Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLI 1973 af þvi að þar er góð vinna og hægt að hafa inliiklar tekjur í fiskvinnslunni og þær hafa fyr- ir mörgum að sjá, segir Helga. En einnig sakna þær Eyjanna ¦— það finnur maður þegar maður hefur verið í burtu, segir hún. Hún re'knar þó ekW með að það verði hægt fyrr en eftir langan tima, kannski nokkur ár. — Þessu verður öllu að vera lokið fyrst, segir hún. Helga segir að margar fjöl- skyldur komi nú tid Eyja, til að líta á og jafnyel setjast að yfir sumarið. Þetta fóJk hittir hún að sjálfsögðu, þegar það kern uir. Og þvi er eðlilegt að spyrja han<a hvernig því verði við. — Það skiptliist alveg í tvo hópa svarar Helga. Sumir verða fyrir vonbrigðum, eru satt að segja alveg niðui-brotnir við að sjá þetta, aðrir bjartsýnir og vilja koma sem fyrst. Ég reikna með að svona helmingurinn kcmá aft- ur. ' Nú hefur hún sjálf uppiifað gosið á staðnum, verið þar í nær fimm mánuði. Hvernig iízt henni sjálfri á? — Þetta hefur verið mikil reynsla, sem ég heíði ekki viljað missa af, en ömurieg, seg- ir Helga. Og það er enn ömur- legt hér í Eyjum, allt svart, sér- staklega þegar veðuir er eins leið Lnlegt og í dag. Myndirnar: Sú efri var tekin í Vestmainnæyjum fyrir nokkrum dögum; þær hér undir þegar þær Ásta ag Helga voru nýorðn- ar „landflótta". Á 15. síðu er rætt við nokkra aldr- aða eyja- skeggja og sagt nokkuð frá högum þeirra hér „uppi á landi" Allt horf ið húsið og umhverfið Hjónin Pétur Guðjónsson og Lilja Sigfúsdóttir í Kirkjubæ bjuggu i austasta húsinu, sem næst stóð eldgosinu i Vest- marunaeyjum og fyrsta húsinu, sem varð gosinu að bráð. Jörð- in opnaðist svo að segja við dyrnar hjá þeim. Við hittum þau á hafnarbakkanum í Þor- lákshöfn er þau komu í land morguninn eftir upphaif gossins. Og nú fórum við að leita þau uppi til að vita hvernig þeim hefði vegnað siiðan. Þau fundum við suður í Garði á Sunnubraut 10, þar sem þau höfðu fertgið inni í óinnréttaðri stofuálmu í einbýlishúsi og hafa svolitla skonsu til að elda í og haf a kom ið sér þar fyrir. — Það af húsmunum okkar, sem náðist á fyrsta kvöldi er hér, em svo fór rafmagnið af húsinu og átti að taka meira morguninn eftir. En það varð of seint, sagði Lilja. Sjáðu hér er mynd af hústou áður en kvito- aði í því og hér er það að brenna. Það logar vei í nýju eld húsinnréttinguinini, eins og þú sérð. Ekkert bjairgaðist til dæm- is úr eldhústou og engar vélar. Mikið af eigum okkar fór i eld- inn. Við fórum að skrifa upp að gamni okkar það sem við mund- um eftir að við hefðum misst þarna. Og það fyllti margar blaðsdður í bók. Þau Pétur og Lilja komu strax í land, en tveir tengda- synir þeirra fóru út í Eyjar til að ganga frá dótinu og koma þvi í land í gámi. Þau dvöldu svo 2 mánuði hjá dóttur sinni og tengdasyni, áður en þau fluttu í Garðinn. — Fjögur börn okkar misstu öll sín hús, en þau höfðu bygigt þarna í krinigum okkur. Og ein dóttir okkar bjó að auki á loft- inu hjá okkur, segir Lilja. En Jóel