Morgunblaðið - 20.10.1973, Qupperneq 4
4
® 22-0-22-
RAUDARÁRSTÍG 31
-----.— ------'
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973
STAKSTEINAR
Glímuskjálfti
Greinilegur glímuskjálfti fer
nú um ýmsa þá borgarfulltrúa,
sem skipa minnihiuta borgar-
stjórnar. Borgarstjórnarkosn-
ingar verða að vori, og þvf
fylgir, að nú streyma inn til
borgarstjórnar til birtingar f
blöðum fjöldi yfirborðslegra
tillagna og yfirlýsinga um hina
ýmsu þætti borgarmálanna. En
kapp er bezt með forsjá. Það
sannaðist enn einu sinni á
fundi borgarstjórnar þ. 4. okt-
óber s.l. A þeim fundi gerðu
tveir borgarfulltrúar minni
hlutans að umtalsefni hvor
sinn málaflokkinn með þeim
afleiðingum, að kjörnar
nefndir, sem um þessi mál eiga
að fjalla, sáu ástæðu til að
snupra borgarfulltrúana og
stóðu á þeim ávftum jafnt
þeirra eigin flokksmenn sem
aðrir.
Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknar,
gerði að umtalsefni þá stað-
reynd, að erfitt hefur reynzt
vegna skorts á hjúkrunarfólki
að taka f notkun að öllu leyti
hjúkrunarheimilið við Grens-
ásveg. Gerðist borgarfulltrúinn
stórorður af þessu tilefni.
Borgarstjóri mótmælti á fund-
inum harðlega þeim ásökunum
á hendur forstöðufólki Borgar-
spftalans, sem fólust f ásök-
unum Kristjáns. Afleiðing
þessa frumhlaups borgarfull-
trúa Framsóknarflokksins varð
sú, að heilbrigðismálaráð sá
ástæðu til að láta málið til sfn
taka og ályktaði m.a. f tilefni af
þessum umræðum: „Forstöðu-
fólk Borgarspftalans hefur gert
margftrekaðar tilraunir til að
fá hjúkrunarlið til starfa á
Grensásdeild Borgarspftalans,
svo að hægt væri að taka hana
að fullu f notkun. Ráðið hefur
fylgzt náið með verkum for-
stöðukonu f þessu efni sem
öðrum stjórnunarmálum spítal-
ans og lýsir fullum stuðningi
við aðgerðir forstöðumanna til
þess að leysa vandann, sem
skortur á hjúkrunarfólki hefur
valdið f rekstri Grensás-
deildar.“ Það vekur sérstaka
athygli að fulltrúi sá, sem
Framsóknarflokkurinn kaus í
heilbrigðismálaráð, Ámi
Björnsson læknir, stóð að þess-
um snöprum á borgarfulltrúa
Framsóknar.
Á sama borgarstjórnarfundi
stóð upp Sigurjón Pétursson,
borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, og gerði að umtalsefni
þá ákvörðun félagsmálaráðs að
neita stúlku með 1 barn á fram-
færi sfnu um lán að fjárhæð kr.
110.000.- til kaupa á bifreið.
Taldi félagsmálaráð, að það
gæti ekki veitt slfka fyrir-
greiðslu til bifreiðakaupa.
Sigurjón Pétursson taldi hins
vegar sjálfsagt, að borgin tæki
upp slfka lánastarfsemi. Þessar
umræður urðu sfðan til þess, að
Félagsmálaráð Reykjavfkur-
borgar sá ástæðu til að ávfta
Sigurjón Pétursson og gerði
ályktun, þar sem m.a. stendur:
„Félagsmálaráð átelur, að
einkamál skjólstæðinga Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavfk-
urborgar séu rædd á
opnum fundi borgarstjórn-
ar.“ Það vakti sérstaka
athygli, að fulltrúi Al-
þýðubandalagsins f félags-
málaráði, Sigurjón Björnsson,
sálfræðingur, greidd atkvæði
með þessum ávftum á flokks-
bróður sinn og nafna.
