Morgunblaðið - 20.11.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 20.11.1973, Síða 32
"t3 SfMAR: 26060 OG 26066 ÁÆTLUNARSTAÐIR: AKRANES. FLATEYRI, HÓLMAVÍK, GJÖGUR, STYKKISHÓLMUR, RIF. SIGLUFJÖRÐUR, BLÖNDUÓS. HVAMMSTANGI. mgmiibiábib ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER 1973 nuGLýsmcnR ^-*22480 Lézt á leið úr fanga- geymslu í sjúkrahús RANNSÓKN stendur nú yfir á láti manns, sem iézt á föstu- dagsmorgun á lei3 í slysadeild úr fangageymslum lögreglunnar vi3 Hverfisgötu, en hann hafði skömmu áður verið fluttur ofur- ölvi í fangageymslurnar úr húsi f Breiðholti. Um kl. 10 á föstudagsmorgun tók lögreglan tvo menn í sína vörzlu, þar sem þeir voru ofurölvi í húsi i Breiðholti, og voru þeir færðir í fangageymslurnar í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Alvarlegt slys á Akureyri Akureyri, 19. nóv. HARÐUR árekstur strætisvagns og jeppa varð á mótum Þingvalla- strætis og Byggðavegar kl. 12.15 f dag. Ökumaður jeppans slasaðist alvarlega og liggur þungt haldinn í sjúkrahúsinu. Strætisvagninn ók austur Þing- vallastræti, sem er aðalbraut og lenti á hlið jeppans, sem kom sunnan Byggðaveg. Síðan bárust báðir bílarnir inn á hornlóðina nr. 26 við Þingvallastræti og stað- næmdust örskammt frá hús- veggnum. Einn farþegi var i strætisvagninum, auk vagnstjór- ans, og sakaði hvorugan, en i jeppanum voru piltur um tvi'tugs- aldur og unnasta hans. Stúlkan fékk taugaáfall, en varð ekki fyrir teljandi meiðslum. Hans vegar hlaut pilturinn mikið höfuðhögg og er talinn alvarlega slasaður. Hann missti rænu og var ekki kominn til meðvitundar síðdegis í dag- —SvJ*. Nokkru eftir að þangað varkomið með þá, tók fangavörður eftir bví. að annar maðurinn var með litlu lífsmarki og farinn að blána. Var hann í skyndi fluttur f slysadeild Borgarspítalans, en var látinn, er þangað kom. Rétt á eftir varð þess vart, að hinn maðurinn var að fá sams konar sjúkdómseinkenni og var hann þá í skyndi fluttur í slysadeildina, en batnaði innan tíðar og reyndist of hár blóð- þrýstingur hafa þjakað hann. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar er ekki vitað til, að þarna hafi verið um eitrun að ræða, en beðið er niður- staða krufningar. FJARHAGSAÆTLUN ÞINGVALLAHÁTIÐ- AR í ATHUGUN ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND lagði hinn 30. ágúst sl. fram fjárhags- áætlun sína miðað við eins dags hátiðahöld á Þingvöllum á sumri komanda, eins og þingflokkarnir ákváðu á sínum tíma. Forsætis- ráðherra hélt nýlega fund með formönnum þingflokkanna og formanni og framkvæmdastjóra þjóðhátíðarnefndar 1974, þar sem áætlunin var lögð fram. Er hún nú til athugunar hjá þingflokkun- um og er niðurstöðu þaðan að vænta fyrir lokaafgreiðslu fjár- laganna nú. I f járlagafrum- varpinu sjálfu er gert ráð fyrir 830 þúsund krónum til þjóð- hátiðarinnar, en ljóst er, að sú upphæð nægir hvergi til að standa straum af hátíðahöldunum á Þingvöllum sem ráðgert er að fari fram 28. júlí næstkomandi. Sakaruppgjöf í könnun VEGNA komu brezka togaransSt. Leger til ísafjraðar í gær hefur spurningin um sakaruppgjöf brezkra landhelgisbrjóta aftur vaknað í hugum margra lands- manna. Að sögn Baldurs Möller ráðunevtisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu er nú verið að kanna þessa hl ið málsins, og verður ekk- ert aðhafzt