Morgunblaðið - 20.10.1973, Side 28
Ed McBain:
q heljorþföm
17
Svo það er bezt að koma þessu frá.
Það er ekki hægt að deyja svona í
október.
„Svo hann greip i brjóstið á þér,
ha?“ sagði Willis. „Hvort þeirra?
Hægra eða vinstra?"
„Þetta er ekki sniðugt,“ sagði
Angelica. „Þegar það káfar á
manni fyrir framan alla, þá er það
ekkert sniðugt."
„Svo að þú skarst hann?“
„Sí.“
„Af þvl að hann greip í
brjóstin."
„Sf.“
„Hvað heldur þú, Pete?“
„Stoltið fer ekki í manngreinar-
álit,“ svaraði Byrnes. „Ég trúi
henni."
„Eg held hún Ijúgi þessu eins
og hún er löng til,“ sagði Willis.
„Við skulum spyrjast svolitið
fyrir, og ætli það komi ekki í ljós,
að hún hefur haldið við þennan
Kassim allt þetta ár. Liklega
hefur hún séð hann gjóa augun-
um á einhverja aðra stelpu og
gripið þá til rakvélarblaðsins. Var
það ekki eitthvað þessu líkt,
ljúfan?"
„Nei. Ég þekkja ekki Kassim.
’Ann bara kemur til mín með
frekju. Minn líkami er minn
lfkami og ég geri við ’ann eins og
mér sýnist. Og ég ekki þola
drullukrumlur á ’onum.”
„Húrra!” sagði Willis. „Þeir
munu áreiðanlega reisa þér styttu
í garðinum.” Hann sneri sér að
Byrnes. „Hvað eigum við að gera f
þessu, Pete? Arás að yfirlögðu
ráði?“
„Hvernig líður þessum Kassim
núna?”
„Hann var strax fluttur í
sjúkrahús. Hver veit? Það fossaði
úr honum blóðið yfir alla gang-
stéttina. Veiztu, hvað fór verst í
mig Pete? Það hafði hópur af
smákrökkum safnazt þarna
saman í kringum hann. Þau vissu
ekki, hvort þau áttu að gráta eða
hlæja eða bara öskra. Þau voru
hálftrillt, þú veizt, hvað ég á við.
Guð minn góður, hugsaðu þér það
að alast upp við þetta alla daga,
allt sitt líf. Geturðu fmyndað þér
það?“
„Vertu f sambandi við spftal-
ann, Hal,“ sagði Byrnes. „Við
skulum láta úrskurðinn bíða
aðeins. Við getum ekkert átt við
þetta meðan....“ Hann benti með
höfðinu í átt til Virginiu Dodge.
„Jæja, þá það, Angelica.
Spenntu greipamar. Kannski
deyr Kassim ekki, “ sagði Willis.
„Ég vona að svínið rotni í
gröfinni,” svaraði Angelica.
„Góð stúlka," sagði Hal Willis
og klappaði henni á axlirnar.
Meyer togaði skýrsluna úr rit-
vélinni. Hann losaði kalkinapp-
frinn frá bláu pappírsblöðunum
þremur og las síðan hið efsta
þeirra yfir. RANNSÖKNARLÖG-
REGLUMENN 87unda UMDÆM-
IS ERU FANGAR KONU, SEM
ER VOPNUÐ BYSSU OG
FLÖSKU AF NlTRÓGLYSSER-
INI. EF ÞÉR SKYLDUÐ FINNA
ÞESSA ORÐSENDINGU, HAFIÐ
ÞÁ STRAX SAMBAND VIÐ
AÐALSTÖÐVARNAR. SlMINN
ER 6-0800. FLÝTIÐ YÐUR. -
MEYER RANNSOKNARLÖG-
REGLUMAÐUR. Hann las þetta
af gaumgæfni, því að hann var
þolinmóður maður og hann vildi
hafa þetta villulaust. Hann átti
ekki von á að fá annað tækifæri
til að skrifa orðsendinguna upp.
