Morgunblaðið - 20.11.1973, Side 15

Morgunblaðið - 20.11.1973, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER 1973 15 Bretar kafna í verkföllum London 19. nóvember —AP VEGAUMFERÐIN á leiSum inn f Lundúnaboíg þrefaldaðist ( dag vegna dagsverkfalls 500 lestar- stjóra, þrátt fyrir yfirvofandi eldsneytisskort og áskoranir rfkis stjdrnarinnar um að menn dragi úr akstri og skili bflinn eftir heima. Tafir og forföll af völdum verkfalls lestarstjóranna koma niður á meir en 150.000 manns, STORVELDEM UNDIRBÍA STEFNDMÓT í GEIMNUM Zvezdny Gorodok, Sovétríkjun- um 19. nóv. — AP BANDARlSKIR og sovézkir geimfarar hófu f dag sameigin- lega þjálfun fyrir áætlaðan geim- leiðangur árið 1975, þar sem m.a. er gert ráð fyrir tengingu Appollo og Soyuz-geimfara og samskipt- um og samvinnu áhafnanna. Þjálfunin mun taka tvær vikur og fer hún fram í sovézku geimferða- miðstöðinni Zvezdny Gorodok eða „Stjörnuborg“ austan við Moskvu. Fengu bandarískir fréttamenn það fágæta leyfi af þessu tiiefni, að skoða þessa mik- ilvægu þjálfunar- og undirbún- ingsstöð sovézkra geimfara. I júlí s.l. dvöldust 10 sovézkir geimfarar og 24 tæknimenn við þriggja vikna þjálfun í Johnson- geimferðamiðstöðinni f Texas, og nú dveljast Bandaríkjamennirnir sem sagt í Sovétríkjunum til 2. desember. Sá gamalkunni og reyndi geimfari Thomas Stafford, sem er leiðangursstjöri af hálfu Bandaríkjamannanna í þessum fyrirhugaða leiðangri, sagði fréttamönnum, að þeir myndu verja tíma sínum að mestu í að kynna sér Soyuz-geimferðakerfið. Geimfarar beggja þjóðalæra nú tungumál hvers annars til að geta átt eðlileg samskipti sin i milli þegar til ferðarinnar kemur. Árið 1974 verða á ný þjálfunarnám- skeið i báðum löndunum til að undirbúa hið mikilvæga stefnu- möt sovézkra og bandariskra geimfara. sem komast þurfa til vinnu sinnar. Verkfalli lestarstjóranna er ætlað að reka á eftir launa- hækkunum. Þá eru ökumenn sjúkrabifreiða i verkfalli i London og öðrum stórborgum, og sinna þeir nú aðeins neyðartilfell- um. í dag var hins vegar ráð- gerður sáttafundur í alvarlegasta verkfallinu, sem nú hrjáir Breta, en það er verkfall kolanámu- manna og rafstöðvarstarfsmanna, sem neyddi ríkisstjórn Heaths til að Iýsa yfir neyðarástandi í s.l. viku. ________ Kissinger heiðraður New York 19. nóvember - AP HENRY Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarfkjanna, hefur hlot- ið heiðursorðu úr gulli frá Al- ríkissambandi kristinna manna og Gyðinga fyrir „djarfa og um- bótasinnaða forystu" til að koma á friði f heiminum. Louis Kissing- er, hinn 86 ára gamli faðir ráð- herrans, veitti orðunni móttöku f New York í gær fyrir hönd sonar síns, sem ekki gat verið viðstadd- ur sökum „anna vegna síðustu atburða". Þessar myndir voru teknar, er geimfararnir þrfr, sem nú eru komnir út í geiminn, voru að ljúka undirbúningi fyrir geimskotið á föstudag. Efst t.v. William Reid Pogue og t.h. Edward G. Gibson. Neðar leiðangurstjdrinn, Gerald Paul Carr. Kavalek sigraði á Filipps- eyjum Manila, 19. nóvember — AP. LUBOMIR Kavalek frá Banda- rfkjunum vann í dag hin þúsund dollara háu fyrstu verðlaun á al- þjóðlega skákmótinu f Buang á Filippseyjum með þvf að sigra lítt þekktan heimamann f loka- umferðinni. Hafði Kavalek þar með 7H vinning. Næstir og jafnir urðu Ivkov frá Júgóslavíu og Quinteros frá Argentfnu með 6H, en Bent