Morgunblaðið - 20.10.1973, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.10.1973, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 19 Pétur Þorbergsson bóndi — Minning t dag er til moldar borinn að Kotströnd í ölfusi Pétur Þor- bergsson, siðast bóndi að Nauta- flötum f ölfusi. Pétur Þorbergs- son var fæddur á Urriðaá í Alfta- neshreppi I Mýrasýslu þann 29. september 1892 og var því 81 árs er hann lézt. Foreldrar Péturs voru: Þor- bergur Pétursson bóndi I Syðri- Hraundal og kona hans Kristín Pálsdóttir ljósmóðir. Voru þau hjón bæði af traustu og góðu bergi brotin. Afi Þorbergs I Sýðri- Hraundal var Þórður Jónsson hreppstjóri í Skildinganesi, sem fjölmenn ætt er frá komin og margt ágætra manna. Börn Þor- bergs og Kristínar í Syðri-Hraun dal eru, auk Péturs: Páll Geir verkstjóri í Reykjavík og Mál- fríður (Þorbjörg Málfríður) hús- freyja að Svarfhóli í Hraun- hreppi, en auk bama sinna ólu þau upp fósturson, Helga Sveins- son frá Hvítsstöðum, síðar prest Og skáld í Hveragerði, nú látinn. Pétur Þorbergsson hóf búskap I Syðri-Hraundal árið 1916, en það ár kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Vigdísi Eyjólfs- dóttur frá Kirkjubóli f Hvítárslðu, greindri og dugmikilli konu. Faðir hennar var Eyjólfur Andrésson bóndi Kirkjubóli, al- bróðir séra Magnúsar Andrés- sonar, prófasts og alþingismanns á Gilsbakka, en þeir bræður voru Ámesingar að ætt og uppruna. A fyrstu búskaparárum Péturs og Vigdísar i Syðri-Hraundal var tíðarfar með þvi versta, sem verið hefur á þessari öld. Frostavetur- inn mikli 1918, en sumarið eftir voru tún svo kalin og gróðurlaus, að ekki fékkst nema sáralítið brot af því töðumagni, sem venja var að fá, þá má nefna snjóaveturinn mikla 1920, þegar flestir urðu heylausir eða heylitlir og kaupa þurfti fóðurbæti í stórum stíl. Þrátt fyrir þessi áföll, tókst Pétri að fjölga skepnum frá því, sem áður var, og þegar Pétur fluttist með fjölskyldu sína frá Syðri-Hraundal, vorið 1948, að Breiðabólsstað i Miðdölum, átti hann stórt fjárbú. I Syðri-Hraun dal endurbyggði Pétur öll hús jarðarinnar og vann þar talsvert að jarðabótum. AÐ Pétur fluttist frá Syðri-Hraundal inn í Miðdali, stafaði að nokkru leyti af þvf, að hann var ekki eigandi jarðarinnar og að jörðin var illa í sveit sett og ekki talin góð til túnræktar. Á Breiðabólsstað í Miðdölum bjó Pétur frá 1948 til 1952, en um það leyti var Landnám ríkisins að uthluta nýbýlalöndum efst í Ölf- usi við Ingólfsfjall. Að Nautaflöt- um, en svo nefndi Pétur jörð sina, fluttist Pétur ásamt konu sinni og tveimur sonum, Skúla og Eyjólfi vorið 1952. Áður höfðu þeir bræður, Skúli og Eyjólfur, byggt íbúðarhús og eitthvað af úti- húsum. Þeir feðgar fengu þarna tvö lönd ( tvær jarðir ). NU eru Nautaflatir stórbýli, þar eru mikil og góð hús, allt landið tekið til ræktunar og öll störf unnin með nýtizkuvélum og öll umgengni utan húss og innan mjög til fyrir- myndar. Pétur Þorbergsson, sem nú er allur, var góður bóndi í þess orðs bezta skilningi. Hann var sístarf- andi, einn af þeim mönnum, sem aldrei féll verk úr hendi. Hann vildi tileinka áer allgr nýjungar i íslenzkum landbúnaði, eins og flestum, sem til þekktu, er vel kunnugt. Pétur og Vigdís eignuðust 8 börn og eru þau öll á lífi. Þau eru: 1. Sigríðru f. 5.9. 1017, maður Guðmundur Arnason, sjómaður í Sandgerði, látinn. 2. Skúli f. 14.2 1919, bóndi Nauta- flötum. 3. Kristfn f. 31.5 1921, maður Kjartan Ólafsson fiskimatsmaður í Vestmannaeyjum, nú í Þorláks- höfn. 4. Guðrún f. 27.6 1922, maður Guðlaugur Sigurjónsson bifvéla- virki í Keflavík, látinn. 5. Katrin f. 13.6 1924, maður Einar Hannesson fulltrúi i Reykjavfk. 6. ÞíM-bergur f. 13.4 1927 iðnaðar- maður I Reykjavik, kona Rós Ölafsdóttir. 7. Soffia f. 1.9 1928, maður Helgi Pálmarsson flugumferðarstjóri í Reykjavík. 