Glugginn næst borði hans var
opinn. Ryðgað vírnetið utan á
glugganum — sem átti að verja
rúðurnar fyrir grjótkasti ill-
skeyttra ibú 87unda umdæmis —
var ekki veruleg hindrun. Með
snörum handbrögðum, hornaugað
á Virginiu Dodge, rúllaði hann
fyrsta blaðinu upp í sívalning;
flýtti sér síðan að smokra
sívalningnum í gegnum tfgullaga
möskva á vírnetinu og þrýsti hon-
um út í bláinn. Hann skimaði yfir
salinn.
Virginia Dodge fylgdist ekki
með honum.
Hann rúllaðu upp næsta blaði,
og allt fór á sömu leið.
Hann var einmitt að skutla þrið-
ja og síðasta blaðinu gegnum
möskvaopið, þegar hann heyrði
Virginiu Dodge hrópa: „Stopp eða
ég skýt!”
Sjöundi kafli.
Meyer þeyttist frá opnum
glugganum.
Hann bjóst við að finna kúluna
smjúga í gegnum sig, en sá sér til
undrunar, að Virginia Dodge
horfði ekki til hans, leit ekki einu
sinni við honum. Hún stóð þarna
hálfbogin með byssuna á lofti,
hún hafði farið frá borðinu og
nítró-glysserín flöskunni og stóð
nú frammi við hliðið á afgreiðslu-
borðinu. Hinum megin stóð Alf
Miscolo.
Hann stóð þarna á báðum áttum
með liðað svart hárið í brúsk yfir
enninu, blá axlaböndin þétt-
strengd á signum öxlum og
skyrtuermamar brettar upp yfir
olnboga. Forundran skein úr and-
liti hans. Hann hafði komið út úr
skýrsluskrifstofu sinni, þar sem
hann hafði setið með sveittan
skallann allan eftirmiðdaginn
yfir skrám og skýrslum. Hann
hafði gengið inn í salinn í gegnum
vinduhurðina og hrópað um leið,
„Vill einhver kaffigutl," en séð þá
konu spretta upp frá einu borðinu
meðbyssu í hendi.
Hann hafði snúizt á hæli og
ætlað að forða sér, þegar konan
æpti: „Stanzaðu eða ég skýt,“ og
þá hafði hann hætt við flóttann og
snúið sér hægt að henni aftur. En
nú velti hann þvf fyrir sér, hvort
hann hefði farið rétt að. Miscoli
var enginn hugleysingi. Hann var
þjálfaður lögreglumaður, sem
einhverra hluta vegna hafði dag-
að uppi sem skrifstofublók, en
hann hafði fengið sina þjálfun i
meðferð vopna á æfinganám-
skeiðunum, og nú óskaði hann
þess heitt, að hafa byssuna í hend-
inni, að hún lægi ekki rykfallin í
einni skjalaskápsskúffunni í
skrifstofu hans. Konan þarna bak
við hliðið — það skein einhver
vitfirringsleg mannvonzka úr
andliti hennar. Miscoli hafði séð
þennan svip áður, og þess vegna
taldi hann viturlegast að stað-
næmast, þegar hún æpti til hans,
og samt var fjöldi annarra manna
þarna í herberginu, og guð einn
vissi, hvað hún hefði verið lengi
þarna i salnum, kannski ætlaði
hún sér að skjóta þá alla í klessu.
Hann stóð tvístígandi ofurlítið
lengur.
Hann átti konu og uppkominn
son, sem var í flughernum. Hann
kærði sig ekki um, að kona sfn
yrði lögguekkja, því að þá sá hann
hana fyrir sér sem ræstingakonu í
hverfinu, og það gat hann ekki
hugsað sér - en það var var eitt-
hvað brjálæðiskennt í svip
þessarar konu; ef hún nú skyti þá
alla saman, ef hún gengi ber-
serksgang?
Svo hann snarsneri við og þeytt-
ist aftur af stað. Virginia Dodge
miðaði vandlega og hleypti af.
Hún skaut aðeins einu sinni.
