Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1973 5 Jón Jensson, stud. theol.: GESTRISNI? FIMMTUDAGINN 24. mai sl„ eftir eiinn fjölmennasta úti- fund, sem haldinn hefur verið á Islandi, gerði unigilinigaskari árás á brezka sendiráðið við Laufásveg, og var vart eftir heil rúða í þeirri miklu bygig ingu eftir aðförina. Innan- stokksmunir skemmdust, og einn sendiráðsstarfsmaður slasaðist lítiilLega. Kostnaður veigna viðgerðar sendiráðsins mun nema um einni milijón króna (Tíminn, 28. mai). Með þessu óhæfuverki hef ur málstað Islands í fiiskveiði deilunni við Breta verið unn- ið mikið ógagn, enda var hér genigið lengra en stjórnvöld í verstu barbararíkjum leyfa landsmönnum sínum, þegar t.d. er ráðizt að sendiráðum í þeim löndum (undanskiT.ð er þó Kína á dögum „menningar byltingarinnar“)- ÞÁTTUR LÖGREGLUNNAR Dagblaðið Visir greinir frá þessium atburðum daginn eftir i skorinorðri forystugrein, þar sem segir: „Alílt fór í handaskolum hjá löggæzlunni við brezka sendi ráðið. Gat þó engum dulizt, að þar mundu gerðar tilraun ir til uppþota. Örfáir lögreglumenn voru við sendiráðið, þegar skrili- inn kom þangað eftir útfund- inn. Þeir fengu ekki við neitt ráðið. Þegar þeir fengu liðs- styrk, treystu þeir sér ekki til að ryðja lóð sendiráðsins og nánasta umhverfi af ótta við að meiða skrílinn, að því er þeir sögðu. Engar ráðstafanir virtust hafa verið gerðar til að beita brunaslönigum eða táragasi. Á seinni tímanum í sjö taldi Vísir 15 lögreglumenn við sendiráðið. Þeir stóðu þar hin ir rólegustu, meðan skríllinn dundaði við að brjóta rúður í húsinu. Það leit út eins og þeir væru bara að fylgjast með þvi, að skemmdarverkin færu skipulega fram. Það er engin furða, þótt brezk stjórnvöld mótmæli." Þetta er ljóst: Hinir 150 til tæku lögreglumenn áttu hæg lega að geta lokað öllum að- komuleiðum að sendiráðsbyigg ing'unum (vegma fyrirsjáan- Legra óspekta). Enginn átti að komast inn á lóðir sendiráðs ins — enda er það óleyfilegt — og reka átti skrílinn út það an rneð fyllstu hörku, þar sem auigljóst er, að trantaralýður, sem enn er heitur af múgsef j un frá útifundi, er tiil alls hins versta vis. Þessum 150 lögregliumönn- um hefði verið í lófa lagið að ryðja staðinn, þegar skriliinn settist að sendiráðinu, — að- eins vantaði að fyrirmæli til þess kæmu frá ráðamönmum. Handhæg tæki til slíkrar hrein gerningar eru brunaslöngur og táragas. Vegna þeirra barna, sem á staðnuim kunna að hafa verið, hefði mátt tilkynna táragas- árás allnokkru fyrirfram, svo að unnt hefði verið að koma börnum í burtu. ENGINN HANDTEKINN Enda þótt stjórnvöld hafi sýnt vitavert kæruleysi í allri yfirstjórn lögregluliðsins, get ur það ekki afsakað hitt, að enginn af öllum þeim fjölda, sem grýtti semdiráðið, var handtekinn, svo að fréttir hermi frá, og gat þó hver maður séð, hverjir grótkast- ararmir voru. Það er engu lík ara en að lögreglan hafi talið sig sérstakan heiðursvörð tii að „fylgjast með því, að skemmdarverkin færu skipu- lega fram.