Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1972 23 Yfirlýsing iðnaöarráðuneytisins: Raforkumál Norður- lands vestra H»NAÐARRA»UNE¥TI© hefur sent frá sér fréttatilkynningru vegna blaðaskrifa að undan- förnu um raforkumál Norður- lands vestra. 1 tilefni þessara skrifa vill iðnaðarráðuneytið taka eftirfarandi fram: Iðnaðarráðuneytið kostaði at- hugun þá á tengingu Skeiðsfoss- svæðisins við Skagafjörð og við- bótarvirkjun Skeiðsfoss, semvik ið hefur verið að í blaðaskrifum, og ber það síður en svo vott um að ráðuneytið hafi fyrir sitt leyti — Ljósmæðra- félagið Framh. af bls. 22 Yrkeskole í Noregi og var Stein unn Ólafsdóttir send á skólamn. Árið 1952 kom fram tiilaiga frá Sigriði Classen um að halda merkjasölu og hefur það verið árleg tekjuöflun fyrir félagið. Árið 1958 gafist félaginu kost ur á að kaupa sumarbústað í Hveragerði. Kaupverðið var 75 þúsund krónur, útborgun 20 þús. og við afhendingu 15 þús. 24. okt. sama ár. Eftirstöðvar urðiu 5 þús. með gjalddaga 24. júní ár hvert. Félagskonur lánuðu það sem á vantaði í útborgun. Á umliðnum árum hafa þessir lækmar haldið fræðsluerindi á vegrum félagsins: Próf. Pétur Jak obsson, próf., Kristbjöm Tryggva son, Eiríkur Björnsson læknir og Jón G. NikuHásson, læknir. Félagið hefur með fjárframlög um styrkt ýmsa aðila, þ.á m. Hail veigarstaði, Biafra, 10 þús. kr. til MáUeysingjaskólans. Árið 1964 gaf félagið 10 þús. kr. til barna- spitala Hringsins, 5 þús. kr. i utanfararsjóð hjartveikra bama. Líknar- og menningarsjóður var stofnaður 1949 og nú hafia bæði Ljósmæðrafélögin sameinazt um hann, jafnframt kom fram áskor un frá formanni Ljósmæðrafé lags Reykjavíkur, að haifin yrði landssöfmun til styrktar kven- sjúlkdómadeild Landspítalana. Fyrsta framlagið til deildarinnar kom frá Ljósmæðrafélagi Reykja vikur, 35 þús. kr. Árið 1970 minntust ljósmæð- urnar frú Vilborgar Jónsdóttur, sem iátizt hafði á árinu, með stofnun sjóðs sem bera skyldi nafn hiennar og varið skyldi til tækjakaupa fyrir kvensjúkdóma deildina. Stofnfé var 25 þús. kr. Fleiri gjafir hafa borizt í Vilfoorg arsjóð, frá Helgu M. Níelsdóttur 10 þús. kr. til minningar um for eldra hennar, Sigurliíniu Rósu Sig tryig.gsdóttur Og Niels Sigurðs- son frá Æsuistöðum í Eyjafirði, frá ónefndri konu 1 þús. að með töld'Um áheitum. Á afmælisdegi Vilborgar, 24. okt. 1971 afhenti Ljósmæðrafélagið 40 þús. kr. í sjóðinn og nú á 30 ára afmæli fé lagsins verða afhentar 50 þús. kr. í sjóðinn, sömiuieiðis 10 þús. til Málleysinigjaskólans og 5 þús. kr. til barnaheimilis Hveragerðis. Féiagið vill þakka alla vinsemd og hjálp á liðnurn árum og að end imigu vilil stjórnin fyrir hönd fé- lagsins þakka forstjóra Elliheim ilisins Grundar, Gísla Sigur- björnssyni höfðinglega peninga- gjöf í tilefni afmælisins og sömiu leiðis að hann hefir haft mangar ljósmæður í vinnu og goldið þeim meira kaup en lög mæla fyr ir. Að ógileymdu heimboði til