Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 10
1Q MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1972
Eva Vilhelmsdóttir, fatahönnuður:
TÍZKAN í EVRÓPU
Kaupmannahöfn
Á leið minn: um fjórar af
.stórtx>rgum Evmpu, Kaup-
mannahöfn, Amsterdam, Par-
is og London, þræddi ég ýms
ar þekkíar verzlunargötur í
miðborg'nn', kánnaði topp
íizikuna og það nýjasta í
kvenfatnað’, sem þessar verzl
anir hafa á boðdóium. Þetta
Eva Villielmsdóttii'.
var i júnilok og ég byrja með
rétt'um frá Kaupmannahöfn.
Það er skýjaður h minn en
þó heitt í veðri dag.'nn, sem
ég gekk upp Strikið frá
Köngs ns Nýjatongi, -— ekki
beinlin s bikíniveður. Eitt af
því fyrsia, sém ég rak augun
í hjá Margrit Brandt, var þó
síður kjóil úr ba'.'onefn:, sér-
stakiega hannaður sen sund
kjóli, mjög sexy, þunnur, að-
skor nm og fieginn. Snemma í
vor t'lkynnti frú Brandt há-
tíðiega, að nú ættu ungu
stúlkurnar að fleygja gömlu
góðu g.'d'abuxunum, sem svo
mjög hafa verið elskaðar og
dáðar undanfarin ár. 1 stað
þeirra ættu þær að gerasl
konur og snúa sér að „lady-
li'ke“ stí'inum nýja, sem þróazt
hefur upp úr dýrkun tei'kn
ara á tízkunni frá 1945—55.
Hún k'æðir stúikur sínar
sem nú eru þrýstnar og barnr
fagrar blondmur, í feli'nga
pits og b azerjakka með púð
urkvasta nældan i kraga
homið. Innanundir eru þunn-
ar krep- eða silk'blússur. Á
kvöldin síðir satínkjólar a la
Jane Harlow og þunmur undir
fatnaður úr silki-, satin- eða
biúnduefnum. Langar, marg-
faldar perlufestar, sanserað
make-up á andlit og neglur,
og litirnir hvítt, bleikt, ljós-
blátt, ljósgrænt og Ijósgult.
Hjá Bee Cee er ungur ný-
útskrifaður teiknari, Ivar
Gnindahl. Hann notar mikið
rúskinn, leður og pelsaskinn
i gráu, vínrauðu, laxableiku,
og drapplit'u. Eftir hann eru
dýrðiegir stuttir rúskinns-
jakikar með mjög víðum hand
veg, rykktir undir beru-
stykki og með stroffprjóni i
mittið og um úinliði. Þröng-
ar, þunnar leðurbuxur með
eða án smekks. Hnésíðar rú-
skinns- og ieðurkápur
skreyttar refa- eða hreysi-
kattaskinni. Bee Cee er mest
með dýran og glæsi'legan fatn
að, finlega og mjög vandaða
ítalska skó.
Nþrgaard paa Strþget hef-
ur ætíð haft fingur á púlsi
tizkunnar, en mér virðist
hann ekki hafa trú á „lady-
like“ stílnum. Hjá honum sá
ég mikið af síðbuxnasettum,
buxum með „baggy“- eða sjó-
liðasniði og stutta jafcka með
renniiás að framan og tvö-
faldri teygju i mittið. Mest úr
þunnum bómullarefnum með
satináferð í hvitu, bleiku,
ljósbláu og hreinu litunum.
Nþrguard kaupir mikið inn
frá Frakklandi t.d. frá Emm-
anuelle Khanli. Hennar verk
eru blússur og stuttir kjólar
úr indverskum bómullarefn
um, en með rúmenskum, hand
saumuðum bródermgum. Ým-
islegt frá Jap með dæmiigerðu
Kenzo-sniði. Stuttar víðar
blússur, stuttir jakkar úr ör
þunnum gisnum ullarefnum
með púff eða kímanó, sem
Kenzo er svo mjög frægtur
fyrir. Jakkarnir eru oft
skreyttir eða bryddaðir silki-
eða bómuillarböndum. Þarna
sá ég einnig rómantíska strá
hatta með böndum eða gervi-
blómum, sem einnig lágu stök
í stórum hrúgum. Alls konar
skyrtuboiir með eða án erma
og í öllum litum. Röndótt bóm
uillar-bikini og „boob tubes“
frá London, það eru þunnar
peysur eins og strokkur í lag
inu og hylja aðeins maga og
brjóst. Hvarvetna sá ég
stúlkur spóika sig i blússum
eða bolum flegnum niður í
mitti að aftan og Nprgaard
er með mikið úrval af þessu.