Kúlan lenti í baki Miscolo, eilítið
til vinstri við hryggjarliðinn. Hún
sneri honum f heilan hring, en
skellti honum siðan upp að dyrum
karlasalernisins. Hann kraflaði í
dyrnar ofurlitla stund, en seig
siðan hægt niður á gólfið.
Nítró-flaskan á borðinu sprakk
ekki.
Engar morðgátur urðu til bak
við læstar dyr.
Steve Carella var fullkunnugt
um þetta bæði af lestri sakarnála-
sagna og af reynslu sinni sem
alvöru Iögga.
Og þarna var hann engu að
síður að rannsaka sjálfsmorð,
sem framið hafði verið í glugga-
lausu herbergi og - til að gera
málið enn flóknara — svo virtist
sem hinn látni hefði læst hurð-
inni innan frá áður en hann
hengdi sig. Það hafði þurft þrjá
fullfríska menn til að sprengja
í þýóingu
Björns Vignis.
upp lásinn áður en þeir komust
inn í herbergið. Þannig hljóðaði
að minnsta kosti vitnisburður
þeirra í gær, og þetta endurtóku
þeir í dag.
velvakandi
IVelvakandi svarar í slma 10-
100 kl. 10.30—11.30, frá
mánudegi til föstudags.
^ Sannleikstorrek
Hannes Fr. Guðmundsson á
Hvammstanga skrifar:
„Fátt er til meiri skammar f lífi
þjóðar minnar en magnað slúður
og rógburður dagblaðanna.
Nú eru tímar baráttu og mikilla
erfiðleika í lffsbaráttu Is-
lendinga, og þörf á samstöðu og
heilindum meðal ráðamanna og
fjölmiðla. Þetta er mikil nauðsyn,
ef ekki algjör, ef sigur á að vinn-
ast i baráttumálum, og mun öllum
ljóst, hvað við er átt.
Þjark, þras og rógburður hinna
einstöku blaða stjórnmálaflokk-
anna um embættismenn og mála-
flokka er þjóðarskömm. Þessi
skrif eru einatt svo bundin hags-
munum einstakra stjórnmála-
hópa, að ekki er of djúpt tekið í
árinni, þótt sagt sé, að hvert blað
framreiði sfna hagsmunalygi,
flokki sfnum til framdráttar.
Þetta veldur því, að lesendum
veitist örðugt, ef ekki ómögulegt
að skapa sér rétta og sanna mynd
af viðkomandi frétt hverju sinni.
Má þar nefna sem dæmi skrif
blaðanna um orsök þess, að Bret-
ar kölluðu herskip sín út fyrir 50
mílurnar. Hvert blað hafði sína
hagsmunaorsök.
Hefi ég þessa rullu ekki lengri
að sinni, en leyfi mér að minna
blaðamenn og ritstjóra þeirra á,
að til eru í íslenzku orð eins og
hlutlaus fréttamennska, sann-
leikur, sómi og sjálfsvirðing.
Kær kveðja að norðan,
Hannes Fr. Guðmundsson
kennari,
Hvammstanga."
Hingað til hafa íslenzkir frétta-
menn ekki litið á það sem hlut-
verk sitt að matreiða skoðanir
handa almenningi, heldur það, að
flytja sem ýtarlegastar frásagnir
af atburðum, þannig að almenn-
ingur hafi aðstöðu til að draga
sjálfur sfnar ályktanir af því, sem
fram kemur.
I stjórnmálaskrifum blaðanna
er lagt pólitískt mat á þau mál,
sem um er fjallað hverju sinni.
Stjórnmálaskrif og fréttaflutn-
ingur eru tveir aðskildir hlutir,
sem má alls ekki rugla saman,
enda þótt slík málsmeðferð sé allt
að þvf daglegur viðburður í Þjóð-
viljanum.
0 Tóbaksneyzla f
sjónvarpssal
Jóhanna Pétursdóttir, Laug-
arnesvegi 66, skrifar:
„Sæll, Velvakandi góður.
