum erfiðleik-
um veldur stóraukinn til-
kostnaður við framleiðsluna.
Formaður félags Sambands
fiskframleiðenda telur, að
í veg fyrir yfirgang og óheil-
indi ráðherra Alþýðubanda-
lagsins.
Einmitt þessi staðreynd
veldur nú gremju í röð-
um framsóknarmanna og
óánægju með forystu flokks-
ins. Ráðherrar flokksins hafa
ekki veitt yfirgangi Alþýðu-
bandalagsins viðnám, en for-
ystugreinin í Tímanum í gær
á sýnilega að sætta þá fjöl-
mörgu, sem eru óánægðir
með frammistöðu flokksfor-
ystunnar.
framleiðsluverðmætið sé nú
minna en hráefnis- og launa-
kostnaður.
Ljóst er, að stöðvun karfa-
framleiðslunnar getur haft
mjög alvarlegar afleiðingar
og dregið úr atvinnu yfir
sumarmánuðina, enda er
mestallur afli togaranna karfi
á þessum árstíma. Framleið-
endur telja augljóst, að
hækka verði karfaverðið.
Sjávarútvegsráðuneytið mun
hafa þessi mál til athugunar,
en Lúðvík Jósepsson er í
sumarleyfi og á fundaferða-
lögum um þessar mund-
ir. Ákvarðana er því tæpast
að vænta næstu daga.
Engu að síður verður að
leggja ríka áherzlu á, að þetta
mál fái skjóta úrlausn, því að
einsýnt er að mikið er í
húfi.
ABYRGÐ
ST JÓRN ARFLOKK ANN A
Erfiðleikar við
karfaframleiðsluna
Dr. Stefán Aðalsteinsson, búf járfræðingur;
Hagnýtt gildi sauðfjár-
rannsókna
Þessar tilraunir hófust árið 1958.
Þá hafði um nokkurt árabil verið
lögð aukin áherzla á það í leiðbein-
ingum i sauðfjárrækt, að bændur
bættu uppeldi á gemlingum og næðu
upp aukakostnaðinum af dýrara vetr
arfóðri með því að láta gemlingana
eiga lömb.
Útkoman úr þessari nýbreytni
varð oft hin ömurlegasta. Bændur
settu á fallegar gimbrar, kópólu þær
yfir veturinn og létu þær eiga lömb
en lömbin sem þær áttu, urðu mjög
oft smápisiir. Stærðin var oft ekki
meiri en það, að þau gátu staðið á
lófa manns nýfædd.
• •
Onnur grein
Á þessum árum voru gerðar með
það tilraunir í Ástraliu að láta lamb-
fullar ær vera í mjög miklum hita
á meðgöngutímanum, og með því móti
var hægt að láta lömbin úr þeim
verða dvergsmá. Þessi áströlsku hita
lömb voru svo lík dvergpíslunum úr
gemlingunum, að mjög nærri lá að
ætla, að þessir vel fóðruðu gemling-
ar væru með hita á meðgöngutíman-
um.
Tilraununum var meðal annars ætl
að að fá úr þvi skorið, hvort hægt
væri að fá þyngri lömb úr gemling-
unum við burð með því að klippa þá
á meðgöngutímanum. Ef orsök dverg
lambanna var ofhiti, átti klippingin
að verka kælandi, og þá áttu klipptu
gemlingamir að eiga lömb með eðli-
legum þunga.
Útkoman úr tilraununum staðfesti
þessa tilgátu, þ.e. að gemlingarnir
þjáðust af of miklum hita i ullinni.
1 tilraununum áttu margir gemling-
anna, sem gengu í reyfinu til vors,
dvergvaxin lömb, en miklum mun
þyngri lömb komu undan þeim geml
ingum, sem höfðu verið klipptir á
meðgöngutímanum. Munurinn á fæð-
ingarþunganum varð verulegur, ná-
lægt hálfu kg að meðaltali, og þessi
munur á flokkunum jókst verulega
yfir sumarið, þannig að fallþunga-
munurinn varð um það bil fjórfald-
ur munurinn á fæðingarþunga.
I framhaldi af tilraununum með
gemlingana voru síðan gerðar til-
raunir með vetrarklippingu á
tveggja vetra ám og eldri. Þær til-
raunir sýndu enn betur, að klipping-
in að vetrinum hafði áhrif i þá átt
að auka fæðingarþunga lambanna,
og þær sýndu líka greinilega, að hér
var um einangrunaráhrif frá ullinni
að ræða. Það kom fram í því, að
áhrifin af vetrarklippingunni voru
mest á tveggja vetra ánum og nærri
þvi eins mikil og á gemlingunum, en
minnkuðu á þriggja og fjögra vetra
ám og voru engin á fimm vetra ám
og eldri. Þetta kemur heim við það,
að ullarvöxturinn er mestur á tvæ-
vetrunum, en fer síðan minnkandi
með aldri ánna, svo að á 5 vetra ám
er hann ekki nema um 75% af ullar-
þunganum á tvævetlum.