Itel. 14444 • 255551
VMW
IBILALEIGA CAR RENTAlJ
/55 BÍLALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
*24460
í HVERJUM BÍL
PIO NEER
ÚTVARPOG STEREO
KASETTUTÆKI
fHverfisgötu 18
SENDUM 86060
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEICAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
FERÐABILAR HF.
Bílaleiga. - Simi 81260.
Fimm manrta Citroen G.S. stat-
ion. Fimm manna Citroen G.S.
8—22 manna JVIercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
EMUR GAMALL TEMUR
$ — —
1 LESIÐ
' —1 : ^"tOimblnbu, (jgggjS tfu QiiJW, - - - —:
i DflCLECR
spurt og svarad
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Hermann Ólafsson, Ásgarði 29,
spyr:
Albert Guðmundsson hefur
lagt fram í borgarráði tillögu
um, að settar verði reglur um
að launþegum verði tryggð, við
hverja útborgun launa, nægileg
upphæð til framfærslu sér og
fjölskyldum sínum. Því langar
mig að spyrja Albert
Guðmundsson, hvaða upphæð
hann telji hæfilega fyrir verka-
mann til að lifa af. — Ég vona,
að það verði meira en þær 9
krónur, sem ég fékk útborgaðar
síðast. — En tillaga hans á
fullan rétt á sér.
Albert Guðmundsson svarar:
Ég hef aldrei ætlað mér að
ákveða neina upphæð i þvi sam-
bandi. Það yrðu opinberir aðil-
ar að gera, líklega helzt Hag-
stofan. Hún yrði að reikna út
hver framfærslukostnaðurinn
væri hverju sinni, ákveðna
upphæð fyrir einstakling,
hærri upphæð fyrir hjón og svo
stighækkandi eftir barnafjölda.
Hvorki ég né annar ein-
staklingur ætti að ákvarða upp-
hæðina.
bökaíjtgAfa
MENNINGARSJÓÐS
Sigurður Draumland, Sunnu-
hvoli, Akureyri spyr:
„1. Verður framhald á útgáfu
ýmissa ágætra safnrita Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs, svo
sem: Sögu Islendinga, Ævisögu
Tryggva Gunnarssonar, Ritum
Jóns Sigurífesonar, Menningar-
sögu Will Durants?
2. Hefur sömu útgáfu ekki
komið til hugar að láta ljós-
prenta Dýravininn hans
Tryggva Gunnarssonar eða
semja við Samband ísl. dýra-
verndunarfélaga um umsjón
með slfkri framkvæmd?"
Höskuldur Frfmannsson, for-
stjóri Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs, svarar:
1. Menntamálaráð Islands
samþykkti á 1000. fundi sfnum í
okt. 1972 samhljóða ályktun um
verksvið bókaútgáfu
Menningarsjóðs, eins konar út-
gáfustefnu. Þar segir um þetta
atriði:
Ljúka ber útgáfu þeirra bóka
flokka, sem byrjað er á, enda
þótt þeir séu utan þeirrar út-
gáfustefnu, sem hér er mörkuð.
2. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs hefur ekki athugað þann
möguleika að ljósprenta Dýra-
vin Tryggva Gunnarssonar, en
þessi ábending verður tekin til
athugunar af útgáfunni.
Ævisaga OSMONDS
Osmonds-bræðurnir eiga
heimili í Los Angeles og Utah.
Hið síðarnefnda er risavaxinn
búgarður með miklu land-
flæmi, dráttarvélum, hestum,
nautgripum og öllu því, sem til
þarf á búgarði. Auk þess er þar
plötuupptökustúdfó!
Bræðurnir meta það
mikils að geta verið í
ró og friði á búgarðinum
og halda sig oft þar. Taka
þeir þátt í bústörfunum, fara
um allt á hestum og sjá um
rekstur sinna eigin nautgripa.
