Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 17
MORGUISPBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1972 17 LEIÐ BOBBY FISCHERS TIL HEIMSMEIST ARATITILSIN S Bók eftir danska skákmeist- arann Jens Enevoldsen um bandaríska skáksnillinginn — Bobby er svo tilfinn- ingaleg-a bundinn af skáklist- inni, að hvin er honum allt annað en luin er öðru fólki. Viðliorf Bobbys til skáklistar innar og allt, sem snertir bana er líkast trúarbrög-ðum. Þetta viðliorf mótar allt fram- ferði hans. Sjálfum geðjast mér vel að Bobby. Hann er vingjarnlegur og aðlaðandi maður. Á þennan veg lýsti danski skákmeistarinn og blaðamaðurinn Jens Enevold- sen bandaríska skákjöfrinum Bobby Fiscber í viðtali við Morgunblaðið, en Enevoldsen liefur fyrir skömrnu látið fara frá sér bók um Fischer, sem nefnist: Bobby Fischers vej til VM. 1 bók þessari er rakinn skákferill Fischers frá byrj- un allt til þess, að hann hef- ur unnið stórsigra sína í undaneinvigjunum á s.l. ári fyrir heimsmeistaraeinvígið. í bókinni eru jafnframt birtar með skýringum margar skákir Fischers og eru þær í tímaröð, þannig að þær eru hluti af frásögninni og skýra frá þvi móti, sem Fischer var þátttakandi i hverju sinni. — Persónuleiki Bobby Fischers er mjög flókinn og það er fráleitt að reyna að útskýra hann í nokkrum orð- um, sagði Enevoldsen. Bobby er í mjög ríkum mæli sér- stæður maður með sínar eigin skoðanir, sem hann hvikar ekki frá. Það er þannig ljóst, að viðhorf Bobbys til peninga e.r mjög frábrugðið því, sem Jens Enevoldsen við flest höfum. Ástæðan er að öllum líkindum sú, að bar- áttan fyrir daglegu brauði byrjaði hjá honum þegar í æsku. Hann er alinn upp í hliðargötu í Brooklyn í New York, þar sem hver dag- ur var barátta, vegna þess að móðir hans varð að sjá aiein fyrir honum og systur hans. Til frekari skýringar á þessu má taka eftirfarandi dæm:. Árið 1958 tók Fischer þátt í millisvæðamótinu í Portoroz i Júgóslaviu og náði að vinna sig upp í svonefnt kandidatamót. Þegar hann fékk verðlaunin sín greidd, þá taldi hann peningana vandlega, á meðan allir við- staddir horfðu á. Fólk, sem andúð hefur haft á Bobby, hefur litið á þetta sem pen- ingagræðgi i stað þess að reyna að skilja það, að þetta var i fyrsta sinn, sem þessi fátæki drengur, þá ekki 15 ára gamall, hafði eignazt pen inga, svo að nokkru nam. Fyrir Bobby var þetta krafta verk. Þetta var hlutur, sem aldrei hafði gerzt í lífi hans áður. Með tilliti til þessa mun Bobby alltaf verða feginn þvi að eignast peninga. Hann er ekki fæddur Rockefeller. É kynntist Bobby persónu- lega í Kaupmannahöfn árið 1968. Þá dvaldist hann þar í nokkra daga og honum geðj- aðist greinilega vel að Kaup- mannahöfn, einkum kunni hann vel að meta danskan mat. Fórum við þá oft út og borðuðuim saman. En að hitta mann og ræða við hann undir slíkuim kring- Framhald á bls. 22 Þessi mynd var tekin eftir millisvæðamótið í Stokkbólmi 1962, þar sem Bobby Fischer varð sigurvegari. Það er létt yfir honum og sovczku skákmeisturunum Petrosjan (til vinstri) og Geller (tii liægri), en sá síðastnefndi er helzti aðstoðarmaðu r Spasskys í heimsmeistara- einvíginu nú. Skák í Sovétríkjunum ENGIN einkaleyfi eru gefin út fyrir hæfileikuim. Miklir skák meistarar koma fram einnig í þeim löndum, sem ekki eru talin „skáklönd". Nefnum Damann Bent Larsen og kom- unga menn eins og Brasiliu- manninn Enrice Meking og Svíann Ulf Andersson. En samt er það svo að i Sovét- rikjumum einum eru 37 stór- meistarar og 524 meistarar, þar af 60 konur. Aðeins Sov- étrikin géta sent fram sveit, sem sigrar „afganginn af heiminum", eins og gerðist árið 1970. Hvernig stendur á því að Sovétríkin eru sígilt skákland i vitund manna? Mikhail Tsjigorín (1850— 1908) er talinm faðir rússn- esks skákskóla. Hann stóð nærri heimisimeistaratign og var um leið mjög kappsamur áhugamaður um skák heima fyrir. Samt fór það svo, að hann varð að gefast upp við að gefa út blað sitt „Skákrit- ið“, vegna þess að honum tókst ekki að safna 250 áskrif- endum. Nú er svo komið hins veg- ar, að í Sovétríkjumum koma út skákblöð í 250 