Nú fyrir skömmu las ég í þætt-
inum þínum pistil eftir Jón Magn
ússon, og sfðar frétti ég, að hann
væri hæstaréttarlögmaður. Hann
segir æði margt í þessum pistli,
sem ég hirði ekki um að nefna,
þvf að mér eru málin ekki nægi-
lega kunn til þess. En það er ein
fullyrðing lögmannsins, sem mig
langar til að fá skýringu á.
Hann segir orðrétt: „Menn
muna vel, hvernig hann, eftir að
hafa stillt sér næst sjónvarpsvél-
inni, púaði án afláts pípu sfna,
þátt eftir þátt, og blés tóbaks-
reyknum beint inn í stofur okkar
sjónvarpsáhorfenda, jafnt til
okkar, sem reykjum ekki og
hinna.”
Nú langar mig, Velvakandi
góður, að biðja þig um að segja
mér, hvort þetta sé tæknileg stað-
reynd, að við fáum reykinn
framan í okkur f stofunum okkar
heima, ef einhver reykir f sjón-
varpssal, eða hvort þetta er bara
árás á pólitfskan andstæðing.
0 Ósanngjöm árás
á Njörð P.
Njarðvík
Á fyrstu árum sjónvarpsins
reyktu margir í ýmsum þáttum
þess, menn úr öllum flokkum, og
lögfræðingar ekki síður en aðrir.
Mér, persónulega, fannst það
ljótt, en ég og mitt fólk höfðum
aldrei óþægindi af reykjarsvælu
inni hjá okkur vegna þess.
Ég verð þvf miður að viður-
kenna, að ég skil ekki fullyrðingu
lögmannsins, en ég er nú líka svo
fáfróð í þessum efnum, eins og sjá
má af þvf, að ég hef alltaf haldið,
að kurteisi, tillitssemi og prúð-
mennska kæmu með menntun.
Ennfremur, að menn, sem eru í
virðingarstöðum mættu allra sízt
missa stjórn á skapi sínu, og láta
til dæmis reiðina blinda skynsem-
ina vegna einhvers eins manns af
mörgum, sem reykja i sjónvarps-
sal
Svo hef ég líka alltaf haldið, að
það valdi aldrei einn, þegar tveir
deila eða fleiri deila. Um deilur
útvarpsráðs og fréttamanna, sem
lögmaðurinn hefur svo stór og ljót
orð um, þá leyfi ég mér ekki að
dæma. Okkur hættir víst alltaf við
að sjá betur flfsina f auga annarra
en bjálkann í okkareigin auga.
Með þökk fyrir
væntanlegt svar.
Jóhanna Pétursdóttir.”
Velvakandi getur ekki fundið lfk-
legri skýringu á þessu dularfulla
fyrirbæri en þá, að menn séu mis-
jafnlega næmir fyrir fjarhrifum,
þannig til dæmis nemi Jón
Magnússon heima f stofii sinni
tóbaksreyk úr vitum Njarðar P.
Njarðvíkur, sem Jóhanna Péturs-
dóttir verður ekki vör við heima
hjá sér.
Flöamarkaffur - Flóamarkaffur
Flóamarkaður verður haldin að Hallveigarstöðum á morg-
un sunnudag. Geysilegt úrval góðra muna.
Til dæmis:
Sjónvarp. Kjólar. Skólaritvél. Kápur. Svefnbekkur.
Bækur. Herraföt. Peysur. Skyrtur. Matar og kaffistell.
Pels. Leikföng. Dúkar. Tízkuföt. Brauðrist. Hárkolla.
Skór. Silfurgafflar. Snyrtivörur. Vezki. Skíði og gamlir
árgangar af Dýraverndaranum og margt margt fleira
forvitnilegt og nýtilegt.
Komið á flóamarkað á Hallveigarstöðum á morgun.
Opnað kl.2
Sambanda Dýraverndurnarfélaga íslands.
1 'JARNA RBÚi Ð (
;ój % *
L KVÖLD FRÁ KL.9-2 Plötusnúðar Graham og Þorlákur.