Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 11
MOHG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1972 KTsaXfr1,- á sér gróðurvinjar Þar eru tugir trjátegunda og nær allar ísl. blómjurtir í hlíðinni ofan við Keldur, milli Tilraunastöðvarinnar og ný.ja Norðurlandsvegar stend ur gamall sumarbústaður í g-irtu landi. Fáir, sem um veg- inn þjóta vita, að þarna eru dýrmætir gróðurreitir, — dýrmætir frá sjónarhóli þeirra sem þykir vænt um og kunna að meta fallegt tré og litla juri. Fesstun gróðnr- vinjum hefur Jóhann Páls- son, náttúrufræðingur, kom- ið upp og unað sér við um áraraðir. Margir kannast kannski betur við Jóhann af fjölum leikhúsanna, þvi hann var lengi leikari, en hætti þvi og tók að lesa undir landspróf ag siíðan stúdentspróf, sem hann tók fyrir 3 árum. Þá tók hann fyrir nátt- úrufræðina og var í hópnum, sém lauk námi við nýju nátt- úrufræðideildina við Háskóla Islands í vor. Og nú er hann að fara til náms í grasafræði í Svíþjóð. Áhugi Jóhanns á jurtum og gróðri á sér þó sýnilega lengri sögu, eins og gróðurreitirnir hans tveir bera merki. Skógræktaráhug- inn nær allt aftur til æsku og unglingsáranna, þegar hánn á síkólaárunum keypti jafnan trjáplöntur á vorin fyrir or- lofspeningana úr sumarvinn- unni og gróðursetti, þar sem nú er fallegur afgirtur lund- ur með upp undir 100 trjá- tegundum. Áhuginn á blóm- jurtum fylgdi i kjölfarið, og varð til þess að Jóhann hefur safnað í landið kringum sum- arbústaðinn flestum íslenzk- um blómplöntum og heilmiklu af útlendum. Og starir og burkna má þar líka fiin.na. — Upphafið? Ég fékk sem strákur þennan mikla skóg- ræktaráhuga og þar sem ég er eiginlega alinn upp í þess- um sumarbústað, þá tók ég að setja hér niður tré. Faðir minn, Páll Magnússon, var upphaflega frá Keldum og byggði hér sumarbústað, sagði Jóhann, er við fengum hann til að gan.ga um þessar gróðurvinjar hans einn af þeim fáu dögum, sem hann stanzaði í borginni milli ferða á Strandir og inn í Þjórsár- ver, þar sem hann vinnur við gróðurrannsóknir í sumar. — Annars komu mín fyrstu grenitré hálfbrunnin undan Hekluhrauninu í gosinu 1947. Þau voru seld, kostuðu heil- ar 15 krónur, og ég átti ekki fyrir nema þremur. Þau standa hér við sumarbústað- inn orðin margir metrar á hæð. Þegar ég fekk þau voru þau 30 sm og 32 sm. Ég mældi þau vandlega. Við göngum fyrst með Jóhanni uppi f brekkunni um trjálundinn, sem er afgirtur þar sem upphaflega voru ber holt, en svolitið tún neðst. Nú er þetta allt þaMð marg- vislegum trjám og botngróð- ur ákaflega fallegur. Þarna er gott skjól, sem veigaminni trén njóta. Annað er merM- legt við þessa gróðursetningu en f jöldi tegundanna og hve vel trén dafna. þ.e. að þessi tré: háfa vaxið af sjálfsdáðum. Aðeins verið plantað, en aldred borinn á áburður og aldrei ver ið sprautað á þau. Mesta vinnan núna er við að klippa og grisja, segir Jóhann. En aljt, sem af er klippt er lát- ið liggja og grotna niður I jarðveginn sem áburður. Hvað sprautun viðvíkur, þá kemur það ekki að sök. Tré skemmast stundum framan af sumri, en ná