Guðmundsson, tenigdasonur okkar, átti mótorbát með öðrum og fór hingað með hann. Þegar dóttir ökkar var komin hingað og iika systir min, þá dirifum við okkur líka. Hér í Garðinum er verstöð og mangar Vest- mannaeyjafjölskylld'ur. Við fenig um vwinu hjá Þorsteini Jóhann- essyni á Gauksstöðurn., sem er með saltfisikvinnslu. Það er gott fólk og fjölskyldan hefur öll gert mikið fyrir okkur. Pétur lætur Mtið yfir sinni vinnu, kveðst vera að setja upp net og þess háttiar. En Lilja vann í aðgerð í vetur á kvöldin og nú í saltfiskpökkun dag og dag. — Maður er vanur að vinma. Og oft er þörf, en nú nauðsyn, segir hún. Bæði unnu þau við sjúikraihúsið i Vest- mannaeyjum síðustu árin þar, og talið berst að þessu stóra fal- lega sjúkrahúsi, sem átti að fara að taka í notkun í Eyjum þegar gosi'ð byrjaði, og hafði kostað 100 miMjónir. Þau Pétur og Lilja hafa verið að koma sér fyrir í Garðinum. Húsið var í byggingu og tengdasoinuir þeirra finpússaði stofuna fyrir þau. Sjálf hafa þau verið að lagfæra húsnæð- ið, mála gólfin og fá sér teppis- bieðil ofan á. Því engin teppi björguðust úr húsinu þeirra. En ýmislegt, sem þeim er kært, bjargaðist þó, eins og ljósmynd- in af f oreldrum Péturs, sem hon- um þykir vænt um að hafa feng- ið og málaðar gamlar myndir af Tyrkjaráninu og fleira slikt. Þau hjónin eiga von á að fá eitt af húsum Viðiagasjóðs i Garðinum. Við höfum ekki bréf upp á það, segja þau, en þeir eru að velta fyrir sér að fá litil 60 fermetra hús frá Norður- löndum, eitthvað sem hentar tveimur. — Þau eru of stór þessi hús, sem eru að koma. Og við eignumst ekki mörg börn héðan af, segir Pétur og kimir. Hyggjast þau þá ekki fara til baka til Eyja? Þau segja að erf- itt sé að svara því. En Lilja kveðst ekki hafa hug á að fara þangað aftur. — Maður hefur misst alilrt undir hraunið, bæði heimilið og umhverfið og böm- im orðin dreifð um allt. Ég hedd ekki að það sé að neinu að hverfa, þó maður eigi alltaf eft- ir að sakna Eyjanna. — Það er nú kannski svolít- ið annað með mig, segir Pétur með hægð. Ég er úr Vestmanna- eyjum. Föðurætt mín er ein af elztu ættumum þar. Við höfum verið i Eyjum í fimm ættliði. Þetta eru enn Eyjarnar, þó Austurbærinn sé horflnn, og út sýnið. Sjáðu, þessi ljósmyndsýn ir vei útsýnið sem var frá okkur í Kirkjubæ með Yzta Kletti, jöklinum uppi á landi og . . . . Nú sézt þetta ekki lengur. — Okkur líður vel hér, segja þau Pétur og Lilja, við eigum mörgum mikið að þakka fyrir hjálp og elskulegheit. Hér er gott að vera. Dóttursynd okkar 9 ára gömium, sem var hér í nokkra daga, varð að orði: Hér er fínt að vera. Hér er sko nóg plass. 1 Reykjavík er svo þrönigt. Þetta var hans skoðum og kannski finnst okkur Mka þröngt um okkur i svo miklu þéttbýli. — Úr þvi að þetta þurfti að koma fyrir, þá var ekki hægt að Mífa okkur meira, sögðu Pét- ur og Lilja að lokum. Mynd'n hér neðra er af þeim hjónium morguninn eftir gosið. Sú efri var tekih fyrir nokkrum vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.