Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 22
* --U-H '.H.* i i H- ■■ *■■ r . 'fft "1— MORGUNBLA£>IÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1972 Guðrún Þórðardóttir Gerðum - Fædd 6. júní 1888 Dáin 22. júlí 1972 ÞAÐ má segja að kynni og vin- átta okkar hafi nú staðið í rúm 60 ár og hefi ég margs að minn- ast og mikið að þakka þér og manni þínum, reyndar allri þinni fjölskyldu. Um það leyti, sem ég fæddist og mörg fyrstu árin þar á eft- ir, hafði faðir minn mikinn út- gerðarrekstur. Við bömin urð- um fljótt nokkuð mörg. Það var því mjög fjölmennt oft á heim- ilinu, um 50—80 manns á ver- tíðum. >á komu á heimili okk- ar tvær ungar glæsilegar stúlk- ur, Guðrún Þórðardóttir, sem hér er kvödd og Petrína móður- systir mín, síðar gift Pétri Otte- sen, alþingismanni. 1 þeirra hlut kom að gæta okkar elztu bræðr- anna, og glíma við óþekktina og prakkaraskapinn í okkur. Þótt okkur yrði fljótt kært til ykkar vegna aðdáunarverðrar framkomú og umhyggju í okkar garð, tókst mér að minnsta kosti ekki að halda aftur af prakkaraskapnum. Ég minnist þess, er ég hljóp út í sjóinn svo djarft að ég hefði drukknað, ef þið hefðuð ekki hlaupið út i til bjargar, og var það ekki auðvelt í síðu og víðu pilsunum, sem þá voru í tízku. En þetta og margt fleira var umborið og fyrirgefið af ykkur. Síðar þégar ég var vaxinn upp úr þvi að láta mér á sama standa hvernig maður væri út- lits, blautur eða þurr, þá minn- ist ég þess að þú saumaðir á okkur falleg föt. Um langt ára- bil saumaðir þú allan fatnað á fjölskyldu okkar. Þar var margt snilldarhandbragðið á. Ég minn- ist þess, að oft fannst mér ég vera mikið fínn, þegar ég kom uppdubbaður í nýjum fötum frá þér. Þá minnist ég einnig elsku- legs ágæts manns þins Árna Árnasonar, sem var um þetta leyti snjallasti og aflahæsti for- maðurinn á útvegi föður mins. - Kveðja Enda var hann með stærsta skip ið og valdi skipshöfn úr mikl- um fjölda ungra og dugmikilla pilta úr sveitum víðs vegar að, og allir sóttust eftir að vera með aflahæsta formanninum. Þá voru aðeins notuð opin skip af ýmsum stærðum, tólfæringar, tíæringar, áttæringar og allt nið ur 1 tvo menn við árar, og aflið kom frá seglum og ár- um. Ámi var auk þess að vera dugnaðar- og hagleiksmaður, elskulegur og barngóður og hændust við mjög að honum. En auk góðmennsku hans og ástúðlegrar framkomu, hafði hann oft ýmislegt forvitnilegt fyrir okkur, meðal annars mun hann hafa verið meðal þeirra fyrstu, sem eignaðist grammó- fón, eins og þá var kallað. Ámi var laghentur til verka, og nefndi ég hann meðal ýmissa hagleikssmiða i Garðinum á und- anförnum áratugum, í afmælis- grein um Matthías Oddsson um síðustu áramót. Árni var mjög góður trésmiður og smíðaði reyndar fjöirharga þarfa hluti úr tré og jámi, og var allt unnið af vandvirkni og smekkvísi svo að auk þess að vera hagnýtir til þeirra þarfa, er ætlað var, vom hlutirnir svo áferðarfallegir, að listaverk máttu kallast. Ámi var snyrtimenni mikið, allt varð að vera hreint og fágað í umhverfi hans. Staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. Ég átti margar hamingju- stundir í návist hans á æskuár- um mínum. Það var mér góður skóli að fá að vera með honum, og ekki hvað sízt þegar mér hlotnaðist sú náð að fá að vera með honum á sjó, á bátn- um hans, þegar ég var á aldr- inum 10—14 ára. Ég hefi minnzt á myndarlega saumaskapinn hjá þér er þú saumaðir á okkur fatnað allt til fullorðinsára okkar. En nú þeg- ar þú kveður okkur eru til mörg útsaumuð listaverk eftir þig, sem bera vott um listilegt hand- t Eiginmaður minn KRISTJAN karl pétursson, vélsmiður, lézt i Landakotsspítala 27. júlí s.l. Jóna Guðbjörg Sigurðardóttir. t Móðir okkar KRISTlN VILHJALMSSON. Alfheimum 31, andaðist í Borgarspítalanum 27. júlí. Börn og tengdaböm. