Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1973 JtorgwfrWrilr Otgefandl hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltról Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjórl Björn Jóhannsson. Auglýsinsastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Augfýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. þeirra, Þjóðviljinn, uppi stanzlausum áróðri gegn þessari heimsókn, dembir fúkyrðum yfir gesti þeirra Magnúsar og Lúðvíks og finnur komu þeirra hingað til lands allt til foráttu. Heið- arlegra hefði verið af Magn- úsi Kjartanssyni og Lúðvík Jósepssyni að leggjast ein- faldlega gegn því, að fundur forsetanna yrði haldinn hér í stað þess að etja undirtyll- um sínum fram með þessum hætti. En heiðarleg afstaða af því tagi er þeim bersýni- lega ekki að skapi, a.m.k. ekki GESTI BER AÐ GARÐI ¥ dag koma til íslands tveir * háttsettir gestir, þeir Richard Nixon, forseti Banda ríkjanna og Georges Pompi- dou, forseti Frakklands. Þeir eru hingað komnir í boði rík- isstjórnar íslands og dveljast hér á landi í tæpa tvo sólar- hringa til þess að ræða sam- eiginleg vandamál landa sinna og samskipti Banda- ríkjanna og Evrópuríkja. Koma forsetanna tveggja hingað til lands er heiður fyrir okkar litlu þjóð og mun bera margvíslegan ávöxt fyr- ir fsland. Augu umheimsins beinast að höfuðborg lands okkar næstu tvo daga og um leið vekja okkar málefni og vandamál meiri athygli en ella. En jafnvel þótt svo væri ekki, er fslandi sómi sýndur með þessari heimsókn og ekki er að efa, að meginþorri íslendinga mun sýna forset- unum tveimur þá gestrisni, sem þjóðinni er í blóð borin. Heimsókn af þessu tagi fylgir mikið umstang. Hundruð erlendra frétta- manna koma til landsins til þess að fylgjast með fundi forsetanna tveggja og víð- tækar öryggisráðstafanir eru gerðar þeirra vegna. í því sambandi hefur vakið nokkra athygli sú sérstæða tegund af gestrisni, sem annað aðal- málgagn ríkisstjórnarinnar hefur sýnt gestum okkar. Þeir Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson hafa staðið að því, ásamt öðrum ráð- herrum í ríkisstjórninni, að bjóða þá Nixon og Pompi- dou velkomna til fundar- halda hér á landi. En á sama tíma heldur einkamálagagn þegar hégómagirnd þeirra er annars vegar. íslenzka þjóðin mun ekki þola það, að fámennur hóp- ur ofstækismanna og uppi- vöðsluseggja verði henni til skammar með þeim hætti er varð, þegar Rogers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom hingað í heimsókn. Þess vegna verður að krefjast þess, að fullnægjandi örygg- isráðstafanir verði gerðar og slík einbeitni og festa sýnd óróaseggjum, að þeir hafi hægt um sig. Ef það tekst ekki verða ráðherrar komm- únista kallaðir til ábyrgðar, en ekki undirtyllur þeirra. TVÖ OSKYLD MÁL U*inar Ágústsson, utanríkis- ■ ráðherra, lét í Ijós þá skoðun á blaðamannafundi er hann efndi til í gær að landhelgismálið og öryggis- mál þjóðarinnar, væru tvö óskyld málefni. Þetta er al- veg rétt hjá utanríkisráð- herra og með þessum orðum hefur hann undirstrikað hversu fáránleg sjónarmið þeirra óábyrgu aðila eru, sem halda því fram, að vegna innrásar brezka flotans a íslenzkt yfir-ur af ofbeldi Breta í okkar ráðasvæði eigi ísland að segja sig úr Atlantshafs- bandalaginu. Deila við Breta vegna út- færslu íslenzkrar fiskveiði- lögsögu er ekkert nýtt. Og við höfum áður orðið fyrir því, að brezki flotinn væri sendur inn fyrir fiskveiðitak- mörkin til þess að vernda brezka veiðiþjófa. Slíkar deilur höfum við jafnan unn- ið að lokum með því að beita skynsemi, þrautseigju og þol- inmæði og með því að beita þeim baráttuaðferðum, sem munu duga okkur bezt, nú sem fyrr. Öryggi íslenzku þjóðarinn- ar og málefni, sem að því lúta, spanna yfir miklu víð- tækara