8. Eyjólfur f. 4.11 1930, bóndi Nautaflötum. Öll eru þessi börn þeirra hjóna, Péturs og Vigdísar, mesta myndar- og dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn til. Þegar þetta er ritað eru afkomendur hjónanna á Nautaflötum alls 48. Pétur Þorbergsson andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði þann 12. október síðast liðinn og hafði þá verið sjúklingur um nokkurra mánaða skeið. Um leið og ég kveð vin minn, Pétur Þorbergsson, votta ég Vig- dísi, börnum hennar, tengda- börnum, barnabörnum og öðru nákomnu skyldfólki, djúpa samúð. Magnús Sveinsson frá Hvfts- stöðum. Getum hætt vitr okkur smíði á einni til tveimur eldhúsinnréttingum fyrir jól T résmíðaverkstæði Þorvaldar Björnssonar. Sími 86940 og 71 1 18. Reykvlklngar - Hafnflrdlngar Um 500 fm. húsnæði er til leigu nú þegar i Hafnarfirði. Uppl. veitir Kristján Þór Kristjánsson í síma 99-6973 (Vestmannaeyjum). á mánudag og þriðjudag. Vélsmiðjan Magni h.f. Vestmannaeyjum. Þýzkunámskelfl Germanlu Þýzkunámskeið Germaníu hefjast í Háskólanum (kennslustofu 6) mánudaginn 22. okt. kl. 20 fyrir þá, sem lært hafa eitthvað áður, en miðvikudaginn 24. okt. á sama stað og tíma fyrir byrjendur. Allar nánari uppl. verða gefnar í síma 37745 og 1 6061. Félagið Germanía. Norrænn læknl- og idnprðunarslóflur Nordlsk Induslriiond. Með samningi milli Danmerkur. Finnlands, íslands, Noregs og Sviþjóðar hefur verið stofnsettur norrænn tækni- og iðnþróunar- sjóður, sem tók gildi 1. júli 1 973. Markmið sjóðsins er að stuðla að tæknilegum rannsóknum og iðnþróunarmálum, sem tvö eða fleiri hinna Norrænu þjóða hefðu áhuga á. Hefur orðið að samkomulagi að leggja í sjóðinn samtals 50 millj. sænskra króna á fimm ára timabili. Á fyrsta starfstimabilinu frá 1. júlí 1973 til 31. desember 1974 er framlagið ákveðið 10 millj. sænskra króna. Sjoðurinn getur stuðlað að verkefnum og framkvæmdum, þar sem þátt taka 2 eða fl. af Norðurlöndunum, enda se taliðT að leitt geti til tæknilegra framfara. Það er fyrst og fremst hugsað um þróun efna, framleiðsluhátta, tilraun, aðferða og tækja sem fljótlega gætu komið að notkun við tækniframkvæmdir eða á einhvern þann hátt, er stuðlað gætu að lausn verkefna, er leiddu til sameiginlegra hagsmuna á sviði iðnaðar. HiTín fjárhagsl. stuðning er hægt að veita sem styrk eða sem lán með hagkvæmum kjörum. Slíkur stuðningur getur verið veittur stofnunum, félögum eða fyrirtækjum, sem eru starfrækt á Norður- löndum. Umsóknir um fyrirgreiðslu má senda hvenær sem er á árinu. Tíminn frá því að umsókn er send til sjóðsins og þangað til að ákvörðun liggur fyrir yrði væntanlega tveir mánuðir, þó að visu fari það að nokkru eftir árstíma og eðli umsóknarinnar. Viðbótarupplýsingar er hægt að fá með því að snúa sér til Norræna tækni- og iðnþróunarsjóðsins c/o NORDFORSK, Box 5103, S — 102 43 Stockholm 5 í Sviþjóð eða hjá hinum íslenzka stjórnar- manni sjóðsins, Árna Snævarr, ráðuneytisstjóra i iðnaðarráðuneyt- inu i Reykjavik. Til sölu Eftirtalin notuð áhöld: kjötsagir, bakaraofn 2ja hólfa, pylsusprauta 70 lítra. Síld og fiskur, Bergstaðastræti 37 Dömur athugid Hef opnað hárgreiðslustofu Ólu Stínu Blönduhlíð 35, gengið inn frá Stekkjarhlíð sími 13068 Geymið auglýsinguna. DVNImOP Lyttaradekk 23x5 700x9 25x6 650x10 27x6 750x10 18x7 27x10—12 29x7 700x12 500x8 700x15 21x8—9 750x15 500x9 825x15 AUSTURBAKKIÍsím! 38944 Dauf IJós skapa kættu í vetrarmyrkrinu eru ökuljósin augu bílstjórans. Þessir hlutir ráða mestu um Ijósmagnið. Skiptið um peru og spegil- og Ijósin verða björt á ný. VOLKSWAGEN EIGENDUR Nú er tími Ijósastillinga. Of dauf ökuljós skapa óþarfa hættu. Látið mæla Ijósmagnið um leið og Ijósin eru stillt. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sirm 21240.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.