Morgunblaðið - 20.11.1973, Page 3

Morgunblaðið - 20.11.1973, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 3 Fjögur rit komin út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi Sigurður Lfndal, forseti Bók- menntafélagsins lag málvísinda til rannsókna á mannshuganum í fortíð, nútið og framtíð. Hún geymir skarplega gagnrýni á atferliskenningar um mannlegt sálarlíf, og hún er samin í þeirri trú, og styður hana rökum, að málfræði geti öðrum fræðum fremur stuðlað að lausn á sumum torræðustu gátum sál- fræðinnar. Hitt ritið — Siðustu dagar Sókratesar birtist hér i íslenzkum búningi eftir Sigurð Nordal, sem einnig ritar inngang ásamt Þor- steini Gylfasyni. I bókinni birtast þrjú af áhrifamestu ritum eins áhrifamesta hugsuðar allra tíma, þar sem hann lýsir ævilokum kennara síns. Ritin eru Málsvörn Sókratesar, ræða hans fyrir dóm- stólnum sem dæmdi hann til dauða; Krítón, rökræða hans I fangelsinu um réttmæti þess að brjóta ranglát lög; og loks Faídón, rökræða hans og lærisveina hans um lff og dauðaog lffið eftir dauð- ann, daginn sem hann skyldi tekinn af lífi, en þar leggur Platón Sókratesi í munn margar helztu kenningar heimspeki sinnar. Eru vélar spænsku skuttogaranna hrjáðar af spænsku veikinni? FJÖGUR rit eru nú komin út hjá Hinu (slenzka bókmenntafélagi, þar af eru tvö rit f flokki lær- dómsritanna. Fleiri rit eru væntanleg í desembermánuði. Af ritum félagsins, sem nú eru komin út skal fyrst telja Skírni, Tímarit Hins fslenzka bók- menntafélags, 147. árgangur í rit- stjórn Ölafs Jónssonar. Meðal efnis i árgangi 1973 má nefna ritgerð eftir Halldór Laxness, sem hann nefnir Forneskjutaut, en þar er m.a. fjallað um fornan átrúnað. Þá eru birt Þrettán kvæði eftir Stein Steinar, sem ekki hafa birzt áður. Þorsteinn Gylfason ritar grein, sem nefnist Að hugsa á íslenzku, og Þór Whitehead greinina Stór- veldin og lýðveldið, en þar er lýst aðdraganda lýðveldisstofnunar- innar 1944 og afstöðu stór- veldanna til hennar. Greinar um skáldskap, fornan og nýjan eru eftir Hannes Pétursson, Fríðu Á. Sigurðardóttur, Andrés Björnsson, Helgu Kress, Svein Bergsveinsson, Kristján Ámason, Ólaf Halldórsson, Peter Ilallberg og Bjarna Guðnason. Þorbjörn Broddason ritar greinina Hverjir sækja leikhús og Öystein Noreng um boðskap i bókmenntum. Loks koma ritdómar. Þá er komin út Bókmenntaskrá Skírnis 5, sem Einar Sigurðsson tók saman. Þetta er í fimmta sinn, sem Bókmenntaskrá Skírnis birtist, en í henni eru rakin bók- ræðileg skrif, sem birzt hafa á árinu 1972, um íslenzkar bók- menntir siðari alda. Einkum er hún ætluð sem handbók fyrir íslenzkukennara, bókmennta- gagnrýnendur og alla aðra áhuga- menn um islenzkar bókmenntir. Nú er að nefna lærdómsritin. Þau eru Mál og mannshugur eftir Noam Chomsky og Sfðustu dagar Sókratesar eftir Platón. Halldór Halldórsson hefur þýtt fyrr- nefnda ritið og ritar hann einnig inngang. Höfundur þessarar bókar er nafnkunnasti mál- fræðingur samtímans, og hafa hugmyndir hans valdið tíma- mótum í sögu málvisinda og annarra mannlegra fræða á síðasta áratug. Bókin birtist fyrst árið 1968, og fjallar hún um fram- SKUTTOGARl Haf nf irðinga, Júní, er nú nýkominn úr söluferð frá Þýzkalandi, þar sem skipið seldi fyrir rúmar 10 millj. kr. Júnf var tekinn 1 slipp f Þýzka- landi, því álitið var, að skrúfur skipsins væru ekki rétt stilltar, en svo reyndist ekki vera. Á heim- leiðinni komu upp bilanir á gang- ráð vélanna, en sérfræðingur frá MAN verksmiðjunum, sem er um borð í skipinu gat að mestu gert við bilanirnar. Halldór Halldórsson, skipstjóri á Júní, sagði f samtali við Morgun- bíaðið á laugardag að nú ætti að vera búið að gera fullkomlega við vélar skipsins. Það, sem erfiðleik- Hvert stefnir í varnarmálum? GEIR Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu um varnar- og utanríkismál