gegn brezku togurun- um fyrr en að lokinni þessari könnun. Hins vegar benti ráðu- neytisstjóri á. að brot togaranna brezku firnast ekki næsta árið. Strax og bráðabirgðasamkomu- lagið milli íslenzkra og brezkra stjórnvalda tók gildi, barst hingað listi brezkra stjórnvalda yfir þá 139 togara, er heimild hafa til veiða á íslandsmiðum. Stuðzt verður við þennan lista í fyrr- greindri könnun. en Baldur kvað líklegt, að flestir þessara togara hefðu verið bókaðir af Landhelg- isgæzlunni einhvern tíma á því 14 mánaða skeiði, þegar landhelgis- deilan var í algleymingi. Baldur kvað þessa könnun vera talsvert verk, því að fara þyrfti i gegnum dagbækur allra varðskipanna þennan tíma til að sjá, hvaða tog- arar hefðu gerzt brotlegir. Meiðyrða- mál gegn Sverri Kr. DÆTUR Ama heitins Pálssonar prófessors hafa höfðað meiðyrða- mál gegn Sverri Kristjánssyni sagnfræðingi, vegna ummæla hans um föður þeirra I útvarps- þætti f júlí í sumar. Var gefin út stefna í málinu f liorgardómi f gær og var hún samdægurs birt lögmanni Sverris. Málið verður þingfest á fimmtudaginn. í gær var haldið fram sátta- fundi í lögbannsmálinu vegna sjónvarpsviðtalsins við Sverri, sem sýna átti fyrir rúmum hálfum mánuði. Við þingfestingu málsins á fimmtudag hafði virzt sem einhver sátta- grundvöllur væri fyrir hendi og var því ákveðið að halda sáttatil- raunum áfram í gær. Sættir náðust hins vegar ekki, og mun málið því ganga áfram í borgar- dómi eins og önnur mál, með vitnaleiðslum og munnlegum flutningi. Margt var um skíðamanninn í Hveradölum um helgina, enda nægur skíðasnjór og veður ágætt. Var skíðalyftan óspart notuð (Ljósm. Mbl. Br. II.). OLIA TIL IIl SAHITirVAR TVÖFALDAST í VERÐI „MIÐAÐ við verðlagsþróun olfu- vara í öðrum þjóðlöndum, getur þessi hækkun alls ekki talizt mik- il, þó að svo kunni að virðast í fljótu bragði,“ sagði Önundur As- geirsson hjá Olíuverzlun tslands f samtali við Morgunblaðið í gær um fyrirsjáanlega hækkun á olíu og bensfni. Þessi hækkun byggist að öllu leyti á heimsmarkaðsverð- hækkunum, og mun koma til framkvæmda þegar er næstu farmar olíu og bensfns koma til landsins. Forráðamenn olíufélaganna hafa nú reiknað út hugsanlegt útsöluverð á næstu förmum olíu- vara, og lagt til grundvallar skráningu á heimsmarkaði, eins og hún lá fyrir 16. þ.m. Sam- kvæmt því kemur í ljós, að gasolí- an hækkar mest, þá svartolía og síðan bensín. Að sögn Önundar Ásgeirssonar mun gasolían hækka um sem næst 90% — verða um 11 krónur á hvern lítra, en er nú kr. 5,80. Svartolía til skipa mun hækka um 40—50% — er nú 3385 krónur, en mun sennilega fara upp í 4.700 kr. tonnið. Bensín mun sennilega hækka um 20% eða úr kr. 23.50 í um 28 krónur. Önundur tók þó fram, að verulegur hluti bensín- verðsins væri fólginn f sköttum, svo að hugsanlega mætti ná þvf verði niður með þvf að aflétta einhverjum sköttum, ef stjörn- völd treystu sér til þess. Hann sagði ennfremur, að menn skyldu allt eins vera undir það búnir, að skráningin gæti breytzt til hækk- unar. Önundur var spurður að því, hvað hann héldi, að gasolíuhækk- unin gæti haft í för með sér mikla hækkun fyrir húseigendur, sem nota olíukyndingu. Tók hann sem dæmi venjulegt einbýlishús og kvað algengt, að þau færu með 6 þúsund lítra af olíu á ári til kynd- ingar. Miðað við að gasolían hækkaði nú um kr. 5.20 Iítrinn