Er þeir eignuðust heimili í
Los Angeles, voru þeir í upp-
hafi tilneyddir að flytjast á
milli fbúða með skömmu milli-
Síðari
hluti
bili, þvf að aðdáendurnir kom-
ust að þvf, hvar heimili bræðr-
anna var, og réðust inn í húsið
og ollu öðrum fbúum þess
ónæði. Nú er heimilisfang
þeirra hið mesta leyndarmál.
Þeir búa í rúmgóðu húsi, hver
með eigið herbergi, og Donny,
sem er sagður galdrakarl á sviði
raftækni, er að koma sér upp
upptökustúdfói í íbúðinni. Það
stúdió verður hið þriðja, sem
þeir hafa til afnota: Hin tvö eru
á búgarðinum og í húsum
MGM-fyrirtækisins í Los Angel-
es.
Donny hefur einnig lagt
nokkrar leiðslur í stigann, svo
að í hvert sinn, sem einhver
stígur á tröppu, kvikna ljós
undir henni.
Foreldrar bræðranna reyna
að sjá svo um, að líf drengjanna
sé sem eðlilegast. Þegar þeir
ferðast um Bandarfkin vegna
hljómleikahalds, hafa þeir hóp-
ferðabifreið til umráða. Faðir
þeirra hefur hlotið tilsögn í
rakaraiðn til að geta haldið hári
sonanna snyrtilegu.
Foreldrar þeirra ferðast yfir-
leitt alltaf með þeim. Fræg er
sagan af því, er piltamir komu
til London og bjuggu á Chure-
hillhótelinu. Ett kvöldið var
Alan boðið I diskótek af for-
ráðamönnum plötufyrirtækis-
ins, sem gefur út plötur þeirra
bræðra í Englandi. Þegar Alan
kom heim, nokkru eftir mið-
nætti, beið faðir hans f anddyr-
inu, allur á nálum. Alan var þó
orðinn 23ja ára!
Trú þeirra er snar þáttur í
lífi þeirra. Mormónatrú er
kröfuhörð og í samræmi við
hana reykir enginn f fjölskyld-
unni, neytir áfengis eða örv-
andi drykkja (kók og kaffi
teljast þar með) og notar ekki
lyf.
Talsverð upphæð af launum
og erfitt er að ímynda sér, að
verið geti, að á bak við tjöldin
hnakkrifist öll fjölskyldan á
stundum, þótt suma gruni slíkt.
Þeir eru nú að læra karate, og
samkvæmt lýsingum, virðast
þeir allgóðir f íþróttinni (þótt
þeir hafi reyndar meitt sig á
þeirra rennur til safnaðar-
starfs. Nafnið á plötumerki
þeirra, Kolob, er mormónaheiti
og nýjasta stóra platan þeirra
var hápunktur áralangrar
vinnu við að ná fram f tónlist-
inni og koma á framfæri lífs-
skoðunum þeirra.
Bræðurnir ganga allir í sér-
saumuðum fötum — og mjög
sjaldan, ef nokkurn tíma, sjást
þeir f gallabuxum. Þeir eru allt-
af mjög hreinlegir og snyrti-
legir.
Þeir eru sérlega viðkunnan-
legir og ánægjulegt að kynnast
þeim, mjög kurteisir, skraf-
hreifnir (þó engir blaðrarar)
og alltaf kátir. Peir avarpa tor-
eldra sfna jafnan með virðingu.
bröltinu fyrir skömmu). Þeir
hafa fremur lagt stund á karate
í þvf augnamiði að halda sér í
góðri líkamsþjálfun en að geta
varið sig, þótt þeir hafi reyndar
fengið líflátshótanir og orðið
fyrir allharkalegri ágengni
aðdáenda á köflum. En það er
hluti áhættunnar, sem fylgir
frægðinni.
Jimmy litli og Marie koma nú
alltaf fram með bræðrum
sínum. Jimmy hefur óborgan-
lega, háa og skæra drengjarödd
og Marie er með ljúfa, skýra
rödd, sem sérstaklega nýtur sín
í þeirri tegund bandarískrar
tónlistar, sem við kúreka hefur
verið kennd (Country & West-
ern-tónlist).