svið en landhelgis- málið. Við gerðumst aðilar að Atlantshafsbandalaginu vegna þess, að reynslan sýndi okkur í heimsstyrjöld- inni síðari, að hlutleysi er engin vörn, vegna þess, að okkur, ekki síður en öðrum þjóðum í okkar heimshluta er hætta búin af miklu her- veldi í austri, og vegna þess, að við vildum eiga þátt í því að varðveita þær lýðræðis- legu hugsjónir, sem vestræn- ar þjóðir byggja á. Auðvit- að eru okkur það mikil von- brigði, að ein þessara þjóða skuli aftur og aftur beita okkur ofbeldi. En um þessar mundir er einmitt að koma í ljós, að aðild okkar að Atlants hafsbandalaginu er okkar mesti styrkur í baráttunni gegn ofbeldi Breta. Það er aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu öðru fremur, sem hefur valdið því, að aðr- ar þjóðir hafa þungar áhyggj- garð. Og það hefur glögglega komið í ljós síðustu daga, að hjá Atlantshafsbandalaginu eru meiri líkur á, að á rödd okkar sé hlustað vegna ofbeld is Breta en í öðrum alþjóða- samtökum. Þeir, sem krefjast úrsagnar íslands úr Atlants- hafsbandalaginu vegna síð- ustu atburða 1 landhelgisdeil- unni, ættu fremur að setja fram kröfu um að Bretar yrðu reknir úr því fyrir að fótum troða þær hugsjónir, sem Atlantshafsbandalagið byggir á. Þeir hinir sömu ættu samkvæmt þeirra eigin röksemdafærslu einnig að krefjast þess, að ísland segi sig úr samtökum hinna Sam- einuðu þjóða vegna þess, að ein í þeirra hópi hefur beitt ísland ofbeldi. Og með sömu röksemdafærslu hljóta þeir einnig að krefjast úrsagnar íslands úr öðrum þeim al- þjóðasamtökum, sem ísland og Bretland eiga sameigin- lega aðild að. Allir sjá, að slíkar aðgerðir væru fáránlegar. Það er jafn fráleitt, að við hverfum úr Atlantshafsbandalaginu vegna ofbeldis Breta og ef við segðum okkur úr Sam- einuðu þjóðunum. En kannski er það æðsta ósk þeirra, sem þannig tala, að ísland ein- angrist gersamlega. A. m. k. væri eftirleikurinn hægari fyrir stórveldið í austri sem nú eins og oft áður hefur her- skipaflota á hafinu við ís- land, enda þótt sá floti eigi hingað ekkert erindi. Að þessu ættu þeir að huga, sem láta glepjast til þess að hlaupa eftir áróðri kommún- ista um úrsögn úr varnar- bandalagi frjálsra þjóða. Orðsendingin til öryggisráðsins 1 DAG afhenti dr. Gunnar G. Schram, varaíastafuUtrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, for- seta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna svohljóðandi orðsend- ingu: Samkvæmt fyrirmælum ríkis- stjóm-ar minnar, leyfi ég mér að vekja athygli yðar á alvarlegum árásaraðgerðum, sem Bretland hefur haft í frammi gegn landi mínu, Islandi. Hinn 19. maí s.l. stefndi ríkis- stjóm Bretlands þremur her- skipum inn í fiskveiðilögsögu Islands, greimilega í þeim tilgangi að aðstoða og hvetja brezka tog- ara til að veiða þar í blóra við íslenzk lög og reglugerðir. Her- skipin hafa síðan verið innan lög sögunnar og ólöglega hindrað Is- land við framkvæmd reglugerða varðandi verndun og eftirlit með veiðum á svæðum undan strönd- um þess. Við þessar ólögmætu aðgerðir hafa brezku herskipin notið aðstoðar herflugvéla, þyrlna og fimm skipa á vegum brezku stjómarinnar. Ríkisstjórn fslands álítur þessa innrás brezkra herskipa inn á svæði íslenzkrar fisikveiðilögsögu vera fjandsamlega aðgerð og ský lausa skerðingu á fullveldisrétt- indum ísfemds og brot á sáttmála Sameimuðu þjóðanna. Hér er um að ræða hernaðár- cdfeeldi og þar með árás gegn lýðveldinu íslandi skv. skilgrein- ingu 39. greinar sáttmálans og þar af leiðandi friðarrof í þess- um hluta heimsins. Með því að beita sjóher innan íslenzkrar lögsögu er Bretland að beita valdi i þvi skyni að kúga rikisstjórn Íslands og hir.dra is- lenzku þjóðina í að neyta rétt- inda sinna yfir sjávarauðlindum innan fiskveiðibeltisins, sem