þúsund ein- tökum, og þar af kemur eina skákvikublaðið í heiminum, „64“, út í 100 þúsund eintök- um. Októberbyltingin hafði mikla þýðiingu fyrir þá þróun, sem lýsir sér m.a. í þessum tölum. Sovétstjórnán lýsti skákáþróttima milkilvægan þátt í memnimgarlegu uppeldi, og Mynnti að henni sem mest hún mátti. Þegar fyrsta meiri- háttar aliþjóðamótið var hald- ið í Moskvu 1925 varð að kalla á riðandi lögreglu til að koma í veg fyrir að áhugamenn legðu undir sig salarkynnin, þar sem skákrisar heimsins hittust. Hinn mikli áhugi vakti upp heila fylkingu af ungum hæfiileikamönnum eins og t.d. Mikhail Botvinnik, sem þegar fyrir stríð hafði tryggt sér stöðu nálægt heimsmeistara- tign. Stríðið lagði sinn skatt á skákíþróttina, en að því loknu hófst mikil sigurganga sovézkra skákmanna. Þeir sigruðu landslið Bandarikj- anna og árið 1948 varð Bot- vinnik heimsmeistari. 1 Sovétríkjunum er skákin felld inn í iþróttakerfið. Inn- an íþróttanefndar rikisins (sem og einsitakra lýðvelda) starfar sérstök deild, sem vinnur að skákmálum. Henni til aðstoðar er kjörin nefnd, stjóm Skáksambands Sovét- ríkjanna, sem velur i ýmsar undirnefndir (æskulýðsnefnd, nefnd um skák i sveitum o.s.frv.). Júrí Aberbakh stór- meiistari er nú forseti Skák- sambandsins. I reynd er AðaJskákklúbb- urinn í Moskvu, ASK, miðstöð skákstarfs i landinu. Hann samræmir starf alilra annarra klúbba, gefur út fyrir þá kenmslugögn og bækur, gefur út Fréttablað ASK. 1 því fer mikið fyrir bréfsikákum, en ASK er eimmitt aðailskipu- leggjandi bréfskákmóta, sem koma áhugamönnum á af- skekktura stöðum I návígi við sterka andstæðimga. Aðalskákklúbbuirinn stend- ur undir sér f járhagslega með útgáfuistarfsemi og reksbri fyrirlestraþjónustu og pönt- unarskrifstofu fyrir þau félög eða fyrirtæki, sem vilja fá góða skákmenn til að fræða eða tefla fjöltefli. Meðlimir ASK greiða f jórar rúblur á ári i félagsgjöld, en fá í staðinn not af allri þjón- ustu klúbbsins, þátttöku í fjölteflum, námshópum o.fl. Auk margvislegra flokkun- armóta heldur ASK sitt meistaramót, sem byrjar á fjöldakeppni eftir svissneska kerfinu. 500 manns tefla í einu i tveimur hópum, sunmu- daga og mánudaga. Sigurveg- arar í þessum áfanga fá rétt til að berjast fyrir meistara- tign. 1 sunnudagsihópnum tefla ekki aðeins Moskvubúar heldur og íbúar nálægra borga. Skákklúbburinn er kenndur við Tsjigorín. Þar er stór sal- Eftir Alexandr Rosjal (APN) ur til keppni, og í ganginum er raðað merkustu verðlaun- um — t.d. bikar þeim, sem veittur er fyrir sigur i Þjóða- móti FIDE. Hann hafa sov- ézkir skákmenn unmið tíu sinnum. Klúbburinn er í falilegri tveggja hæða viliu, sem Zímin greifi átti fyrir byltinguna. Nú er orðið of þrönigit um hann og er verið að byggja ofan á hann eina hæð. ASK samræmir störf ann- arra klúbba, sem starfa í ein- stökum héruðum eða lýðveld- um. En auk þess eru til klúbb ar á vegum einstakra stofn- ana, háskóla, fyrirtækja og svo skákklúbbar iþróttaifélag- anna („Spartak", ,,Trúd“) o.s.frv. 188 þúsund leiðbein- endur taka þátt í starfi al'lra þessara klúbba. Sérstök áherzla er lögð á skákstarf meðad æskufólks. Þá láta menn sér ekki nægja þau starfsfonm, sem hingað til hafa verið við lýði — skák- hópa einistakra skóla og ung- herjahalla. Nú er farið að halda nýtt fjöidamót meðal ungherja og er tefit um verð- launin „Hviti hrókurinn". Það voru tveir sovézkir heims- meistarar, Boris Spassky og Nona Gaprindasjvíii, sem stofnuðu þessi verðlaun ásamt fyrrverandi heims- meisturum — Petrosjan, Tal, Smyslof, Botvinnik, Rúderiko, Rúbtsovu og Bykovu. Meira en ein milljón skólabama tók þátt i síðustu keppni um „Hvíta hrókinn". Frá þeim unglingamótum, sem haldin eru á hverju ári, hafa komið fram þekktir, ung ir stórmeistarar eins og Ana- toli Karpof, Júri Balasjof (sem er stúdent i skákfræð- um við íþróttaháskóla), Vladi- mír Túkmakof, Rafiik Bagan- jan. Margt bendir ti'l þess, að sovézk skáklist sé að yngjast l’ramhald á bls. 18 Spassky óskar Petrosjan, fyrstur manna, til hamingju með sigurinn yf ir Botvinnik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.