Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 11
MORGUiNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚUÍ 1973 Lýzt vel á sig í Eyjum SVEINN Matthíasson sagði, að þau hefðu búið áður á Brimhólabraut 14, og þeirra hús stæði enn. Siðan fjölakyldan kom upp á fasrtalandið hefur hún búíð í Hafnarfirði, nánar tiltekið að Sléttabrauni 34, þar sern þau fengu ágætis húsnæði til bráðabirgða. „Við reiknum með að fá viðlagasjóðslhús í Þorlákshöfn, en þaðan hef ég róið i vetur á Haferninurh VE, og gekk okkur ágætlega miðað við allar aðstæður. Bkki verður þó húsið okkair í Þorlákshöfn tiltoúið fyrr en í ágúsit- september." Hann sagði, að þau færu örugglega aftur heim til Eyja, og reyndar hefði hann komið þar við fyrir hálífum mánuði, og hefði sér Mtizt ágætléga á siig, þrátt fyrir allar þær breytingar, sem orðið hefðu á Heimaey. Komst ekki á sjóinn vegna veikinda JÓN B. Pálsson sagði að þau ættu íbúð að Hólagötu 28 i Eyjum, en þau hefðu fengið ágætis íbúð að Háteigsvegi 28 í Reykjavík. „1 Vestmannaeyjum stundaði ég að mestu sjómennsku og hefði vafalaust gert i vetur ef ég hefði ekki verið frá vegna veikinda, en ég var alveg frá vinnu í tvo og hálfan mánuð. Síðan ég náði heilsu aftur hef ég unnið hjá Islenzkum aðalverktökum á Keflaví'kurfLugveM. Við förum heim til Eyja svo fljótt, sem auðið er, en enginn veit þó enn hvenær maður getur fiutzt heim. Mér finnst Viðlagasjóður hafa starfað að sumu leyti vel. En það er oftast svo, þegar svona ber að höndum að þá fer ekki allt eins og bezt væri á kosið,“ sagði Jón að lokum. Það verður strax haldið heim HLÖÐVER Johnsen sagði, að sin fjölskylda hefði búdð að Saltabergi, sem væri stutt frá gagnfræðaskólanum, en eftir að þau komu til Reykjavlkur hefðu þau búið að Bergstaðastræti 12A. Hann sagði, að þau kynnu vei við sig i Reykjavík, enda hefðu þau lent hjá alveg sérstaklega góðu fólki, en hvað sem þvi liði þá færi sín fjöl- skylda tál Eyja strax að gosinu loknu. „Jú, það er rétt, við höfum aút of litið frétt af störfum Viðlagasjóðs. Það er slæmt að sjóðurtan skuli ekki hafa hjálpað þvi fólki meira sem allt sitt hefur misst." Heim þó við verðum að bíða í 5 ár TRAUSTI Marinóeson sagði, að þau hefðu áður búið að Hólagötu 2 í Eyjum og hann sjálfur hefði rekið húsgagnaverzlun þar. Þegar náttúiu- hamfarimor skuliiu á í Eyjum fluttust þau til Reykjavikúr, en húsgagna- verzluninni var komið upp á ný í Keflavik. „Sjálf höfurrv við hjónin kunnað sœmiiega við okkur hér, en bömunum hefur leiðzt mikið. Þetta verður eflauist ailit i lagi bráðum og þá getum við flutzt heim á ný, en það vonum við innilega að geti orðið. Það skiptir ekki máli hvenær, og við gerum okkur grein fyrir því, að það getur jafn- vel ekki orðið fyrr en eftir fjögur tll f'mm ár.“ Trausti sagði, að þau myndu setjast að í Keflavík I fyrstu, en þar áttu þau að fá viðiagasjóðshús í lok júní eða byrjun júlí. BIRGIR Jóhannsson rafvirki og fjölskylda hans fengu íbúð í Hafnarfirði. „Ég hef verið alveg á Reykjavikursvæðmu,“ sagði Biægir, „og fór strax að vtana í mfmagninu, hef verið í frystihústau hjá Einari Sigurðssyni við rafiagnir. Heim aftur? Jú, við ætlum sko heim aftur eins fijótt og hægt er, hvort sem það verður út í Yzta-Klett eða annað.“ Trollið um borð og heim í hvelli SIGURGEIR Ólafsson s'kipstjóra, eða Sigga Vídó, hittum við á hlaðiniu á Flúðum og röbbuðum við f jölskylduna. „Við höfum verið i Keflavík," sagði Siggi. „Við erum þax í verbúð hjá Röst h.f. og það fer vel um okkur. Ég vU nota tækifærið og þakka Keifl- vikingum og fleirum fyrir góða aðstoð við okkur í þessu máli.“ „Hvað eruð þið mörg i heimili?“ „Við erum 13 í heimiilii, takk, börn ag terigdabörn og allt mögulegt." „Hvað er framundan." „Trollið eins og skot,“ seglr skipstjórtan og hlær við, „nú svo er Mfca ann- að sem enginn vafi er á, við ætlum heim í einum hvelli, helzt áður en það verður mögulegt með góðu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.