Larsen frá Danmörku varð fjórði með 6 vinninga. Frönsku vínin falla Beaune, Frakklandi 19. nóv- ember-AP VERÐ á Búrgundarvínum féll á árlega sölumarkaðnum hér i gær um allt að 10%. Metsala varð, en hún stafaði fremur af meira magni en háu verði. Af einstökum vfnum féll hvítvin um 14%, en rauðvín um 8% að meðaltali. Nixon á blaðamannafundi: 99 Ég er ekki óheiðarlegur” Key Biscayne, Flórída, 19. nóvember, AP. NIXON Bandarfkjaforseti hóf um helgina fyrir alvöru baráttu sfna til að reyna að hreinsa sig af öllum grun í sambandi við Watergatemálið. Forsetinn flaug til Georgiufylkis, þar sem hann ferðaðist nokkuð um og hélt stuttar ræður. Mannfjöldi safnaðist saman til að fagna hon- um, og honum var yfirleitt mjög vel tekið. Áður en hann lagði af stað sótti hann ráðstefnu fréttastjóra Associated Press-fréttastofunnar, sem haldin var i Flórída, og þar hélt hann blaðamannafund, sem útvarpað og sjónvarpað var um öll Bandaríkin. Mjög vel lá á for- setanum og hann kryddaði sum svör sfn með spaugsyrðum. Nixon sagði m.a.: „Mér hafa orðið á mis- tök, en ég hef aldrei hagnazt á opinberum störfum mínum. Ég hef unnið fyrir hverjum eyri af þeim tekjum, sem ég hef aflað mér. A öllum minum ferli hef ég aldrei reynt að hindra að réttlæti næði fram að ganga. Almenningur á rétt á því að fá að vita, hvort forseti sinn sé óheiðar- legur. Ég lýsi því yfir hér, að ég er ekki óheiðarlegur." Forsetinn fjallaði síðan um týndu segulbandsspólurnar og sagðist myndu afhenda aðrar spólur og skjöl, til þess að láta f té VIÐSKIPTIKINA OG USA AUKAST þær upplýsingar, sem hefðu verið á týndu segulbandsspólunum. Hann lýsti því enn yfir, að hann myndi ekki segja af sér, meðan heilsa hans Ieyfði að hann gegndi forsetaembættinu. Nixon höfðaði í gamansömum dúr til hugsan- legrar embættissviptingar eða afsagnar, er hann var spurður, hvað hann hygðist fyrir, er hann léti af embætti og sagði: „Það fer eftir þvf, hvenær ég læt af emb ætti.“ Hann á skv. lögum um forsetaembættið að láta af emb ætti um 20. janúar 1976. Tokýó 19. nóvember—AP FYRSTA opinbera sendinefnd bandarfskra viðskiptamanna, sem farið hefur til Kfna náði „betri árangri en búizt var við“ í ferð- Fara norskir sjómenn í eigið þorskastríð? Osló 19. nóv. Frá fréttamanni Mbl. Sigrúnu Stefánsdóttur: NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur nú til meðferðar kröfu sjó- manna í Norður-Noregi um að færa út landhelgina á sama hátt og tslendingar. Sfaukinn ágangur erlendra togara á miðin liggur að baki kröfu þeirra. Eins og kunn- ugt er hefur norska stjórnin áður lýst því yfir, að spurningin um útfærslu verði látin bfða þar til Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðannna er um garð gengin og alþjóðareglur verði fyrir hendi til þess að styðjast við. — Að sögn sjávarútvegsráðherrans, Eivind Bolle, má búast við svari frá stjórninni við kröfunni mjög bráðlega, cn samtfmis vinni ráðu- neytið að þvf að hraða undirhún- ingi Hafréttarráðstefnunnar sem mest. I lok þessa mánaðar er ráðherr- anum boðið til fundar í Finsnesi með sjómannafélögum Norður- Noregs, þar sem ágangur er- lendra togara á fiskimiðin verður ræddur og þar sem sjómenn fá tækifæri til þess að rökstyðja kröfur sínar um útfærslu. Fyrir nokkru birti dagblaðið „Nordlys“ í Tromsö Ieiðara, sem bar heitið „Sigur íslands". Þar sagði m.a.: „Það er skammarlegt