þýddi þetta um 32 þúsund króna hækkun á ári, og væri þetta því sem næst tvöföldun á kostnaði við húsahitun með olíu. Önundur kvað nokkrar birgðir Framhald á bls. 31 Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins: Eftirlitsstöð án varnarliðs nægir ekki hagsmunum Islands I stjórnmálayfirlýsingu flokks- ráðsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem lauk sl. laugardag, er lögð áherzla á eftirfarandi atriði, sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ein- beita sér að á næstunni: j að varnir verði áfram á Islandi □ að fiskveiðilögsagan verði færð út f 200 sjómílur fyrir árslok 1974 Q að algjör stefnubreyting verði í efnahagsmálum □ að sérstakt átak verði gert í byggðamálum Flokksráðsfundinum lauk um kl. 19.00 á laugardagskvöld eftir miklar umræður. Eftir hádegi á laugardag gerði Magnús Jónsson varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins grein fyrir áliti stjórnmála- nefndar. Síðan ræddu Valgarð Briem og Albert Guðmundsson um byggingu nýja Sjálfstæðis- hússins, en í almennum umræð- um eftir hádegi á laugardag tóku þátt: Björn Þórhallsson, Benedikt Guðmundsson, Staðarbakka, Ingólfur Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Þór Vilhjálmsson, Friðjón Þórðarson, Þorvaldur Moby, Albert Kemp, Páll Daníels- son, Sigurlaug Bjarnadóttir, Guðlaugur Gíslason, Hjörtur Hjartarson, Guðmundur II. Garðarsson og Magnús Jónsson. Er stjórnmálayfirlýsing hafði verið samþykkt, sleit Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins fundinum með stuttri ræðu. I stjórnmálayfirlýsingunni segir m.a., að „þar til samkomulag næst milli ríkja austurs og vesturs um afvopnun og viðunandi öryggi í Evrópu er það nauðsynlegt vegna öryggis Islands og hagsmuna bandalags- þjóða okkar, einkum Norður- landa, að áfram verði um sinn varnir í landinu, þar sem ástand í alþjóðamálum er svo ótryggt sem raun ber vitni um... Því fullnægir það ekki hagsmunum Islendinga nú, að í landinu sé aðeins eftirlitsstöð án nokkurs varnarliðs.“ Lögðer áherzla á, að fylgt verði þeirri stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, að fiskveiðilandhelgin verði færð út í 200 sjómílur í árslok 1974 og að þjóðareining megi takast um þá útfærslu. Stjórn- málayfirlýsing flokksráðs- fundarins er birt í heild á bls. 19 i Morgunblaðinu í dag. Losnaði af sjálfs- dáðum VÉLBATURINN Gylfi Öm GK 303 strandaði rétt vestan við innsigl inuuna í Grinda- vfkurhöfn um kl. 19:15 í gær- kvöldi I slæmu veðri, ofanbyl og hvassvirði. Fjórir menn voru á bátnum. Björgunarsveit SVFI I Grindavfk var kölluð út og fór hún á strandstaðinn og var við öllu búin. Ekki var þó gerð tilraun til að bjarga mönnunum í land, þar sem þeir voru ekki taldir f lffv hættu. A aðfallinu losnaði bát- urinn svo af sjálfsdáðum, en vegna stýrisbilunar aðstoðaði báturinn Vörðunes hann inn að bryggju, og var klukkan þá að nálgast tfu. Gylfi Öm er 56 lesta eikar- bátur og hefur verið á línu- veiðum. Var hann að koma úr róðri, en í innsiglingunni mun skrúfan hafa rekizt f og vélin stöðvazt og bátinn sfðan rekið upp að klöppinni, niður undan elztu bryggjunni í Grindavfk. Einhver leki kom aðbátnum við strandið, þó ekki umtals- verður, að sögn fréttaritara Mbl. f Grindavfk, en um tjón á bátnum erekki fullkunnugt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.