Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1973, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAD3Ð, SUNNUDAGUR 8. JULl 1973 Hraunmassinn verð- ur áratu Frambald af bls. 9. bergsins og kælir mikiu hraðar en loít ið. — Þú heíur hitamælt hraunið og ffleixi visindarannsóknir hafa ver- KS umnar í Eyjum, er það ekki? Hvað er hraunið t.d. heitt? — Það reyndist xnest tæp 1100 stig. Margir hafa unn- ið að rannsóknum þarna. Auk jarð- fræðilegra athugana, hafa verið gerðar jarðskjáJítamælingar og teknar mynd- ir af gosinu með sjálfvirkum mynda- vélum, fyrst úr Klifinu, siðan úr Heirna- Idetti og nú siðast frá Hótel HB, og firá Stórhöfða voru gerðar mæiingar á grjótflugi, sem sýndi að steinar sýni- légir berum augum hafa náð upp í 600 metra hæð. Loftmyndataka hefur ver- ið mjög reglubundin vikulega og hófst mánuði eftir að. gos:ð hófst. Ennfrem- ur er rennsli hraunsins mælt frá jörðu og haHamælingar eru gerðar víðs vegar um Heimaey. Þá var mæidur hiti og rennsii í djúpri borholu undir Klifinu. Það sýndi að hitastigið hækkaði veru- lega við gosið og komst í rúm 40 stig, en virðist nú aðeins vera að lækka. • GAS OG HITI 1 HELGAFELJLSHRAUNI — Þá varð vart verulegs gasstreymis. Þetta gas virðist breiðast út í grunni Heimaeyjar milli hinna gömlu hraun- laga úr Helgafelli og koma einkum upp í húsunum. Þetta var á timabili mjög ti'l baga á götum úti. Það virðist nú ekki vera útivið, en í húsum stafar hætta af þvi. Gasið virðist vera í rén- un, þó hætta sé ekki yfirstaðin. Rétt kólna er að geta þess í þessu sambandi að ná lægt hraunjaðrinum kom fram veru- leg gufa, sem hitaði upp húsin. Og at- huganir hafa sýnt, að þessi gufa breið- ist út mi'Jlj hraunlaganna úr Helgafelii á sama hátt og gasið, em hitinn nær ekki niður fyrir sjávarmál. Þetta hvort tveggja breiðist þannig út í gömiu hrauniögunum og á upptöku sina i nýja hrauninu eða i gigniurn sjálfum. Og þar með ljúkum við þessu grein- argóða yfirliti og spjalli við Þorbjörn um gosið í Eyjum, sem við höfum flutt af slitróttar og mismikJar fréttir á ýmsu stigi þess. Þetta er saga fimm mánaða sköpunar heils fjaJJs og mikils landsvæðis rneð öJJu sem því fylgir. —E.Pá. Fólk vandist þessu í Surtseyj argosinu Eins og gefur að skílja, hefur mikið mætt á slökkvjliðinu í Vestmannaeyj- um eftir að gosið hófst. Elias Baldvins- son slökkviliðsstjóri, hefur verið í Eyj- um i alian vetur, en fjölskylda hans dvelur um þessar murulir í Austurkoti í Sandvíkurhreppi. Elías sagði að fjölskylda hans hefði fengið mjög góðar móttökur í landi, eft- ir fiöttann fyrstu gosnóttina. „Þau fóru heðan með mótorbát tiH Þorlákshafnar. Þar tóku á móti þeiim menn, sem við þekktum lítið, þeir Jón Guðbrandsson og Hjalti Gestsson á Sel fossi og afgreiddu ÖU mál fyrir mig. Þeir tóku með sér fjölskylduna og skutu yfir hana skjólshúsd fyrstu dagana og reyndu jafnframt að útvega húsnæði til frambúðar. Siðan tókst eim um kunningja minum að fá fyrir þau húsnæði í Austurkoti. Ég stend í miik- Uii þakkarskuld við þessa menn." Elias sagðist hafa misst hús sitt í gos- inu og bjóst þvi ekki við að geta fenig- ið til sín fjölskylduna í bráð. „En ég reyni að fá hana eins fljótt og ég get." Hvort fólk teldi sér almennt óhætt að flytjast aftur til Vestmamnaeyja, taidi Elias Mklegt. „Ég heid að fólk hafi vanizt þessu í Surtseyjargosánu, sem var héma rétt við bæjardyrnar i nokkur ár. Auk þess telja þeir sem vit hafa á að liitlar lik- ur séu á því að hér gjósi aftur. Eg Elias Baldvinsson. held að það sé betra fyrir Vestmanna- eyinga að vera hér en annars staðar. Ég held að þó að við fáurn hús í landi að þá sé það ekki nóg." Eiias sagði að þeir væru núna ellefu á slökkviiliðsstöð:nni í Eyjum, en fyrst i stað hefðu þeiir fengið aðstoð frá siökkviliðunum i Keflavik, Reykjavik og á KeflavikurflugveHi. Þeir hefðu því verið rúmlega 30 þegar mest var. Sagði Elias að einn þeirna væri með frúna hjá sér, en sá ætitá ,hús sitt óskemmt. Annar væri að gera tilraun með að fá til sín konucna og tvö börn og sá þriðji væri einnig að Jeita fyrir sér um möguJeika að fá tiJ sin eig'n- konu. Fleiiri hygðu ekki á það í bráð. Um starf slökkviliðsins sagði Elias að verkefni hefðu verið næg. „Fyrstu sól- arhringana unnum við að aJmennum björgunarstörfum, eins og við björgun húsmuna, skepna og tækja. Síðan eftir að fór að kvikna í húsum urðum við að snúa okkur eingöngu að slökkvi- störfum. I>au voru á margan hátt erf- ið, t.d. koin það oft fyrir að fólk sá ekki" ástæðu til að hringja i okkur þó að það kviknaði í húsi og við þurftum þess vegna að vera í stöðugum eftir- litsferðum. Þá fóru brunahanar alltaf í kaf, þegar öskufaJJ varð og þannig að við þurftum stöðugt að vera að moka frá þeim. Eftir að vatnið fór, jukust svo enn erfiðleikarnir. Nú er svo aftur farið að róast og við orðnir eins konar vélaverkstæði. Við er- um að vinna að því að taka í gegn tæk- in, bæði okkar og annarra, sem við vilj- um skila í sem beztu lagi." Að lokum sagðist EJías vera mjög þakklátur þeim sem aðstoðað hefðu vegna gossins. Illar tungur hefðu hefðu viljað gefa i skyn að maTgir þeirra sem hefðu komið til Eyja væri þjófalýður, sem vær: hrein vitleysa: „Þeir sem hiaigað komu, kotnu ai'Jir með þeim hug að hjálpa, og þeir hafa unnið ómetanJegt gagn. Mér er ofar- lega i huga mikið þakkJæti tiJ þeirra." -*ir ^r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.