Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1973, Blaðsíða 12
12 MORGXJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1973 Frá Ólafsfirði. Með komu skuttogara eykst atvinnuöryggið Atvinnuástand á Ólafsfirði hefur ekki verið nógu gott í vetur. Minna hefur aflazt fyrir Norðurlandi, heldur en annars staðar við landið. Þá hefur tíðarfar verið með af- brigðum umhleypingasamt. Á þetta sérstaklega við nóvem bermánuð og mánuðina febrúar-marz. Tíðarfarið gerði það að verkum að öll útgerð var sérstaklega erfið, helzt voru það stóru bátarnir tveir, Sigurbjörg og Stigandi, sem gátu verið að veiðum. Þessir tveir bátar hafa verið aðaluppistaðan í hráefnisöflun fyrir Ólafs- fjörð, þar til fyrir stuttu, að hinn nýi skuttogari Ólafur bekkur ÓF 2 kom frá Japan, — Það var Ólafsfjarðar- kaupstaður, sem beitti sér fyrir kaupum á þessum tog ara, og er kaupin voru ákveð in myndaðist samstaða milli bæjarfélagsins, Hraðfrysti húss Magnúsar Gamallelsson ar og Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar um þessi skipakaup, og eiga þessir þrir aðilar skipið. Vænta Ólafsfirðingar þess, að með tilkomu skips- ins fái frystihúsin miklu ör- ar hráefni, en hráefnisskort- ur hefur haft lamandi áhrif á rekstur frystihúsanna að undanfömu. — Þá má ekki gleyma því, að í Frakklandi er í smíðum annar skuttogari fyrir Ólaísfirðinga og er hann væntanlegur til lands- ins um næstkomandi ára- mót. Þegar sá togari verður kominn er hægt að gera ráð fyrir, að frystihúsin tvö hafi nægilegt hráefni allt é.rið um kring, og um leið ætti atvinnuástandið að batna mikið. — Við komu skipanna skap ast stórt vandamál, sem er hafnaraðstaðan. Höfnin hef- ur ekki verið bætt eða stækk uð ’i háa herrans tíð, en hafnarskilyrðin eru forsend- an fyrir þvi, að útgerð geti blómstrað héðan. Til hefur staðið, að höfhin yrði bætt og stækkuð í sumar, og höfð- um við góða von um það. Þvi miður lítur út fyrir að ekkert verði úr þessum fram kvæmdum, þar sem höfnin varð fyrir barðinu á niður- skurði stjórnvalda á fram- kvæmdafé. Getur þetta haft mjög alvarlegar afieiðing- ar varðandi rekstur hinna stóru skipa í framtíðinni. Félagslif á Ólafsfirði hefur verið allgott í vetur, og þá fyrst og fremst í sam- bandi við skólana. Tónskóli hefur starfað af miklum krafti undir stjóm Frank Herlufsen. Ennfremur sýndi leikfélag gagnfræðaskól- ans sjónleik undir stjórn Kristins G. Jóhanmssonar. Ekki má gleyma skíðaiþrótt- inni, sem hér er iðkuð af miklum krafti og ber þar yngstu kynslóðina hæst. Á unglingalandsmót á skíð- um, sem haldið var á ísa- firði, voru sendir 10 ungldmg ar, og komu þeir heim með hvorki meira né minna en 21 verðlaunápening, og urðu þar með stigahæstir á umgl- ingalandsmótinu. Þennan ár- amgur má fyrst og fremst þakka ieiðbeinanda þeirra Bimi Þór Ólafssyni, sem í mörg ár hefur verið fremst- ur Islendinga í norrænum skíðagreinum. Bjöm hef- ur lagt sig alian fram við að leiðbeina krökkunum í mörg ár og nú er árangurinm að koma í ljós. — Frumskilyrði fyrir því, að Ólafsfjörður blómgist og fólkið fáist til að vera kyrrt, er að