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi BJARNI BJARNASON. Laugavegi 11, verður jarðsunginn mánudaginn 31. júlí frá Frikirkjunni kl. 13.30. Magna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnaböm, og barnabarnabam. ____ t Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Gerðum. verður jarðsungin laugardaginn 29. júlí kl. 2 frá Útskálakirkju. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Björg Amadéttir, Jónas Guðmundsson, Arni Amason, Kristín Jónsdóttir Friðrik Amason, og bamaböm. m ■ bragð og mikla smekkvísi. Þannig voru þessi hjón bæði með sniilldarhug og hendur til mikilla hagleiksverka. Ég þakka þér nú fyrir alJt, sem þú og fjölskylda þín hafa verið mér, foreldrum mínum og systkinum. Mikil hjálp og vinátta frá fyrstu kynnum mínum og til þess síðasta, hefur verið okkur ómetanleg. Ég votta börnum þínum og barnabömum samúð, og óska þess að góður Guð leiði þau og styðji til hamingjuríks lífs, og að þau fái notið þess góða, sem þau hafa lært af ykkur hjón- um, sem lengst. Finnbogi Guðmundsson. — LeiðFischers Framh. af bls. 17 umstæðum og í ekki letigri tima er fjarri því að vera naegi legt til þess að vega menin og meta. En eitt varð mér ljóst. Bobby Fischer er maður með mjög sterkan persónu- leika. Hann hefur viljastyrk, sem er langtum meiri en fólk almennt hefur. Bók Jens Enevoldsens um Bobby Fischer er 192 síður að lengd. Hún hefur að geyma margar af beztu og mikilvægustu skákum Fisch- ers áisamt stöðumyndum. Þá eru í bókinni einnig nokkrar myndir af skáksnillingnum, sem teknar hafa verið við ýmis tækifæri á skákferli hans og einnig af fleiri merk- um skákmeisturum nútímans. Minning; Kjartan Jónsson SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent sf Nýlendugötu 14 sími 16480. F. 17/5 1966. D. 24/7 1972. Hver hefur gengið um garðinn í nótt gengið svo þungum fótum. _ Gróðurinn ungi grúfir hljótt gripinn að innistu rótum. Það dæmist oft til að föina fljótt hið fegursta, sem við hljótum. G.Á. Hvað getum við sagt um lítinn dreng, sem Guð gaf aðeins sex ára jarðneskt liif? Að hann var óskabaoi foreldra sinna, yndi þeirra og eftiriæti. Að hann var ógleymanilegt bam, fallegur og svo bráðþrosika að af bar. Að við munum hann, og líf okkar er auðuigra, af þvi að við kynnt- umst honum. Kjartan Jónsson var fæddur 17. maí árið 1966, sonur hjón- anna Sigrúnar Aðaibjarnardótt- ur, kennara, og Jóns Pálmason- ar, skrifstofustjóra. Þau áttu fyr ir eina dóttur, Þorgerði, sem var 15 ára, er bróðir hennar fæddist. Það má öMum vera ljóst, hvílíkt fagnaðarefni fæðing þessa drengs var foreldrunum og stóru systurinni, enda voru þau sam- hent um veita homum aUa sína ástúð og styðja hann fyrstu spor- in. Kjartan lit'li var óvenju efni- legur og jafn bráðþroska barnd andlega hef ég ekki kynnzt. Hann var ailæs fjögurra ára gamal'l og bar skyn á hluti, sem böm á hans aldri leiða hugann sjaldnast að. Þetta breytti þó í engu bamslega ljúfu viðmóti hanis, sem verður ekki síður minnisstætt en hinar óvenju skörpu gáfur, er hann var gæddur. í hverju sumarleyfi dvaldist fjöLskyldan á Hofi i Hörgárdal á asskustöðvum Jóns. Þangað var einnig haldið í sumar og mikil var tilhlökkun Kjartans litla, er hann sagði mér i vor frá væntanlegri ferð sinni í sveit ina, þar sem alltaf var svo gam- an. En „skjótt hefur sól brugðið sumri“. Hinn 24. þessa mánaðar fórst hann af slysförum og nú kveðjum við hann. Foreldrum hans og systur sendi ég inniilegar samúðarkveðj- ur. 1 svo stórri sorg verða orð líitUs megnug, en megi þeim verða huggun að mdnningunum um einstakt sólskinisbam. Guð geymi þig, litld vinur. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. MARGT flýgur i huga, þegar lítiH drengur er kvaddur. Við skynjum svo lítið af tilverunni og viljurn ekki sættast á að sam- fylgdin yrði svo skammvinn. Ég sé fyrir mér dreng með gulið hár, þar sem hann situr fyrir, ljómandi af hamingju með bláeygða kettdinginn í fan-ginu, þegar við skiddum síðast. Sú mynd gleymist ekki. Fegurð lífs- ins er óumræðiieg, þrátt fyrir allt, og við trúum því, að bak við tjaidið mikla bíði okkar bros- andi drenigur með gullið hár. Frænka. Ljósmæðrafélag Reykjavíkur 30 ára LJÓSMÆÐRAFÉLAG Reykja- víkur var stofnað að Hringbraut 48 (nú Fæðingarheimili Reykja vikurborgar) 19. júní 1942 og er þvi 30 ára. Stofnendur voru: Rak el P. Þorleifsson, Helga M. Níels dóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Vilborg S. Jónsdóttir og Ragn- hiidur Jónsdóttir. Heiðursifélaigi var kjörinn Þuríður Bárðardótt- ir. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, PETRlNU K. KRISTJANSDÓTTUR, Lindargötu 32. Agúst Ingimundarson, Haraldur Egilsson. t Hjartanlegt þakklæti fyrir auðsýnda andlát og útför eiginmanns míns vináttu og samúð við ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR, húsasmíðameistara frá Isafirði. Fyrir hönd vandamanna Magnea Þorláksdóttir, Þóra Þórðardóttir, Jón Kristjánsson, Jóel Þórðarson, Bryndís Bjömsdóttir, Rögnvaldur Þór Þórðarson, Elin Skarphéðinsdóttir, Jón R. Þórðarson, Kathinka Klausen, Anna Sigmundsdóttir, Guðmundur Skúlason, Alda Óladóttir, bamabörn og barnabarnaböm. Lokafundur var haldinn 9. sept ember 1942 að Blátúni. Lö-g fé- la-gsins voru samin og samþykkt á fyrsta íundi félagsins. Árstillag var ákveðin fimmtán krónur. Féla-gið sér um að ekki sé gengið á heiður Ijósmæðra, hvorki af því opinbera né einstaklingum. Ákveðinn taxti um fæðingar- hjálp og hjúkrun í tíu daga var eitt h-undrað og fimmtiu krónur þá og fyrir útkall að nóttu til þrjátíu krónur. Fyrir eftirlit með konum fyrir og eftir fæðingu 3 til 5 krónur. Fyrir milligöngiu fé lagsins áttu þær að greiða veg einstæðra mæðra, sem eftir því leituðu. Tillög-ur voru samþykíktar og skipað í stjóm: Formaður Rakel P. Þorleifsdóttir, gjaldkeri Helga M. Níelsdóttir, ritari Guðrún Hall dórsdóttir. Á fundi í Blátúni 12. des. 1942 bar Helga M. Nielsdóttir fram til lögu um að stofnað yrði mæðra- heimili fyrir Reykjavík og ná- greimi. Bréf var sent til bæjar- stjómar Reykjavíkur ásamt með mælaskjaili undirrituðu af Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni, skólastjóra, Vilmiundi Jónis-syni, landlækni, Magnúsi Péturssyni héraðslækni, Sigurbirr.i Einarssyni hiskupi og Bljarna Jónssyni dómkirkjupresti. Árið 1949 sendi stjómin ás-korun til bæjarstjórnar um að kosta hjálparstúlkur til aðstoðar sæng urkonum og öðrum sjúklingum og var því vel tekið, og þar með var kominn fjrrsti vísir að Heim il'ishjálp Reykjavíkurborigar. í igegmum Kvenfélagasamband fslands var einni stúlku boðið á Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.