Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 21
MORGUINBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1972 21 í KVIKMYNDA HÚSUNUM * * góð, ★ sœmileg, Sig. Sverrir Pálsson * *** mjög góð, léleg, Erlendur Sveinsson irk-k'k Frábær, Sæbjörn V aldimarsson Nýja bíó: „JOHN OG MARY“ Ungur maður og kona kynnast af tilviljun á bar 1 New York. Þau kynni gerast öllu nánari er hann býður til síns heima um nóttina, sem hún og þiggur. Daginn eftir finna þau að samband þeirra er eitthvað meira en þau höfðu áð- ur reynt, og 1 myndarlok flytur hún til hans. kkk Mjög skemmtilega unnin mynd, kvikmyndalega, eins og von var frá hendi Peters Yates (Bullitt). Gam- anmynd um nútíma siðgæði og frj átear ástir, þar sem loka niðurstaðan verður samt sú, að einstaklingurinn þarfnast mjög náins sambands við ann- an einstakling. ★ ★ Falleg áreynslulaus mynd um fyrstu kynni venju- legs ungs fólks. Með því að gefa áhorfendnm hlutdeild i hugsunum þess, sem ekki eru alltaf í samræmi við athafn- irnar, skapar höfundurinn nokkuð frumlega gaman- mynd. Uppbyggingin er ekki ætíð eins jöfn og stíllinn út- heimtir, en kvikmyndun og leikur eru alveg skínandi. ★★★ Myndin gefur manni von um að hversu svo sem mannfólkið er mengað af um- hverfi sínu og þrælslipað af umgengni við aðra, þá þ-irfn- ast það eilíflega ástar og umhyggju hins kynsins. Mannleg og skemmtileg mynd, gerð í „style“ af Peter Yates. Hafnarbíó: í ÁNAUÐ HJÁ INDÍÁNUM Myndin segir frá hvítum manni sem er tekin til fanga af Indiánum. I fyr'stunni er hann notaður til skitverka og hafður að háði og spotti. En hann snýr taflinu við og gengur i gegnum ýmsar mannraunir til að ávinna sér álit Indíánanna, og þá sérstak lega dóttur höfðingjans. Það geng ur honum allt í haginn unz til bardaga slíer við nágrannaætt- stofn. Þá deyja vinir hans og kona, svo hann snýr á braut. ★★ Vel gerð mynd, stöku sinnum fyndin, en til hvers er hún gerð? Sem lýsing á hátt- um og hugsunarhætti Sioux- Indíána er sagan bara hálf- sögð, og niðurstaða Morgans, að menn séu ekki svo ólíkir innst inni þrátt fyrir ólíkan hugsunarhátt og siði, er tæp- liega frumleg. Saklaus ævin- týramynd þegar bezt lætur. ★ ★★ Eftir allan þann ara grúa Indíánamynda, sem gerð ar hafa' verið, má það furðu gegna hve takmarkaða mynd þær hafa gefið af Indíánutm. Spurðum við okkur aldrei að því hvers konar manneskjur Indiánar væru, vegna ánægj unnar yfir því að sjá kynbræð ur okkar murka úr þeim lífið? Þá spurningu og e.t.v. sam- vizkubit vekur þessi mynd. ★ ★★ Stórkostleg mynd. Auðsætt er að leikstjórinn hef ur gjörkynnt sér siði og venj- ur Indíána og gefur það mynd inni stóraukið gildi og ein- staka stemmningu. Leikur Dame Judith Anderson og Jean Gascon getur ekki betri verið. Austurbæ jarbíó: REFSKAK James Flagg, lögreglustjóri I bænum Progress hyggst gera var úöarráöstafanir, því aö hann hef ur haft spurnir af bófaflokki I ná grenninu. En áöur en til fram- kvæmda kemur er hann settur á ellilaun, því borgarstjórinn er hræddur um að brambolt lögregl unnar muni skaða hann I kosn- ingunum, sem standa fyrir dyr- um. Flagg fer samt á stúfana og nær hinum fræga MeKay á sitt vald, en hinir bófarnir hafa þeg- ar hreiðraö um sig í bænum. Þeir búa sig undir að ræna gullforöa, sem væntanlegur er meö járn- brautinn. En er gömlu mennirnir leggja saman krafta sína færist heldur betur líf í tuskurnar. ★ Góðlátlegt grín gert að hinu bandaríska framfarahug- taki í farsastíl, en gamal- mennastefið er léleg stæling á Howard Hawks. „Það er ekk ert gaman lengur“ segir sá aldni bófi McKay. Þar með hlýtur sá' sem séð hefur síð- uistu myndir Hawks að finna til með höfundi þessarar myndar. ★ ★ Burt Kennedy rær á gömul mið í leit að viðfamgs efnum sínum. Aflakóngur verður hann aldrei, né veld ur hann heldur vonbrigðum aðdáendum vestrans. Laugarásbíó: TOPAZ Kvikmyndin „Topaz“ er eins og flestir vita, byggð á metsölubók I.eon Uris, og var m.a. fram- haldssaga i Vikunni. Fjallar um njósnir og undirferli kalda stríðs- ins, baktjaldamakk og undir- ferli stórveldanna. Kúbudeilan fræga kemur við sögu. Eins er leitazt við að fletta ofan af hættulegasta njósnara Rússa, sem var háttsettur emhættismað- ur í Frakklandi, en lét aldrei neitt á sig sannast. ★ Það er sárt að horfa á „Topaz“ og vita, að myndin er gerð af