gera breytingar á sam- gömgumálumum. Vissulega varð mikil breyting á með til komu vegarins fyrir Ólafs- fjarðarmúla. En það er sorg- legt hvað hið opinbera sýn- ir lítinn skilnimg á að halda veginum opnum yfir vetrar- timann. Þrátt fyrir kvartan- ir hefur lítið miðað í rétta átt. — Álit fólksins hér á staðnum, er að ný tæki verði að koma til. Og á ég hér við að stóran snjóblás- ara verði að fá og um leið ný vinnubrögð í sambandi við að ryðja snjó út af veg- inum. — Hellbrigðismál okkar eru mjög tengd samgöngumálun- um. Á Ólafsfirði hefur ekki verið fastur héraðslæknir um skeið. Þegar svo hefur ver- ið, þá hefur ekki verið um arnnað að ræða en að korna sjúMingumum til Akureyrar. Þannig er Ólafsfjarðarmúl- imn lífæð, sem ekki má rofna. Reyndar hafa lækmar úr Reykjavík komið hingað tírna og tima. Hafa þessir menn sýnt okkur mikla vel- vild og fómarlund. Þeir hafa bætt úr þessu stóra vanda- máli, og nú höfum við femg- ið fastan héraðslækni, sem hjá okkur verður fram á haust, en hann er Jón Al- freðsson. — 1 fyrra voru allmiklar framkvæmdir á vegum kaup- staðarins, en þá var haldið áfram að steypa götur bæj- arims. Þá var borað eftir heitu vatni, en árangur af því starfi varð sorglega lítiH. Þá var hafin viðgerð á hafn- argarðinum, og reynt verður að halda þvi starfi áfram, en eins og fyrr segir, þá er enn Jakob Ágústsson. Fréttir frá Ólafsfirði Rætt við Jakob Ágústsson, fréttaritara Morgunblaðsins allt óvist með fjármagn. Haldið verður áfram að bora eftir heitu vatn-i. Áramgur verðu-r að nást, þar sem fyr- irsjáanlegur er miikill skort- ur á heitu vatni, en allur bær inn er hitaður upp með heitu vatni. Eirnnig verður haldið áfram byggingu gagnfræða- skólans, en hluti hans var tekinn í notkun fyrir eirnu og hálfu ári. — Að lokum vil ég segja þetta. 1 Ólafsfirði er gott að vera. Þar býr dugmikið fólk, sem sættir sig við harðajri láfsbaráttu en er viða ann- ars staðar, en við gerum Mka kröfur til þess að sá aðstöðu munur sé bættur með þvi að betur verði stutt við bakið á þeim einstaklingum og félaga samtö'kum, sem standa hér fyrir uppbyggingu á atvinnu málum staðarins. Fréttaspjall úr Landeyjum: Viljum hafa fuglalífið í friði Rætt við Eggert Haukdal á Bergþórshvoli Tiðarfar og spretta var það fyrsta, sem fréttamaður Mbl. færði í tal við Eggert Hauk dal, bónda á Bergþórshvoli i Lamdeyjum og fréttaritara blaðsins, er hann var á ferð í borginni fyrir skömmu. — Jú, auðvitað var farið að spretta allverulega hjá okk ur, þegar kuldakastið kom um daginn með næturírostum og dró þá nokkuð úr. En nú hefur hlýnað aftur, og útliitið viirðist sæmilegt. Að visu hefur öskufall orð- ið nokkurt vegna gossins í Vestmamnaeyjum. Fluor er í grasi og hefur mælzt langt yf ir hættumark. T.d. var sýnis- hom tekið i Akurey í V- Landeyjum hinn 24. april og mældust þá 170 miMjönustu hiutar af fluor. Þar 6em hámarkið, svo ekki valdi skemmdum, er 60 milij. hlut- ar, þá er fyrrnefnt sýnishorn langt fyrir ofan. Sennilega er þama þó fyrst og fremst mið- að við, að fénaður taki fæðu sírna eingönigu úr sliku grasi. Auðvitað er