1 sérstaklega innréttuðu
bamaherbergi, er Nþrgaard
með mjög skemimtilegan
barnafatnað. Heiilmikið af
bómullarskyrtum, bolum og
peysum, röndóttum og í skær
um litum. Flaueisifatnað og
samfestinga frá Wrang-ler oig
Lewis og ýmislegt með sama
sniði og fatnaður á fullorðna
nema, i smækkaðri mynd.
Deres-verzlanimar eru
eign Ginsborg-fjölskyldunn-
ar og dóttirin Sysser annasl:
mestalla hönnun. Hún er
einnig andvíg „lady-like“ stíln
'um, en er undir sterkum
áJhrifum frönsku tízkunnar.
EJftir hana sá ég breiðrönd-
ótta Skyrtuboli og galla-
buxnasamfestinga úr ýmiss
konar efnum, t.d. denim og
flaueli. Svuntukjóla með leð
urblökuermum, blússur, stutt
ar eða síðar, sem einnig eru
notaðar sem stuttir kjólar.
Oft samsettar úr fleiru en
einu mismunandi mynztruðu
efni. Um þessar mundir er
sjóliða-tizkan löngu úrelt orð
in, en þarna fann ég úr land-
sjó- og flug'hemum skyrtur,
jakka og húfur með merkj-
um og öl'lu tilheyrandi. Hjá
Deres fást skór og töskur
Framh. á bls. 25
Mörgum íslenzkum alþýðumannin-
um mun hafa fundizt launakröfur
þær, sem læknar settu fram nú ný-
verið, hærri en hóflegt mætti kall-
ast, og er höfundur Þankabrota einn
i þeirra hópi. Það skal fúslega við-
urkennt, að launamismunur að vissu
marki er sjálfsagður og eðlilegur,
þegar tekið er tillit til mismunandi
menntunar, ábyrgðar og erfiðis sem
hin ýmsu störf krefjast. En hinu má
heldur ekki gleyma, að þegar há-
skólaborr'arar hefja störf sem full-
menntaðir menn, hafa þeir þeg-
ar fengið greiddar geysiháar fúlg-
ur úr sameiginlegum sjóðum þjóðar
sinnar, sem stendur að langmestu
leyti undir menntunarkostnaðin-
um. Það skýrir sig sjálft, að launa-
mismunur lærðra og leikra hlýtur að
eiga að minnka í réttu hlutfalli við
aukna þátttöku þjóðarheildarinnar í
menntunarkostnaði einstaklingsins.
Eitt mest áberandi kosningaloforð
vinstri flokkanna þriggja, sem nú
fara með stjórn, var aukiS launa-
jafnrétti. Það þarf því engan að
undra þótt nokkurs klökkva gætti
hjá fjármálaráðherra, Halldóri E.
Sigurðssyni, þegar hann, áður en
samningar við læknana tókust, lýsti
því í fjölmiðlum fyrir þjóðinni,
hversu vel læknar væru launaðir og
hversu góð tilboð ríkisstjórnin hefði
gert þeim. Hins gleymdi hann að
sjálfsögðu alveg að geta, að þegar
þetta var, höfðu ráðherrarnir nýver-
ið hækkað sín eigin laun all mynd-
arlega, enda þótt þau hafi, am.k. frá
sjónarmiði lægst launuðu þegna þjóð
félagsins, mátt virðast sæmilega ríf-
leg fyrir.
Við skulum nú skoða þetta nokkru
nánar. Samkvæmt samkomulagi því,
sem læknar endanlega samþykktu,
eru grunnlaun þeirra nú frá kr.
45.923,- á mánuði fyrir aðstoðar-
lækna á fyrsta stigi til kr. 70.545,-
fyrir sérfræðinga með sex ára starfs
aldur. Að viðbættum 17 vísitölustig-
um verða þessar tölur kr. 52.730,- og
82.538.-.
