Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1973 m ji itíi. i Lrtf. i \ JOAIAJm X 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍUUB6A CAR RENTAL ® 21190 21188 \tá 25555 muíioiH BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 ííssr trausti ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 SAMVINNU BANKINN Skaidnbréi Seljum ríkistryggð skuldabréf. Seljum fasteignatryggð skulda- bréf. Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. FYRIRGftEIÐSLUSKRIFSTOFAN fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heimasími 12469. KTuTS FRÁp SAFÍRT6 13mm patróna Tveirhraðar Aleinangruð Storkostleg m»fir76 Reynið hana hjá: ÞORHF ^REYKJAVfK^SKÓLAVðRDUST^M Skemmti- kraftarnir Brúsastaðamenn liafa nú tilkynnt, hver hinn raunveru- legi tilgangur er með því að efna til skrilslátanna i tilefni heimsóknar Nixons og Pompi don. I Þjóðviljanum seg-ir í gaer: „En hins vegar verða hér hundruð erlendra frétta- manna sem má líta á bvo sem séu þeir auga og eyru alheims ins, og þeir fá áreiðanlega ekki að frétta svo mikið af forsetafundinum að þeir verði ekki fegnir að fylgjast með friðsamlegrum mótmælaað- g-erðum fslendinga.“ Tilg-angurinn er sem sé ekki að viðhafa mótmæli vegna koniu forsetanna held- ur að útvega erlendum blaða- mönnum efni í fréttir. Þannig ætla at\innumótmælendur að hafa ofan af fyrir fréttamönn um í öllu fréttaleysinu á ís- landi. Og svo mikið er gert fyrir hina eriendu gesti að það „verður opnuð sérstök upplýsingaskrifstofa fyrir er- lenda blaðamenn i húsakynn- um stúdentaráðs í Félagsheim ili stúdenta“. Vissulega væri það virðing arvert að taka að sér Uiut- verk skemmtikrafta fyrir er- lenda blaðamenn, sem hér verða að vera i fréttaleysinu mttt í landhelgisdeilunni og meðan tveir af valdamestu mönnum veraldar ræðast hér við. En jþótt samtök íslenzkra atvinnumótmælenda láti þann ig friðsamlega og segjast ekki vilja stofna til illinda þá er auðvitað, hvað undir býr. Ekk ert væri forstiiðumönnum mót mælendanna meir að skapi, en ef tii átaka kæmi niilli lög regtu og þeirra. Þannig væri fuUvíst, að fréttir af bram- bolti þeirra kæmust á síður erlendra blaða og vel gæti verið að þeir fengju meira að segja mynd af sér fyrir vik- ið. Er þess skemmst að minn ast að sömu aðilar stofnuðu til skrilsláta, þegar NATO hélt hér fund fyrir nokkrum árum og sömu mótmælendurn ir hrutu þá allt samkomulag v'ið lögregluna. Enn ný sauðargæra Eftir þekktum aðferðum kommúnista hafa forsprakk- ar þeirra haft tíð nafnaskipti á mótmælendasamtökum sín- um. Jafnframt eiga þeir alls kyns félög á lager eins og Glistrup í Danmörku, til notk unar á heppilegum stundum. En öðru hverju fá þeir hvai- reka, Jiegar nytsama sakleys- ingja rekur á fjöriir þeirra með samtök sin. Þannig lief- ur kommúnistum tekist að ná tangarhaldi á Æskuiýðssam- bandi fslands og er því nú óspart beitt í baráttiinni. For- maður ÆSÍ virðist fyrir ein- hvern misskilning telja sig krata, en orðræður hans allar og framkoma eiga ekkert skylt við lýðræðisiega jafn- aðarstefnu. Það er þess vegna fagnaðarefni, að nú skuli eitt af aðildarfélögum Æskulýðs- sambandsins, fslenzkir ung- templarar hafa sagt sig úr sambandinu. Fordæmi ís- lenzkra ungtemplara ætti að verða öðrum heiðarlegum æskulýðsfélögum hvatning til þess að vera ekki lengur und ir merki Æskulýðssambands fslands, — það ber ekki leng- ur nafn með réttu. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS flringið i sima 10100 kl. 10—11 frá mántidegi til föstndags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. Anna Gísladóttir, Karfavogi 36, spyr: „Hvent er fitumagn í ný- mjólk, sýrðri mjólk og jóg- úrt? Hve margar hrtaeiningar fást úr j úgurð a) ám ávaxta?, b) með ávöxtum? Væri f ramkvaananiegt að prenta töflu yfir næringar- gMi (helztu efni) mjólkur og mjóUc-irvara í dagblöðum árs- fjórðuingsiega á meðan eng- ar upplýsingati' eru á umbúð- unum? Er nokkur von til, að við fáum hálffeita mjólk og sýrða undanrermu á næstunni ? Fyrir nokkru ias ég í dönsku blaói, að þair í landi hafi komið á markað 1. april sl. tvær tegundár af smjörlíki með aðeins 40% fitu (í venju- legu smjörláki er yfir 80% fita). Ömiíur tegund'in er venj'nlegt jurtasmjörlíki bætt A- og D-vitaimínum, en í hinmii tegundimnii er 40% af fitumagninu línolsýra og smjörlíkið bætit A, D og E vítamínum. Er von á hliðstæðni ís- ienzkri framleiðslu, eða er hagkvæmara að flytja þessar smjörlí kisteguindir inn frá út- löndum?" Stefán Bjömsson, forstjóri Mjólkursamsöluimar, svarar: „Flitumagn nýmjólkur, sýrðr- ar mjólskur og jógúrtar án ávaxta er að meðailtaii 3,8%. í sýrðri mjólk með ávöxtum er fítumaignið um 3,8%. I jógúrt án ávaxta eru um 68 hiitaeiningar, en í jógúrt með ávöxtum um 85 hitaein- ingar. I leildarrannsókniir á efna- innihaldi mjóHcur hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi, þótt jafnaðarlega séu raamsökuð sum efm hennar. Hingað tí'l hefur veriið gengið út frá að inmilhald íslienzkrar mjóiikur vaeri svipað og á Norðurlöndunu m. Nú er I ráði að sJík rann- sókn verði framkvæmd, en hún tekur langan tíma. Að niðursitöðum þeiirrar rann- sóknar fengnum væri hægt að birta í blöðum töflur um næringargi'ldi mjóllkur. Fraimleiðstta á hálf-feitri mjól'k og sýrðri undanrennu hefur verið og er í athugun, en ekki er að svo stöddu hægt að segja um, hvenær sú vara getur komið á markað." SKATTAGBEIÐSLUB f VEIKINDAFBÍI Kristján Björnsson, Faxa- braut 18, spyr: „Til skaittstjóra Reykja- ness: Ef maður er í veikindafrfi um óákveðimn tima, á þá ekki atvininurekaindirm að sjá um að greiða mánaðarlega skatta fyrir viðkomandi?" Alfreð S. Gísiason, bæjar- fógeti í Keflavík, svarar: „Gildandi reglur um skyld- ur kaupgreiðanda eru þær, að þeim er skylt að halda eftir af kaupí sitarfsimainns . til grei'ðslu skatta, enda hafi áð- ur komið fram kraifa frá skaittheimtunni til kaupgreið- anda um, að hanin haldi eftir af kaupiinu til greiðsluimar. Það skal upplýst, að í þessu tilfeili sendi skattheimta rik- issjóðs ekki kaupgreiðanda hr. Kristjáns Bjömssonar kröfu um, að halda eftir af kaupi hans til skattgreiðsilu, því hr. Kristján hefur árum saiman sjálfur greitt skaitita sína millliliðailiaust með mikl- um skilum, sem til fyrirmynd- ar eru.