styrkleiki fluors i grasi mjög breytilegur á hinum ýmsu stöðum og tím- um. En af þessum sökum eru samt alliir að reynia að gefa fénu hey sem lengst, þó að það fari að taka ilia við með vaxandi grænku. — Kýr eru eðlilega allar innl enn, svo að þetta tekur ekki til þeirra. En hrossum hefur verið gefið óvenju mikið, t.d. í báðum Landeyjum af þessum sökum. — Þó að ekki hafi verið lang varandi frost og snjóalög, hef ur veturinn að mörgu leyti verið gjafafrekur. 1 fyrstu var hrakasamt og síðan kom gosið tii. Margiir spáðu mikl- um fymingum í vor, en vegm-a gossins hafa gefizt upp meiri hey en nokkum óraði fyr- iir. — Ungmenniafélögin og kvenfélögin I Landeyjum báð um eru prýðilega starfandi og halda uppi góðu félagsMfi. Þá hafa kirkjukóramir hér starf að vel í vetur. Svo bætast við hér um slóðir hestamannafé- lög, Lionsklúbbar og sitt- hvað fleira. Og undanfarið hefur verið svo mikið um samkomur í sýslummi, að menn anna þvi hreimlega ekki að sækja allt. — Á aðalfundi Búnaðarfé- lags Vestur-Landeyja var meðal annars um það rætt að fegra og snyrta á bæjunium. Raunar er alltaf þörf á því, en í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar á næsta ári hefur Búnaðarsamband Suð- urlands óskað þess, að þessu máli yrði skörulega sinnt. Og er ekki að efa, að svo verði. — Þá var og samþykkt á nefndum aðalfundi Búnaðarf. V-Lándeyja, að banna alger- iega, að óviðkomiandi menn séu að skjóta hér í svedtimni án leyfis bæmda. Um leið og Eggert Haukdal á Bergjiórshvoli. við viijum reyna að fegra á býlunum, þá viljum við Mka hafa fuglana í friði. Við vilj- um t.d. ekki iáta skjóta end- urnar, sem eru til prýði. En segja má, að skotvargar séu lamgt komnir með að útrýma öndunum hjá okkur. Það kom fnam á fundinum, að í skott- inu á bíl, sem farið hafðd út af vegi í sveitimni, sáust marg ir tjaldar í kipixu, en tjald- urinn er að sjáifsögðu friðað ur. Auðvitað geta bændur kannski leyft stöku tmust- vekjandi manni að skjóta gæs, en ekki að það sé gert á nóttunni. Þann óþverm vilj- um við losna við, að verið sé að skjóta að næturlagi. Þá hlýtur mikið af fugli að sær ast, og margir sárir fuglar nást ekki, Framkvæmdir hafa verið miklar í báðum Landeyja- sveitum. Vatnsveita er komin á hvem bæ i Austur- og Vest- ur-Landeyjum og þekkist slíkt að ég held, óvíða í sveitum. 1 þessum sveitum voru áður miklar fúamýrar, en með til- komu framræslu og ræktun- ar, standa þær fyllilega öðr- um sveitum á sporði um af- komu og afurðir af skepnum. Þó höfum Við engan afrétt og beitum fé öllu heima, meðal amnars nokkuð á ræktað land. Þegar Eggert kom heim, hrdngdi hann til okkar. Það var 18. maí. Og hann bætti við spjallið: — Nýjustu tölur sýna að minna fluormagn er hér, þó það sé enn yfir hættumarki og í fyrradag var hér Mtilsháttar öskufaU, þannig að þessi hætta verður enn fyrir hendi meðan gosið stendur. — Sauðburður stendtir nú sem hæst og gróðni fer vel fram, þannig að alMr hér um slóðir hætta senn að gefla og verður guð og lukkian að ráða hvernig fer um eitrunar- hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.