Við tilraunirnar á árinu kom það
sama fram og á gemlingunum, að
munurinn á fæðingarþunga lamb-
anna jókst yfir sumarið og um haust-
ið varð munurinn á fallþunga nærri
þrefaldur munurinn á fæðingar-
þunga.
En þessar tilraunir leiddu til ann
ars og meira en aukins lambaþunga.
Með fólksfækkun í sveitum hefur
bændum i víðlendum héruðum reynzt
æ erfiðara að ná saman fé til rún-
ings, og viða hefur reyndin orðið sú,
að vorrúningssmalamennskur hafa
lagzt af, svo að féð er ekki rúið fyrr
en það kemur af fjalli og stundum
ekki fyrr en það hefur verið tekið á
hús.
Af þessari þróun hefur aftur leitt
það, að ullargæðin hafa versnað
verulega, O'g verksmiðjurnar hafa
kvartað sáran undan því, hve haust-
rúna ullin væri lélegt hráefni. Á þvi
þarf engan að undra, því að ullin er
þá oft orðin stokkþófin, sólbrunnin
á ytra borði reyfisins og full af rusli
og mori.
Ullin af vetrarklippta fénu er hins
vegar alveg óþófin, og ef féð er á
grindum í loftgóðum húsum og vand-
að er til klippingarinnar og frágangs
á ullinni, þá er vetrarklippta ullin
eins gott hráefni til vinnslu og fram
ast er hægt að vænta.
Það kemur líka i Ijós, nú, eftir að
vetrarklippt ull fór að berast að ein-
hverju ráði á markað, að ullarverk-
smiðjurnar leggja mikið kapp á að
ná í sem mest af henni. Ekki liggja
fyrir neinar ákveðnar tölur um það,
hve mikill hluti af ullinni í landinu
fæst nú af vetrarklipptu fé, en gizka
má á, að það sé milli 5 og 10% af
allri ullarframleiðslunni, og þetta
hlutfall fer vaxandi.
Byrjunin á vetrarklippingunni hjá
mörgum bændum er sú, að þeir
klippa einungis gemlingana að vetr-
inum fyrsta árið, en næsta ár klippa
þeir gjarnan bæði gemlingana og
tvævetlurnar og svo gemlingana, tvæ
vetlurnar og þrevetlur þriðja árið o.
s.frv. Þetta er mjög hyggileg aðferð,-
því að hafi gemlingar verið rúnir að
vetrinum, eru þeir með mjög mikla
ull næsta vetur, og þá má segja að
nauðsynlegt sé að klippa þá, ef tvæ-
vetlurnar eiga ekki að koma með
dverglömb eins og áður var lýst hjá
gemlingunum.
1 sumum sveitum er vetrarklipping
in orðin það útbreidd, að mestaiit
féð er rúið að vetrinum. Að sjálf-
sögðu eru vanmetakindur látnar
vera i ullinni til vors, og eins er
víða venja að skilja eftir nokkurn
hluta reyfisins á baki og mölum á
eldri ám til varnar gegn ofkælingu
í hrakviðrum á vorin. Ullarvöxtur-
inn á eldri ánum er svo hægur, að
þær eru oft hálfberar langt fram á
vor, hafi þær verið rúnar að vetrin-
um, sérstaklega ef eitthvað ber útaf
i fóðrun eða þær eru tvilembdar.
Þar sem vetrarklippingin er orðin
útbreiddust, er hægt að reka allt fé
á afrétt fyrr á vorin en áður var,
því að nú þarf ekki að bíða með
fjallrekstur fram að rúningi. Þetta
fé kemst fyrr á afrétt og fær að vera
þar óáreitt til hausts. Það sleppur
við þau viðbrigði, sem sumarrúning-
urinn veldur oft, og sumarhretin,
sem oft hafa valdið stórtjóni á ný-
rúnu fé verður vetrarrúna féð
miklu minna vart við. Svo er það
mikils virði að þurfa ekki að reka
saman margt fé að sumrinu, þar sem
margt er tvílembt, því að þá vill
margt af tvílembingum villast undan
og að því er vitanlega mikill skaði.
Bændurnir sem rýja að vetrinuim,
geta nú notað góðviðrisdagana, sem
áður fóru í rúninginn, til heyskap-
ar eða hreinlega tekið sér sumarfrí.
Það er ástæða til að benda á hér,
að ef ekki hefði verið lagt út í til-
raunir með vetrarklippingu, er senni
legast, að hún væri enn óþekkt fyrir
bæri hér á landi. Þess var líka tæp-
ast að vænta, að óathuguðu máli,
að fé þjáðist af ofhita uppi á íslandi
að vetrarlagi, en tilraunirnar sýna
þó, að það er regla, fremur en undan
tekning.
Til gamans má geta þess að Norð-
menn hafa gert tilraunir með vetrar-
klippingu á fé sínu, eftir að þeir
kynntust niðurstöðunum héðan, og í
erindi, sem flutt var á sauðfjárrækt-
arráðstefnu hér í Reykjavík vorið
Franihald á bls. 20