að skoða Elliheimilið Ás og gróður hús hans í Hveragerði, og mætti þjóðin öll þakka honum frábær störf í þágu eldra fólksins. í stað veizluhalda styrkir Ljós mæðrafélagið tvær ljúsmæður til að kynna sér aðhlynningu á elliheimilium erlendis otg tvær til að kynnast nýjiunigum í fæðing- arhj álp. Að endingu vill félagið þakka áheit og gjafir, sem þvi haifa bor izt. (Fréttatilkynning) viljað loka neinum þeim leið- um til öflunar raforku fyrir Norðurland vestra, sem hag- kvæmar kynnu að reynast. Að lokinni þeirri athugun, sem framkvæmd var af Rafveitu Siglufjarðar, en kostuð af ráðu- neytinu, svo sem að framan er vikið, fól ráðuneytið orkustofn- un að gera itarlegan samanburð á tengingu Skagafjarðar- og Skeiðsfosssvæðis og nývirkjun Skeiðsfoss annars vegar og línu- lögn Akureyri — Skagafjörður hins vegar. Niðurstáðan af þeim athugunum var á þá leið, að linulögn frá Akureyri væri hag- kvæmari lausn fyrir Norðurland vestra svo fremi að sú orka, sem Norðurland vestra fær um línu þessa, kostaði 70 aura/kwh eða minna, þar sem hún kemur inn á linuna. Forráðamönnum Rafveitu Skagafjarðar er kunnugt um þessa niðurstöðu. Tiltæk orka á Norðurlandi eystra frá þeirri nývirkjun, sem nú er unnið að i Laxá er talin munu endast í a.m.k. 2 ár enn, enda þótt Norðurland vestra fái hlut í henni. Rafmagnsveitur rík isins hafa þegar með samningi við Laxárvirkjun tryggt sér nægjanlega orku fyrir Norður- land vestra á þessu tímabili, eða til og með 1974, við verði, sem er undir áðurnefndu 70 aur/kwh. Eftir 1974 þarf að afla Norð- urlandi eystra aukinnar raforku og Norðurland vestra þarf meiri orku nú þegar. Áðurnefndur samanburður sýnir, að svo fremi að þessi viðbótarorka fyrir Norð urland eystra kosti 70 aur/kwh eða minna er hagkvæmt að leysa orkuöflunarmál Norðurlands alls i einu lagi. Áðurnefnt verð, 70 aurar á kwh, er um það bil tvöfalt verð orkunnar frá Sigöldu, skv. áætl- unum Landsvirkjunar. Sundur- greining Norðurlands í tvö orku öflunarsvæði táknaði því, að menn teldu að orkuöflun fyrir Norðurland ætti í framtíðinni að verða a.m.k. tvöfalt dýrari en á Suðurlandi. Að öðrum kosti sýn- ir áðurnefnd athugun að það er heppilegra að afla raforku fyrir Norðurland eystra og vestra í einu lagi. Að dómi ráðuneytisins er það algjör fjarstæða að ætla Norð- urlandi að búa við tvöfalt dýrari raforkuöflun í framtíðinni en Suðurlandi. I samræmi við það álit tók rikisstjórnin hinn 21. september sl. ákvörðun um sam- tengingu Norðurlands og Suður- lands. Með þeirri ráðstöfun er tryggt að Norðurland fái hlut- deild í hinni ódýru orku frá Sig- öldu. Lína sú, sem nú er í byggingu milli Akureyrar og Skagafjarð- ar gegnir þannig tvíþættu hlut- verki. 1) Leysir raforkuþörf Norður- lands vestra næstu tvö árin skv. samningum, sem þegar hafa ver- ið gerðir. 