Enda þótt ýmsumrmundi nú sýn-
ast þetta viðunandi mánaðarlaun,
eru þó laun lækna bara skítur á
priki borið saman við laun ráðherr-
anna. Ráðherralaun, þ.e. grunnlaun
+ vísitöluuppbót að viðbættu þing-
fararkaupi, nema nú kr. 147.400,- til
kr. 154.420,- (forsætisráðherra)
á mánuði, eða u.þ.b. áttföldum laun-
um verkamanns.
Einhverjum hefði nú sýnzt sjálf-
sagt, að eftir allan áróðurinn fyrir
launajafnrétti fyrir kosningarn-
ar 1971 hefðu forustumenn stjórnar-
flokkanna átt að líta á það sem
skyldu sína að ráðast á garðinn þar
sem hann var hæstur, og lækka laun
ráðherra. Það hefði vissulega verið
ótvíræð sönnun þess, að hugur
fylgdi máli og að þeir vildu sjálfir
nokkru fórna fyrir málstaðinn. En
það hefur löngum sýnt sig,
að hugsjónir vinstri manna hafa
reynzt heldur lausar fyrir þegar um
persónulega hagsmuni leiðtog-
anna er að ræða, og eru hinir sjálf-
skipuðu „leiðtogar alþýðustéttanna"
á Islandi þar engin undantekning.
1 maímánuði s.l. var sem sé svo
komið, að ráðherrum vinstri stjórn-
arinnar fannst ástæða til að hækka
launin við sjálfa sig, hvort sem þeim
hefur nú fundizt of lítill orðinn
munurinn á sínum eigin launum og
launum verkamanna, eða þeim hef-
ur virzt þessi skitnu 150.000.- króna
mánaðarlaun duga skammt til að
mæta verðhækkunum Ólafíu. Hvað
um það; fulltrúa stjórnarflokkanna
var falið að leggja til við þingfar-
arkaupsnefnd, að laun ráðherranna
skyldu hækka um kr. 72.000,- á ári
til viðbótar þeirri vísitöluhækkun
sem kemur að sjálfsögðu á laun allra
opinberra starfsmanna. Og það furðu
legasta var; þegsi launauppbót var
sktrð þvl kynduiga naifni, „Ferðapen-
lngar“! Nú er það vitað, að allur
bifreiðakostnaður ráðherra, sem og
ferðakostnaður í embættiserind-
um, er greiddur úr ríkissjóði. En
ferðapeningar skyldi það heita! Er
skýringuna e.t.v. að finna í þvi, að
endurgr. ferðakostnaður opinberra
starfsmanna er undanþeginn skatt-
gjaldstekjum? Var „hugsjónin", sem
að baki lá, kannski sú, að ráðherr-
ana langaði til að velta svolitlu af
skattabyrði sinni yfir á ,,al-
þýðustéttimar"? Svo mikið er vist,
að slíkar greiðslur hafa ekki tíðk-
azt fyrr til íslenzkra ráðherra. Auk
þessa hafa svo ráðherrar vinstri
stjórnarinnar riðið á vaðið með að
létta af sér störfum með því að not-
færa sér heimild í lögum ti-1 að ráða
til sín aðstoðarráðherra, hverra laun
eru vitanlega greidd af almanna fé.
Er þetta sjálfsagt gert m.a. til þess,
að þeir hafi rýmri tíma til að sinna
persónulegum áhugamálum, s. s. póli
tískri áróðursstarfsemi og fleira af
því tagi.
Nú kynni einhver að vilja segja,
að ekki taki því að vera að gera
veður út af 6 þús. króna hækkun á
mánaðarlaunum ráðherra. Og vissu-
lega virðist þetta smávægilegt þegar
um er að ræða menn, sem höfðu hvort
sem var hátt í tveggja millj. króna
árslaun. Hins vegar er rík ástæða til
að benda á þau gagngeru umskipti,
sem verða jafnan á orðum og at-
höfnum leiðtoga hinna svokölluðu
„vinstri manna“, eftir því hvort þeir
eru í stjóm eða stjórnarandstöðu. —
Og þegar allt kemur til alls,
þá svara þessi litlu 6.000,- króna við
bótarlaun ráðherranna til nærri % af
mánaðarlaunum verkamanns.