“ DBENGIB Á DBÁTTABV ÉLUM Guðbjörg Einársdóttir, Álftamýri 22, spyr: „Er ekkert eftirlit með þeim drengjum, sem vinna hjá bænum við að aka dráttarvél- um og álíka tækjum? Þeir aka svo hratt og iM>a, að það er stórhættutegt fyrir börn, sem eru að leík rétt hjá þeim.“ Ögmundur Einarsson hjá vélamiðstöð Reykjavikurborg- ar svarar: „Þeir, sem aka dráttarvél- um í eigu véliamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, hafa ailhr bílpróf. EftirMt með meðferð og akstri véiauima er í hönd- um véilamiðstöðvar og viið- komandtt verkstjóra, sem vél- in er í vtnmu hjá hverju sinná, og að sjálfsögðu lítur lögregl- an í Reykjavik eftir þessum tækjum jafnit og öðrum öku- tækjum í borgiimni.“ Popp-skýrslan HDMBLE PIE FORTÍÐ: Hunible Pie var hleypt af stokkunum árið 1969 sem einni af fyrstu „stór- hljómsveitunum", með Steve Marriott úr Small Faces, Pete Frampton úr Herd, Greg Rid- ley og Jerry Shirley. Fyrsta litla platan þeirra, „Natural Born Bugie“, varð mjög vin- sæl, en hljómsveitin lenti í erfiðleikum, er hijómplötu- fyrirtækið Immediate Becords fór á hausinn, — þar til hún hóf hl.jómleikaferðirnar um Bandaríkin. NÚTH): Þeir hafa aldrei verið sterkari. Peter Fra-mton hætti í fyrra til að stofna sína eigin hljómsveit og í hans stað kom Clem Clempson úr Colosseum. Nýiega fjölguðu þeir í liði sínu um þrjár svart- ar aðstoðarsöngkonur og nýj- asta stóra platan „Eat it“, hef- ur slegið í gegn. FRAMTÍÐ: Svo lengi sem hávær, hrjúf, hvit rokktónlist, byggð á blues-tónlist, heldur velli, er Humble Pie örugg, en ef tónlistin fellur úr tízku, mtin hijómsveitin lenda i vanda. Fátiðir hijómleikar í Bretlandi gætu orðið til að fækkp, aðdácndiinum í heima- landinu. ★ Einn flýr Faces Bassaleikarinn Bonnie I.ane er hættur að ieika með Faces. Hann var einn af stofn- endum hljómsveitarinnar eft- ir endalok Small Faces. Ákvörðunina um að hadta tók hann eftir að Faces komu heim til Bretlands að lokinni sjöundu hljómleikaferðinni sinni um Bandaríkin. Hélt hann síðan beina leið til Frakklands í frí. Hann mun leika í síðasta sinn með hljómsveitinni um næstu helgi. Nýr liðsmaður í hans stað verður kynntnr innan tíðar, að sögn talsmanns hljómsveitarinnar. ★ Ný Wings-plata Wings, hljómsveit Paul McCartneys, sendi frá sér nýja Utla plötu á föstudag- inn; heitir aðallagið „Uive and let die“ og er titillag nýrrar James Bond-kvikmyndar, þar sem vinur okkar, Boger Moore, fyrrverandi Dýrling- ur, leikur aðaihlutverkið. Fregnir um að Henry MeCull- och væri að yfirgefa hljóm- sveitina hafa verið bornar til baka og sagðar „della“. ★ Rick segir nei Bick Wakeman, orgel- leikari hljómsveitarinnar Yes, hefur harðneitað ölliim fregn- um um að hann hygðist á næstunni stofna nýja hljóm- sveit með Dave Cousins, fyrr- verandi samstarfsmanni sín- um í hljómsveitinni Strawbs, eða nokkriim öðrum hljóm- listarmanni. fm~\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.