Alfred Hitchcock. Myndina vantar alla spennu, persónusköpun er engin. Myndin er yfirborðskennd og eins og byrjandi hafi verið að fálma sig áfram. Af þremur mismunandi endalokum hefur sá versti hlotið almenna út- breiðslu, — en það mun ekki sök Hitchcocks. Með „Topaz“ bregzt Hitch- cock algerlega vonum aðdá- enda sinna. Handritið er hon- um ósamboðið, útþynnt, hlægi leg Rússagrýla, sem ómögu- legt er að trúa. Dramatísk uppbygging stórgölluð. Kvik- myndataka er óvönduð og leikstjórn léleg. ★ Hér er meistari Hitchcock langt frá sínu bezta, Persónu- sköpun engin, og frábær bók Uris slitruð niður. Leikur all ur af vanefnum. En þó bregð- ur stöku sinnum fyrir hand brögðum meistarans, en það er ósköp langt á milli þeirra. Háskólabíó: GALLI A GJOF NJARÐAR (Catch 22) 1944. Sveit úr ameríska flug- hernum er staðsett við Miðjarðar- hafið. Höfuðpersónan er Yossari- m, sem fyrir löngu er búínn að ?á nóg af stríðsbrjálæðinu, og þegar fjöldi flugferða, sem þeir Durfa að fljúga til að ljúka skyld- jnni er stöðugt aukinn, reynir Yossarian að fá Doc Daneeka, lækninn, til að gefa sér vottorð am að hann sé brjálaður og geti »kki flogið. En Doc skýrir þá út lyrir honum Catch-22: Enginn áeilbrigður maður mundi vilja tljúga; þeir sem vilja fljúga iljóta að vera brjálaðir. Þeir, sem vilja hins vegar hætta, hijóta að vera heilbrigðir og þess vegna er skki hægt að leyfa þeim að hætta. 3vo það er engin leið út. ★★★★ Stórkostleg mynd, ofboðsleg kvikmyndataka, frábær leikur (Alan Arkin). Nema hvað það er einn ljóður; Smekklaus misnotkun Nic- hois á upphafimi að „Also sprach Zarathustra", tónlist, sem ill'U heilii er orðin að allra handa gagni, síðan 2001. Ann- ar ljóður: ekki piáss til að skrifa meira. ★★★★ Stórfengleg upplif- un, jafnt kvikmyndalega sem efnislega. Mike Nichols er ákaflega sterknr kvikmynda- gerðarmaður. Stjórn hans ein- kennist af kvikmyndalegu ör- yggi, hugmyndaauðgi og vissu á grundvelli mikillar tækni- kunnáttu. Mynd, sem þarf að sjá oftar en einu sinni. ★★★★ Snilldarverk frá kvikmyndalegu sjónarmiði. — Nokkuð fjarstætt íslenzkum huigsunarhætti. Gamla bíó: BRUGGSTRÍÐIÐ 1932 (The Moonshine War) Marlett, Kentucky. Vínbanns- -imabilinu er að ljúka. Frank Long, útsmoginn bannvörður, þefar uppi gamlan kunningja sinn (Son Martin), sem hann veit aö á birgö ir af viskíi. Þegar honum mis- tekst að gera vínið upptækt i nafni embættis síns, kallar hann tii liðs við sig uppgjafa tann- lækni, dr. Taulbe, sem kemur ásamt föruneyti. Þeir reyna að kaupa vinið fyrir smápeninga, en Son neitar að selja. Þeir kumpán- ar stefna nú til sin liði af glæpa- mönnum og byrja á því að hræða nágranna Sons og eyðileggja bruggtæki þeirra. Við þetta snúast þeir allir gegn Son, sem þarf nú einn að mæta lýðnum. ★★ Skemmtilega kaidrana- leg mynd, þar sem allt er fyr- irfram svo augljóslega dæmt til að mistakast. Leikurinn er mjög góður (Lee Hazelwood, fataplokkari og hægri hönd). Quiné tekst vel að ná tíðar- andanum og það er skemmti- ieg tilbreytinig að sjá R. Wid mark og „Harðjaxlinn" í hlut- verkum slefandi skúrka. ★ Ágætis agn fyrir þá, sem ganga með glæpamyndadell- una í maganum. Sönnuim kvik myndaunnendum hefur mynd þessi ekkert upp á að bjóða, né heldur þeim sem sækjast bara eftir hressilegri ag skemmtilegri kvöldstund. Stjörnubíó: STÓRRÁNIÐ Afbrotamaður nokkur er nýbú- Inn að sitja af sér fangelsisvist. Þrátt fyrir tíu ára inniveru er honum ekki ljóst hvað er rangt eða rétt. Þvl fer svo að fljótlega er hann kominn „á stúfana" eftir nýjum ránsfeng. Og hér sannast máltækið gamla: „glæpir borga sig aldrei". ★ Hér er um greinilega stefnubreytingu að ræða hjá leikstjóranum, Sidney Lumet (The Pawnbrokier, Fail Safe). Þessi mynd, sem tekur af- stöðu með „góðverki“ glæpa mannsins ag virðist eiga að vera ádeila á hið kalda, flá- ráða tækniþróaða samfélags- kerfi, er mjög veik í uppbygg- ingu, ag líkt og leikstjóriinn viti ekki hvað hann vill segja. ★ Nú ætti höfundur Veðlán arans, Sidney Lumet, að skammast sín. Ekki aðeins fyr ir að leggja nafn sitt við efn isleysu, sem þjónar þeim tii- gangi einum að gefa þeim kost á að lifa sig inn í stórrán sem þora ekki að fremja það sjálfir, heldur einnig vegna hins, hve illa hann leysir verk ið af hendi kvikmyndalega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.