Morgunblaðið - 08.07.1973, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1973
5
af þvi að þar er góð vinna og
hægt að hafa miiklar tekjur i
fiiskvinnslunni og þær hafa fyr-
ir mörgum að sjá, segir Hedga.
En einnig sakna þær Eyjanna —
það fdnnur maður þegar maður
hefur verið í burtu, segir hún.
Hún re lknar þó ekki með að það
verði hægt fyrr en effcir langan
tima, kannski nokkur ár. —
Þessu verður öldu að vera lokiið
fyrst, segir hún.
Helga segir að margar fjöl-
skyldur komi nú tid Eyja, til að
liita á og jaínyel setjast að yfiir
sumarið. Þetta fód'k hittir hún
að sjáifsögðu, þegar það kem-
ur. Og því er eðlilegt að spyrja
hana hvernig þvi verði við. —■
Það skiptiist aiveg í tvo hópa
svarar Helga. Sumir verða fyrir
vonbrigðum, eru safct að segja
alveg niðurbrotnir við að sjá
þetta, aðr.'r bjartsýnir og vilja
koma sem fyrst. Ég reikna með
að svona helmingurinn kcmd aft-
ur. 1
Nú hefur hún sjálf upplifað
gosið á staðnum, verið þar í nær
fimm mánuði. Hvernig l'izt henni
sjáifri á? — í>etta hefur verið
mikil reynsla, sem ég hefði ekki
viljað missa af, en ömurdeg, seg-
ir Helga. Og það er enn ömur-
legt hér í Eyjurn, allt svart, sér-
staklega þegar veður er eins leið
indegt og í dag.
Myndirnar: Sú efri var fcekim í
Vestmaininæyjum fyrir nokkrum
dögum; þær hér uindir þegar
þær Ásta og Helga voru nýorðn-
ar „landflótta".
A 15. síðu er
rætt við
nokkra aldr-
aða eyja-
skeggja og
sagt nokkuð
frá högum
þeirra hér
„uppi á
landi“
Allt horf ið húsið
og umhverfið
Hjónin Pétur Guðjónsson og
Lilja Sigfúsdóttir í Kirkjubæ
bjuggu i austasta húsinu, sem
næst stóð eldgosinu í Vest-
mannæyjum og fyrsta húsinu,
sem varð gosinu að bráð. Jörð-
in opnaðist svo að segja við
dymar hjá þeim. Við hittum
þau á hafnarbakkanum í Þor-
láksihöifn er þau komu í lamd
morguninn eftir upphaf gossins.
Og nú fórum við að leita þau
uppi tid að vita hvemig þeim
hefði vegnað siiðan. Þau fundum
við suður i Garði á Sunnubraut
10, þar sem þau höfðu fengið
inni i óinnréttaðri stofuálmu i
einbýlishúsi og hafa svolitla
sikonsu til að elda i og hafa kom
ið sér þar fyrir.
— Það af húsmunum okkar,
sem náðist á fyrsta kvöldi er
hér, en svo fór rafmagnið af
húsinu og átti að taka meira
morguninn eftir. En það varð of
seint, sagði Lilja. Sjáðu hér er
mynd af húsinu áður en kvikn-
aði í þvi og hér er það að
brenna. Það logar vel i nýju ©ld
húsinnréttingunni, eins og þú
sérð. Ekkert bjargaðist til dagm-
is úr eldhúsinu og engar vélar.
Miikið af eigum okkar fór í eld-
inn. Við förum að skrifa upp að
gamni ok'kar það sem við mund-
um eftir að við hefðum misst
þarna. Og það fyllti margar
blaðsíður i bók.
Þau Pétur og Lilja komu
strax í dand, en tveir tengda-
synir þeirra fóru út i Eyjar tid
að ganga frá dótinu og koma
því í land í gámi. Þau dvöldu
svo 2 mánuði hjá dóttur sinni og
tengdasyni, áður en þau fluttu í
Garðinn.