að Noregur skyldi ekki styðja island opinber- Iega í landhelgismálinu. Engir harma það meira en íbúar Norð- ur-Noregs. Við eigum nú sjálfir fyrir höndum afgerandi baráttu fyrir verðmætum okkar í hafinu. Sennilega eigum við enn þá sterk- ari andstæðinga við að etja en íslendingar og þá er gott að vita, að við stöndum ekki einir. Við eigum Island að og getum lært af þeim. Lítum á sigur þeirra sem hvatningu, en gerum okkur um leið grein fyrir því, að samningur Breta og íslendinga mun skapa aukin vandamál fyrir Noreg, þar sem veiðitakmarkanir við ísland munu leiðatil aukinnar ásóknar á miðin viðströnd Norður-Noregs.“ Eins og sjá má af þessum hluta leiðarans samgleðjast íbúar Norð- ur-Noregs íslendingum, en'samn- ingarnir valda þeim einnig aukn- um áhyggjum. Ágangur erlendra togara á mið þeirra hef- ur aldrei verið jafn mikill og einmitt nú f haust. Hafa togarárnír skemmt veiðarfæri fyrir meir en hálfa milljón norskra króna. i lok október s.l. skemmdu brezkir, þýzkir og rúss- neskir togarar veiðarfæri fyrir hvorki meira né minna en 200.000 n. kr. og það aðeins á þremur dögum. Og það sem verra er, þá er ýmislegt, sem bendir til þess að togararnir eyðileggi veiðarfærin af ásettu ráði. En ekki nóg með að togararnir skemmi veiðarfæri fyrir norskum sjómönnum heldur hrekja þeir Norðmennina burt af fleiri og fleiri miðum með yfir- gangi sínum. Aður fyrr voru sjómenn í Norð- ur-Noregi einir á mörgum góðum miðum, en smám saman hafa þeir verið hraktir burt af erlendum togurum. Var svo komið, að svo- kölluð Stordjupta voru einu mið- Framhald á bls. 31 inni, að því er Walter Surrey, einn nefndarmannanna, sagði f Tókýó í dag. Ferðin, sem stóð f 12 daga, bar m.a. þann árangur, að ná samningi um skipti á vöru- sýningum milli landanna tveggja, samþykki Kfnverja á að senda fyrstu opinberu viðskipta- nefndina til Bandarfkjanna árið 1974, samkomulagi um skipti á sölunefndum og samskipti á sviði upplýsingamiðlunar í við- skipta-, tækni- og efnahagsmál- um. Viðskiptanefndin bandarfska kom til Kína 4, nóvember og hélt heimleiðis 16. nóvember. Sagði Surrey, að hann gerði ráð fyrir, að áætluð viðskipti landanna fyrir þetta ár, þ.e. 900 milljónir dollara, muni einnig eiga við næsta ár. David Ben-Gurion — Ifðan hans enn alvarleg, en þó von um bata. Líðan Ben- Gurions betri Tel Aviv, 19. nóvember, AP—NTB. LtÐAN David Ben-Gurions, hins aldna leiðtoga og föður israels- rfkis, var síðdegis f dag sögð heldur betri, en þó enn alvarleg. Ben-Gurion var f gær lagður inn á sjúkrahús vegna blæðingar á heila, sem orsakaði lömun alls hægri hluta líkama hans. Dr. Boleslaw Goldmann einkalæknir Ben-Gurions sagði, að hann gæti tekið næringu sfna og liði heldur betur eftir að hafa fengið læknis- meðferð f nótt. Ben-Gurion. fyrrverandi for- sætisráðherra, vísaði israel veginn allt frá þeim tima, er landið hlaut sjálfstæði, árið 1948, þangað til það varð að styrku og háþróuðu rfki. Hann sagði af sér embætti árið 1963, en gegndi þingmennsku nokkur ár til við- bótar unz hann dró sig út úr stjórnmálalífinu árið 1970. Sfðan hefur hann að mestu varið tíma sfnum á afskekktu samyrkjubúi í Negev-eyðimörkinni. David Ben-Gurion er nú 87 ára að aldri. Hann fæddist í Rússlandi, en kom árið 1906 til þess landsvæðis, sem átti eftir að verða israel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.