um- lykur landið. Þessi kúgun geng- ur greinilega í berhögg við álykt anir allsherjarþingsins nr. 1803 (XVII) og 2625 (XXV). Hún er einnig skýlaust brot á ákvæðum ályktunar allsherjarþingsins nr. 3016 (XXVII), þar sem tekið er fram, að aðgerðir ríkja, sem ætl aðar eru 111 að þvinga önnur ríki, sem vinna að þvi að neyta yfirráðaréttar sína yfir náttúru- auðæfum sínum, bæði á landi og í hafimu undan ströndum sínum, eru brot á sáttmálamum. Hér hef ur verið sýnt fram á, að grund- völlur er fyrir aðgerðum af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóð. anna. Ég leyfi mér, herra fonseti, að beina athyglli yðar að eftirfar- andi staðreyndum, sem eru mik ilvægar 1 máli þessu. Hinn 1. september 1972 var fiskveiðilögsaga íslands stækkuð úr 12 mílium í 50. Þessá .kvörð- un var byggð á þeirri kunnu staðreynd, að fiskveiðar undan ströndum fslands eru algert skil- yrðd tilveru íslenzku þjóðarinnar. Ekkert annað sjálfstætt riki er eims háð fiskveiðum og ísland. Þetta má greinilega marka af þeirri staðreynd, að 80% af út- flutningsverðmætum landsins byggjast á fiskveiðum, sem eru eini verulegi atvinnuvegur lands ins og að kalila má eina náttúru- auðlimdin, sem ísienzka þjóðin hefur tök á að hagnýta. Eftirldt og skipulag á þessum mikilvæga þætti efnahagslífs landsins er því lífsnauðsyn fyrdr íslenzku þjóðina. í ljósi þessa verður að skoða þá ákvörðun að færa fiskveiði- lögsögu íslands út í 50 milur. Hér er um að ræða lögmætar til raunir lands tii að ná stjórn á eimu auðlindum sínum, í fullu samræmi við meginreglur, sem lýst hefur verið yfir í fjölda á- lyktana allsherjarþingsins, svo sem vitnað hefur verið í hér að framan. Staðreynd er, að 32 full valda ríki hafa nú lýst yfir lög- sögu og eftirliti yfir fiskveiðum undan ströndum sínum út fyrir 12 mílur, og framkvæma slikar regiur án afskipta eða ofbeldis af hálfu anmarra ríkja. Ríkisstjórn Bretlamds hefur mótmælt 50 mílna fiskveiðilög- sögu Islands og skotið málinu til Aiþjóðadómstólsins á grundvelld orðsendingaskipta miMi rdkis- stjórna ísiands og Bretlands ár- ið 1961. Samkomulag það, sem byggð- ist á orðsendingaskiptum þess- um, var lýst ógilt með einróma ályktun Alþingis Islendinga hinn 15. febrúar 1972, þar sem það hafði þjónað tilgangi sínum, enda vr.r það á sinum tima gert við þær aðstæður, að brezk herskip voru á íslandsmiðum. Þessi ákvörðun var tilkynnt brezku ríkisstjóminni meira en sex mánuðum fyrir útgáfu hdnn- ar nýju fiskveiðilögsögu hinn 1. september 1972, en áður hafði verdð tilkynnt um fyrirætlun þessa hinn 31. ágúst 1971. Þar af leiðandi er ísland ekki lengur bundið af hinum tálmandi ákvæð um samkomulagsdns við Bretland frá árinu 1961. Ennfremur vid ég beina athygli yðar að þeirri staðreynd, að samningsumleitamir voru vel á veg komnar milli rikisstjórnar Is lands og ríkisistjórnar Bretlands um heimiid fyrir Breta til veiða innan hinnar nýju 50 mílna lög- sögu, er ákvörðun var tekin um að senda brezku herskipin á vett vang. Ríkisstjóm íslands harmar mjög þá stað: eynd, að rikisstjóm Bretlands ákvað að grípa tii vopn aðrar Ihlutunar, í stað þess að reyna frekar með samkomulags umleitunum að leysa máldð á friðsamlegan hátt. Ríkisstjórn mín hefur ávallt verið og er enn fús tiil að ná friðsamlegri lausn í máld þessu með samningaviðræðum miili æðstu manna beggja rikja. Að lokum áskilur ríkisstjóm Islands sér rétt fdi að skjóta hinni vopnuðu innrás brezkra herskipa inn í íslenzka fiskveiði- lögsögu síðar formlega fyrir ör- yggisráðið í því markmiði að ör- yggisráðið beiti viðeigandi að- gerðum í málinu. Þess er hér með óskað, að bréfi þessu verðd dreift sem op inberu skjali öryggisráðsiins. Reykjavík, 29. maí 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.