“ HVER BER ÁBYRGÐINA? f fjöbniðlum hefur „múg- sefjun unglinga" verið kennt um atburðina við sendiráðið. En múgsefjun á sér alitaf sín ar rætur einhvers staðar: þess ir unglingar voru studdir til „dáða“ af eldri ungmennum og „fullorðnum aumingjum“ (Visir), ofstækisöflum, sem vissir aðilar í þjóðfélagimu hafa iengi alið á, unz upp úr -sauð þennan eftirminnilega dag. Þjóðviljinn orðar fréttina svolátandi, þegar hann ræðir það hverjir stóðu að árásinni: „Mest voru það unglingar, sem höfðu sig í frammi og köstuðu grjótinu, en voru ó- spart hvattir bæði af jafnöldr- um sínum og eldra fóliki." Almennt hafa unglingarnir talið sig réttlætta af því, að þeir væru að vinma þjóðholl- ustuverk, og ekki er mér grun laust um, að surnir þeirra hafi staðið í þeirri trú, að það væri æðstu ráðamönmum landsins ekki á móti skapi, að nokkrir „framtakssamir strák ar“ tækju sig tiil ag hefndu harma sinna á Bretum með grjótkasti. A.m.k. var ekfci að sjá, að lögreglan væri á staðn um til að koma í veg fyrir ósköpin. Hér skal ekki farið í laun- kofa með það, að höfuðorsök in fyrir múgæsingunni, sem brauzt þama út, er það f urðu lega Bretahatur, sem alllr stjórnmálaflokkar hafa beimt og óbeint róið undir síðastliðið ár. Áróðurinn gegn Bretum hefui’ einkum komið fram sem einhliða fréttaflutningur í fjölmiðlum, þar sem spjót- um er óspairt beint að Breta- stjórn. Fjallað er um málið eins og um heiiagt stríð sé að ræða, og gagnstæðar sltoð amir koma óvíða fram nema með tilheyrandi háðsglósum. 1 upphafi deilunnar, þegar kapp var lagt á að heilaþvo menn í afstöðunni til Alþjóða dómstólsins, var öllum heiðar- legum tilraunum sumra blað- anna til hlutlausrar frétta- mennsku (t.d. með tiifærslu á skoðunum erlendra manna, sem sýndu fram á veiiur í málflutningi Íslendinga) svar að með landráðaaðdróttunum í Þjóðviljanum, og þótti reynd ar mörgum það koma úr hörð ustu átt. Nú orðið telja hins vegar þessir andstæðingar frjálsrar fréttamennsku á Islandi litla þörf á að amast við birtingu slíkra greina úr erlendum blöðum, því að íslendingar eru nú orðnir svo skipulega forhertir í einstrenginigsdegri afstöðu til „landhelgismáls- ins“, að liklega hritna engin rök á þeim lengur. AFLEIÐINGAR Erlend sendiráð eru frið- helgur vettvangur, og íslenzka rikinu ber að vemda líf, limi og eignir sendiráðsmanna, eins og utanríkisráðherra Jón Jensson mælti réttilega í sjónvarps- viðtali nýlega. Afleiðingin af ólátunum er sú, að staða ísilendinga i fisk- veiðideilunni hefur mi'klu fremur veikzt en styrkzt á nokkum hátt, og eftir að is- lenzk stjórnvöld hafa látið þetta viðgangast, hefur Island unnið sér enn verðugri „orðs tir“ fyrir barbarisma í sam- skiptum við erlend ríki. — Nú ber íslenzka rikinu lágmarks- skylda til að hafa öflugan vörð um sendiráðsbyggingam ar og bæta spjöllim að fullu. Rikisstjómin getur ekki gengið fram hjá þeirri kröfu, sem kemur fram í fyrr- greindri forystugrein „Visds“, þar sem segir: „Full ástæða er tiJ, að hlut- laus og óháð