Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1973
Framhald af bls. 3
húsglugganum útsýni yfir alla
höfnina og til lands, með jökla-
sýn, og ég held að í bili a.m.k.
sé hún að guggna á að fara aft-
ur. í>etta er mikil breytiing.
— Nú fáum við húsnæð-
ið í Kópavogi, þar sem við setj-
um upp bráðabirgðaeldhús og
flytjum efri skápana úr eldhús
inu okkar í Eyjum þangað. I>að
verður meira heimiii.
Díana, sem er 16 ára gömul
og lauk gagnfræðaprófi, er bú-
in að fara tii Færeyja með skól-
anum í vor. Búið var að safna
fyrir þessari ferð og skólastjór-
inn iagð: :app á að hjálpa ungl-
ingunum ti! að láta af henni
verða.
Mynd;n er af Aða’Jheiði með
döti'U'r siinn'.
— E. Pá.
Allt er þetta okkur lánað
h vort sem er líf eða eignir
FYRSTA morgun eldgossins í
Eyjum hittu blaðamenn Mbl.
eldri hjón úti á flugvelli, Ingólf
Guðjónsson og Jóhönnu Hjartar-
dóttur. Þegar við nú, meira en
fjórurn mánuðum síðar, leituð-
um þau uppi, fundum við þau á
Kaplaskjólsvegi 55, þar sem þau
búa í einu herbergi með aðgangi
að eldhúsi hjá bróður Jóhönnu.
Hún var ein heima, þvi Ingólfur
er nýbúinn að fá vinnu í Laug-
arnesskóla.
— Okkur vegnar vel, sagði Jó-
hanna. — Við þökkum guði fyr-
iir hve vel hann hefur greitt götu
okkar. Því allt er þetta í hans
hendi. Við vorum fyrst i 6 vik-
ur í Hveragerði, en komum svo
hingað. Satt að segja var ég svo
sæl, þegar við vorum búin að fá
þetta litla herbergi, að ég man
ekki eftir að hafa verið svona
áinægð fyrr, þó ekki sé það nú
stærra en þetta.
— Jú, við áttum yndislegt hús,
alveg hæfilegt fyrir okkur. Það
stendur heilt, því það er utan
í Helgafelli, sem hiifði því fyrir
gosinu. Ingólfur hafði þar
hænsnabú. Hann fór með ha'nsn
in upp á land og slátraði þeim
strax. Ég man að þegar við vor-
um búin að koma upp heimili
okkar, þá læddist stundum að
mér spurning: — Hve lengi? Ég
veit ekki af hverju. En það er
með það eins og annað i þessum
heimi. Það er okkur lánað og
getur verið af okkur tekið á einni
nóttu, hvort sem það er líf eða
eignir.
— Hvað við ætlum að gera?
Ég veit það ekki. Persónulega
held ég að ekki verði hægt að
fara til Eyja næstu 2 árin, þó
svo maður eigi þar heilt hús.
Fyrst þarf gosið að hætta og
svo þarf að byggja upp á ný.
Við látum þetta bara ráðast.
Hugsum eklcert um það. Ég er
bára ánægð hér. Stundum erum
við að segja að við munum fara
aftur til Eyja, en svo segjum
við hvort við annað. Látum það
bara ráðast. Við höfum ákveðið
að vera ekkert að veifca því fyr-
ir okkur hvort við förum eða
ekki. Maður veit ekkert hve fast
ur maður verður orðinn hér eft-
ir tvö ár. Ég held að miðaldra
fóikið, sem enn á hús i Eyjum,
sé ákveðið í að fara þangað. En
ekki það allra yngsta og ekki
það sem er orðið fullorðið. Það
verður búið að koma sér fyrir
og þá þarf að taka sig upp aft-
ur. Svo getur það breytzt.
— Nei, ég hefi ekki farið til
Vestmannaeyja sáðan. En mað-
urinn minn fór um síðustu helgi.
Ég spurði hann hvort honum
hefði ekki þótt það erfitt. Nei,
sagði hann, ég var alveg klippt-
ur frá því. En svo gekk hann
upp á Helgafell og sá yfir öll
fallegu hverfin, sem eru horfin.
Og þá greip hann sérstök til-
finning vegna vinanna, sem
höfðu þar misst allt sitt.
Á efri myndinni eru þau
Ingólfur og Jóhianna nýkomin
upp á Iand gosmorgunien. Sú
sem er hér tii hliðar er af Jó-
hön«M á nýja heimiiina.
Mikil reynzla
en ömurleg
TVÆR ungar mæður úr Vest
mannaeyjum, Helga Tómasdóttir
og Ásta Þórarinisdóttir höfðu
komið sér fyrir með fjögur af
börnum sínum í Kefiavík, þegar
við áibtum við þær tal skömmu
eftir að gosið hófst í Vestmanna
eyjum. Þær voru þá ákaflega
ánægðar yfir að hafa fengið inni
í gömlu húsi í Kefiavík, en al-
veg úrvinda eftir allt umstangið
við að flýja frá Eyjum, koma
börnum fyrlir og ná dótinu sínu
og flytja það til Keflavik
ur — þar sem þær voru nú að
setjast að.
En það hafði aldei'lis orðið
breyting á og hagur þeirra versn-
að skömmu seinna. Það fréttum
víð, þegar við hittum þær báðar
í Vestmannaeyjum, þar sem þær
h'afa starfað á Hótel HB í nær
fimm mánuði. Þær höfðu ekki
verið nema nokkra daga í hús-
næðinu i Keflávik, þegár eigtmd-
inn seldi húsið — og þær voru
aftur á götunni. Tvö af börnum
Ástu voru hjá pabba sinum í
Noregi og hafa verið þar í skóla
i vetur og eitt barnið hjá æbtingj
um hennar á Patreksifirði — en
nú urðu þær Helga og Ásta að
senda þau fjögur, sem þær höfðu
hjá sér í sveit, þar sem þau
verða fram á næsta haust. Börn
Ástu voru einmiitt að koma frá
Noregi, er við töluðum við Heigu
og verða einnig i sveit í surnar.
1 haust þurfa þær þvi að vera
búnar að koma sér fyrir með
börnin sjö, sem þá koma öll, og
sum þurfa að ganga í skóla. Þær
hafa ekkert húsnæði fengið enn
og HeQiga segir að það þýddi lítið
að leita fyrir sér. En þær hafa
báðar sótt um hús hjá Viðlaga-
sjóði á Reykjavíkursvæðinu. Á
meðan hafa þær unnið við mats-
eld og framreiðslu fyrir starf-
andi fólk í Eyjum, því að þær
þurftu auðvitað að afia sér góðra
tekna.
Hús þeirra beggja i Eyjum eru
horfin, en Helga segir að þæir
hafi í hyggju að reyna að setj-
ast að aftur I Vestmiannaeyjum,
þegar hægt sé að búa þar aftur
með börn. Fyrst og fremst