— Fjögur böm okkar misstu
öll sín hús, en þau höfðu byggt
þarna í kringum okkur. Og ein
dóttir odekar bjó að auki á loft-
inu hjá okkur, segir Lilja. En
Jóel Guðmundsson, tengdasonur
okkar, átti mótorbát með öðrum
og fór hingað með hann. Þegar
dóttir ökkar var komin hingað
og ií'ka systir mín, þá drifum
við okkur lííka. Hér í Garðinum
er verstöð og margar Vest-
mannaeyjafjölsikyldur. Við fenig
um vinnu hjá Þorsteini Jóhann-
essynii á Gaiukisstöðum, sem er
með saltfiSkvinnslu. Það er gott
fólk og fjölskyldan hefur öll
gert mikið fyrir okkur.
Pétur itætur iítið yfir sinni
vinnu, kveðst vera að setja upp
net og þess háttar. En Lilja
vann i aðgerð í vetur á kvöldin
og nú í saltfiSkpökkun dag og
dag. — Maður er vanur að
vinina. Og oft er þörf, en nú
nauðsyn, segir hún. Bæði unnu
þau við 'sjúkrahúsið í Vest-
mannaeyjum siðustu árin þar,
og talið berst að þessu stóra fal-
lega sjúkrahúsi, sem átti að fara
að taika í notkun í Eyjum þegar
gas.ð byrjaði, og hafði kosfcað
100 middjónir.
Þau Pétur og Lidja hafa verið
að koma sér fyrir í Garðinum.
Húsið var í byggingu og
temgdasonur þeinra fínpússaði
stofuna fyrir þau. Sjálf hafa
þau verið að lagfæra húsnæð-
ið, mália gólfin og fá sér teppis-
bleðil ofan á. Því engin teppi
björguðust úr húsinu þeirra. En
ýmislegt, sem þeim er kært,
bjargaðist þó, eims og ljósmynd-
in af foreldrum Péturs, sem hon-
um þykir vænt um að hafa feng-
ið og málaðar gamlar myndir af
Tyrkjaráninu og ffleira slikt.
Þau hjónin eiga von á að fá
eitt af húsum Viðlagasjóðs i
Garðinum. Við höfum ekki bréf
upp á það, segja þau, en þeir
eru að velta fyrir sér að fá
litil 60 fermetra hús frá Norður-
löndum, eitthvað sem hentar
tveimur. — Þau eru of stór
þessi hús, sem eru að koma. Og
við eignumst ekki mörg börn
héðan af, segir Pétur og kimir.
Hyggjast þau þá ekki fara til
baka til Eyja? Þau segja að erf-
itt sé að svara þvi. En Lidja
kveðst ekki hafa hug á að fara
þangað aftur. — Maður hefur
misst alilt undir hraunið, bæði
heimilið og umhverfið og böm-
in orðin dreifð um allt. Ég hedd
ekki að það sé að neinu að
hverfa, þó maður eigi alltaf eft-
ir að sakna Eyjanna.
— Það er nú kannski svolít-
ið annað með mig, segir Pétur
með hægð. Ég er úr Vestmanna-
eyjum. Föðurætt mín er ein af
elztu eettumum þar. Við höfum
verið i Eyjum í fimm ættliði.
Þetta eru enn Eyjarnar, þó
Austurbærinn sé horfinn, og út
sýnið. Sjáðu, þessi ljósmyndsýn
ir ved útsýnið sem var frá okkur
i Kirkjubæ með Yzta Klefcti,
jöklinum uppi á landi og . . . .
Nú sézt þetta ekki lemgur.
— Okkur liður ved hér, segja
þau Pétur og Lidja, við eigum
mörgum mikið að þakka fyrir
hjálp og elskulegheit. Hér er
gofct að vera. Dófctursynl okkar
9 ára gömlum, sem var hér í
nokkra daga, varð að orði: Hér
er fínt að vera. Hér er sko nóg
pláss. 1 Reykjavik er svo
þrömgt. Þetta var hans skoðun
og kammsiki finmst okkur lika
þröngt um okkur 1 svo miklu
þéttbýli.
— Or þvi að þefcta þurfti að
koma fyrir, þá var ©kki hægt
að hlMfa okkur meira, sögðu Pét-
ur og Lilja að lokum.
Mynd'n hér neðra er af þeim
hjónum morguninn eftir gosið.
Sú efri var tekih fyrir nokkrum
vikum.