rannsóknarnefnd kanni til hlítar, hvaða aðiii ber ábyrgð á þessari frammi- stöðu. Annað hvort hefur kom ið skipun að ofam, firá stjóm- völdunum sjálfum, um að láta skrílinn að mestu í friði eða þá að skipuleggjendur lög- regluaðgerðanna hafa ekki verið starfi sinu vaxnir. Þetta þarf þjóðin að fá að vita." LÆRDÓMAR íslenzka lögreglan hlýtur að draga einhverja lærdóma af þessum atburðum, enda biður hennar nú það mi'kla verkefni að halda uppi lög- gæzlu, meðan forsetamir Pompidou og Nixon dveljast hérlendis. Lögreglan á að vera þjálfuð með tilliti til þess að fást við upphlaups- menn á hvaða aldursskeiði sem er — af þeirri hörku, sem nauðsyn ber til I hvert sinn. En Niixon og Pompidou geta á engan hátt treyst á islenzka lögregluvernd, heldur verða þeir að fela eigin öryggisvörð- um alla forsjá sína á hendur. Þess skal getið hér um leið, að vinstri mótmælalýðurinn á Islandi ætti að halda sig inn- an dyra, meðan þessir ágætu gestir gista Reykjavik, því að landi voru er gerð mikil skömm tiil, ef illa þefjandi skril verður látið líðast það, í nafhi islenzkrar alþýðu, að gera aðsúg að þessum þjóð- höfðingjum tveggja voldugra vinarikja. Ef einhver þarf endilega að „mótmæla" ein- hverju við þessa góðu gesti, þá ætti það að vera rikis- stjórnin ein eða stjórnmála- flokkarnir í heild, þ.e.a.s. hin- ir kjörnu fulltrúar þjóðarinn- ar, sem einir geta talað í nafni hennar, — en ekki há- væriir minnihlutahópar, sem láta stjórnast af annarlegum markmiðum. Mönnum er enn i miinmi skrilslæti kommúnista i Há- skólanum, er Rogers, utanrík isráðherra Bandaríkjanna, kom hér í opinbera heimsókn, en þá varð almenningi fyrst ljóst, hve lögreglan er mátt- laus við að taka mótmæla- skriliinn þeim tökum, sem duga. Hinis vegar getur fáum blandazt hugur urh, að eng- inn beið tjón af því upphlaupi nema stúdentar og kommún- iistar. MISSKILIN GESTRISNI Kommúnistar á íslandi hafa nú meðtekið þá línu, að forsetunum Nixon og Pompi- dou skuli veittar sérstakar móttökur, er þeir koma hing- að til lands. Eins og rlkis- stjórnin heldur á málum, mætti ætla, að hún teldi hinar fyrirhuguðu athafnir vinstri- manna eiga að verða sér til stuðnings, þegar forsætis- og utanrikisráðherra hefja við- ræður við forsetana um helztu hagsmunamál vor. Þetta má ráða af eftirfarandi: 1 öðru aðalmálgagni rikis- stjórnarinnar linnir ekki á- róðri fyrir því, að vinstrilýð- urimn fylki liði og veiti for- setunum varmar viðtökur nú í vikunni. Höfuðstöðvar þessara and- stæðinga „hersetu og heims- valdastefnu, aiþjóðakúgun auð valdsins" o. s. frv. verða I Kirkjustræti 10, en það hús- næði er í eigu Alþingis og hef ur um árabil verið leigt kommúnistaseMunni SlNE, sem aftur hefur lánað það Samtökum herstöðvaandstæð- inga. Augljóst er af þessu, að Framh. á bls. 31 EIHKAMÁL Sýningarfreyja á Heimilsisýning- unni óskar eftir að kynnast barngóðum manni tiil að gæta tveggja barna frá kl. 3 sáðdegis til_.ll á kvöldin. Tillboð, merkt: „Hagkvæm verkaskiptiing" send- ist