á al- mennum félagsfundi Heimdallar f kvöld kl. 20.30 á Hótel Esju. Á fundinum verður m.a. rætt um stefnu fslands f varnar- og utan- ríkismálum. Þá verður fjallað um þátttöku Islands f varnarbanda- lagi vestrænna þjóða. Að inn- gangserindi loknu mun formaður Sjálfstæðisflokksins svara fyrir- spurnum fundargesta. Pravda fagnar SOVÉTMENN fagna mjög yfir- lýsingum íslenzkra ráðamanna um, að varnarliðið eigi að hverfa á braut. Fyrir skömmu fjallaði Pravda, málgagrr sovézka kommúnistaflokksins um þessar viðræður og sagði, að islenzka þjdðin „héldi áfram viðleitni sinni til þess að tryggja að herstöð Atlantshafs- bandalagsins í Keflavík yrði Iögð niður“. Pravda sagði, að „jákvæð þróun á alþjóðavett- vangi hefði hvatt friðelskandi og framfarasinnuð öfl í vestr- inu til þess að efla viðleitni sína til að tryggja að í kjölfar póli- tískrar þfðu kæmi hernaðarleg þíða“. í þessu sambandi sagði Pravda, að um væri að ræða „almennan þrýsting fólks i Bretlandi, Danmörku, Noregi, Japan, og mörgum öðrum lönd- um á það, að erlendar herstöðv- ar verði lagðar niður í þessum löndum". Efnislega svipuð frétt var fyrir nokkru lesin í frétta- tíma Moskvu-útvarpsins í fréttaútsendingu á ensku. um hefur valdið, er, að vélunum er stjórnað með lofti, og hafa óhreinindi reynzt vera inn á stjórnkerfinu. Það má alls ekki koma fyrir þvf þá láta vélarnar ekki að stjórn eins og þær eiga að gerr.. Sagði Halldór, að spænsku skut- togararnir væru búnir tveimur 1410 hestafla spænskum MAN vélum, og teldi hann það jafnvel galla, að vera með tvær vélar um borð í fiskiskipum. Betra væri að vera með eina stóra vél. „Þetta hafa verið leiðinda gallar á þess- um spænsku vélum. Það mætti helzt halda, að þær væru með spænsku veikina," sagði Halldór. Halldór á eftir að fara eina veiðiferð sem skipstjdri á Júní, að henni lokinni hættir hann þar um borð, þvf hann mun taka við skip- stjdrn á hinum nýja skuttogara Einars Sigurðssonar, Hrönn, sem nú er i smfðum í Póllandi. Nefndir starfa STÖÐUG fundahöld eru i hinum ýmsu nefndum verkalýðshreyf- ingarinnar og vinnuveitenda vegna kjaramálanna. Fyrir helgi voru framkvæmdanefndir beggja aðila með fundi og hefur verið boðaður sameiginlegur fundur þeirra á miðvikudag. Er siðan gert ráð fyrir, að allsherjarsamn- inganefndirnar komi saman á mánudag í næstu viku. Þá hafa verið haldnir fundir hinna ýmsu aðila um sérkröfur, m.a. voru fundir vinnuveitenda og verka- lýðsins á Norðurlandi í siðustu viku, og var gert ráð fyrir að halda þeim áfram íþessari viku. Höfðingleg gjöf Óðins A aðalfundi málfundafélagsins Öðins, sem nýlega var haldinn, var ákveðið að leggja fram 100 þús. kr. til húsbyggingar Sjálf- stæðisflokksins úr félagssjóði. Albert Guðmundsson, formaður byggingarnefndar hins nýja Sjálf- stæðishúss gat þessa myndarlega framlags Öðinsmanna á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins s.l. laugardag og sagði, að þeir hefðu auk þess lagt gífurlega mik- ið starf af mörkum í sjálfboða- vinnu. Öðinsmenn hefðu verið við byggingarstörf öllum stundum og svo mjög, að margir væru farnir að tala um hið nýja Sjálfstæðis- hús sem Öðinshús. ÞESS AR myndir eru teknar um borð í skuttogaranum Ljósa- felli frá Fáskrúðsfirði. Skipstjóri þar er Guðmundur í. Gfsla- son. — Trollið tekið inn. Bobbingarnar og höfuðlínan sjást vel. — Skipið var á Papagrunni, þegar Albert Kemp vélstjóri, fréttaritari Morgunblaðsins á Fáskrúðsfirði, tók myndirnar. Skuttogari að veiðum Belgur að mestu kominn inn og verið að setja stroffu til að hifa pokana. Opnað fyrir báða pokana, hífað upp i belginn og fiskinum hvolft niður í fiskmóttöku á neðra þilfari, þar sem öll vinna fer fram undir þiljum við hita og góðar aðstæður. Pokinn að mestu kominn inn fyrir með 3 tonnum af fiski.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.