2) Tryggir Norðurlandi vestra hlutdeild í framtíðarlausn á raf- orkuöflun fyrir Norðurland í heild með tengingu við Suður- land. Ráðuneytið hefur þegar gert ráðstafanir til að framkvæmdir við línulögriina milli Norður- og Suðurlands geti hafizt næsta sumar, þannig að Norðlendingar eigi kost á ódýrri raforku frá Sigöldu árið 1975. Samtimis þessu er unnið að athugunum á virkjunarmögu- leikum við Dettifoss, í Skjálf- andafljóti og við Jökulsá eystri í Skagafirði, því að loknum þeim samtengingum, sem að framan eru taldar, gerbreytist öll markaðsaðstaða fyrir hugs- anlegar virkjanir á þessum stöð- Bílasýning Egyptar neita Kairó, 27. júií — NTB EGYPTAR munu neita tilboðl frú Goldu Meir, forsætisráð- herra Israels, lun beinar viðræð- ur í þeim tilgangi að jafna deilurnar í Miðausturlöndum, að því er blaðið A1 Ahram, hálfop- inbert niálgagn egypzku stjórn- arinnar, sagði í dag. Anwar Sad- at forseti hefur þó enn ekki hafnað tilboðinu formlega. Egypzk blöð hafa tekið illa í til- iögu frú Meir. TIL SÖLU SUNBEAM ARR0W 1970 sjálfskiptur, góður bíll. Ekinn aðeins 14 þúsund milur. Milliliðalaust. Upplýsingar í síma 32609. Hestamennska — reiðskóli Nýtt námskeið hefst þriðjudaginn 8. ágúst. Upplýsingar hjá Ferðafélagi Islands. Öldugötu 3, sími 19533. REIÐSKÓLI. REIGNHEIÐAR STEINGRÍMSDÓTTUR. Útilegumenn — ný þjónustn Þvoum og þéttum tjöld fyrir Verzlunar- mannahelgi. — Sækjum, sendum. Fannhvítt frá Fönn. FONN FETl FRAMAR. OPIÐ TIL KL. 5 í DAG. Ath.: Síðasti laugardagur fyrir verzlunar- mannahelgi. árg. ’69 Mustang nýinnfluttur. — ’66 do. — ’67 do. — ’71 Peugeuot 204 — ’71 do. 404 station — ’67 Volvo Amason do. — ’66 do. Duett — ’70 do. 142 — ’67 do. 144 — ’66 Ford Fairlane. — ’66 Transit 7 mann, innréttaður, sér- stakur ferðabíll fyrir verzlunar- mannahelgina. — ’67 Simca 1301, nýinnfluttur. Komið og skoðið, leitið aðstoðar, næg bílastæði. Bílasalan Ðs/oð SiMAR 19615 18085 Borgartúni 1. Til viðskiptavina Alafoss hf. Vegna flutnings á skrifstofum vorum flrá BANKASTRÆTI 6, Rvík., að ÁLAFOSSI, Mosfellssveit verða skrifstofurnar lokaðar mánudaginn 31. júlí. Innheimta fyrirtækisins mun hér eftir verða opin á 2. hæð, Þingholtsstræti 2, kl. 9.00 — 5.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Breytingar á símanúmerum fyrirtækisins verða þannig: Sími innheimtu að Þingholtsstræti 2, verður 22091. Sími gólfteppaverzlunar verður 22090. Sími að Álafossi verður 66300 og má hringja í það númer beint frá því svæði, sem heyrir undir svæðisnúmer 91. ______ ÁLAFOSS H/F. VEIÐIMENN Tryggið yður veiðileyfi í GÓÐA SIL- UNGSVEIÐI í einni fegurstu og beztu veiðiá landsins. LAXÁ í LAXÁRDAL Gisting á sumarhótelinu að LAUGUM og á tjaldstæðum með hreinlætisaðstöðu á fögrum stað við ána. Veiðileyfi kr. 1000 pr. dag eða 500 pr. Vz dag. Veiðileyfi og upplýsingar hjá: VEIÐIVAL, R-vík., sími 20485. SUMARHÓTELINU AÐ LAUGUM ATHUGIÐ! Veiði hefur verið mjög góð undanfarið og mikið er af 4—7 punda fiski í aflanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.