sem fynst. ÞJÓNUSTA 8 sýningarfreyjur veita gestumn, al'lar upplýsimgar um sýnimguna og aðstoða eftir því sem með þarf. Starfsfólk í ö'llum sýningardeild- um til þjónustu, reiðubúið með upplýsingar um gerðir, verð, greiðsluskilmála og fleira. ATVINNA í Vegna mikillar aðsoknar vantar snarráðán lögregluþjón til að stjórna umferðinni við sýning- arhöUina i Laugardal kl. 3 sáð- degiis tii 10 á kvöldin. Röskan pilt eða stúlku vantar til að telja hve margar tegund- ir af veggfóðri og uppþvotta- vélum eru á sýnimgummi, þarf að vera vanur (vön) að telja. KENNSLA Sýni'kenmsla á saumavélar, bráð- flinikar saumakonur kenna end- urgjaldslaust. Sýnnm hvemig hafriagrautur verður til á hálfrar milljón kr. eldavél. Hitum mat í örbyligjuofnum. Komið og fáið að bragða á. TAPAÐ Ósóttiir vinningar í gestahapp- dirætti sýmingarinnar, óskast sóttir til sýningarstjómar. Sýntn gsvrst j óm. Tapazt hefur öruggt leynihólf á sýningunnd, skilið þvi til sýn- ingarstjómar. HeftmUIK '73. Ósóttur vinninguir 18/5 nr. 2306. Blóm út árið, heimsend á hverj- uim föstudegi, frá Blömavali við Sigtún. Ósóttur vinningur 21/5 nr. 16902. Málming á 100 fm íbúð frá Málnimgu hf. í Kópavogi. Ósóttur vinmimgur 22/5 rur. 3189 leikhúsmiðar á aUar sýningar Þjóðleilkhússins og Leilkíélags ReykjavSkur neesta leikár. Ósótttur vinningur 24/5 nr. 19372. Kalt borð, heimisent, fyr- ir 20 manns, frá Óðali v/Aust- urvöll. Ósóttur vinmimgur 25/5 nr. 30534. Kaffibrúsakarlamir koma í heimisókn til vinningishafa og sikemmta eima kvöldstund. SsótJtur vinninguir 27/5 nr. 25118. Vestmanmaeyjaflug fyrir 5 manins með 3ja tíma stoppi og matarpa'klka. Ferðin er á veigum B. R. Útsýnarfflugs. Ósióttur vinnimgur 28/5 nr. 31883. Hárgneiðsla einu sinni í viku ári'ð út, á hárgreiðsluistof- unni Venius, Hallveigarstöðum við Túngötu. HJOL-VAGNAR Mótorhjól í sovézku deildinni á sviðinu í aðalsal. Heimilið ’73. Hjólhýsi fyrir sumarferðalögin til sýnis á útisvæðinu. Leitið upplýstimiga miMi kl. 15 og 23. Heimilið ’73. HÚSGOCN íslenzk hönmium. Húsgögn með Deminr og Flauelsáklæði, lökk- uS og bæsuð í nýjum litum. HeámiUð ’73. ísilenzk húsgögn og erlend sófa- sett — borðstofuhúsgögn -— svef n herbergish úsgög n, hiUur, bar og margt fleira. Heimilið ’73. HEIMILISTÆKI Hjartnæmiar hrærivélar í úrvali. Dósaupptakarar, sem taka bæði upp botin og lok niðursuðudósa. Htítuprjónar með hausnum á himu miemdanum. Hljóðlausar rýksugur, mema þegar þær eru í sambandi. SAFNARINN Bæklingar með upplýsingum um heimilisæki, byggimgavörur, hljómfliutningstæki, tryggingar og lán frá Húsn æðismálastofn- un ríkiisims. Heimilið ‘73. Safnarar, hjá okfcur fáið þið barmmerki og sýningarskrá (borðfánar því miðuir uppseld- ir), takmarkað upplag eftir: Heimiiið ’73. TIL SÖLU Sumarbústaður til sölu, til sýnis daglega á útisvæði frá kl. 3—11. Mjög vel með farið timibur til söliu að lokinni sýningu. Lyst- hafendur hafi samiband við sýn- ingarstjóm. Ileimilið ’73.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.