sér svo sjálf á strik, þegar kemur fram á sumar. Þarna hefur sprautun sýnilega ekki hrakið burtu fuglana, sem gera sitt gagn við að þrifa af trjánum. Hrmigrás náttúrunnar hef- ur ekki verið rofin. Ekki hafa orðið nein óhöpp i trjálundinum nema slæma vorið 1963, þegar grenitré og aspir urðu fyrir miMu áfalli. Grenitrén féllu, nema smá ræflar, sem staðið höfðu á slæmum stöðum og voru því ekki komnir á legg. Sumir þeirra hafa síðan náð sér og eru orðnir að falleg- us^tu trjáim. Ekki segist Jóhann hafa hugmynd um hve margar trjá tegundir eru þarna. Talan er einhvers staðar milli 50 og 100. Ekki ætlum við að fara að telja upp allar þær teg- undir. Jóhann bendir okkur t.d. á Douglasfuru, sem vex vel þama í skjólinu. Þar er önmir sjaldgæf fura, silki- fura, með mjúkúm löngum hárum. Þama er líka staðar- fura, öll þakin blómum og kömglum. Á sitkagreninu eru líka fræ. GuXlfura er hér. Og þar gneefir gullreigín með gul- um . blómum. Það er uppi á hæð, en ekki í skjóli — hefur lifað þó ekki hafi tek- izt að halda í því lífi á betri stöðum. Við stönzum í rjóðri, þar sem er hátt rauðgrenitré, og Eitt eilífðar smáblóm . f skógarltuidinum eru tugir af fallegum Ljósm. trjátegundum. Ól. K. Mag. Fyrstu greinitrén, sean voru 3 0 sm á liæð og komu hálf brunnin undan Hekiuhratm i árið 1947. við hliðina á því tveggja metra birkitré, sem hefur vax ið upp af fræi. Þar er lika AJaskaeplatré. Elri er þarna að finna og segir Jóhann að miklu meira ætti að rækta af bonum hér á landi. Botngróð- urinn mihi trjánna er íalleg- ur. Lúpiina er um allt og dafn ar vel, eins og að líkum, lætur. Jóhann segist vera dálítið hræddur við hana, hún sé heldur varasöm og bendir okkur á stað þar sem hún er að vaxa birkinu yfir höfuð. En á gróðurlausa mela getur verið í lagi að planta henni. Þarna hefði verið gaman að eyða heilum degi og skoða trén, en ekkert svigrúm er til þess. Við göngum yfir að landinu kringum bústaðinn. Við girðingu nágrannans, Gunnlaugs Ólafssonar, vaxa viilt hindber á runna, sem hefur læðzt inn fyrir til Jóhanns. Fyrir fimm árum fékk Jóhann þetta land til eigin umráða hjá fjölskyldu sinni. Mikill ágangur var alltaf á landið af sauðfé, sem lélegar girðingar héldu ilia fyrir utan. Nú er þetta allt annað og kveðst Jóhann oft á göngu sinni um landið finna nýjar jurtir, sem hafa komið fram eftir að girt var og spildan alveg friðuð. Hann er svo heppinn að á þessum bletti eru allar tegundir af landi nema hraun og fjöru- sandur, meira að segja er þar dálítil mýri. — Aðalatriðið þegar blóm er flutt, er að finna þvl stað, þar sem það vill verá. Stundum tekst það og stund- um ekki. Þá verður bara að gera nýja tilraun. En það sem ekki viU lifa hér, fær að deyja. Þvd er komið fyrir á bezta stað og verður að spjara sig. Við göngum um landið. Há- fjaUaplönturnar eru á einum s»tað. Þar má m.a. sjá skolla- finigur og lyngjaína úr Veiðileysufirði, íj andaf æiu, úr Arnarfellsimúla, b®á- Mukkulynig og mýrarerbu úr Þjórsárdal. Loks hefur Framh. á bls. 25 Beykjavikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.